Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2017 19:30 Lauri Markkanen og Jón Arnór Stefánsson voru stigahæstir hjá Finnlandi og Íslandi í kvöld. vísir/epa Íslenska liðið var að sætta sig við fjögurra stiga tap á móti gestgjöfum Finna í lokaleik íslenska liðsins á Evrópumótinu í Helsinki, 83-79, þrátt fyrir mjög góða spilamennsku og hetjulega baráttu. Íslenska liðið endaði líka EM í Berlín fyrir tveimur árum með frábærum leik. Þá varð liðið að sætta sig við tap á móti Tyrkjum í framlengdum leik en núna kláruðu Finnar leikinn með góðum lokaspretti. Það var annars frábært að sjá til íslensku strákanna sem voru að spila sinn langbesta leik í mótinu. Nú var það ekki bara einn leikhluti heldur allur leikurinn sem strákarnir léku vaða og hikuðu ekkert. Það var reyndar ekkert undir hjá Finnum í þessum leik en það breytir ekki því að íslensku strákarnir mættu hugaðir til leiks og hungraðir í fyrsta sigurinn í Eurobasket. Því miður tókst ekki að landa honum en það munaði ekki miklu.Hörður Axel reynir að verja skot Sasus Salin.vísir/epaJón Arnór Stefánsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 13 stig en Hlynur Bæringsson skoraði 12 stig og gaf 5 stoðsendingar. Þeir enduðu báðir með fimm villur. Martin Hermannsson skoraði 12 stig og var einni með 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Haukur Helgi Pálsson skoraði 11 stig en endaði með fimm villur eins og Hlynur og Jón Arnór. Kristófer Acox skoraði 10 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með níu stig. Lauri Markkanen var íslenska liðinu mjög erfiður í þessum leik með 23 stig á 23 mínútum. Finnska liðið gerði sig nokkrum sinnum líklegt til að stinga af í fyrri hálfleiknum en íslensku strákarnir voru ekki á því að láta það gerast því þeir komu sér alltaf aftur inn í leikinn með góðum sprettum þar sem margir voru að láta til sín taka. Íslenska vörnin var frábær og hélt meðal annars hreinu sex síðustu mínúturnar í þriðja leikhluta sem skilaði íslenska liðinu sjö stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann. Íslenska liðið náði mest níu stiga forystu í upphafi fjórða leikhlutans og var sjö stigum yfir þegar sex mínútur voru eftir. Finnarnir áttu góðan endasprett og gengu á lagið eftir að Jón Arnór Stefánsson fékk sína fimmtu villu. Jón Arnór Stefánsson skoraði fyrstu körfuna eftir stoðsendingu frá Hlyni Bæringssyni og eftir stopp í fyrstu vörninni þá smellti Haukur Helgi Pálsson niður þristi og kom Íslandi í 5-0.Pavel spilaði sinn besta leik á EM í kvöld.vísir/epaFinnar svöruðu með sjö stigum í röð og voru komnir yfir en Hörður Axel Vilhjálmsson jafnaði af vítalínunni. 7-7 eftir rúmar þrjár mínútur. Finnar komust í 11-7 en Hlynur Bæringsson svaraði strax með þriggja stiga körfu. Lauri Markkanen kom ekki inn á fyrr en fimm og hálfa mínútu en var fljótur að smella niður þristi og koma Finnum í 16-10. Kristófer Acox kom ákveðinn inn og skoraði strax tvær körfur. Finnar áttu hinsvegar auðvelt að með skora í hverri sókn og voru komnir tíu stigum yfir, 24-14, þegar íslensku þjálfaranir tóku leikhlé og 1:17 mín. voru eftir af fyrsta leikhlutanum. Leikhléið heppnaðist vel, íslensku strákarnir náðu að stoppa í vörninni og skoruðu síðustu fjögur stig leikhlutans. Forskot Finna var því sex stig eftir fyrstu tíu mínúturnar, 24-18. Á milli fyrsta og annars leikhluta var tekið eitt sameiginlegt Víkingaklapp hjá íslensku og finnsku stuðningsmönnunum. Finnarnir eru efnilegir í húh-inu. Martin Hermannsson byrjaði annan leikhlutann á því að