Fréttir Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. Innlent 5.9.2024 19:22 Huldumaður réðst á nemanda á unglingastigi Huldumaður réðst á nemenda Myllubakkaskóla á unglingastigi fyrir utan Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ í lok skóladags. Innlent 5.9.2024 19:21 Kærur ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum Deilur um tekjur af fasteignagjöldum af vindorkuveri í Búrfelli gætu tafið framkvæmdir Landsvirkjunar um allt að tvö ár. Umhverfis- og orkumálaráðherra segir kæruleiðir ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum. Innlent 5.9.2024 19:01 Göngumaðurinn fannst kaldur á Kastárfjalli Göngumaður sem leitað var eftir að hann rann í skriðum á Kastárfjalli á Stokksnesi austan Hafnar hefur verið fundinn. Innlent 5.9.2024 18:41 Deilur harðna hjá ríkissaksóknara og glæpasögukviss í beinni Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og varpað rýrð á embættið. Innlent 5.9.2024 18:03 Ófært vegna sandbyls Lögreglan á Norðurlandi eystra varar ökumenn við sandstormi og ofsaroki á Mývatnsöræfum. Malbik hefur flest af veginum vestan við Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Innlent 5.9.2024 17:29 Mæðgurnar fengu nei í fyrstu tilraun en gefast ekki upp Fjölskylda Söndru Sigrúnar Fenton vinnur nú að því með íslenskum lögmanni að reyna að fá hana framselda til Íslands. Lögmaðurinn hefur rætt við íslensk stjórnvöld og er í sambandi við dómsmálaráðuneytið vegna málsins. Innlent 5.9.2024 17:00 Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, ætlar að breyta afstöðu sinni til sakarefnis í skattsvikamáli gegn honum í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og heldur því í raun áfram en segist ætla að gangast við þeirri refsingu sem dómarinn telur að hann eigi að hljóta. Erlent 5.9.2024 16:45 Danska lögreglan má nú nota andlitsgreiningu Lögreglan í Danmörku má nú beita svokallaðri andlitsgreiningartækni við rannsókn á sakamálum. Þannig getur lögreglan fundið og fylgst með ferðum fólks sem lýst hefur verið eftir í öryggismyndavélum. Erlent 5.9.2024 16:43 Gasmengun berst yfir höfuðborgarsvæðið í kvöld Gasmengun mun berast yfir höfuðborgarsvæðið í kvöld og á morgun frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröð. Vegna ríkjandi suðvestanáttar berst gosmengunin til norðausturs og suðvestanátt er í kortunum næstu daga. Innlent 5.9.2024 16:14 Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. Innlent 5.9.2024 16:13 Missti fótana á Kastárfjalli í hádeginu og er enn leitað Göngumaður á Kastárfjalli á Stokksnesi austan Hafnar rann í skriðum og hruflaðist um hádegisbilið í dag. Björgunarsveitir leita mannsins enn á fjallinu. Innlent 5.9.2024 16:07 Vilja sýna hluttekningu með frestun á stóru balli Skólameistari Fjölbrautarskólans við Ármúla hefur ekki orðið var við hnífaburð nemenda í skólanum. Hann telur nemendur orðna það þroskaða að átta sig á afleiðingum sem slíkt gæti haft í för með sér. Stóru nýnemaballi hefur verið frestað um eina til tvær vikur. Innlent 5.9.2024 15:49 Skútur rekur á land í röðum Þrjár skútur hefur rekið í land við Pollinn á Ísafirði það sem af er degi, eftir að hafa slitnað af legufærum í höfninni. Einni skútunni var komið í tog í morgun og bjargað en of slæmt er í sjóinn eins og er til að bjarga hinum tveimur. Innlent 5.9.2024 15:45 Nýnemaballi fimm skóla frestað Sameiginlegu nýnemaballi fimm framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu hefur verið frestað vegna hnífstunguárásarinnar mannskæðu sem framin var á menningarnótt. Innlent 5.9.2024 14:45 Hæstiréttur tekur ummæli Páls ekki fyrir og sýknan stendur Hæstiréttur mun ekki taka fyrir meiðyrðamál tveggja blaðamanna gegn Páli Vilhjálmssyni, bloggara og kennara. Páll var sýknaður af öllum kröfum blaðamannanna í Landsrétti, og því standa ummæli hans. Innlent 5.9.2024 14:31 „Guðs mildi að þetta hafi stoppað þarna“ „Það er alveg með hreinum ólíkindum að koma að þessu. Hún hefur ekki hreyfst girðingin, en hraunið vafði sér eiginlega utan um hornið þarna,“ segir Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og Grindvíkingur, um hraun sem stoppaði við hús í Grindavík í janúar á þessu ári. Innlent 5.9.2024 14:18 Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. Erlent 5.9.2024 14:06 Vísbendingar um að land rísi enn á ný GPS mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Á sama tíma hefur dregið úr flæði frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Það bendir til þess að innflæði í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi sé meira en flæði úr eldgosinu á yfirborðinu. Innlent 5.9.2024 14:03 Kennir börnum að verjast stunguárás án leyfis Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ræðir