Fréttir

Banna trú­fé­lög sem tengjast rúss­nesku kirkjunni

Úkraínska þingið samþykkt að banna starfsemi trúfélag sem hafa tengsl við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna eða styðja innrás Rússa í Úkraínu. Lögin eru talin sett til höfuðs úkraínskum rétttrúnaðarsöfnuði sem hefur verið tengdur rússnesku kirkjunni.

Erlent

Eitrað fyrir ketti í Sand­gerði

Rétt rúmlega eins árs gamall köttur drapst í Sandgerði fyrir tveimur vikum eftir að hafa innbyrt mikið magn frostlagar. Talið er að eitrað hafi verið fyrir kettinum.

Innlent

Kjara­samningar ekki enn skilað minni verð­bólgu

Seðlabankastjóri hefur trú á að verðbólga muni hjaðna og vextir lækka þannig að ekki þurfi að koma til uppsagnar kjarasamninga á næsta ári. Þenslan í efnahagsmálum sé hins vegar enn of mikil og áhrif tilflutnings íbúa Grindavíkur gæti enn á fasteignamarkaði.

Innlent

Kenne­dy í­hugar að hætta og styðja Trump í staðinn

Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu.

Erlent

Stærsta drónaárásin á Moskvu til þessa

Rússnesk stjórnvöld segjast hafa skotið niður 45 úkraínska dróna á nokkrum stöðum í nótt, þar á meðal við höfuðborgina Moskvu. Þetta hafi verið umfangsmesta drónaárás Úkraínumanna á Moskvu frá upphafi stríðsins fyrir tveimur og hálfu ári.

Erlent

Vind­hviður gætu náð allt að 35 m/sek

Í dag má reikna með hvössum vindi með suðurströndinni. Vinhviður gætu náð 30-35 m/sek í Mýrdal og undir Eyjafjöllum um og upp úr hádegi. Sama gildir um Öræfi skammt austan Skaftafells.

Veður

Ekkert ó­lög­legt né ó­al­gengt við upp­safnað or­lof

Lára V. Júlíusdóttir segir það vera samningsatriði á milli vinnuveitanda og launafólks hvað það getur tekið út ónotað orlof langt aftur í tímann. Það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að orlof stjórnenda safnist upp þó svo að tilgangur laganna sé að tryggja launafólki frí.

Innlent

Ekki allir sam­mála því að ekki eigi að lækka vexti

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að það séu ekki allir í íslensku samfélagi sammála því að hér eigi ekki að lækka vexti. Hann segist þó vona það besta en búa sig undir það versta fyrir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á morgun. Hann veltir því fyrir sér hvort umfangsmiklar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í íslensku hagkerfi valdi þrálátri verðbólgu og háu vaxtastigi.

Innlent

Skaftárhlaup lík­lega að hefjast

Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu.

Innlent

Ís­lendingar eyða og eyða þrátt fyrir verð­bólgu og háa vexti

Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar.

Innlent