Viðskipti innlent

Endurgreiðsla Seðlabankans er toppfrétt í Noregi

Endurgreiðsla ríkissjóðs og Seðlabankans á hluta af lánum sínum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum löngu fyrir gjalddaga þeirra hefur vakið mikla athygli í Noregi.

Frétt um málið var toppfréttin í morgun á helsta viðskiptafréttavef Noregs, e24.no. Þar er meðal annars rætt við Halvor Hvideberg deildarstjóra í fjármálaráðuneyti Noregs um málið sem segir að það sé ánægjulegt að sjá að Íslendingar geti borgað af þessum lánum fyrirfram.

Aðspurður um hvort þetta komi Norðmönnum á óvart segir Hvideberg svo ekki vera, Þeir hafi séð hve góður gangur hafi verið í íslensku efnahagslífi að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×