nú við mann sem hefur kennt börnum í Kópavogi að verjast hnífaárás og að nota kylfur og sverð. Maðurinn birti myndbönd af sjálfum sér í gær og í dag með kylfur og hnífa á leikvelli við ærslabelg við Gerðasafn í Kópavogi. Innlent 5.9.2024 14:00 Munu fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Lögreglan á Austurlandi mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst. Innlent 5.9.2024 13:48 Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. Innlent 5.9.2024 13:36 Eldur kom upp í Grafarvogi Eldur kom upp í húsnæði í Fossaleyni í Grafarvogi í Reykjavík í dag. Starfsmönnum á vettvangi tókst að slökkva eldinn og svo kom slökkvilið og er að reykræsta húsnæðið. Innlent 5.9.2024 13:23 Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. Innlent 5.9.2024 13:15 Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. Innlent 5.9.2024 12:16 Allir austur um helgina Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar hvetur alla landsmenn að ferðast austur í veðurblíðuna um helgina. Á Vestfjörðum og Norðurlandi eru gular veðurviðvaranir, og losnaði bátur frá bryggju á Ísafirði vegna veðurofsans. Innlent 5.9.2024 12:14 Unglingspiltur dæmdur fyrir þrjár hnífaárásir Unglingspiltur hefur hlotið átján mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ýmissa brota, en þrjú þeirra voru ofbeldisbrot framin með hníf. Innlent 5.9.2024 12:14 Barnier nýr forsætisráðherra Frakklands Michel Barnier verður næsti forsætisráðherra Frakklands. Emmanuel Macron, forseti landsins, tilkynnti um það í morgun. Barnier var áður aðalsamningamaður Evrópusambandsins og leiddi til dæmis samningaviðræðurnar þegar Bretar gengu úr úr samningu, Brexit. Erlent 5.9.2024 11:49 Forstjóri Landsvirkjunar ósáttur með kæru frá Skeiða- og Gnúpverjum Í hádegisfréttum verður rætt við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar sem er ekki par sáttur með boðaða kæru frá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar vindorkugarð í Búrfellslundi. Innlent 5.9.2024 11:35 Skúta slitnaði frá bryggju í aftakaveðri fyrir vestan Bálhvasst hefur verið á Norðvesturlandi og á Vestfjörðum í morgun og björgunarsveitum á svæðinu hafa borist fjölmargar tilkynningar. Á Ísafirði slitnaði lítil skúta frá bryggju og rak upp í grjótgarðinn við Pollinn. Innlent 5.9.2024 11:21 « ‹ 159 160 161 162 163 164 165 166 167 … 334 ›
Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. Innlent 5.9.2024 19:22
Huldumaður réðst á nemanda á unglingastigi Huldumaður réðst á nemenda Myllubakkaskóla á unglingastigi fyrir utan Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ í lok skóladags. Innlent 5.9.2024 19:21
Kærur ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum Deilur um tekjur af fasteignagjöldum af vindorkuveri í Búrfelli gætu tafið framkvæmdir Landsvirkjunar um allt að tvö ár. Umhverfis- og orkumálaráðherra segir kæruleiðir ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum. Innlent 5.9.2024 19:01
Göngumaðurinn fannst kaldur á Kastárfjalli Göngumaður sem leitað var eftir að hann rann í skriðum á Kastárfjalli á Stokksnesi austan Hafnar hefur verið fundinn. Innlent 5.9.2024 18:41
Deilur harðna hjá ríkissaksóknara og glæpasögukviss í beinni Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og varpað rýrð á embættið. Innlent 5.9.2024 18:03
Ófært vegna sandbyls Lögreglan á Norðurlandi eystra varar ökumenn við sandstormi og ofsaroki á Mývatnsöræfum. Malbik hefur flest af veginum vestan við Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Innlent 5.9.2024 17:29
Mæðgurnar fengu nei í fyrstu tilraun en gefast ekki upp Fjölskylda Söndru Sigrúnar Fenton vinnur nú að því með íslenskum lögmanni að reyna að fá hana framselda til Íslands. Lögmaðurinn hefur rætt við íslensk stjórnvöld og er í sambandi við dómsmálaráðuneytið vegna málsins. Innlent 5.9.2024 17:00
Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, ætlar að breyta afstöðu sinni til sakarefnis í skattsvikamáli gegn honum í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og heldur því í raun áfram en segist ætla að gangast við þeirri refsingu sem dómarinn telur að hann eigi að hljóta. Erlent 5.9.2024 16:45
Danska lögreglan má nú nota andlitsgreiningu Lögreglan í Danmörku má nú beita svokallaðri andlitsgreiningartækni við rannsókn á sakamálum. Þannig getur lögreglan fundið og fylgst með ferðum fólks sem lýst hefur verið eftir í öryggismyndavélum. Erlent 5.9.2024 16:43
Gasmengun berst yfir höfuðborgarsvæðið í kvöld Gasmengun mun berast yfir höfuðborgarsvæðið í kvöld og á morgun frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröð. Vegna ríkjandi suðvestanáttar berst gosmengunin til norðausturs og suðvestanátt er í kortunum næstu daga. Innlent 5.9.2024 16:14
Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. Innlent 5.9.2024 16:13
Missti fótana á Kastárfjalli í hádeginu og er enn leitað Göngumaður á Kastárfjalli á Stokksnesi austan Hafnar rann í skriðum og hruflaðist um hádegisbilið í dag. Björgunarsveitir leita mannsins enn á fjallinu. Innlent 5.9.2024 16:07
Vilja sýna hluttekningu með frestun á stóru balli Skólameistari Fjölbrautarskólans við Ármúla hefur ekki orðið var við hnífaburð nemenda í skólanum. Hann telur nemendur orðna það þroskaða að átta sig á afleiðingum sem slíkt gæti haft í för með sér. Stóru nýnemaballi hefur verið frestað um eina til tvær vikur. Innlent 5.9.2024 15:49
Skútur rekur á land í röðum Þrjár skútur hefur rekið í land við Pollinn á Ísafirði það sem af er degi, eftir að hafa slitnað af legufærum í höfninni. Einni skútunni var komið í tog í morgun og bjargað en of slæmt er í sjóinn eins og er til að bjarga hinum tveimur. Innlent 5.9.2024 15:45
Nýnemaballi fimm skóla frestað Sameiginlegu nýnemaballi fimm framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu hefur verið frestað vegna hnífstunguárásarinnar mannskæðu sem framin var á menningarnótt. Innlent 5.9.2024 14:45
Hæstiréttur tekur ummæli Páls ekki fyrir og sýknan stendur Hæstiréttur mun ekki taka fyrir meiðyrðamál tveggja blaðamanna gegn Páli Vilhjálmssyni, bloggara og kennara. Páll var sýknaður af öllum kröfum blaðamannanna í Landsrétti, og því standa ummæli hans. Innlent 5.9.2024 14:31
„Guðs mildi að þetta hafi stoppað þarna“ „Það er alveg með hreinum ólíkindum að koma að þessu. Hún hefur ekki hreyfst girðingin, en hraunið vafði sér eiginlega utan um hornið þarna,“ segir Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og Grindvíkingur, um hraun sem stoppaði við hús í Grindavík í janúar á þessu ári. Innlent 5.9.2024 14:18
Rúmar fimmtíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu. Erlent 5.9.2024 14:06
Vísbendingar um að land rísi enn á ný GPS mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Á sama tíma hefur dregið úr flæði frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Það bendir til þess að innflæði í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi sé meira en flæði úr eldgosinu á yfirborðinu. Innlent 5.9.2024 14:03
Kennir börnum að verjast stunguárás án leyfis Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ræðir nú við mann sem hefur kennt börnum í Kópavogi að verjast hnífaárás og að nota kylfur og sverð. Maðurinn birti myndbönd af sjálfum sér í gær og í dag með kylfur og hnífa á leikvelli við ærslabelg við Gerðasafn í Kópavogi. Innlent 5.9.2024 14:00
Munu fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Lögreglan á Austurlandi mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst. Innlent 5.9.2024 13:48
Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. Innlent 5.9.2024 13:36
Eldur kom upp í Grafarvogi Eldur kom upp í húsnæði í Fossaleyni í Grafarvogi í Reykjavík í dag. Starfsmönnum á vettvangi tókst að slökkva eldinn og svo kom slökkvilið og er að reykræsta húsnæðið. Innlent 5.9.2024 13:23
Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. Innlent 5.9.2024 13:15
Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. Innlent 5.9.2024 12:16
Allir austur um helgina Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar hvetur alla landsmenn að ferðast austur í veðurblíðuna um helgina. Á Vestfjörðum og Norðurlandi eru gular veðurviðvaranir, og losnaði bátur frá bryggju á Ísafirði vegna veðurofsans. Innlent 5.9.2024 12:14
Unglingspiltur dæmdur fyrir þrjár hnífaárásir Unglingspiltur hefur hlotið átján mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ýmissa brota, en þrjú þeirra voru ofbeldisbrot framin með hníf. Innlent 5.9.2024 12:14
Barnier nýr forsætisráðherra Frakklands Michel Barnier verður næsti forsætisráðherra Frakklands. Emmanuel Macron, forseti landsins, tilkynnti um það í morgun. Barnier var áður aðalsamningamaður Evrópusambandsins og leiddi til dæmis samningaviðræðurnar þegar Bretar gengu úr úr samningu, Brexit. Erlent 5.9.2024 11:49
Forstjóri Landsvirkjunar ósáttur með kæru frá Skeiða- og Gnúpverjum Í hádegisfréttum verður rætt við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar sem er ekki par sáttur með boðaða kæru frá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar vindorkugarð í Búrfellslundi. Innlent 5.9.2024 11:35
Skúta slitnaði frá bryggju í aftakaveðri fyrir vestan Bálhvasst hefur verið á Norðvesturlandi og á Vestfjörðum í morgun og björgunarsveitum á svæðinu hafa borist fjölmargar tilkynningar. Á Ísafirði slitnaði lítil skúta frá bryggju og rak upp í grjótgarðinn við Pollinn. Innlent 5.9.2024 11:21