Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 18:45 Rúnar Kárason í hörðum slag. vísir/afp Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. Eftir frábæran fyrri hálfleik var valtað yfir strákana okkar gegn sterkum Frökkum í Lille. HM-ævintýrinu er því lokið þetta árið en liðið fer heim með mikla reynslu í farteskinu. Þeir féllu út með mikilli sæmd. Það höfðu margir áhyggjur af því að 28 þúsund áhorfendur myndu hræða okkar menn svo rosalega að það yrði keyrt yfir þá í upphafi leiks. Það var sko öðru nær. Á meðan okkar menn mættu með kassann úti virtist hið reynda lið Frakklands vera drullustressað. Með þjóðina á herðunum og allt það. Okkar menn gengu á lagið og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins. Það var yndislegt að heyra þöngina í húsinu er strákarnir röðuðu inn mörkunum. Nikola Karabatic skoraði fyrsta mark Frakkanna eftir fimm og hálfa mínútu. Strákarnir okkar héldu áfram að spila frábæra vörn og uppstilltur sóknarleikur var sá besti til þessa á mótinu. Smám saman klóruðu heimamenn sig inn í leikinn og eftir korter náðu þeir í fyrsta skipti að jafna, 7-7. Fimm mínútum síðar voru Frakkar komnir yfir í fyrsta skipti, 9-8. Vörnin farin að smella hjá Frökkunum og maður beið eftir að þeir settu í fimmta gírinn. Það var bara ekkert í boði hjá okkar mönnum. Þeir gáfu ekki tommu eftir og munurinn aðeins eitt mark, 14-13, í hálfleik. Stórkostleg frammistaða í fyrri hálfleiknum og með smá klókindum hefði íslenska liðið getað verið yfir. Það voru fáir varðir boltar og eftir mikinn aga í sókninni fyrstu 20 mínúturnar komu óþarflega margir tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum. Ólafur Guðmundsson var að eiga sinn langbesta leik á mótinu, Rúnar klúðraði svolítið framan af en kom svo sterkur til baka. Við fengum ekki mark úr horni eða línu heldur í hálfleiknum en við fengum frábæra vörn, hugrekki og ákveðni sem skilaði liðinu því að það var enn inn í leiknum. Eins og strákarnir byrjuðu fyrri hálfleikinn vel þá byrjuðu þeir þann seinni jafn illa. Þeir tóku léleg skot, köstuðu boltanum frá sér hvað eftir annað og Frakkar gengu á lagið. Þegar aðeins fimm mínútur voru búnar af hálfleiknum voru heimamenn komnir með fimm marka forskot, 19-14. Geir Sveinsson varð að taka leikhlé. Menn algjörlega búnir að missa hausinn og meira að segja vörnin hætt að virka. Markvarslan engin sem fyrr. Vörn Frakka var vissulega frábær en sóknarleikurinn var of hægur og ekki sama hugrekki hjá okkur mönnum og í fyrri hálfleik. Því er nú verr og miður. Fyrra leikhlé Geirs skilaði nákvæmlega engu og hann neyddist til að taka seinna leikhléið sitt eftir aðeins ellefu mínútur í síðari hálfleik. Staðan 23-16 og verið að labba yfir drengina okkar við mikla kátínu 28 þúsund Frakka í höllinni. Eftir að hafa aðeins tapað einum bolta fyrstu 20 mínútur leiksins tapaði liðið fimm á síðustu tíu. Það tapaði svo aftur fimm boltum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Það er einfaldlega allt, allt of mikið. Geir prófaði að spila með sjö í sókn og við það lagaðist sóknarleikurinn aðeins. Svo kom vörn og markvarsla. Við það opnaðist smá rifa á glugganum. 24-20 og tólf mínútur eftir. Það verður ekki tekið af strákunum okkar að þeir eru með stórt hjarta. Þeir bara neituðu að gefast upp og köstuðu sér á alla bolta. Það var því miður bara ekki nóg. Andstæðingurinn of sterkur og strákarnir urðu að játa sig sigraða en þeir skildu svo sannarlega allt eftir á gólfinu. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. Eftir frábæran fyrri hálfleik var valtað yfir strákana okkar gegn sterkum Frökkum í Lille. HM-ævintýrinu er því lokið þetta árið en liðið fer heim með mikla reynslu í farteskinu. Þeir féllu út með mikilli sæmd. Það höfðu margir áhyggjur af því að 28 þúsund áhorfendur myndu hræða okkar menn svo rosalega að það yrði keyrt yfir þá í upphafi leiks. Það var sko öðru nær. Á meðan okkar menn mættu með kassann úti virtist hið reynda lið Frakklands vera drullustressað. Með þjóðina á herðunum og allt það. Okkar menn gengu á lagið og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins. Það var yndislegt að heyra þöngina í húsinu er strákarnir röðuðu inn mörkunum. Nikola Karabatic skoraði fyrsta mark Frakkanna eftir fimm og hálfa mínútu. Strákarnir okkar héldu áfram að spila frábæra vörn og uppstilltur sóknarleikur var sá besti til þessa á mótinu. Smám saman klóruðu heimamenn sig inn í leikinn og eftir korter náðu þeir í fyrsta skipti að jafna, 7-7. Fimm mínútum síðar voru Frakkar komnir yfir í fyrsta skipti, 9-8. Vörnin farin að smella hjá Frökkunum og maður beið eftir að þeir settu í fimmta gírinn. Það var bara ekkert í boði hjá okkar mönnum. Þeir gáfu ekki tommu eftir og munurinn aðeins eitt mark, 14-13, í hálfleik. Stórkostleg frammistaða í fyrri hálfleiknum og með smá klókindum hefði íslenska liðið getað verið yfir. Það voru fáir varðir boltar og eftir mikinn aga í sókninni fyrstu 20 mínúturnar komu óþarflega margir tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum. Ólafur Guðmundsson var að eiga sinn langbesta leik á mótinu, Rúnar klúðraði svolítið framan af en kom svo sterkur til baka. Við fengum ekki mark úr horni eða línu heldur í hálfleiknum en við fengum frábæra vörn, hugrekki og ákveðni sem skilaði liðinu því að það var enn inn í leiknum. Eins og strákarnir byrjuðu fyrri hálfleikinn vel þá byrjuðu þeir þann seinni jafn illa. Þeir tóku léleg skot, köstuðu boltanum frá sér hvað eftir annað og Frakkar gengu á lagið. Þegar aðeins fimm mínútur voru búnar af hálfleiknum voru heimamenn komnir með fimm marka forskot, 19-14. Geir Sveinsson varð að taka leikhlé. Menn algjörlega búnir að missa hausinn og meira að segja vörnin hætt að virka. Markvarslan engin sem fyrr. Vörn Frakka var vissulega frábær en sóknarleikurinn var of hægur og ekki sama hugrekki hjá okkur mönnum og í fyrri hálfleik. Því er nú verr og miður. Fyrra leikhlé Geirs skilaði nákvæmlega engu og hann neyddist til að taka seinna leikhléið sitt eftir aðeins ellefu mínútur í síðari hálfleik. Staðan 23-16 og verið að labba yfir drengina okkar við mikla kátínu 28 þúsund Frakka í höllinni. Eftir að hafa aðeins tapað einum bolta fyrstu 20 mínútur leiksins tapaði liðið fimm á síðustu tíu. Það tapaði svo aftur fimm boltum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Það er einfaldlega allt, allt of mikið. Geir prófaði að spila með sjö í sókn og við það lagaðist sóknarleikurinn aðeins. Svo kom vörn og markvarsla. Við það opnaðist smá rifa á glugganum. 24-20 og tólf mínútur eftir. Það verður ekki tekið af strákunum okkar að þeir eru með stórt hjarta. Þeir bara neituðu að gefast upp og köstuðu sér á alla bolta. Það var því miður bara ekki nóg. Andstæðingurinn of sterkur og strákarnir urðu að játa sig sigraða en þeir skildu svo sannarlega allt eftir á gólfinu.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða