Tiger úr leik á Opna breska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júlí 2019 14:05 Tiger Woods vísir/getty Tiger Woods er úr leik á Opna breska risamótinu í golfi. Hann náði sér alls ekki á strik á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi. Tiger lenti í miklum vandræðum á fyrsta hringnum í gær og var á sjö höggum yfir pari þegar hann steig út á fyrsta teig í morgun. Þar byrjaði hann vel og náði í fugl strax á fyrstu holu. Hringur Tiger í dag var alls ekki alslæmur, hann fékk samtals fjóra fugla en þrjá skolla, þar af tvo á lokasprettinum, og lék því hringinn á einu höggum undir pari. Það var hins vegar langt frá því að vera nógu gott til að vinna upp mistök gærdagsins.Second birdie of the day for @TigerWoods#TheOpen Live scoring https://t.co/eQjasgPOwfpic.twitter.com/dxOZX55Wmd — The Open (@TheOpen) July 19, 2019 Hann lenti nokkuð títt á stöðum sem gáfu erfið fuglapútt, of erfið fyrir snilli Woods og því þurfti hann að sætta sig við parið á of mörgum holum. Tiger endaði því á sex höggum yfir pari eftir tvo hringi. Niðurskurðarlínan er þegar þetta er skrifað við eitt högg yfir par. Þrátt fyrir að niðurskurðarlínan gæti breyst, þá er hægt að segja með þó nokkurri fullvissu að Tiger sé úr leik. Tiger vann sinn fimmtánda risatitil þegar hann vann Mastersmótið í apríl. Síðan þá hefur hann tekið þátt í takmörkuðum fjölda móta en eitt þeirra var PGA risamótið þar sem hann fór heldur ekki í gegnum niðurskurðinn. Þetta er í fyrsta skipti á þessari öld sem að sigurvegari Mastersmótsins fer sama ár hvorki í gegnum niðurskurðinn á PGA risamótinu né Opna breska.Skorkort Tiger á öðrum hringnum í dagskjáskot Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods er úr leik á Opna breska risamótinu í golfi. Hann náði sér alls ekki á strik á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi. Tiger lenti í miklum vandræðum á fyrsta hringnum í gær og var á sjö höggum yfir pari þegar hann steig út á fyrsta teig í morgun. Þar byrjaði hann vel og náði í fugl strax á fyrstu holu. Hringur Tiger í dag var alls ekki alslæmur, hann fékk samtals fjóra fugla en þrjá skolla, þar af tvo á lokasprettinum, og lék því hringinn á einu höggum undir pari. Það var hins vegar langt frá því að vera nógu gott til að vinna upp mistök gærdagsins.Second birdie of the day for @TigerWoods#TheOpen Live scoring https://t.co/eQjasgPOwfpic.twitter.com/dxOZX55Wmd — The Open (@TheOpen) July 19, 2019 Hann lenti nokkuð títt á stöðum sem gáfu erfið fuglapútt, of erfið fyrir snilli Woods og því þurfti hann að sætta sig við parið á of mörgum holum. Tiger endaði því á sex höggum yfir pari eftir tvo hringi. Niðurskurðarlínan er þegar þetta er skrifað við eitt högg yfir par. Þrátt fyrir að niðurskurðarlínan gæti breyst, þá er hægt að segja með þó nokkurri fullvissu að Tiger sé úr leik. Tiger vann sinn fimmtánda risatitil þegar hann vann Mastersmótið í apríl. Síðan þá hefur hann tekið þátt í takmörkuðum fjölda móta en eitt þeirra var PGA risamótið þar sem hann fór heldur ekki í gegnum niðurskurðinn. Þetta er í fyrsta skipti á þessari öld sem að sigurvegari Mastersmótsins fer sama ár hvorki í gegnum niðurskurðinn á PGA risamótinu né Opna breska.Skorkort Tiger á öðrum hringnum í dagskjáskot
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira