Enski boltinn

Fáir í stúkunni þegar Swansea féll úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson einbeittur á svip.
Gylfi Þór Sigurðsson einbeittur á svip. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City eru úr leik í ensku bikarkeppninni eftir 2-0 tap fyrir Hull City í 3. umferðinni í dag.

Aðeins tæplega 7000 manns voru mættir á KC völlinn til að fylgjast með þessum úrvalsdeildarslag.

Gylfi var í byrjunarliði Swansea og lék allan leikinn.

Úrúgvæinn Abel Hernández kom Hull yfir á 78. mínútu, stundarfjórðungi eftir að hann kom inn á sem varamaður. Annar varamaður, Josh Tymon, gulltryggði svo sigur Tígranna með marki í uppbótartíma.

Hull fagnaði því sigri í fyrsta leiknum undir stjórn Portúgalans Marco Silva sem var ráðinn á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×