Innlent

Ný stjórn í burðar­liðnum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um hina nýju ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum.

Þar stefnir allt í stjórn Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar. Leiðtogar flokkanna ræddu það í gær að til standi að fækka ráðuneytum og við heyrum í stjórnsýslufræðingi um þær hugmyndir.

Einnig verður rætt við Seðlabankastjóra en í morgun birti fjármálastöðugleikanefnd sitt reglubundna álit á stöðu efnahagsmála á landinu. 

Að auki fjöllum við um nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og ræðum áfram stöðuna í Suðvesturkjördæmi eftir kosningar en þar virðist enn á reiki hvort ráðist verði í endurtalningu eins og farið hefur verið fram á.

Í íþróttunum verður svo farið ofan í saumana á EM í handbolta en stelpurnar okkar luku keppni í gær þegar þær töpuðu fyrir Þjóðverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×