Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fyrsti full­trúi Ís­lands á minningar­at­höfninni í Auschwitz

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var fyrsti fulltrúi íslenskra stjórnvalda til þess að sækja alþjóðlega athöfn til minningar um fórnarlömb helfararinnar í Auschwitz. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýndi forsætisráðherra harðlega fyrir að sækja ekki minningarathöfnina, einn norrænna leiðtoga.

Innlent
Fréttamynd

Janúarblús vinstristjórnarinnar

Ljóst er orðið að tveir vinstri flokkar ásamt félagasamtökum mynda vinstristjórn þá sem tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þótt þing hafi ekki enn komið saman hefur margt drifið á daga ríkisstjórnarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Tíu þúsund til­lögur í 3.985 um­sögnum

Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Karlar sendu inn fleiri umsagnir en konur en áætlað er að í umsögnunum sé að finna um tíu þúsund tillögur. Gervigreindarforrit hefur verið notað til að taka saman tillögurnar í fyrsta kasti en fjögurra manna hagræðingarhópur á að skila forsætisráðherra skýrslu um tillögurnar í síðasta lagi við lok næsta mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ljóst hvort skýringar Sjálf­stæðis­manna haldi vatni

Fjármálaráðuneytið hefur staðfest að Sjálfstæðisflokkur og Píratar uppfylltu ekki skilyrði laga til úthlutunar framlaga úr ríkissjóði þegar úthlutun fór fram árið 2022. Ekki hefur verið tekin afstaða til þýðingar þess að breyta skráningu eftir úthlutun. Allir flokkar, þeirra á meðal Flokkur fólksins, hafi aftur á móti uppfyllt önnur skilyrði. Sjálfstæðismenn fengu fréttabréf í fyrrakvöld þar sem sagði að fréttaflutningur um styrkjamál flokksins væri úr lausu lofti gripinn og í besta falli byggður á misskilningi.

Innlent
Fréttamynd

Um kjara­deilu sveitar­fé­laga og kennara

Fyrir meira en 10 árum skrifaði ég meistararitgerð þar sem ég m.a. tók saman nýlegar rannsóknir á stöðu grunnskóla á Íslandi. Á þeim tíma blasti við hræðileg staða í grunnskólanum sem afar brýnt var að bregðast við, það var ekki gert.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Sjálf­stæðis­menn hyggja á setu­verk­fall verði þeim vísað á dyr

Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykktu nýjar siða­reglur kjörinna full­trúa

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa. Siðareglurnar eru unnar af forsætisnefnd en komið var að endurskoðun þeirra siðareglna sem gilt hafa um kjörna fulltrúa og voru samþykktar í bæjarstjórn Kópavogi árið 2015.

Innlent
Fréttamynd

Borgið til baka!

Elli og Örorkuþegar þurfa alltaf að borga til baka ef þau fá meiri bætur en þau eiga rétt á það sama hlýtur að gilda um Stjórnmálaflokka.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land ver mest Evrópu­þjóða í leik­skóla

Ísland ver hæstu hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða. Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Vill ræða við Trump í síma

Forsætisráðherra lítur ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland alvarlegum augum og ítrekar að fullveldi þjóða beri að virða. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýnir hjásetu Kristrúnar á óformlegum fundi forsætisráðherra Norðurlanda um öryggismál á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Það gera allir mis­tök

Að fylgjast með þeim öldum sem hafa risið upp sem holskeflur gegn Fólki Flokksins og sér í lagi Ingu Sæland er með ólíkindum. Það er allt tínt til, verið að skerða og skaða hennar ímynd sem ráðherra af fullum krafti af hálfu stjórnarandstöðunnar og ákveðinna fréttamiðla.

Skoðun
Fréttamynd

Styrkjamálið hefur engin á­hrif á ríkis­stjórnar­sam­starfið

Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið.

Innlent