skora körfu og fá víti að auki. Hann skoraði úr vítinu og minnkað muninn í þrjú stig, 24-21. Jón Arnór skoraði síðan úr tveimur vítum og munirinn var allt í einu orðinn bara eitt stig, 24-23, eftir níu íslensk stig í röð. Jón Arnór minnkaði svo skömmu síðar aftur muninn í eitt stig, 26-25. Finnar náðu aftur níu stiga forystu en strákarnir voru ekki að fara hleypa þeim langt í burtu og finnsku þjálfararnir tóku leikhlé eftir fimm íslenska stig í röð. Finnar voru þá 37-33 yfir og 2:49 mín. til hálfleiks.Haukur Helgi skoraði 11 stig.vísir/epaTryggvi Snær Hlinason minnkaði muninn í 37-35 með körfu eftir stosðendingu frá Hlyni. Skemmtilegt að samspil stóru strákanna gekk þar upp. Elvar Már Friðriksson skoraði laglega körfu og Hörður Axel Vilhjálmsson kom Íslandi yfir af vítalínunni, 40-39, þegar 30 sekúndur voru eftir af hálfleiknum. Það fór svo ekki að íslenska liðið væri yfir í hálfleik því Sasu Salin skoraði þriggja stiga körfu frá miðju sekúndubroti áður en leiktíminn rann út og Finnar voru því 42-40 yfir í hálfleik. Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig í fyrri hálfleiknum og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 7 stig. Lauri Markkanen var í byrjunarliði Finna í seinni hálfleik og Finnum var ekki alveg sama um þróun mála í fyrri hálfleiknum. Fyrsta karfa Íslands í seinni hálfleiknum baráttukarfa Hauks Helga eftir nokkur sóknarfráköst í röð og íslensku strákarnir gáfu ekkert eftir hvort sem það var í sókn eða vörn. Markkanen var hinsvegar erfiður og þurfti ekki mikinn tíma til að smella niður skotum. Hann hélt áfram að skila næstum því stigi á mínútu í leiknum.Íslensku áhorfendurnir létu vel í sér heyra.vísir/epaKristófer Acox jafnaði metin í 52-52 með hraðaupphlaupstroðslu þegar fimm mínútur voru eftir að þriðja leikhlutanum. Pavel Ermolinskij kom Íslandi þremur stigum yfir, 55-52, með sínum fyrsta þristi í mótinu. Finnar urðu síðan að taka leikhlé eftir að Jón Arnór skoraði laglega körfu og kom íslenska liðinu fimm stigum yfir, 57-52. Ísland var þá búið að vinna fyrstu sex og hálfa mínútu þriðja leikhlutans 17-10. Önnur þrumutroðsla Kristófers kom íslenska lðinu síðan sjö stigum yfir, 59-52 og trúin í íslenska liðinu óx með hverju stoppi og hverri körfu. Haukur Helgi varði skot Lauri Markkanen og allt í einu voru hlutirnir farnir að falla meira með okkar strákum. Vörnin var frábær og Finnar skoruðu ekki síðustu sex mínútunar í þriðja leikhlutanum sem skilaði Íslandi sjö stiga forystu, 59-52, fyrir lokaleikhlutann. Kristófer Acox skoraði fyrstu körfu fjórða leikhlutans og Ísland var þá níu stigum yfir. Sasu Salin endaði langa bið Finna eftir körfu með því að minnka muninn í 61-55 og hann átti eftir að reynast íslenska liðinu erfiður. Jón Arnór kom íslenska liðinu sjö stigum yfir, 67-60, þegar sex og hálf mínúta var eftir með mjög mikilvægri körfu rétt áður en skotklukkan rann út. Jón Arnór fékk hinsvegar sína fjórðu villu skömmu síðar. Finnar minnkuðu muninn í eitt stig eftir tæknivillu Martins Hermannsonar og Sasu Salin setti niður þrist í framhaldinu sem kom Finnum í 69-67. Dómarnir voru ekki að falla með íslenska liðinu og strákarnir voru orðnir pirraður á því. Hlynur jafnaði metin með þriggja stiga körfu, 71-71, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir en fékk skömmu síðar sína fjórðu villu. Það liðu ekki margar sekúndur þar til að Jón Arnór fékk líka sína fimmtu villu. Eftir það þetta erfitt fyrir íslenska liðið en Finnar komust strax sjö stigum yfir, 78-71, þar sem Lauri Markkanen var að klára leikinn með stórum körfum. EM 2017 í Finnlandi
