Sakar Þóru um „siðlausa blaðamennsku“ Kristján Hjálmarsson skrifar 30. ágúst 2013 11:30 Guðríður Jónsdóttir, unnusta Egils Einarssonar, sakar Þóru Tómasdóttur ritstjóra Nýs lífs um siðlausa blaðamennsku. Guðríður Jónsdóttir, unnusta Egils Einarssonar, sakar Þóru Tómasdóttur ritstjóra Nýs lífs um „siðlausa blaðamennsku“ í yfirlýsingu sem hún hefur sent Vísi. Þar sakar hún Þóru um ófaglega umfjöllun og segir að meginmarkmið viðtalsins hafi verið að koma höggi á Egil auk þess sem um söluátak hafi verið að ræða. Ástæða yfirlýsingarinnar er viðtal við Guðnýju Rósu Vilhjálmsdóttur sem birtist í Nýju lífi í gær. Guðný Rós kærði Guðríði og Egil fyrir nauðgun fyrir tveimur árum. Málið, sem fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun á sínum tíma, var rannsakað hjá lögreglunni. Það var svo sent ríkissaksóknara sem fyrirskipaði ítarlegri rannsókn. Að endingu felldi saksóknari málið niður. Egill kærði Guðnýju Rós í kjölfarið fyrir rangar sakargiftir en málið var fellt niður. Með viðtalinu í Nýju lífi steig Guðný Rós í fyrsta skipti fram og sagði frá sinni upplifun af málinu. Guðríður segir í yfirlýsingunni að Guðný hafi kært þau Egil að ósekju fyrir nauðgun. „Rétt er að taka fram að Guðný var ekki þvinguð til neins. Hún „fraus“ ekki heldur tók hún virkan þátt í því sem fram fór. Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara (og fór auðvitað óhindruð.) Ekkert hafði gerst og ekkert var sagt sem gaf okkur Agli ástæðu til að tengja þá ákvörðun við neitt annað en það að hún hefði skyndilega munað eftir því að hún væri að „deita“ strák,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Guðríðar.„Þungamiðja umfjöllunarinnar er viðtal Þóru Tómasdóttur ritstjóra við Guðnýju Rós þar sem hún lýsir sinni útgáfu af sögunni í smáatriðum. Svo sem framburður vitna, símaskýrslur og læknaskýrslur staðfesta, víkja fyrri framburðir Guðnýjar og talsmanna hennar nokkuð langt frá veruleikanum. Hér er komin fram ein útgáfan enn.“ Guðríður segir umfjöllun Þóru um málið vera vægast sagt ófaglega. „Þóra hafði ekki samband við okkur fyrir útkomu blaðsins. Það var enginn áhugi á að heyra okkar hlið, engin tilraun gerð til hlutleysis í frásögninni. Hins vegar klippir Þóra búta úr yfirlýsingum frá Agli, eftir því sem hentar „málstaðnum“. Málið er lagt þannig upp að lesandinn getur ekki komist að annarri niðurstöðu en við Egill séum illmenni hin mestu. Jafnvel ég myndi sannfærast, hefði ég ekki sjálf verið á staðnum,“ segir Guðríður. Yfirlýsingu Guðríðar má lesa í heild sinni hér að neðan: Siðlaus „blaðamennska“ Í nýútkomnu tölublaði af tímaritinu Nýju lífi er þrettán blaðsíðna umfjöllun um kæru Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur á hendur mér og unnusta mínum, Agli Einarssyni. Sem kunnugt er kærði Guðný okkur að ósekju fyrir nauðgun fyrir tæpum tveimur árum. Þungamiðja umfjöllunarinnar er viðtal Þóru Tómasdóttur ritstjóra við Guðnýju Rós þar sem hún lýsir sinni útgáfu af sögunni í smáatriðum. Svo sem framburður vitna, símaskýrslur og læknaskýrslur staðfesta, víkja fyrri framburðir Guðnýjar og talsmanna hennar nokkuð langt frá veruleikanum. Hér er komin fram ein útgáfan enn. Rétt er að taka fram að Guðný var ekki þvinguð til neins. Hún „fraus“ ekki heldur tók hún virkan þátt í því sem fram fór. Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara (og fór auðvitað óhindruð.) Ekkert hafði gerst og ekkert var sagt sem gaf okkur Agli ástæðu til að tengja þá ákvörðun við neitt annað en það að hún hefði skyndilega munað eftir því að hún væri að „deita“ strák. Frá upphafi hefur umföllun um þetta mál verið einhliða þar sem Guðný og þeir sem henni standa nærri hafa matað fjölmiðla, DV sýnu mest, á frásögnum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þar á meðal er Þóra Tómasdóttir sem raunar má líta á sem fjölmiðlafulltrúa Guðnýjar. Hvorki ég, né Egill, höfum tjáð okkur um atvik þessa máls opinberlega. Í meðförum Þóru er þessu snúið á hvolf og boðað að Guðný ætli nú í fyrsta sinn að segja sína sögu. Þetta segir allt um nálgunina og þann einlæga ásetning Þóru að setja nauðgunarstimpil á okkur Egil. Umfjöllun Þóru um málið er vægast sagt ófagleg. Þóra hafði ekki samband við okkur fyrir útkomu blaðsins. Það var enginn áhugi á að heyra okkar hlið, engin tilraun gerð til hlutleysis í frásögninni. Hins vegar klippir Þóra búta úr yfirlýsingum frá Agli, eftir því sem hentar „málstaðnum“. Málið er lagt þannig upp að lesandinn getur ekki komist að annarri niðurstöðu en við Egill séum illmenni hin mestu. Jafnvel ég myndi sannfærast, hefði ég ekki sjálf verið á staðnum. Engum dylst að meginmarkmiðið með birtingu þessa viðtals er að koma höggi á Egil en auk þess virðist hér vera um söluátak að ræða. Auglýsingadeild Birtings, útgefanda Nýs lífs, var síðustu vikur á útopnu að selja auglýsingar í blað „sem innihéldi risa skúbb”, eins og það var kynnt fyrir mögulegum auglýsendum. Svo að því sé til haga haldið, þá kærði Egill, unnusti minn, Guðnýju Rós fyrir rangar sakargiftir á síðasta ári. En líkt og með svo grátlega mörg önnur mál í þessum flokki, þá var málið fellt niður eftir málamyndarannsókn. Sú niðurstaða var okkur mikil vonbrigði. Hafa verður í huga að á sínum tíma fór fram ítarleg rannsókn á ásökunum Guðnýjar Rósar. Sú rannsókn leiddi í ljós að ekki væru neinar forsendur til ákæru enda styrktu öll gögn málsins og vitni framburð minn og unnusta míns, en um leið var Guðný Rós, samkvæmt úrskurði ríkissaksóknara, reikul í framburði og mikið ósamræmi í frásögn hennar. Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Guðríður Jónsdóttir, unnusta Egils Einarssonar, sakar Þóru Tómasdóttur ritstjóra Nýs lífs um „siðlausa blaðamennsku“ í yfirlýsingu sem hún hefur sent Vísi. Þar sakar hún Þóru um ófaglega umfjöllun og segir að meginmarkmið viðtalsins hafi verið að koma höggi á Egil auk þess sem um söluátak hafi verið að ræða. Ástæða yfirlýsingarinnar er viðtal við Guðnýju Rósu Vilhjálmsdóttur sem birtist í Nýju lífi í gær. Guðný Rós kærði Guðríði og Egil fyrir nauðgun fyrir tveimur árum. Málið, sem fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun á sínum tíma, var rannsakað hjá lögreglunni. Það var svo sent ríkissaksóknara sem fyrirskipaði ítarlegri rannsókn. Að endingu felldi saksóknari málið niður. Egill kærði Guðnýju Rós í kjölfarið fyrir rangar sakargiftir en málið var fellt niður. Með viðtalinu í Nýju lífi steig Guðný Rós í fyrsta skipti fram og sagði frá sinni upplifun af málinu. Guðríður segir í yfirlýsingunni að Guðný hafi kært þau Egil að ósekju fyrir nauðgun. „Rétt er að taka fram að Guðný var ekki þvinguð til neins. Hún „fraus“ ekki heldur tók hún virkan þátt í því sem fram fór. Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara (og fór auðvitað óhindruð.) Ekkert hafði gerst og ekkert var sagt sem gaf okkur Agli ástæðu til að tengja þá ákvörðun við neitt annað en það að hún hefði skyndilega munað eftir því að hún væri að „deita“ strák,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Guðríðar.„Þungamiðja umfjöllunarinnar er viðtal Þóru Tómasdóttur ritstjóra við Guðnýju Rós þar sem hún lýsir sinni útgáfu af sögunni í smáatriðum. Svo sem framburður vitna, símaskýrslur og læknaskýrslur staðfesta, víkja fyrri framburðir Guðnýjar og talsmanna hennar nokkuð langt frá veruleikanum. Hér er komin fram ein útgáfan enn.