Öskubuskuævintýri Ajax heldur áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2019 20:45 Leikmenn Ajax fagna í kvöld. vísir/getty Ævintýri Ajax heldur áfram í Meistardeild Evrópu en þeir gerðu sér lítið fyrir og slógu út Juventus með 2-1 sigri í síðari leik liðanna í kvöld. Samanlangt 3-2. Fyrsta markið kom strax á 28. mínútu en það mark kom ekki úr óvæntri átt. Cristiano Ronaldo stangaði þá boltann í netið eftir hornspyrnu Miralem Pjanic og Juventus komið yfir. Það liðu ekki nema fimm mínútu þangað til Ajax var búið að jafna metin. Boltinn féll fyrir Donny van de Beek eftir misheppnað skot og Beek kláraði færið einstaklega vel.3 - @AFCAjax are the first team in history to reach the semi-finals of the Champions League after surviving three qualifying rounds. Journey. pic.twitter.com/LXx2DBCMOC— OptaJohan (@OptaJohan) April 16, 2019 Ajax var betri aðilinn í leiknum og leikmenn Juventus fundu fáar lausnir á hápressu Hollendinganna. Það voru gestirnir frá Hollandi sem skoruðu sigurmarkið en Matthijs de Ligt stangaði þá hornspyrnu Lasse Schöne í netið. Juventus þurfti því að skora tvö mörk og þrátt fyrir smá pressu undir lokin voru þeir aldrei nálægt því að ógna liði Ajax. Hollendingarnir voru líklegri til að bæta við eitthvað var. Ótrúleg framganga Ajax í Meistardeildinni heldur því áfram og eru þeir komnir í undanúrslitin þar sem þeir mæta annað hvort Manchester City eða Tottenham. Ajax hefur nú slegið út Real Madrid og Juventus.Ajax have qualified for the Champions League semi-finals for the first time since the 1996/97 season. Tonight’s captain and match-winner, Matthijs de Ligt, wasn’t even born then. pic.twitter.com/iQ5kGnVgXH— Squawka Football (@Squawka) April 16, 2019 Meistaradeild Evrópu
Ævintýri Ajax heldur áfram í Meistardeild Evrópu en þeir gerðu sér lítið fyrir og slógu út Juventus með 2-1 sigri í síðari leik liðanna í kvöld. Samanlangt 3-2. Fyrsta markið kom strax á 28. mínútu en það mark kom ekki úr óvæntri átt. Cristiano Ronaldo stangaði þá boltann í netið eftir hornspyrnu Miralem Pjanic og Juventus komið yfir. Það liðu ekki nema fimm mínútu þangað til Ajax var búið að jafna metin. Boltinn féll fyrir Donny van de Beek eftir misheppnað skot og Beek kláraði færið einstaklega vel.3 - @AFCAjax are the first team in history to reach the semi-finals of the Champions League after surviving three qualifying rounds. Journey. pic.twitter.com/LXx2DBCMOC— OptaJohan (@OptaJohan) April 16, 2019 Ajax var betri aðilinn í leiknum og leikmenn Juventus fundu fáar lausnir á hápressu Hollendinganna. Það voru gestirnir frá Hollandi sem skoruðu sigurmarkið en Matthijs de Ligt stangaði þá hornspyrnu Lasse Schöne í netið. Juventus þurfti því að skora tvö mörk og þrátt fyrir smá pressu undir lokin voru þeir aldrei nálægt því að ógna liði Ajax. Hollendingarnir voru líklegri til að bæta við eitthvað var. Ótrúleg framganga Ajax í Meistardeildinni heldur því áfram og eru þeir komnir í undanúrslitin þar sem þeir mæta annað hvort Manchester City eða Tottenham. Ajax hefur nú slegið út Real Madrid og Juventus.Ajax have qualified for the Champions League semi-finals for the first time since the 1996/97 season. Tonight’s captain and match-winner, Matthijs de Ligt, wasn’t even born then. pic.twitter.com/iQ5kGnVgXH— Squawka Football (@Squawka) April 16, 2019
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti