Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2025 13:03 Teikning listamanns af því hvernig WASP-127b gæti litið út. Reikistjarna er útbólginn gasrisi sem er aðeins stærri en Júpíter en mun massaminni. Skotvindur í kringum miðbaug plánetunnar blæs á um níu þúsund metra hraða á sekúndu. ESO/L. Calçada Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. Vísindamenn sem rannsökuðu lofthjúp WASP-127b, gasrisa í um fimm hundruð ljósára fjarlægð frá jörðinni, tóku eftir því að hluti hans ferðaðist hratt í áttina að jörðinni en annar hluti jafnhratt frá henni. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að gríðarlega öflugur skotvindur eða háloftaröst í kringum miðbaug reikistjörnunnar væri líklegasta skýringin. Vindhraðinn sem stjörnufræðingarnir mældu með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) reyndist margfaldur hljóðhraði á jörðinni, um 33.000 kílómetrar á klukkustund eða um níu kílómetrar á sekúndu. Til samanburðar er hraðasti skotvindur sem mælst hefur í sólkerfinu okkar á Neptúnusi, um fimm hundruð metrar á sekúndu eða 1.800 kílómetrar á klukkustund. Skotvindar á jörðinni geta náð yfir fjögur hundruð kílómetra hraða á klukkustund samkvæmt upplýsingum á vef Haf- og loftlagsstofnunar Bandaríkjanna. Skotvindurinn á WASP-127b blæs tæplega sexfalt hraðar en reikistjarnan snýst um eigin möndul. Þótt það hafi ekki verið staðfest enn með mælingum telja vísindamennirnir að möndulsnúningur reikistjörnunnar sé bundinn þannig að hún snúi alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni. Þá kom í ljós að pólar reikistjörnunnar eru aðeins svalari en lægri breiddargráður og örlítill hitamunur væri á dag- og næturhlið hennar. „Þetta sýnir að reikistjarnan er með flókin veðurkerfi alveg eins og jörðin og hinar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar,“ segir Fei Yan, prófessor við Vísinda- og tækniháskólann í Kína og einn höfunda greinar um rannsóknina. Gætu rannsakað lofthjúpa bergreikistjarna með næstu kynslóð sjónauka Miklar framfarir hafa orðið í rannsókn manna á fjarreikistjörnum á undanförnum árum. Áður takmörkuðust þær við stærð og massa reikistjarna en ný tækni gerir stjörnufræðingum kleift að gera athuganir á lofthjúpi þeirra. Uppgötvunin á skotvindinum á WASP-127b var gerð þegar vísindamenn rannsökuðu efnasamsetningu lofthjúps hennar. Með litrófsmælingu á ljósi móðurstjörnunnar þegar það skín í gegnum lofthjúpinn séð frá jörðinni komust vísindamennirnir að því að í honum væri vatnsgufa og kolmónoxíð. Vindurinn uppgötvaðist þegar mælingar leiddu í ljós hvers hratt sameindirnar ferðuðust, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Búast má við frekari framförum í fjarreikistjörnurannsóknum með ELT-sjónauka ESO sem er nú í smíðum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þá muni menn geta rannsakað efnasamsetningu og veðurfar í lofthjúpi minni bergreikistjarna. Geimurinn Vísindi Veður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Vísindamenn sem rannsökuðu lofthjúp WASP-127b, gasrisa í um fimm hundruð ljósára fjarlægð frá jörðinni, tóku eftir því að hluti hans ferðaðist hratt í áttina að jörðinni en annar hluti jafnhratt frá henni. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að gríðarlega öflugur skotvindur eða háloftaröst í kringum miðbaug reikistjörnunnar væri líklegasta skýringin. Vindhraðinn sem stjörnufræðingarnir mældu með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) reyndist margfaldur hljóðhraði á jörðinni, um 33.000 kílómetrar á klukkustund eða um níu kílómetrar á sekúndu. Til samanburðar er hraðasti skotvindur sem mælst hefur í sólkerfinu okkar á Neptúnusi, um fimm hundruð metrar á sekúndu eða 1.800 kílómetrar á klukkustund. Skotvindar á jörðinni geta náð yfir fjögur hundruð kílómetra hraða á klukkustund samkvæmt upplýsingum á vef Haf- og loftlagsstofnunar Bandaríkjanna. Skotvindurinn á WASP-127b blæs tæplega sexfalt hraðar en reikistjarnan snýst um eigin möndul. Þótt það hafi ekki verið staðfest enn með mælingum telja vísindamennirnir að möndulsnúningur reikistjörnunnar sé bundinn þannig að hún snúi alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni. Þá kom í ljós að pólar reikistjörnunnar eru aðeins svalari en lægri breiddargráður og örlítill hitamunur væri á dag- og næturhlið hennar. „Þetta sýnir að reikistjarnan er með flókin veðurkerfi alveg eins og jörðin og hinar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar,“ segir Fei Yan, prófessor við Vísinda- og tækniháskólann í Kína og einn höfunda greinar um rannsóknina. Gætu rannsakað lofthjúpa bergreikistjarna með næstu kynslóð sjónauka Miklar framfarir hafa orðið í rannsókn manna á fjarreikistjörnum á undanförnum árum. Áður takmörkuðust þær við stærð og massa reikistjarna en ný tækni gerir stjörnufræðingum kleift að gera athuganir á lofthjúpi þeirra. Uppgötvunin á skotvindinum á WASP-127b var gerð þegar vísindamenn rannsökuðu efnasamsetningu lofthjúps hennar. Með litrófsmælingu á ljósi móðurstjörnunnar þegar það skín í gegnum lofthjúpinn séð frá jörðinni komust vísindamennirnir að því að í honum væri vatnsgufa og kolmónoxíð. Vindurinn uppgötvaðist þegar mælingar leiddu í ljós hvers hratt sameindirnar ferðuðust, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Búast má við frekari framförum í fjarreikistjörnurannsóknum með ELT-sjónauka ESO sem er nú í smíðum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þá muni menn geta rannsakað efnasamsetningu og veðurfar í lofthjúpi minni bergreikistjarna.
Geimurinn Vísindi Veður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira