Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Leiknir 2-1 | Torsóttur sigur Skagamanna Ingvi Þór Sæmundsson á Norðurálsvellinum skrifar 26. júlí 2015 00:01 Garðar Gunnlaugsson tryggði ÍA sigur á Leikni í fyrri leik liðanna í Pepsi-deildinni. vísir/ernir ÍA vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Leikni í nýliðaslag í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Eggert Kári Karlsson og Marko Andelkovic skoruðu mörk Skagamanna sem endurheimtu 8. sætið með sigrinum. Þeir eru nú sex stigum frá fallsæti og hafa aðeins tapað einum af síðustu sjö leikjum sínum. Leikurinn í kvöld var eins og svo margir hjá Leikni; liðið var ekki slakari aðilinn, og í raun miklu betri í seinni hálfleik, en það nær ekki að vinna jafna leiki og hefur ekki unnið leik síðan í 5. umferð. Leiknismenn geta þó huggað sig við það að þeir eru bara einu stigi frá öruggu sæti og frammistaðan í leiknum, og þá sérstaklega í seinni hálfleik, var góð. Þeir þurfa hins vegar að láta þessar fínu frammistöður telja til stiga. Leikurinn var frekar tíðindalítill í fyrri hálfleik, þar sem baráttan var í aðalhlutverki. Skagamenn voru þó hættulegri aðilinn á meðan Leiknismönnum gekk erfiðlega að koma boltanum hratt fram völlinn og skapa færi. Leiknismenn áttu þó einstaka góðar sóknir og ein slík á 21. mínútu skilaði eina skoti gestanna að marki í fyrri hálfleik. Breiðhyltingar gerðu þá vel í að færa boltann yfir til hægri á Eirík Inga Magnússon sem sendi boltann fyrir á Kolbein Kárason sem skallaði beint á Árna Snæ Ólafsson. Aðeins mínútu síðar fengu Skagamenn dauðafæri en Halldór Kristinn Halldórsson bjargaði á línu frá Jóni Vilhelm Ákasyni. Á 38. mínútu komust Akurnesingar yfir. Þeir fengu þá aukaspyrnu inni á vallarhelmingi Leiknis. Þórður Þorsteinn Þórðarson lyfti boltanum inn á teiginn. Hann barst á Ásgeir Marteinsson sem sneri sér laglega og átti fínt skot sem Eyjólfur Tómasson missti boltanum klaufalega frá sér og beint fyrir fæturna á Eggerti Kára sem kom honum yfir línuna og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Staðan var 1-0 í hálfleik en leikurinn opnaðist mjög í seinni hálfleik. Leiknismenn komu mjög ákveðnir til leiks og komu boltanum hraðar og markvissar upp völlinn. Gestirnir reyndu mikið af löngum skásendingum út á kantana sem gáfust vel. Kristján Páll Jónsson komst t.d. ósjaldan einn á móti Darren Lough, vinstri bakverði ÍA, en fyrirgjafir hans voru flestar slakar og sköpuðu ekki þá hættu sem þær hefðu átt að gera. Leiknismenn fengu hins vegar fullt af hornspyrnum og það var eftir þær sem þeir fengu sín bestu færi. Hilmar Árni Halldórsson, sem var mjög góður eftir að hann var færður inn á miðjuna í seinni hálfleik, átti margar frábærar hornspyrnur og Kolbeinn skallaði í slána eftir eina slíka á 53. mínútu. Skagamenn voru einnig hættulegir og þá sérstaklega Garðar Gunnlaugsson sem átti mjög fínan leik í fremstu víglínu heimamanna; hélt boltanum vel, var öflugur í loftinu og mjög ógnandi. Hann átti tvær góðar tilraunir í upphafi seinni hálfleiks en náði ekki að skora. Á 58. mínútu skapaði hornspyrna Hilmars annað dauðafæri, nú fyrir Halldór Kristinn sem þrumaði boltanum hátt fyrir úr frábæru færi. Leiknismenn héldu áfram að þjarma að heimamönnum og markið lá í loftinu. Það kom þó ekki þrátt fyrir ítrekaðir tilraunir. ÍA ógnaði þó alltaf með skyndisóknum og Jón Vilhelm var nálægt því að skora á 76. mínútu en Eyjólfur varði skot hans. Varamaðurinn Arsenij Buinickij komst svo í afbragðs færi fimm mínútum síðar en skaut í hliðarnetið. Á 82. mínútu gerði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, tvöfalda skiptingu og hún bar árangur aðeins tveimur mínútum síðar. Skagamenn áttu þá flotta skyndisókn; Þórður Þorsteinn sendi boltann yfir á fjærstöng á varamanninn Marko Andelkovic og hann setti boltann í fjærhornið úr þröngu færi. Ásgeir hefði svo getað gulltryggt sigurinn mínútu fyrir leikslok þegar hann komst einn í gegn en Eyjólfur varði. Leiknismenn héldu áfram allt til loka og náðu loks að skora á fjórðu mínútu í uppbótartíma þegar Halldór Kristinn skoraði af stuttu færi eftir að varamaðurinn Danny Schreurs, sem var að leika sinn fyrsta leik fyrir Leikni, skaut í stöngina í kjölfar hornspyrnu Hilmars. Nær komst Leiknir ekki og Skagamenn fögnuðu torsóttum en afar sætum sigri.Gunnlaugur: Kom auka kraftur í okkar leik eftir tvöföldu skiptinguna "Leikurinn var eins og við bjuggumst við að hann yrði. Það var mikið undir í þessum leik, spennustigið var hátt og það var barist um alla bolta og það er gríðarleg sætt að hafa náð að klára þetta," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn á Leikni í nýliðaslag í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Það er altalað hversu erfitt það er að spila á móti liði Leikni sem gefur allt í leikina og rúmlega það. Hvernig fannst Gunnlaugi sínum mönnum takast til í baráttunni gegn Breiðhyltingum í kvöld? "Það gekk nokkuð vel. Við lentum aftur á móti í nokkrum vandræðum með þá í seinni hálfleik og duttum kannski full aftarlega," sagði Gunnlaugur. "Þeir gerðu vel, sköpuðu færi en við gerðum vel í að halda markinu hreinu þá. En ég er ósáttur að hafa fengið þetta mark á okkur undir lokin. Við hefðum auðveldlega getað komið í veg fyrir það." Fyrri hálfleikurinn var rólegur þótt Skagamenn væru hættulegri aðilinn. "Fyrri hálfleikurinn var kannski ekki sá mest spennandi en mér fannst við hættulegri og gerðum gott mark og fórum með góða stöðu inn í hálfleikinn. "Við komum reyndar full værukærir inn í seinni hálfleikinn og þeir gengu á lagið og fengu færi. En síðustu 10 mínúturnar og eftir tvöföldu skiptinguna kom auka kraftur í okkar leik og Marko (Andelkovic) skoraði frábært mark," sagði Gunnlaugur. Skagamenn hafa verið duglegir að vinna liðin sem eru í kringum þá í deildinni. Gunnlaugur segir þá sigra gríðarlega mikilvæga. "Það er gríðarlega mikilvægt að vinna þessa leiki. Þetta eru sex stiga leikir og í dag förum við sex stigum fram úr Leikni. Við höfum unnið þessa leiki hingað til og þurfum að halda því áfram. Við gerðum nóg í dag til að vinna Leikni og ég er ánægður með það," sagði Gunnlaugur að endingu.Freyr: Leikstjórnin var ömurleg Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var brúnaþungur í leikslok eftir tap Breiðholtsliðsins fyrir ÍA í kvöld. Hann segir það þreytandi að fá, enn og aftur, ekkert út úr jöfnum leikjum. "Það er mjög þreytt. Við vorum miklu betri í þessum leik, það er ekkert flóknara en það," sagði Freyr í samtali við Vísi eftir leik. "Mér er alveg sama hvað þeir í gulu reyna að segja, við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik. Það er alveg á hreinu. "Þetta eru samt engir vitleysingjar. Þeir eiga alveg hættulegar skyndisóknir og verjast vel. Þeir eru með góðan markmann, þó hann hafi hegðað sér eins og vitleysingur eftir leik. Þessar spyrnur hjá honum eru frábærar og þeir spila upp á það," sagði Freyr ennfremur. Leiknismenn sköpuðu sér ekki mikið í fyrri hálfleik en fengu færi í seinni hálfleik, þá sérstaklega eftir frábærar hornspyrnur Hilmars Árna Halldórssonar. Freyr var ánægður með hversu hættulegir Leiknismenn voru í föstum leikatriðum, sem voru ekki upp á sitt besta gegn Val í síðustu umferð. "Við skölluðum í slá og skutum yfir úr dauðafæri og svo kom markið í kjölfar hornspyrnu. Við bættum það frá síðasta leik," sagði Freyr sem var ánægður með sína drengi í dag. "Ég get ekkert sett út á strákana. Þeir eru eins og vígamenn, tilbúnir að gera það sem þeir áttu að gera og reyndu að spila fótbolta. Við vissum að við værum með betra fótboltalið og spiluðum betri fótbolta en þeir." Freyr var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld og þá sérstaklega aðstoðardómara 2, Englendinginn Ross Joyce. "Það eru stórir dómar sem ég er mjög ósáttur við. Leikstjórnin var ömurleg. Það voru sex skiptingar og þeir byrjuðu að tefja á 30. mínútu en bara fjórum mínútum bætt við. "Svo þetta verkefni frá Englandi; hann gefur fyrst aukaspyrnu sem fyrra markið þeirra kemur eftir og svo skorar Danny (Schreurs, nýjasti leikmaður Leiknis) mark sem er dæmt af vegna rangstöðu. Það verður fróðlegt að sjá það aftur og það er eins gott að þetta hafi verið réttur dómur," sagði Freyr sem var ánægður með frammistöðu Schreurs, í sínum fyrsta leik fyrir Leikni. "Hann var mjög ógnandi, kröftugur, tæknilega góður og gefur okkur nýja vídd," sagði Freyr að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
ÍA vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Leikni í nýliðaslag í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Eggert Kári Karlsson og Marko Andelkovic skoruðu mörk Skagamanna sem endurheimtu 8. sætið með sigrinum. Þeir eru nú sex stigum frá fallsæti og hafa aðeins tapað einum af síðustu sjö leikjum sínum. Leikurinn í kvöld var eins og svo margir hjá Leikni; liðið var ekki slakari aðilinn, og í raun miklu betri í seinni hálfleik, en það nær ekki að vinna jafna leiki og hefur ekki unnið leik síðan í 5. umferð. Leiknismenn geta þó huggað sig við það að þeir eru bara einu stigi frá öruggu sæti og frammistaðan í leiknum, og þá sérstaklega í seinni hálfleik, var góð. Þeir þurfa hins vegar að láta þessar fínu frammistöður telja til stiga. Leikurinn var frekar tíðindalítill í fyrri hálfleik, þar sem baráttan var í aðalhlutverki. Skagamenn voru þó hættulegri aðilinn á meðan Leiknismönnum gekk erfiðlega að koma boltanum hratt fram völlinn og skapa færi. Leiknismenn áttu þó einstaka góðar sóknir og ein slík á 21. mínútu skilaði eina skoti gestanna að marki í fyrri hálfleik. Breiðhyltingar gerðu þá vel í að færa boltann yfir til hægri á Eirík Inga Magnússon sem sendi boltann fyrir á Kolbein Kárason sem skallaði beint á Árna Snæ Ólafsson. Aðeins mínútu síðar fengu Skagamenn dauðafæri en Halldór Kristinn Halldórsson bjargaði á línu frá Jóni Vilhelm Ákasyni. Á 38. mínútu komust Akurnesingar yfir. Þeir fengu þá aukaspyrnu inni á vallarhelmingi Leiknis. Þórður Þorsteinn Þórðarson lyfti boltanum inn á teiginn. Hann barst á Ásgeir Marteinsson sem sneri sér laglega og átti fínt skot sem Eyjólfur Tómasson missti boltanum klaufalega frá sér og beint fyrir fæturna á Eggerti Kára sem kom honum yfir línuna og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Staðan var 1-0 í hálfleik en leikurinn opnaðist mjög í seinni hálfleik. Leiknismenn komu mjög ákveðnir til leiks og komu boltanum hraðar og markvissar upp völlinn. Gestirnir reyndu mikið af löngum skásendingum út á kantana sem gáfust vel. Kristján Páll Jónsson komst t.d. ósjaldan einn á móti Darren Lough, vinstri bakverði ÍA, en fyrirgjafir hans voru flestar slakar og sköpuðu ekki þá hættu sem þær hefðu átt að gera. Leiknismenn fengu hins vegar fullt af hornspyrnum og það var eftir þær sem þeir fengu sín bestu færi. Hilmar Árni Halldórsson, sem var mjög góður eftir að hann var færður inn á miðjuna í seinni hálfleik, átti margar frábærar hornspyrnur og Kolbeinn skallaði í slána eftir eina slíka á 53. mínútu. Skagamenn voru einnig hættulegir og þá sérstaklega Garðar Gunnlaugsson sem átti mjög fínan leik í fremstu víglínu heimamanna; hélt boltanum vel, var öflugur í loftinu og mjög ógnandi. Hann átti tvær góðar tilraunir í upphafi seinni hálfleiks en náði ekki að skora. Á 58. mínútu skapaði hornspyrna Hilmars annað dauðafæri, nú fyrir Halldór Kristinn sem þrumaði boltanum hátt fyrir úr frábæru færi. Leiknismenn héldu áfram að þjarma að heimamönnum og markið lá í loftinu. Það kom þó ekki þrátt fyrir ítrekaðir tilraunir. ÍA ógnaði þó alltaf með skyndisóknum og Jón Vilhelm var nálægt því að skora á 76. mínútu en Eyjólfur varði skot hans. Varamaðurinn Arsenij Buinickij komst svo í afbragðs færi fimm mínútum síðar en skaut í hliðarnetið. Á 82. mínútu gerði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, tvöfalda skiptingu og hún bar árangur aðeins tveimur mínútum síðar. Skagamenn áttu þá flotta skyndisókn; Þórður Þorsteinn sendi boltann yfir á fjærstöng á varamanninn Marko Andelkovic og hann setti boltann í fjærhornið úr þröngu færi. Ásgeir hefði svo getað gulltryggt sigurinn mínútu fyrir leikslok þegar hann komst einn í gegn en Eyjólfur varði. Leiknismenn héldu áfram allt til loka og náðu loks að skora á fjórðu mínútu í uppbótartíma þegar Halldór Kristinn skoraði af stuttu færi eftir að varamaðurinn Danny Schreurs, sem var að leika sinn fyrsta leik fyrir Leikni, skaut í stöngina í kjölfar hornspyrnu Hilmars. Nær komst Leiknir ekki og Skagamenn fögnuðu torsóttum en afar sætum sigri.Gunnlaugur: Kom auka kraftur í okkar leik eftir tvöföldu skiptinguna "Leikurinn var eins og við bjuggumst við að hann yrði. Það var mikið undir í þessum leik, spennustigið var hátt og það var barist um alla bolta og það er gríðarleg sætt að hafa náð að klára þetta," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn á Leikni í nýliðaslag í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Það er altalað hversu erfitt það er að spila á móti liði Leikni sem gefur allt í leikina og rúmlega það. Hvernig fannst Gunnlaugi sínum mönnum takast til í baráttunni gegn Breiðhyltingum í kvöld? "Það gekk nokkuð vel. Við lentum aftur á móti í nokkrum vandræðum með þá í seinni hálfleik og duttum kannski full aftarlega," sagði Gunnlaugur. "Þeir gerðu vel, sköpuðu færi en við gerðum vel í að halda