Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Keflavík 3-3 | Keflvíkingar náðu í stig í Lautinni Stefán Árni Pálsson skrifar 17. ágúst 2015 09:46 Vísir/anton Fylkir og Keflavík gerðu 3-3 í 16. umferð Pepsi deild karla í Lautinni í kvöld en fimm mörk voru skoruð í fyrri hálfleik.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum í kvöld og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Keflvíkingar náðu að jafna metin þegar lítið var eftir af leiknum og gestirnir héldu út. Keflvíkingar urði í raun að vinna þennan leik en liðið situr fast í neðsta sæti deildarinnar með aðeins sjö stig. Albert Brynjar Ingason gerði tvö mörk fyrir Fylki. Leikurinn hófst einfaldlega með miklum látum og voru bæði lið í miklum sóknarham. Það tók botnliðið ekki nema fimm mínútur að skora fyrsta mark leiksins og var þar á ferðinni Hólmar Örn Rúnarsson. Ingimundur Níels jafnaði fyrir Fylkismenn nokkrum mínútum síðar. Martin Hummervoll kom Keflvíkingum síðan aftur yfir eftir korters leik en Fylkismenn jöfnuðu aftur metin tveim mínútum síðar þegar Albert Brynjar Ingason þrumaði boltanum í netið. Það liðu aftur aðeins tvær mínútur og þá gerði Albert Brynjar annað mark sitt. Staðan 3-2 fyrir heimamenn eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og fimm mörk í byrjun staðreynd. Fylkismenn fengu tækifæri til að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en Keflvíkingar vörðust vel. Staðan var því 3-2 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mikið rólegri en Fylkismenn voru samt sem áður sterkari og stjórnuðu leiknum. Albert Brynjar Ingason misnotaði til að mynda vítaspyrnu þegar maður hélt að liðið væri að klára leikinn. Keflvíkingar aftur á móti neituðu að gefast upp og höfðu alltaf trú á verkefninu. Þegar korter var eftir af leiknum var Martin Hummervoll, leikmaður Keflvíkingar, tekinn niður innan vítateigs og réttilega dæmd vítaspyrna. Magnús Þórir Matthíasson steig á punktinn og þrumaði boltanum í netið, staðan 3-3. Fylkismenn fengu heldur betur færin til að vinna leikinn en það gekk ekki eftir og niðurstaðan 3-3 jafntefli. Evrópudraumur Fylkis varð í raun að engu í kvöld. Keflvíkingar hafa fengið tvö stig í síðustu tveimur leikjum sem er vissulega framför en það er bara ekki nóg. Liðið mun að öllum líkindum falla úr deildinni, nema það vinni restina af leikjunum. Hermann á hliðarlínunni í kvöld.vísir/antonHermann: Sköpuðum færi til að vinna fimm fótboltaleiki „Ég er ekki sáttur með þetta og allir þeir sem voru hér vita það að við sköpuðum færi til að vinna fimm fótboltaleiki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Þú verður bara að setja helvítis boltann í netið. Þetta var samt öðruvísi leikur en við erum vanir að spila, við erum oftast meira varnarsinnaðir en núna vildum við stýra leiknum og sýna að við getum skapað okkur færi.“ Hermann segist samt sem áður vera nokkuð sáttur með liðið að ná að skapa öll þessi marktækifæri. „Þessi leikur á bara að vera löngu frágenginn. Það er ýmislegt jákvætt, við lendum til að mynd tvisvar undir í leiknum og komum til baka.“ Hann segir að liðið hafi haldið róg sinni eftir að hafa lent undir í tvígang. „Við fengum ábyggilega þrjú þúsund hornspyrnur hér í kvöld og áttum að skora fleiri mörk.“Magnús Þórir tryggði Keflvíkingum stig.vísir/antonHaukur Ingi: Það þarf að styttast í sigurleikinn hjá okkur „Þetta var mjög furðulegur fótboltaleikur og það eru mikil vonbrigði að fá aðeins eitt stig hér í kvöld, þetta var leikur sem við vildum ná í þrjú stig,“ segir Haukur Ingi Guðnason, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „Eitt stig gerir eitthvað fyrir okkur en við þurfum fleiri stig til að koma okkur nær því að bjarga okkur frá falli. Við vitum að það fækkar stigum í pottinum og það þarf að styttast í sigurleikinn hjá okkur.“ Haukur segir að liðið hafi byrjað mjög vel. „Það hefur ekki gert oft áður í sumar að við komumst yfir og leiðum leik. Það sást að við kunnum það ekkert sérstaklega vel. Þetta var gríðarlega opinn leikur og Sindri var frábær í markinu hjá okkur og bjargaði því sennilega að við fórum heim með eitt stig.“vísir/antonvísir/antonvísir/antonvísir/vilhelm Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Sjá meira
Fylkir og Keflavík gerðu 3-3 í 16. umferð Pepsi deild karla í Lautinni í kvöld en fimm mörk voru skoruð í fyrri hálfleik.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum í kvöld og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Keflvíkingar náðu að jafna metin þegar lítið var eftir af leiknum og gestirnir héldu út. Keflvíkingar urði í raun að vinna þennan leik en liðið situr fast í neðsta sæti deildarinnar með aðeins sjö stig. Albert Brynjar Ingason gerði tvö mörk fyrir Fylki. Leikurinn hófst einfaldlega með miklum látum og voru bæði lið í miklum sóknarham. Það tók botnliðið ekki nema fimm mínútur að skora fyrsta mark leiksins og var þar á ferðinni Hólmar Örn Rúnarsson. Ingimundur Níels jafnaði fyrir Fylkismenn nokkrum mínútum síðar. Martin Hummervoll kom Keflvíkingum síðan aftur yfir eftir korters leik en Fylkismenn jöfnuðu aftur metin tveim mínútum síðar þegar Albert Brynjar Ingason þrumaði boltanum í netið. Það liðu aftur aðeins tvær mínútur og þá gerði Albert Brynjar annað mark sitt. Staðan 3-2 fyrir heimamenn eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og fimm mörk í byrjun staðreynd. Fylkismenn fengu tækifæri til að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en Keflvíkingar vörðust vel. Staðan var því 3-2 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mikið rólegri en Fylkismenn voru samt sem áður sterkari og stjórnuðu leiknum. Albert Brynjar Ingason misnotaði til að mynda vítaspyrnu þegar maður hélt að liðið væri að klára leikinn. Keflvíkingar aftur á móti neituðu að gefast upp og höfðu alltaf trú á verkefninu. Þegar korter var eftir af leiknum var Martin Hummervoll, leikmaður Keflvíkingar, tekinn niður innan vítateigs og réttilega dæmd vítaspyrna. Magnús Þórir Matthíasson steig á punktinn og þrumaði boltanum í netið, staðan 3-3. Fylkismenn fengu heldur betur færin til að vinna leikinn en það gekk ekki eftir og niðurstaðan 3-3 jafntefli. Evrópudraumur Fylkis varð í raun að engu í kvöld. Keflvíkingar hafa fengið tvö stig í síðustu tveimur leikjum sem er vissulega framför en það er bara ekki nóg. Liðið mun að öllum líkindum falla úr deildinni, nema það vinni restina af leikjunum. Hermann á hliðarlínunni í kvöld.vísir/antonHermann: Sköpuðum færi til að vinna fimm fótboltaleiki „Ég er ekki sáttur með þetta og allir þeir sem voru hér vita það að við sköpuðum færi til að vinna fimm fótboltaleiki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Þú verður bara að setja helvítis boltann í netið. Þetta var samt öðruvísi leikur en við erum vanir að spila, við erum oftast meira varnarsinnaðir en núna vildum við stýra leiknum og sýna að við getum skapað okkur færi.“ Hermann segist samt sem áður vera nokkuð sáttur með liðið að ná að skapa öll þessi marktækifæri. „Þessi leikur á bara að vera löngu frágenginn. Það er ýmislegt jákvætt, við lendum til að mynd tvisvar undir í leiknum og komum til baka.“ Hann segir að liðið hafi haldið róg sinni eftir að hafa lent undir í tvígang. „Við fengum ábyggilega þrjú þúsund hornspyrnur hér í kvöld og áttum að skora fleiri mörk.“Magnús Þórir tryggði Keflvíkingum stig.vísir/antonHaukur Ingi: Það þarf að styttast í sigurleikinn hjá okkur „Þetta var mjög furðulegur fótboltaleikur og það eru mikil vonbrigði að fá aðeins eitt stig hér í kvöld, þetta var leikur sem við vildum ná í þrjú stig,“ segir Haukur Ingi Guðnason, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „Eitt stig gerir eitthvað fyrir okkur en við þurfum fleiri stig til að koma okkur nær því að bjarga okkur frá falli. Við vitum að það fækkar stigum í pottinum og það þarf að styttast í sigurleikinn hjá okkur.“ Haukur segir að liðið hafi byrjað mjög vel. „Það hefur ekki gert oft áður í sumar að við komumst yfir og leiðum leik. Það sást að við kunnum það ekkert sérstaklega vel. Þetta var gríðarlega opinn leikur og Sindri var frábær í markinu hjá okkur og bjargaði því sennilega að við fórum heim með eitt stig.“vísir/antonvísir/antonvísir/antonvísir/vilhelm
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Sjá meira