Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Ég er nú ekki hrifinn af því. Ég held að við eigum bara langt í land með að geta farið í þá umræðu,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra, um hugmyndir um íslenskan her í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. Innlent 25.3.2025 06:33
Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. Erlent 24.3.2025 23:21
„Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Almannavarnir þurfa að vera undir það búnar að gosvirkni færist á milli eldstöðvakerfa á Reykjanesi. Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Hann telur líklegt að séum við í stödd í miðjum lokakaflanum í yfirstandandi eldgosahrinu við Svartsengi. Innlent 24.3.2025 22:47
Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, er komin í leyfi frá þingstörfum um óákveðinn tíma. Fátt annað komast að í upphafi þingfundar en mál hennar og forsætisráðherra margítrekaði hversu viðkvæmt það væri. Við heyrum frá umræðum og verðum í beinni með þingmönnum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 24.3.2025 18:14
Verkfræðingar felldu samning Verkfræðingar og tæknifræðingar hjá Reykjavíkurborg hafi fellt nýjan kjarasamning. Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram dagana 19. til 24. mars. Innlent 24.3.2025 17:04
„Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Mál fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra var mikið til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra ítrekaði að þetta væri viðkvæmt persónulegt mál sem ætti ekki að gera pólitík úr. Forseti Alþingis þurfti ítrekað að minna á ræðutíma þar sem þingmenn og ráðherrar höfðu mikið að segja um málið. Innlent 24.3.2025 16:55
Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti samkomulag um að bærinn greiddi Rio Tinto rúmar 26 milljónir króna vegna lands sem var tekið undir breikkun Reykjanesbrautar. Vegagerðin neitaði að bæta fyrirtækinu landið þar sem Hafnarfjörður seldi það á sínum tíma án samþykkis. Innlent 24.3.2025 15:43
Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, mun ekki sinni þingstörfum á næstunni. Þetta kemur fram við upphaf nítjánda fundar Alþingis. Innlent 24.3.2025 15:12
Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands Íslensk stjórnvöld ætlar að taka þátt í að stofna nýtt mengunarvarnarsvæði í lögsögu Íslands og sjö annarra ríkja. Verði tillaga um svæðið samþykkt verða hertar kröfur gerðar til nýrra skipa um losun brennisteins og köfnunarefnis. Innlent 24.3.2025 14:23
MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Matvælastofnun hefur til rannsóknar gat á nótarpoka í sjókví Arnarlax við Vatnseyri í Patreksfirði. Gat á nótunni uppgötvaðist síðasta fimmtudag, 20. Mars, og var lokað samdægurs. Matvælastofnun rannsakar meðal annars hvort strok hafi átt sér stað og hvort Arnarlax hafi virkjað og farið eftir eigin verklagsreglum og viðbragðsáætlunum. Innlent 24.3.2025 14:23
Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Vestfirska Flugfélagið Ernir á Ísafirði var komið með nítján sæta Twin Otter-vél þegar best gekk. En þegar fjaraði undan Vestfjarðafluginu voru það verkefni í Afríku sem gáfu Herði Guðmundssyni færi á því að halda flugvélinni. Innlent 24.3.2025 14:14
Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Á næstu mánuðum mun Rauði krossinn á Íslandi fá afhenta 25 nýja sjúkrabíla. Um er að ræða sautján svokallaða van-sjúkrabíla eins og þegar þekkjast á götum landsins og átta svokallaða box-bíla, það er sjúkrabíla með kassa. Þetta er í fyrsta sinn sem box-bílar eru keyptir hingað til lands í kjölfar útboðs. Innlent 24.3.2025 13:57
Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Berklasmitum á meðal barna fjölgaði um tíu prósent á milli ára í Evrópu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að grípa þurfi strax til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu smitsjúkdómsins sem er ein af helstu dánarorsökum manna á heimsvísu. Erlent 24.3.2025 13:44
Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, hefur nú verið ákærður fyrir að hafa í fórum sínum um sex þúsund myndir og tvö þúsund myndskrár af barnaníðsefni. Auk þess fannst á heimili hans kynlífsdúkka sem lítur út eins og barn. Erlent 24.3.2025 13:09
Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Árni Grétar Finnsson hefur tekið við starfi aðstoðarmanns Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins. Árni Grétar starfaði áður sem aðstoðarmaður Guðrúnar í dómsmálaráðuneytinu og heldur því samstarf þeirra áfram á nýjum vettvangi. Innlent 24.3.2025 13:00
Hratt vaxandi skjálftavirkni Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hratt vaxandi að sögn fagstjóra hjá Veðurstofunni og kvikumagnið undir Svartsengi er komið yfir öll fyrri mörk. Hann segir almannavarnayfirvöld þurfa að gera ráðstafnir áður en gosvirkni færist á milli kerfa á Reykjanesskaganum. Innlent 24.3.2025 12:52
Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Fuglaflensa hefur greinst í sauðfé í fyrsta sinn í heiminum. Afbrigðið H5N1 greindist í kind í Yorkshire á Englandi, þar sem sjúkdómurinn hafði áður komið upp í fuglum. Erlent 24.3.2025 12:48
Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Kona sem varð fyrir grófu ofbeldi í nánu sambandi furðar sig á því að fyrrverandi sambýlismaður hennar gangi laus, þrátt fyrir að hafa nánast myrt hana. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi en refsing hans var alfarið skilorðsbundin, meðal annars með vísan til játningar hans og að hann hefði farið í meðferð eftir brot sín. Innlent 24.3.2025 12:47
Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Yfir 1.100 manns hafa verið handteknir í Tyrklandi frá því að gríðarleg mótmæli brutust út í landinu 19. mars síðastliðinn, í kjölfar handtöku Ekrem İmamoğlu. Að minnsta kosti tíu blaðamann voru handteknir í Istanbul og Izmir. Erlent 24.3.2025 12:24
Trén fallin Vonir standa til að austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð á ný í vikunni. Reykjavíkurborg telur sig vera búna að fella þau tré sem nauðsynlegt er að fella. Innlent 24.3.2025 12:18
Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð og enn er beðið eftir gosi Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Reykjanesskaga en þar fer skjálftavirknin hratt vaxandi. Innlent 24.3.2025 11:39
Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Manni var kastað fram af svölum í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra um helgina. Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar, en þar er greint frá mörgum alvarlegum málum sem komu upp í umdæminu. Innlent 24.3.2025 11:30
Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Þingmaðurinn Jón Gnarr varð var við grunsamlegan mann í götunni sinni um fjögurleytið í nótt. Hann hafi ætlað að hringja á lögregluna þegar maðurinn hvarf á braut. Reyndist viðkomandi hafa unnið skemmdarverk á Teslu. Innlent 24.3.2025 11:08
Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. Innlent 24.3.2025 11:07