“ Guðríður segir umfjöllun Þóru um málið vera vægast sagt ófaglega. „Þóra hafði ekki samband við okkur fyrir útkomu blaðsins. Það var enginn áhugi á að heyra okkar hlið, engin tilraun gerð til hlutleysis í frásögninni. Hins vegar klippir Þóra búta úr yfirlýsingum frá Agli, eftir því sem hentar „málstaðnum“. Málið er lagt þannig upp að lesandinn getur ekki komist að annarri niðurstöðu en við Egill séum illmenni hin mestu. Jafnvel ég myndi sannfærast, hefði ég ekki sjálf verið á staðnum,“ segir Guðríður. Yfirlýsingu Guðríðar má lesa í heild sinni hér að neðan: Siðlaus „blaðamennska“ Í nýútkomnu tölublaði af tímaritinu Nýju lífi er þrettán blaðsíðna umfjöllun um kæru Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur á hendur mér og unnusta mínum, Agli Einarssyni. Sem kunnugt er kærði Guðný okkur að ósekju fyrir nauðgun fyrir tæpum tveimur árum. Þungamiðja umfjöllunarinnar er viðtal Þóru Tómasdóttur ritstjóra við Guðnýju Rós þar sem hún lýsir sinni útgáfu af sögunni í smáatriðum. Svo sem framburður vitna, símaskýrslur og læknaskýrslur staðfesta, víkja fyrri framburðir Guðnýjar og talsmanna hennar nokkuð langt frá veruleikanum. Hér er komin fram ein útgáfan enn. Rétt er að taka fram að Guðný var ekki þvinguð til neins. Hún „fraus“ ekki heldur tók hún virkan þátt í því sem fram fór. Hún grét ekki eða sýndi nein önnur merki um að líða illa fyrr en alveg undir lokin þegar hún ákvað skyndilega að fara (og fór auðvitað óhindruð.) Ekkert hafði gerst og ekkert var sagt sem gaf okkur Agli ástæðu til að tengja þá ákvörðun við neitt annað en það að hún hefði skyndilega munað eftir því að hún væri að „deita“ strák. Frá upphafi hefur umföllun um þetta mál verið einhliða þar sem Guðný og þeir sem henni standa nærri hafa matað fjölmiðla, DV sýnu mest, á frásögnum sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þar á meðal er Þóra Tómasdóttir sem raunar má líta á sem fjölmiðlafulltrúa Guðnýjar. Hvorki ég, né Egill, höfum tjáð okkur um atvik þessa máls opinberlega. Í meðförum Þóru er þessu snúið á hvolf og boðað að Guðný ætli nú í fyrsta sinn að segja sína sögu. Þetta segir allt um nálgunina og þann einlæga ásetning Þóru að setja nauðgunarstimpil á okkur Egil. Umfjöllun Þóru um málið er vægast sagt ófagleg. Þóra hafði ekki samband við okkur fyrir útkomu blaðsins. Það var enginn áhugi á að heyra okkar hlið, engin tilraun gerð til hlutleysis í frásögninni. Hins vegar klippir Þóra búta úr yfirlýsingum frá Agli, eftir því sem hentar „málstaðnum“. Málið er lagt þannig upp að lesandinn getur ekki komist að annarri niðurstöðu en við Egill séum illmenni hin mestu. Jafnvel ég myndi sannfærast, hefði ég ekki sjálf verið á staðnum. Engum dylst að meginmarkmiðið með birtingu þessa viðtals er að koma höggi á Egil en auk þess virðist hér vera um söluátak að ræða. Auglýsingadeild Birtings, útgefanda Nýs lífs, var síðustu vikur á útopnu að selja auglýsingar í blað „sem innihéldi risa skúbb”, eins og það var kynnt fyrir mögulegum auglýsendum. Svo að því sé til haga haldið, þá kærði Egill, unnusti minn, Guðnýju Rós fyrir rangar sakargiftir á síðasta ári. En líkt og með svo grátlega mörg önnur mál í þessum flokki, þá var málið fellt niður eftir málamyndarannsókn. Sú niðurstaða var okkur mikil vonbrigði. Hafa verður í huga að á sínum tíma fór fram ítarleg rannsókn á ásökunum Guðnýjar Rósar. Sú rannsókn leiddi í ljós að ekki væru neinar forsendur til ákæru enda styrktu öll gögn málsins og vitni framburð minn og unnusta míns, en um leið var Guðný Rós, samkvæmt úrskurði ríkissaksóknara, reikul í framburði og mikið ósamræmi í frásögn hennar.
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira