Enski boltinn

Nýi Ítalinn með tvö mörk í stórsigri Dýrlinganna | Öll úrslit dagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manolo Gabbiadini fer vel af stað með Southampton.
Manolo Gabbiadini fer vel af stað með Southampton. vísir/getty
Fimm leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United vann öruggan sigur á Watford á Old Trafford, 2-0.

Manolo Gabbiadini skoraði tvö mörk í 0-4 sigri Southampton á Sunderland á Ljósvangi.

Ítalinn hefur farið vel af stað í búningi Southampton en hann hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir félagið.

Gabbiadini skoraði mörkin tvö í fyrri hálfleik. Tveimur mínútum fyrir leikslok skoraði Jason Denayer sjálfsmark og í uppbótartíma bætti Shane Long fjórða markinu við.

Southampton er í 11. sæti deildarinnar en Sunderland er áfram á botninum.

Gareth McAuley bjargaði stigi fyrir West Brom gegn West Ham á útivelli. Lokatölur 2-2 í hörkuleik.

Nacer Chadli kom West Brom yfir strax á 6. mínútu en Sofiane Feghouli jafnaði metin eftir rúman klukkutíma.

Manuel Lanzini virtist svo vera búinn að tryggja West Ham öll þrjú stigin þegar hann kom liðinu yfir á 86. mínútu en McAuley átti síðasta orðið þegar hann jafnaði metin þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

West Brom, sem er ósigrað í síðustu fjórum leikjum sínum, er í 8. sætinu en West Ham í því tíunda.

Joe Allen skoraði eina mark leiksins þegar Stoke City og Crystal Palace mættust á Bet365 vellinum í Stoke. Stoke er í 9. sæti deildarinnar en Palace er í tómum vandræðum í því nítjánda og næstneðsta.

Þá gerðu Middlesbrough og Everton markalaust jafntefli á Riverside.

Fyrr í dag vann Arsenal 2-0 sigur á Hull City.

Úrslit dagsins:

Man Utd 2-0 Watford

1-0 Juan Mata (32.), 2-0 Anthony Martial (60.).

Sunderland 0-4 Southampton

0-1 Manolo Gabbiadini (30.), 0-2 Gabbiadini (45.), 0-3 Jason Denayer, sjálfsmark (88.), 0-4 Shane Long (90+2.).

West Ham 2-2 West Brom

0-1 Nacer Chadli (6.), 1-1 Sofiane Feghouli (63.), 2-1 Manuel Lanzini (86.), 2-2 Gareth McAuley (90+3.).

Stoke 1-0 Crystal Palace

1-0 Joe Allen (67.).

Middlesbrough 0-0 Everton

Arsenal 2-0 Hull

1-0 Alexis Sánchez (34.), 2-0 Sánchez, víti (90+3.).

Rautt spjald: Sam Clucas, Hull (90+1.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×