Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. september 2015 11:01 Gunnar Bragi Sveinsson segist eiga von á því að ráðherranefnd sem fer heildstætt yfir flóttamannavandann skili af sér á næstu dögum. „Eða allavega innan ekki svo langs tíma.“ Þetta sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Viðtalið við Gunnar Braga var í beinni útsendingu frá utanríkisráðuneytinu en það má sjá í heild sinni hér að ofan. Ráðherranefndin fer yfir málin í heild sinni, það er að segja nefndinni var falið að fara yfir verklag milli ráðuneyta varðandi flóttamenn og innflytjendur hér á landi, skoða málefni hælisleitanda og þar að auki hvað það er sem Ísland getur gert á vettvangi erlendis. Ráðherranefndin kom fyrst saman fyrir tæpum tveimur vikum en mikill þrýstingur hefur verið á íslensk stjórnvöld að bregðast við flóttamannavandanum sem fyrst. Dugar þar að nefna síðuna „Kæra Eygló“ þar sem þúsundir Íslendingar sögðust tilbúnir til að bjóða fram heimili sín, herbergi eða hjálpa til með öðrum hætti svo hægt sé að koma fólki í neyð til aðstoðar sem allra fyrst.Ísland tekur ákvarðanir um eigin málefni „Evrópusambandið getur ekkert stillt okkur upp við vegg hvað þetta varðar,“ sagði Gunnar Bragi spurður um þá afdráttarlausu afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að hann láti ekki „hóta“ stjórnvöldum hér á landi til að taka við flóttamönnum. En Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. „Það eru ákveðnir samningar í gangi, ákveðnir ferlar í gangi. Við munum taka þessar ákvarðanir á okkar forsendum byggt á því hvað við treystum okkur til og hvað við getum gert,“ sagði Gunnar Bragi. Þá sagði hann ákveðinn misskiling í „þessu öllu saman.“ „Það er ákveðinn misskilingur í þessu öllu saman sem við munum bara þurfa að skýra, fyrir þjóðinni að sjálfsögðu og í viðræðum okkar við okkar kollega á næstunni. Ég hef meðal annars beðið um fund hjá EFTA-ríkjunum til þess að fara í gegnum ferlana í þessu öllu saman.“ Viðtalið við Gunnar Braga hefst á mínútu 1.40. Flóttamenn Tengdar fréttir Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00 Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00 Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson segist eiga von á því að ráðherranefnd sem fer heildstætt yfir flóttamannavandann skili af sér á næstu dögum. „Eða allavega innan ekki svo langs tíma.“ Þetta sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Viðtalið við Gunnar Braga var í beinni útsendingu frá utanríkisráðuneytinu en það má sjá í heild sinni hér að ofan. Ráðherranefndin fer yfir málin í heild sinni, það er að segja nefndinni var falið að fara yfir verklag milli ráðuneyta varðandi flóttamenn og innflytjendur hér á landi, skoða málefni hælisleitanda og þar að auki hvað það er sem Ísland getur gert á vettvangi erlendis. Ráðherranefndin kom fyrst saman fyrir tæpum tveimur vikum en mikill þrýstingur hefur verið á íslensk stjórnvöld að bregðast við flóttamannavandanum sem fyrst. Dugar þar að nefna síðuna „Kæra Eygló“ þar sem þúsundir Íslendingar sögðust tilbúnir til að bjóða fram heimili sín, herbergi eða hjálpa til með öðrum hætti svo hægt sé að koma fólki í neyð til aðstoðar sem allra fyrst.Ísland tekur ákvarðanir um eigin málefni „Evrópusambandið getur ekkert stillt okkur upp við vegg hvað þetta varðar,“ sagði Gunnar Bragi spurður um þá afdráttarlausu afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að hann láti ekki „hóta“ stjórnvöldum hér á landi til að taka við flóttamönnum. En Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. „Það eru ákveðnir samningar í gangi, ákveðnir ferlar í gangi. Við munum taka þessar ákvarðanir á okkar forsendum byggt á því hvað við treystum okkur til og hvað við getum gert,“ sagði Gunnar Bragi. Þá sagði hann ákveðinn misskiling í „þessu öllu saman.“ „Það er ákveðinn misskilingur í þessu öllu saman sem við munum bara þurfa að skýra, fyrir þjóðinni að sjálfsögðu og í viðræðum okkar við okkar kollega á næstunni. Ég hef meðal annars beðið um fund hjá EFTA-ríkjunum til þess að fara í gegnum ferlana í þessu öllu saman.“ Viðtalið við Gunnar Braga hefst á mínútu 1.40.
Flóttamenn Tengdar fréttir Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00 Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00 Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00
Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00
Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44