markinu hreinu þá. En ég er ósáttur að hafa fengið þetta mark á okkur undir lokin. Við hefðum auðveldlega getað komið í veg fyrir það." Fyrri hálfleikurinn var rólegur þótt Skagamenn væru hættulegri aðilinn. "Fyrri hálfleikurinn var kannski ekki sá mest spennandi en mér fannst við hættulegri og gerðum gott mark og fórum með góða stöðu inn í hálfleikinn. "Við komum reyndar full værukærir inn í seinni hálfleikinn og þeir gengu á lagið og fengu færi. En síðustu 10 mínúturnar og eftir tvöföldu skiptinguna kom auka kraftur í okkar leik og Marko (Andelkovic) skoraði frábært mark," sagði Gunnlaugur. Skagamenn hafa verið duglegir að vinna liðin sem eru í kringum þá í deildinni. Gunnlaugur segir þá sigra gríðarlega mikilvæga. "Það er gríðarlega mikilvægt að vinna þessa leiki. Þetta eru sex stiga leikir og í dag förum við sex stigum fram úr Leikni. Við höfum unnið þessa leiki hingað til og þurfum að halda því áfram. Við gerðum nóg í dag til að vinna Leikni og ég er ánægður með það," sagði Gunnlaugur að endingu.Freyr: Leikstjórnin var ömurleg Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var brúnaþungur í leikslok eftir tap Breiðholtsliðsins fyrir ÍA í kvöld. Hann segir það þreytandi að fá, enn og aftur, ekkert út úr jöfnum leikjum. "Það er mjög þreytt. Við vorum miklu betri í þessum leik, það er ekkert flóknara en það," sagði Freyr í samtali við Vísi eftir leik. "Mér er alveg sama hvað þeir í gulu reyna að segja, við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik. Það er alveg á hreinu. "Þetta eru samt engir vitleysingjar. Þeir eiga alveg hættulegar skyndisóknir og verjast vel. Þeir eru með góðan markmann, þó hann hafi hegðað sér eins og vitleysingur eftir leik. Þessar spyrnur hjá honum eru frábærar og þeir spila upp á það," sagði Freyr ennfremur. Leiknismenn sköpuðu sér ekki mikið í fyrri hálfleik en fengu færi í seinni hálfleik, þá sérstaklega eftir frábærar hornspyrnur Hilmars Árna Halldórssonar. Freyr var ánægður með hversu hættulegir Leiknismenn voru í föstum leikatriðum, sem voru ekki upp á sitt besta gegn Val í síðustu umferð. "Við skölluðum í slá og skutum yfir úr dauðafæri og svo kom markið í kjölfar hornspyrnu. Við bættum það frá síðasta leik," sagði Freyr sem var ánægður með sína drengi í dag. "Ég get ekkert sett út á strákana. Þeir eru eins og vígamenn, tilbúnir að gera það sem þeir áttu að gera og reyndu að spila fótbolta. Við vissum að við værum með betra fótboltalið og spiluðum betri fótbolta en þeir." Freyr var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld og þá sérstaklega aðstoðardómara 2, Englendinginn Ross Joyce. "Það eru stórir dómar sem ég er mjög ósáttur við. Leikstjórnin var ömurleg. Það voru sex skiptingar og þeir byrjuðu að tefja á 30. mínútu en bara fjórum mínútum bætt við. "Svo þetta verkefni frá Englandi; hann gefur fyrst aukaspyrnu sem fyrra markið þeirra kemur eftir og svo skorar Danny (Schreurs, nýjasti leikmaður Leiknis) mark sem er dæmt af vegna rangstöðu. Það verður fróðlegt að sjá það aftur og það er eins gott að þetta hafi verið réttur dómur," sagði Freyr sem var ánægður með frammistöðu Schreurs, í sínum fyrsta leik fyrir Leikni. "Hann var mjög ógnandi, kröftugur, tæknilega góður og gefur okkur nýja vídd," sagði Freyr að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira