Viðskipti innlent

Birgitta Haukdal í stjórn Leirlæks

Birgitta Haukdal var söngkona hljómsveitarinnar Írafár sem sló í gegn eftir aldamótin. Hún hefur síðan þá gefið út sólóplötu.
Birgitta Haukdal var söngkona hljómsveitarinnar Írafár sem sló í gegn eftir aldamótin. Hún hefur síðan þá gefið út sólóplötu.
Birgitta Haukdal söngkona er í varastjórn félagsins Leirlæk, sem P126 einkahlutafélag Benedikts Einarssonar, eiginmanns hennar, stofnaði á dögunum. Þetta kemur fram í viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að tilgangur félagsins sé eignaumsýsla hvers konar, þar með talin kaup, sala og leiga fasteigna og lóða. Í samtali við Viðskiptablaðið vildi Benedikt ekki tjá sig um málið en félagið ku vera tíunda félagið sem skráð er á heimili þeirra í Garðabæ. Hin félögin eru ýmist skráð á Einar eða börn hans, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×