Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2016 19:42 Sigurður Ingi Jóhannsson hættir sem varaformaður verði stjórnin óbreytt Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður í óbreyttri stjórn. Þetta tilkynnti hann í ræðu á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í Hofi í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Segir Sigurður Ingi ástæðu þess vera trúnaðarbrest innan stjórnar flokksins. Haustfundur Miðstjórnar flokksins ákvað í dag að boða til flokksþings þann 1. október næstkomandi og kjósa þar nýja forystu fyrir Framsóknarflokkinn. Hafa flokksmenn margir legið á forsætisráðherranum að gefa kost á sér til formanns flokksins undanfarna daga og vikur og komu nokkrar slíkar stuðningsyfirlýsingar á fundinum í dag. Einnig undruðust nokkrir fundarmanna að í fundardagskrá væri forsætisráðherra þjóðarinnar hvergi með ræðu og þóttu það afar sérstakt að forsætisráðherra gæfist ekki kostur á að halda tölu yfir flokksmönnum. Kom svo á daginn að Sigurður Ingi steig í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður og vandaði forystu flokksins ekki kveðjurnar. Herma heimildir fréttastofu að enginn hafi beðið hann um að halda ræðu á fundinum og þótti það sjálfum mjög sérstakt. Einnig hafi hann sagt að vegna trúnaðarbrests milli sín og stjórnarmeðlima hafi hann ákveðið að gefa ekki kost á sér sem varaformaður ef stjórnin yrði að öðru leyti óbreytt.Trúnaðarbrestur milli Sigurðar inga og stjórnar Sigmundar.vísir/sveinnBáðir skammaðirHeimildir fréttastofu herma einnig að bæði formaður og varaformaður hafi fengið á sig nokkrar skammir frá flokksmönnum fyrir að tala þvers og kruss í mörgum málum og að það gengi ekki til lengdar að tveir einstaklingar stýrðu flokknum úr sínum hvorum stólnum í sína hvora áttina. Heimildarmaður fréttastofu segir báða hafa fengið nokkrar skammir fyrir og að þessi staða sé ekki til eftirbreytni. Einnig sagði sama heimild að ákveðið traust væri milli Eyglóar Harðardóttur, ritara flokksins, og Sigurðar Inga og því væri trúnaðarbresturinn að öllum líkindum ekki milli þeirra.Líkt við orrustuna um WaterlooSigmundur Davíð Gunnlaugsson fór yfir víðan völl í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum. „Í einu landi tókst flokkur á við alþjóðafjármálakerfið og meira að segja grimmustu birtingarmynd þess og hafði betur. Við Framsóknarmenn og við Íslendingar erum fordæmi fyrir heiminn í því að það er hægt að takast á við þetta voldugasta kerfi og hafa undir,“ sagði Sigmundur Davíð. Einnig sagði Sigmundur framsóknarmenn verða að standa saman allir sem einn í komandi kosningabaráttu. Þannig einir myndi flokkurinn geta staðið það áhlaup „riddaraliðsins“ eins og hann orðaði það og lýsti baráttunni framundan við orrustuna um Waterloo. Sagði hann að til að verjast riddaraliðum yrðu menn að standa þétt saman með byssustingi að vopni til að verjast áhlaupinu og skjóta svo riddarana þegar þeir kæmu framhjá. Hins vegar, ef einhverjir yrðu huglausir og myndu rjúfa samstöðuna væri leikur einn fyrir riddaraliðið að slátra vörninni.Ljóst að forystan mun breytastÞað verður líklegra með hverjum deginum sem líður að Sigurður Ingi gefi kost á sér til formanns Framsóknarflokksins. Hann hefur varist því að svara spurningunni og ekki getað lýst yfir trausti við sitjandi formann flokksins. Einnig verður að hafa í huga að kjördæmisþing Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi, oddvitakjördæmi forsætisráðherra, samþykkti nær einróma að boða til landsþings til að geta skipt um forystu fyrir kosningar. Ekki hefur náðst í Sigurð Inga Jóhannsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu. Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður í óbreyttri stjórn. Þetta tilkynnti hann í ræðu á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í Hofi í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Segir Sigurður Ingi ástæðu þess vera trúnaðarbrest innan stjórnar flokksins. Haustfundur Miðstjórnar flokksins ákvað í dag að boða til flokksþings þann 1. október næstkomandi og kjósa þar nýja forystu fyrir Framsóknarflokkinn. Hafa flokksmenn margir legið á forsætisráðherranum að gefa kost á sér til formanns flokksins undanfarna daga og vikur og komu nokkrar slíkar stuðningsyfirlýsingar á fundinum í dag. Einnig undruðust nokkrir fundarmanna að í fundardagskrá væri forsætisráðherra þjóðarinnar hvergi með ræðu og þóttu það afar sérstakt að forsætisráðherra gæfist ekki kostur á að halda tölu yfir flokksmönnum. Kom svo á daginn að Sigurður Ingi steig í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður og vandaði forystu flokksins ekki kveðjurnar. Herma heimildir fréttastofu að enginn hafi beðið hann um að halda ræðu á fundinum og þótti það sjálfum mjög sérstakt. Einnig hafi hann sagt að vegna trúnaðarbrests milli sín og stjórnarmeðlima hafi hann ákveðið að gefa ekki kost á sér sem varaformaður ef stjórnin yrði að öðru leyti óbreytt.Trúnaðarbrestur milli Sigurðar inga og stjórnar Sigmundar.vísir/sveinnBáðir skammaðirHeimildir fréttastofu herma einnig að bæði formaður og varaformaður hafi fengið á sig nokkrar skammir frá flokksmönnum fyrir að tala þvers og kruss í mörgum málum og að það gengi ekki til lengdar að tveir einstaklingar stýrðu flokknum úr sínum hvorum stólnum í sína hvora áttina. Heimildarmaður fréttastofu segir báða hafa fengið nokkrar skammir fyrir og að þessi staða sé ekki til eftirbreytni. Einnig sagði sama heimild að ákveðið traust væri milli Eyglóar Harðardóttur, ritara flokksins, og Sigurðar Inga og því væri trúnaðarbresturinn að öllum líkindum ekki milli þeirra.Líkt við orrustuna um WaterlooSigmundur Davíð Gunnlaugsson fór yfir víðan völl í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum. „Í einu landi tókst flokkur á við alþjóðafjármálakerfið og meira að segja grimmustu birtingarmynd þess og hafði betur. Við Framsóknarmenn og við Íslendingar erum fordæmi fyrir heiminn í því að það er hægt að takast á við þetta voldugasta kerfi og hafa undir,“ sagði Sigmundur Davíð. Einnig sagði Sigmundur framsóknarmenn verða að standa saman allir sem einn í komandi kosningabaráttu. Þannig einir myndi flokkurinn geta staðið það áhlaup „riddaraliðsins“ eins og hann orðaði það og lýsti baráttunni framundan við orrustuna um Waterloo. Sagði hann að til að verjast riddaraliðum yrðu menn að standa þétt saman með byssustingi að vopni til að verjast áhlaupinu og skjóta svo riddarana þegar þeir kæmu framhjá. Hins vegar, ef einhverjir yrðu huglausir og myndu rjúfa samstöðuna væri leikur einn fyrir riddaraliðið að slátra vörninni.Ljóst að forystan mun breytastÞað verður líklegra með hverjum deginum sem líður að Sigurður Ingi gefi kost á sér til formanns Framsóknarflokksins. Hann hefur varist því að svara spurningunni og ekki getað lýst yfir trausti við sitjandi formann flokksins. Einnig verður að hafa í huga að kjördæmisþing Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi, oddvitakjördæmi forsætisráðherra, samþykkti nær einróma að boða til landsþings til að geta skipt um forystu fyrir kosningar. Ekki hefur náðst í Sigurð Inga Jóhannsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu.
Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira