Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Kristinn Páll Teitsson á Alvogen-vellinum skrifar 20. september 2015 19:15 Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar. vísir/anton Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. Spilamennska KR-ingar var afar andlaus og var sigurinn fyllilega verðskuldaður hjá Stjörnunni. Guðjón Baldvinsson, Veigar Páll Gunarsson og Pablo Punyed sáu um markaskorunina hjá Stjörnunni en sigurinn hefði auðveldlega geta verið stærri. Eftir tapið er KR aðeins með þriggja stiga forskot á Fjölni í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næsta ári þegar tvær umferðir eru eftir en Stjarnan siglir lygnan sjó um miðja deild. Bæði lið eru eflaust svekkt með uppskeru sumarsins en Stjörnumenn sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar sátu um miðja deild á meðan KR voru í 3. sæti, átta stigum á eftir FH, þegar þrjár umferðir voru eftir. Batamerki voru á leik Stjörnunnar í síðustu umferð, 1-0 sigri á Fylki, eftir tæpa tvo mánuði án sigurs en KR-ingar höfðu aðeins tekið tíu stig úr síðustu sjö leikjum fyrir leik kvöldsins. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu hvort liðið vildi þetta meira í kvöld, gestirnir úr Garðabænum sköpuðu sér mun betri færi í fyrri hálfleik og komust verðskuldað yfir um miðbik hálfleiksins. Kom þá stungusending inn fyrir vörn KR sem Guðjón Baldvinsson náði sekúndu á undan Stefáni Loga Magnússyni, markmanni KR, sem braut á Guðjóni og var Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins, ekki í vafa þegar hann dæmdi vítaspyrnu. Stefáni Loga var vikið af velli og stuttu síðar kom Veigar Páll Gunnarsson Stjörnunni yfir af vítapunktinum. Leikmenn Stjörnunnar voru líklegri til að bæta við marki fram að hálfleik en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið og fóru gestirnir með 1-0 forskot inn í hálfleik. Stjörnumenn fengu sannkallaða draumabyrjun í seinni hálfleik en eftir tæplega 40 sekúndur var Guðjón Baldvinsson búinn að bæta við marki eftir sofandihátt í vörn KR. Þegar varnarlína KR var að velta fyrir sér varnarveggnum renndi Veigar Páll boltanum á Guðjón sem lagði boltann framhjá Sindra í marki KR. Eftir það voru úrslitin aldrei spurning og náðu leikmenn Stjörnunnar að bæta við þriðja marki leiksins áður en leiknum lauk. Var þar að verki Pablo Punyed eftir að hafa leikið á miðvörð KR en skot hans fór af varnarmanni og yfir Sindra Snæ í marki KR. KR-ingar voru eflaust manna fegnastir þegar Valgeir Valgeirsson flautaði leikinn af en spilamennska liðsins var slök og andlaus frá fyrstu mínútu. Virtist litli baráttuandinn sem liðið hafði hverfa þegar Stefáni Loga var vikið af velli og virtist Þorsteinn Már var eini leikmaðurinn sem barðist fram að lokaflauti. Leikmenn Stjörnunnar geta verið ánægðir með stigin þrjú en eftir að hafa ekki unnið einn leik í ágúst hefur liðið unnið báða leikina í september og haldið hreinu í þeim báðum. Veigar: Meiri léttleiki yfir liðinu„Það er alltaf ljúft að fá þrjú stig en mér fannst frábært að við spiluðum mjög vel í dag,“ sagði Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar, sáttur eftir leikinn. „Mér fannst við eiga þennan sigur skilið, þótt að við hefðum verið manni fleiri í 60 mínútur þá fannst mér við vera betri þegar liðin voru jöfn og betri aðilinn heilt yfir.“ Allt annað hefur verið að sjá til liðsins í undanförnum tveimur leikjum en Stjarnan hefur unnið tvo leiki í röð eftir að hafa ekki unnið einn leik í ágúst. „Við erum að spila undir engri pressu og það er meiri léttleiki yfir liðinu. Menn geta lækkað axlirnar og verið mýkri í þessu og reynt að spila fyrir gleðina. Annars erum við með sama plan og á öllu þessu tímabili.“ Veigar sagðist ekki hafa séð rauða spjaldið nægilega vel en fannst þrefalda refsingin harkaleg. „Ég sá það ekki nægilega vel en þetta er auðvitað hörð refsing, að fá á sig víti, mark og rautt spjald. Valgeir gat leyft spilinu að halda áfram því eg skoraði og gefið Stefáni gult en ég er ekki dómari leiksins.“ Veigar sagði að það hefði létt pressunni á liðinu að ná öðru marki strax á upphafssekúndum seinni hálfleiks. „Það var frábært að byrja seinni hálfleikinn svona, við minnkuðum pressuna því það er alltaf hættulegt að vera 1-0 yfir. Eftir að við skoruðum fóru þeir framar á völlinn og við áttum í örlítum erfiðleikum eftir það.“ Bjarni: Ætla rétt að vona að leikmennirnir séu óánægðir„Fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara svekkelsi og vonbrigði, rauða spjaldið setti strik í reikninginn,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, svekktur eftir leikinn. „Annað markið er markið sem gengur langt með að klára leikinn. Það mark var afar pirrandi, það er erfitt að koma til baka tveimur mörkum undir gegn jafn góðu liði og þeir skora strax á fyrstu mínútu í seinni hálfleik.“ Bjarni kunni ekki skýringu á sofandihátt í varnarleik liðsins þegar Stjarnan bætti við öðru marki leiksins. Virtust leikmenn liðsins vera sofandi er Stjarnan tók aukaspyrnu. „Það er ekki á einhvern einn að benda, við erum allir komnir fyrir aftan boltann og við vorum ekki tilbúnir í þetta einfaldlega.“ KR hefur aðeins fengið 10 stig af 24 mögulegum í síðustu 8 leikjum en Bjarni segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt. „Við erum ekki að skora nógu mikið, okkur hefur þar til í dag gengið vel að halda hreinu en við þurfum að vinna í þessum málum innanborðs og komum sterkari til leiks. Ég hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni, ég einbeiti mér að liðinu.“ Bjarni tók undir að það væri pressa fyrir leikmenn KR. „Ég ætla rétt að vona að þeir séu óánægðir, við erum ekki samankomnir til að skila ekki titli. Þeir eru ekki síður óánægðir rétt eins og ég, stjórnin og stuðningsmennirnir með árangurinn. Þetta er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og þurfum að gera mun betur.“ Eftir tapið er Fjölnir aðeins þremur stigum á eftir KR þegar tvær umferðir eru eftir í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næsta ári. „Það er heilmikið eftir fyrir okkur. Það er alveg sama í hvaða leik það er, ef þú ert í KR treyjunni þá þarftu að leggja þig fram í alla leiki sama hver mótherjinn og tilefnið er.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. Spilamennska KR-ingar var afar andlaus og var sigurinn fyllilega verðskuldaður hjá Stjörnunni. Guðjón Baldvinsson, Veigar Páll Gunarsson og Pablo Punyed sáu um markaskorunina hjá Stjörnunni en sigurinn hefði auðveldlega geta verið stærri. Eftir tapið er KR aðeins með þriggja stiga forskot á Fjölni í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næsta ári þegar tvær umferðir eru eftir en Stjarnan siglir lygnan sjó um miðja deild. Bæði lið eru eflaust svekkt með uppskeru sumarsins en Stjörnumenn sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar sátu um miðja deild á meðan KR voru í 3. sæti, átta stigum á eftir FH, þegar þrjár umferðir voru eftir. Batamerki voru á leik Stjörnunnar í síðustu umferð, 1-0 sigri á Fylki, eftir tæpa tvo mánuði án sigurs en KR-ingar höfðu aðeins tekið tíu stig úr síðustu sjö leikjum fyrir leik kvöldsins. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu hvort liðið vildi þetta meira í kvöld, gestirnir úr Garðabænum sköpuðu sér mun betri færi í fyrri hálfleik og komust verðskuldað yfir um miðbik hálfleiksins. Kom þá stungusending inn fyrir vörn KR sem Guðjón Baldvinsson náði sekúndu á undan Stefáni Loga Magnússyni, markmanni KR, sem braut á Guðjóni og var Valgeir Valgeirsson, dómari leiksins, ekki í vafa þegar hann dæmdi vítaspyrnu. Stefáni Loga var vikið af velli og stuttu síðar kom Veigar Páll Gunnarsson Stjörnunni yfir af vítapunktinum. Leikmenn Stjörnunnar voru líklegri til að bæta við marki fram að hálfleik en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið og fóru gestirnir með 1-0 forskot inn í hálfleik. Stjörnumenn fengu sannkallaða draumabyrjun í seinni hálfleik en eftir tæplega 40 sekúndur var Guðjón Baldvinsson búinn að bæta við marki eftir sofandihátt í vörn KR. Þegar varnarlína KR var að velta fyrir sér varnarveggnum renndi Veigar Páll boltanum á Guðjón sem lagði boltann framhjá Sindra í marki KR. Eftir það voru úrslitin aldrei spurning og náðu leikmenn Stjörnunnar að bæta við þriðja marki leiksins áður en leiknum lauk. Var þar að verki Pablo Punyed eftir að hafa leikið á miðvörð KR en skot hans fór af varnarmanni og yfir Sindra Snæ í marki KR. KR-ingar voru eflaust manna fegnastir þegar Valgeir Valgeirsson flautaði leikinn af en spilamennska liðsins var slök og andlaus frá fyrstu mínútu. Virtist litli baráttuandinn sem liðið hafði hverfa þegar Stefáni Loga var vikið af velli og virtist Þorsteinn Már var eini leikmaðurinn sem barðist fram að lokaflauti. Leikmenn Stjörnunnar geta verið ánægðir með stigin þrjú en eftir að hafa ekki unnið einn leik í ágúst hefur liðið unnið báða leikina í september og haldið hreinu í þeim báðum. Veigar: Meiri léttleiki yfir liðinu„Það er alltaf ljúft að fá þrjú stig en mér fannst frábært að við spiluðum mjög vel í dag,“ sagði Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar, sáttur eftir leikinn. „Mér fannst við eiga þennan sigur skilið, þótt að við hefðum verið manni fleiri í 60 mínútur þá fannst mér við vera betri þegar liðin voru jöfn og betri aðilinn heilt yfir.“ Allt annað hefur verið að sjá til liðsins í undanförnum tveimur leikjum en Stjarnan hefur unnið tvo leiki í röð eftir að hafa ekki unnið einn leik í ágúst. „Við erum að spila undir engri pressu og það er meiri léttleiki yfir liðinu. Menn geta lækkað axlirnar og verið mýkri í þessu og reynt að spila fyrir gleðina. Annars erum við með sama plan og á öllu þessu tímabili.“ Veigar sagðist ekki hafa séð rauða spjaldið nægilega vel en fannst þrefalda refsingin harkaleg. „Ég sá það ekki nægilega vel en þetta er auðvitað hörð refsing, að fá á sig víti, mark og rautt spjald. Valgeir gat leyft spilinu að halda áfram því eg skoraði og gefið Stefáni gult en ég er ekki dómari leiksins.“ Veigar sagði að það hefði létt pressunni á liðinu að ná öðru marki strax á upphafssekúndum seinni hálfleiks. „Það var frábært að byrja seinni hálfleikinn svona, við minnkuðum pressuna því það er alltaf hættulegt að vera 1-0 yfir. Eftir að við skoruðum fóru þeir framar á völlinn og við áttum í örlítum erfiðleikum eftir það.“ Bjarni: Ætla rétt að vona að leikmennirnir séu óánægðir„Fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara svekkelsi og vonbrigði, rauða spjaldið setti strik í reikninginn,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, svekktur eftir leikinn. „Annað markið er markið sem gengur langt með að klára leikinn. Það mark var afar pirrandi, það er erfitt að koma til baka tveimur mörkum undir gegn jafn góðu liði og þeir skora strax á fyrstu mínútu í seinni hálfleik.“ Bjarni kunni ekki skýringu á sofandihátt í varnarleik liðsins þegar Stjarnan bætti við öðru marki leiksins. Virtust leikmenn liðsins vera sofandi er Stjarnan tók aukaspyrnu. „Það er ekki á einhvern einn að benda, við erum allir komnir fyrir aftan boltann og við vorum ekki tilbúnir í þetta einfaldlega.“ KR hefur aðeins fengið 10 stig af 24 mögulegum í síðustu 8 leikjum en Bjarni segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt. „Við erum ekki að skora nógu mikið, okkur hefur þar til í dag gengið vel að halda hreinu en við þurfum að vinna í þessum málum innanborðs og komum sterkari til leiks. Ég hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni, ég einbeiti mér að liðinu.“ Bjarni tók undir að það væri pressa fyrir leikmenn KR. „Ég ætla rétt að vona að þeir séu óánægðir, við erum ekki samankomnir til að skila ekki titli. Þeir eru ekki síður óánægðir rétt eins og ég, stjórnin og stuðningsmennirnir með árangurinn. Þetta er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og þurfum að gera mun betur.“ Eftir tapið er Fjölnir aðeins þremur stigum á eftir KR þegar tvær umferðir eru eftir í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næsta ári. „Það er heilmikið eftir fyrir okkur. Það er alveg sama í hvaða leik það er, ef þú ert í KR treyjunni þá þarftu að leggja þig fram í alla leiki sama hver mótherjinn og tilefnið er.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti