Högni Egilsson, söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær í leik Vals og KR í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta. Leiknum lauk með öruggum 25 stiga sigri KR, 103-78, en Högni nýtti eina þriggja stiga skot sitt í leiknum.
Högni sem lék á árum áður með Val í körfubolta, meðal annars í efstu deild, tók sér pásu frá körfubolta til þess að einbeita sér að tónlistinni en hann hefur nú dregið fram körfuboltaskónna á ný.
Tók hann alls þrjú skot í leiknum, tvö innan þriggja stiga línunnar sem klikkuðu bæði en hann bætti það upp með því að setja niður eina þriggja stiga skotið sem hann tók á þeim rúmlega sex mínútum sem hann lék.
Óvíst er hvort Högni taki slaginn með Valsliðinu í vetur en liðið leikur í 1. deildinni.
Högni í Hjaltalín sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær

Mest lesið



„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn



Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR
Íslenski boltinn




Fleiri fréttir