Íslenska liðið var að sætta sig við fjögurra stiga tap á móti gestgjöfum Finna í lokaleik íslenska liðsins á Evrópumótinu í Helsinki, 83-79, þrátt fyrir mjög góða spilamennsku og hetjulega baráttu. Íslenska liðið endaði líka EM í Berlín fyrir tveimur árum með frábærum leik. Þá varð liðið að sætta sig við tap á móti Tyrkjum í framlengdum leik en núna kláruðu Finnar leikinn með góðum lokaspretti. Það var annars frábært að sjá til íslensku strákanna sem voru að spila sinn langbesta leik í mótinu. Nú var það ekki bara einn leikhluti heldur allur leikurinn sem strákarnir léku vaða og hikuðu ekkert. Það var reyndar ekkert undir hjá Finnum í þessum leik en það breytir ekki því að íslensku strákarnir mættu hugaðir til leiks og hungraðir í fyrsta sigurinn í Eurobasket. Því miður tókst ekki að landa honum en það munaði ekki miklu.Hörður Axel reynir að verja skot Sasus Salin.vísir/epaJón Arnór Stefánsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 13 stig en Hlynur Bæringsson skoraði 12 stig og gaf 5 stoðsendingar. Þeir enduðu báðir með fimm villur. Martin Hermannsson skoraði 12 stig og var einni með 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Haukur Helgi Pálsson skoraði 11 stig en endaði með fimm villur eins og Hlynur og Jón Arnór. Kristófer Acox skoraði 10 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með níu stig. Lauri Markkanen var íslenska liðinu mjög erfiður í þessum leik með 23 stig á 23 mínútum. Finnska liðið gerði sig nokkrum sinnum líklegt til að stinga af í fyrri hálfleiknum en íslensku strákarnir voru ekki á því að láta það gerast því þeir komu sér alltaf aftur inn í leikinn með góðum sprettum þar sem margir voru að láta til sín taka. Íslenska vörnin var frábær og hélt meðal annars hreinu sex síðustu mínúturnar í þriðja leikhluta sem skilaði íslenska liðinu sjö stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann. Íslenska liðið náði mest níu stiga forystu í upphafi fjórða leikhlutans og var sjö stigum yfir þegar sex mínútur voru eftir. Finnarnir áttu góðan endasprett og gengu á lagið eftir að Jón Arnór Stefánsson fékk sína fimmtu villu. Jón Arnór Stefánsson skoraði fyrstu körfuna eftir stoðsendingu frá Hlyni Bæringssyni og eftir stopp í fyrstu vörninni þá smellti Haukur Helgi Pálsson niður þristi og kom Íslandi í 5-0.Pavel spilaði sinn besta leik á EM í kvöld.vísir/epaFinnar svöruðu með sjö stigum í röð og voru komnir yfir en Hörður Axel Vilhjálmsson jafnaði af vítalínunni. 7-7 eftir rúmar þrjár mínútur. Finnar komust í 11-7 en Hlynur Bæringsson svaraði strax með þriggja stiga körfu. Lauri Markkanen kom ekki inn á fyrr en fimm og hálfa mínútu en var fljótur að smella niður þristi og koma Finnum í 16-10. Kristófer Acox kom ákveðinn inn og skoraði strax tvær körfur. Finnar áttu hinsvegar auðvelt að með skora í hverri sókn og voru komnir tíu stigum yfir, 24-14, þegar íslensku þjálfaranir tóku leikhlé og 1:17 mín. voru eftir af fyrsta leikhlutanum. Leikhléið heppnaðist vel, íslensku strákarnir náðu að stoppa í vörninni og skoruðu síðustu fjögur stig leikhlutans. Forskot Finna var því sex stig eftir fyrstu tíu mínúturnar, 24-18. Á milli fyrsta og annars leikhluta var tekið eitt sameiginlegt Víkingaklapp hjá íslensku og finnsku stuðningsmönnunum. Finnarnir eru efnilegir í húh-inu. Martin Hermannsson byrjaði annan leikhlutann á því að skora körfu og fá víti að auki. Hann skoraði úr vítinu og minnkað muninn í þrjú stig, 24-21. Jón Arnór skoraði síðan úr tveimur vítum og munirinn var allt í einu orðinn bara eitt stig, 24-23, eftir níu íslensk stig í röð. Jón Arnór minnkaði svo skömmu síðar aftur muninn í eitt stig, 26-25. Finnar náðu aftur níu stiga forystu en strákarnir voru ekki að fara hleypa þeim langt í burtu og finnsku þjálfararnir tóku leikhlé eftir fimm íslenska stig í röð. Finnar voru þá 37-33 yfir og 2:49 mín. til hálfleiks.Haukur Helgi skoraði 11 stig.vísir/epaTryggvi Snær Hlinason minnkaði muninn í 37-35 með körfu eftir stosðendingu frá Hlyni. Skemmtilegt að samspil stóru strákanna gekk þar upp. Elvar Már Friðriksson skoraði laglega körfu og Hörður Axel Vilhjálmsson kom Íslandi yfir af vítalínunni, 40-39, þegar 30 sekúndur voru eftir af hálfleiknum. Það fór svo ekki að íslenska liðið væri yfir í hálfleik því Sasu Salin skoraði þriggja stiga körfu frá miðju sekúndubroti áður en leiktíminn rann út og Finnar voru því 42-40 yfir í hálfleik. Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig í fyrri hálfleiknum og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 7 stig. Lauri Markkanen var í byrjunarliði Finna í seinni hálfleik og Finnum var ekki alveg sama um þróun mála í fyrri hálfleiknum. Fyrsta karfa Íslands í seinni hálfleiknum baráttukarfa Hauks Helga eftir nokkur sóknarfráköst í röð og íslensku strákarnir gáfu ekkert eftir hvort sem það var í sókn eða vörn. Markkanen var hinsvegar erfiður og þurfti ekki mikinn tíma til að smella niður skotum. Hann hélt áfram að skila næstum því stigi á mínútu í leiknum.Íslensku áhorfendurnir létu vel í sér heyra.vísir/epaKristófer Acox jafnaði metin í 52-52 með hraðaupphlaupstroðslu þegar fimm mínútur voru eftir að þriðja leikhlutanum. Pavel Ermolinskij kom Íslandi þremur stigum yfir, 55-52, með sínum fyrsta þristi í mótinu. Finnar urðu síðan að taka leikhlé eftir að Jón Arnór skoraði laglega körfu og kom íslenska liðinu fimm stigum yfir, 57-52. Ísland var þá búið að vinna fyrstu sex og hálfa mínútu þriðja leikhlutans 17-10. Önnur þrumutroðsla Kristófers kom íslenska lðinu síðan sjö stigum yfir, 59-52 og trúin í íslenska liðinu óx með hverju stoppi og hverri körfu. Haukur Helgi varði skot Lauri Markkanen og allt í einu voru hlutirnir farnir að falla meira með okkar strákum. Vörnin var frábær og Finnar skoruðu ekki síðustu sex mínútunar í þriðja leikhlutanum sem skilaði Íslandi sjö stiga forystu, 59-52, fyrir lokaleikhlutann. Kristófer Acox skoraði fyrstu körfu fjórða leikhlutans og Ísland var þá níu stigum yfir. Sasu Salin endaði langa bið Finna eftir körfu með því að minnka muninn í 61-55 og hann átti eftir að reynast íslenska liðinu erfiður. Jón Arnór kom íslenska liðinu sjö stigum yfir, 67-60, þegar sex og hálf mínúta var eftir með mjög mikilvægri körfu rétt áður en skotklukkan rann út. Jón Arnór fékk hinsvegar sína fjórðu villu skömmu síðar. Finnar minnkuðu muninn í eitt stig eftir tæknivillu Martins Hermannsonar og Sasu Salin setti niður þrist í framhaldinu sem kom Finnum í 69-67. Dómarnir voru ekki að falla með íslenska liðinu og strákarnir voru orðnir pirraður á því. Hlynur jafnaði metin með þriggja stiga körfu, 71-71, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir en fékk skömmu síðar sína fjórðu villu. Það liðu ekki margar sekúndur þar til að Jón Arnór fékk líka sína fimmtu villu. Eftir það þetta erfitt fyrir íslenska liðið en Finnar komust strax sjö stigum yfir, 78-71, þar sem Lauri Markkanen var að klára leikinn með stórum körfum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum