Fréttir

Scholz til­búinn að láta undan þrýstingi um van­traust

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist til í að efna til vantraustsatkvæðagreiðslu á þingi fyrr en hann hafði ætlað ef samstaða ríkir um það á meðal stjórnmálaflokkanna. Líkurnar á skyndikosningum snemma á næsta ári fara því vaxandi.

Erlent

Pall­borðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir?

Í kosningapallborði fréttastofunnar í dag er rætt við frambjóðendur þeirra flokka sem fengju einna flest þingsæti á Alþingi samkvæmt könnunum, sumir hafa verið að sækja á en fylgi annarra að dala. Þátturinn verður í beinni útsendingu og hefst klukkan 14.

Innlent

Fimm pró­sent segja inn­flytj­enda­málin mikil­vægust

Efnahagsmál eru að flestra mati mikilvægasta mál komandi kosninga, en heilbrigðismál rata oftar á lista fólks yfir þau fimm málefni sem leggja þurfi áherslu á. Þrátt fyrir að hafa farið hátt í umræðunni telja aðeins fimm prósent að innflytjendamál séu mesta forgangsmálið.

Innlent

Verð­launuð fyrir að berjast gegn slúðri

Freyja Rós Haraldsdóttir, kennari, jafnréttisfulltrúi og gæðastjóri við Menntaskólann á Laugarvatni, hlaut hvatningarverðlaun Dags gegn einelti sem afhent voru á föstudaginn. Valið var úr innsendum tilnefningum.

Innlent

Tálbeitan var með einka­bíl­stjóra og gisti á Edition

Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir tálbeitu á vegum Heimildarinnar hafa verið ekið um á drossíu af einkabílstjóra og gist á Edition hótelinu á meðan hún njósnaði um son hans. Samkvæmt heimildum Vísis var tálbeitan ekki á vegum Heimildarinnar.

Innlent

Segir hafa verið njósnað um son hans

Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir blaðamenn á Heimildinni hafa sett á svið blekkingarleik til þess að safna upplýsingum um hvalveiðar í gegnum son hans.

Innlent

Allt að tuttugu stiga hiti

Hiti gæti náð allt að tuttugu stigum á norðaustanverðu landinu síðdegis í dag. Enn ein lægðin gengur yfir landið úr suðri með ofgnótt af hlýju og röku lofti.

Veður

Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögu­legu sam­særi

Kynlífsskandall skekur nú afríkuríkið Miðbaugs-Gíneu, eitt fátækasta ríki heims. Á bilinu 150 til 400 kynlífsmyndböndum hefur verið lekið um netið síðustu daga sem sýna háttsettan embættismann og frænda forseta landsins, Baltasar Ebang Engonga, í kynlífsathöfnum við hinar ýmsu konur. Sumar þeirra eru eiginkonur annarra stjórnmálamanna landsins.

Erlent

Aldrei jafn margar drónaárásir

Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 

Erlent

„Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“

Tíundi nóvember verður aldrei gleðidagur í augum Grindvíkinga sem þurftu að yfirgefa heimili sín á þessum degi fyrir ári. Þetta segir bæjarstjórinn í Grindavík en bæjarbúar minntust tímamótanna í dag. Bæjarbúar voru þó glaðir að geta komið saman í kaffi í bænum í dag í tilefni af tímamótunum.

Innlent

Sterkar systur á Sel­fossi keppa á heims­meistara­móti

Þrjár systur á Selfossi slá ekki slöku við þessa dagana því þær eru að æfa sig á fullum krafti fyrir heimsmeistaramót í kraftlyftingum þar sem þær munu keppa fyrir Íslands hönd. Mamma þeirra er dugleg að fylgja þeim á æfingar og hvetja þær áfram.

Innlent

Í sjálf­heldu á eigin svölum

Lögregla sinnti margs konar verkefnum í dag eins og aðra daga, þar á meðal björgun manns sem staddur var í sjálfheldu á eigin svölum í Hafnarfirði. 

Innlent

Ótryggðir bændur

Tryggingarvernd bænda er ofarlega í huga hjá stjórn Bændasamtaka Íslands, ekki síst vegna veðuráhlaupsins, sem varð í vor, sem hafði mikil fjárhagsleg áhrif á bændur og birgðir matvæla í landinu. Meira og minna allt tjón, sem bændur urðu fyrir var ótryggt.

Innlent