Fótbolti

Margrét Lára missir af EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Margrét Lára á æfingu íslenska landsliðsins í gær.
Margrét Lára á æfingu íslenska landsliðsins í gær. vísir/anton
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er með slitið krossband í hné og verður því ekki með á EM í Hollandi sem hefst í næsta mánuði.

Margrét Lára meiddist í 1-4 sigri Vals á Haukum 29. maí síðastliðinn. Nú er komið í ljós að krossband í hné er slitið og tímabilinu er því lokið hjá Margréti Láru.

Þetta er mikið áfall fyrir Ísland en Margrét Lára er ekki bara fyrirliði landsliðsins heldur markahæsti leikmaður þess frá upphafi með 77 mörk í 117 leikjum.

Margrét Lára skilur við Val í 5. sæti Pepsi-deildarinnar. Hún skoraði þrjú mörk í sjö deildarleikjum í sumar. Hún sneri aftur heim fyrir síðasta tímabil eftir nokkura ára dvöl í atvinnumennsku erlendis.

Íslenska landsliðið mætir því brasilíska í síðasta leik sínum fyrir EM í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:30 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport HD. Þá verður einnig hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Sama byrjunarlið og síðast

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, stillir upp sama byrjunarliði í vináttulandsleiknum gegn Brasilíu og í leiknum gegn Írlandi í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×