Íslenska boðssundssveitin stóð sig vel í 4 x 50 meta boðsundi á HM 25 metra laug í Windsor í Kanada. Eygló Ósk Gústafsdóttir komst ekki í undanúrslitin í 50 metra baksundi.
Íslenska karlasveitin í 4x50 metra boðsundi hóf daginn með því að setja nýtt landsmet með því að synda á 1:31,07 mínútum.
Sveitina skipuðu þeir Aron Örn Stefánsson, Viktor Máni Vilbergsson, Kristinn Þórarinsson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson.
Þetta sund skilaði strákunum þrettánda sætinu. Gamla landsmetið var 1:32,29 sett í Riesa á EM25 2002.
Eygló Ósk Gústafsdóttir synti 50 metra baksund á 27,44 sekúndum og endaði í 22. sæti í greininni en sextán komust í undanúrslitin.
Eygló Ósk setti Íslandsmet í greininni þegar hún synti fyrsta spretti á degi tvö þegar hún synti á tímanum 27,40 sekúndum. Núna var hún aðeins 4/100 frá metinu sínu.
Slakasti tíminn sem skilaði sæti í undanúrslitunum 27,01 sekúndum og hefði Eygló því þurft að bæta Íslandsmetið verulega til þess að komast áfram.
Settu landsmet og náðu þrettánda sætinu | Eygló komst ekki áfram

Tengdar fréttir

Bryndís Rún í undanúrslit
Komst áfram í 50 m flugsundi á HM í Kanada nú síðdegis.

Eygló Ósk rúmum tveimur sekúndum frá sæti í úrslitunum
Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sautjánda sæti af 42 sundkonum í undanrásum í 200 metra baksundi á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada.

Hrafnhildur aftur í undanúrslit
Keppir í nótt í undanúrslitum í 100 metra fjórsundi á HM í Kanada.

Bryndís komst ekki í úrslit
Bryndís Rún Hansen komst ekki í úrslit í 50 metra flugsundi á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada í kvöld.

Nýtt Íslandsmet dugði Hrafnhildi ekki til að komast í úrslit
Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt Íslandsmet í undanúrslitum í 100 metra fjórsundi á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada í kvöld.