Eitt elsta kaffihús landsins til sölu - Finni vill tilbreytingu VG skrifar 15. ágúst 2012 13:52 „Þetta er bara spurning um tilbreytingu, ég vil breyta til og halda mér ferskum," segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eða Finni eins og hann er að jafnaði kallaður, en hann hefur sett á sölu fjóra veitingastaði í sinni eigu og skyndibitabíl. Meðal veitingastaða sem eru til sölu er eitt elsta kaffihús Reykjavíkur, Prikið. Af öðrum stöðum sem Finni hefur sett á sölu eru veitingastaðirnir Frú Berglaug, Glaumbar, Gamla Gaukinn, áður Gaukur á stöng, auk þess sem hamborgarabíllinn Rokk Inn er einnig falur. Það er Fasteignamarkaðurinn sem sér um söluna en auglýsing birtist í fjölmiðlum í dag þar sem staðirnir voru auglýstir til sölu. Finni hefur rekið Prikið í tíu ár. Síðar opnaði hann kaffihúsið Frú Berglaug á Laugaveginum auk þess sem hann hefur starfrækt Glaumbar og Gaukinn síðustu ár. Það er því óhætt að segja að Finni sé umsvifamikill í veitingahúsabransanum í Reykjavík. Aðspurður hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur, selji hann staðina, svarar Finni: „Það er ýmislegt í gangi hjá vitleysingum eins og mér." Finni bætir við að hann sé að leita að tilbreytingu auk þess sem fjölskylduhagur hafi breyst töluvert síðustu tíu ár. Sjálfum fannst Finna þó erfiðast að tilkynna fastakúnnum Priksins að hann væri að hyggja á nýjan vettvang í viðskiptum. „Það var smá sjokk út af þessu. Nokkrir fastakúnnar krefjast þess að ferlinu verði breytt í raunveruleikaþátt þannig þeir geti haft eitthvað um nýja eigendur að segja," segir Finni hlæjandi. Hann bætir þó við að það sé ekkert endanlega ákveðið í þessum efnum. Auglýsingin birtist fyrst í dag en Finni segist hafa fundið fyrir miklum áhuga. Spurður hver verðmiðinn sé svarar Finni hlæjandi: Nó komment. En það verður ekki skipt á húsi og kindum, það er alveg á hreinu." Áhugasamir geta haft samband við fasteignasalann Guðmund Th. Jónsson sem er með póstfangið gt@fastmark.is. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
„Þetta er bara spurning um tilbreytingu, ég vil breyta til og halda mér ferskum," segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eða Finni eins og hann er að jafnaði kallaður, en hann hefur sett á sölu fjóra veitingastaði í sinni eigu og skyndibitabíl. Meðal veitingastaða sem eru til sölu er eitt elsta kaffihús Reykjavíkur, Prikið. Af öðrum stöðum sem Finni hefur sett á sölu eru veitingastaðirnir Frú Berglaug, Glaumbar, Gamla Gaukinn, áður Gaukur á stöng, auk þess sem hamborgarabíllinn Rokk Inn er einnig falur. Það er Fasteignamarkaðurinn sem sér um söluna en auglýsing birtist í fjölmiðlum í dag þar sem staðirnir voru auglýstir til sölu. Finni hefur rekið Prikið í tíu ár. Síðar opnaði hann kaffihúsið Frú Berglaug á Laugaveginum auk þess sem hann hefur starfrækt Glaumbar og Gaukinn síðustu ár. Það er því óhætt að segja að Finni sé umsvifamikill í veitingahúsabransanum í Reykjavík. Aðspurður hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur, selji hann staðina, svarar Finni: „Það er ýmislegt í gangi hjá vitleysingum eins og mér." Finni bætir við að hann sé að leita að tilbreytingu auk þess sem fjölskylduhagur hafi breyst töluvert síðustu tíu ár. Sjálfum fannst Finna þó erfiðast að tilkynna fastakúnnum Priksins að hann væri að hyggja á nýjan vettvang í viðskiptum. „Það var smá sjokk út af þessu. Nokkrir fastakúnnar krefjast þess að ferlinu verði breytt í raunveruleikaþátt þannig þeir geti haft eitthvað um nýja eigendur að segja," segir Finni hlæjandi. Hann bætir þó við að það sé ekkert endanlega ákveðið í þessum efnum. Auglýsingin birtist fyrst í dag en Finni segist hafa fundið fyrir miklum áhuga. Spurður hver verðmiðinn sé svarar Finni hlæjandi: Nó komment. En það verður ekki skipt á húsi og kindum, það er alveg á hreinu." Áhugasamir geta haft samband við fasteignasalann Guðmund Th. Jónsson sem er með póstfangið gt@fastmark.is.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira