Fréttir Sigu niður í Gretti sterka og dældu úr honum sjó Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út vegna dráttarbátsins Grettis sterka, sem lenti í vanda vegna bilunar, suðaustur af Vík, á tíunda tímanum í gærkvöldi. Fimm voru um borð í bátnum. Innlent 4.5.2024 07:42 Ók á tvö hundruð með lögguna á hælunum Ökumaður gistir nú fangageymslur lögreglu eftir að hann var handtekinn í kjölfar eftirför lögreglu, meðal annars um íbúðahverfi. Hann ók á allt að tvö hundruð kílómetra hraða og lögregla þurfti að bregða á það ráð að aka utan í bifreið hans. Innlent 4.5.2024 07:25 Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Erlent 3.5.2024 23:54 Sólríkasta byrjun árs í Reykjavík í 77 ár Leita þarf aftur til fimmta áratugs síðustu aldar til þess að finna sólríkari byrjun árs í Reykjavík en í ár. Apríl var kaldur og óvenjuþurr víða um land. Innlent 3.5.2024 22:32 Hafa rukkað þá sem valda sinubruna um kostnað við útkall Slökkvilið Árnessýslu hefur nýtt sér heimild til þess að rukka þá sem kveikja í sinu um kostnað við útkall. Hreinn launakostnaður við sinubrunaútkall getur verið á bilinu hálf til ein milljón króna, að sögn slökkviliðsstjóra. Innlent 3.5.2024 20:32 Ótrúlegustu aðskotahlutir gera óskunda í dósatalningarvélum Farsímar, giftingarhringar og hjálpartæki ástarlífsins eru á meðal þess sem ratað hefur í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar og getur valdið stórskemmdum á tækjabúnaðinum. Gaffall merktur Alþingi fannst nýlega í einni vélinni. Fagnaðarfundir urðu í dag þegar fréttamaður skilaði gafflinum heim í kaffistofu þingsins. Innlent 3.5.2024 19:32 Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. Innlent 3.5.2024 19:02 Kosið um sameiningu Húna- og Skagabyggðar í júní Sveitarstjórnir Húnabyggðar og Skagabyggðar samþykktu að halda atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaganna í dag. Atkvæðagreiðslan stendur yfir í tvær vikur í júní. Innlent 3.5.2024 18:25 Nýjustu skoðanakannanir, verkfallsaðgerðir á flugvellinum og týndur gaffall Í kvöldfréttunum förum við yfir Pallborð dagsins, þar sem Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir mættust og ræddu meðal annars málskotsréttinn, móðurmálið og niðurstöður nýjustu skoðanakannana. Heimir Már Pétursson fréttamaður rýnir svo í fylgiskannanir og greinir stöðuna. Innlent 3.5.2024 18:00 Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. Erlent 3.5.2024 17:00 Halla Hrund líka vinsæll annar kostur Í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru þátttakendur einnig spurðir að því hvaða forsetaframbjóðanda þeir gætu hugsað sér að kjósa, annan en þeir ætla að kjósa. Halla Hrund Logadóttir virðist vinsæll annar kostur. Innlent 3.5.2024 16:53 Kolbeinn hafi strokið kynfæri stúlkunnar ítrekað Ákæran sem Kolbeinn Sigþórsson sætir er fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Hann er sagður hafa nýtt sér yfirburði sína yfir stúlkunni og dregið niður nærbuxur hennar og strokið kynfæri hennar fram og til baka mörgum sinnum. Innlent 3.5.2024 15:39 Segja lýðræðis- og mannréttindabakslag staðreynd Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að mikið bakslag hafi átt sér stað hvað varðar lýðræðis- og mannréttindamál í hinum vestræna heimi. Innlent 3.5.2024 15:01 Ný sendiskrifstofa opnuð í Síerra Leóne Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina. Innlent 3.5.2024 14:39 Baldur segir niðurstöður nýjustu kannana vonbrigði Halla Hrund skynjar mikinn meðbyr með sínum gildum, Katrín segir fylgið á mikilli hreyfingu og Baldur segir nýjustu tölur vonbrigði. Öll segja þau það frábært að fá tækifæri til að ferðast um landið til að hitta landann. Innlent 3.5.2024 14:23 Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Innlent 3.5.2024 14:07 Tilvísunum vegna skekkju á höfuðkúpu ungbarna fjölgað mikið Frá árinu 2018 til 2023 hefur tilvísunum til sjúkraþjálfara á Æfingastöðinni vegna ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju á höfuðkúpu hjá ungbörnum fjölgað úr 123 í 270. Flestum er vísað frá heilsugæslu í ungbarnaeftirliti við tveggja til fjögurra mánaða aldur. Innlent 3.5.2024 14:05 Reyna að sækja fyrsta sýnið frá fjærhlið tunglsins Kínverskir geimvísindamenn skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Geimfar þetta ber lendingarfar sem til stendur að lenda á fjærhlið tunglsins. Þar á farið að taka sýni frá tunglinu og flytja það aftur til jarðar. Erlent 3.5.2024 13:50 Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. Innlent 3.5.2024 13:37 Einar segir forsetaembættið um ekki neitt Einar Kárason rithöfundur fer yfir stöðuna í baráttunni um Bessastaði, að hætti hússins. Hann furðar sig á tilstandinu. Innlent 3.5.2024 13:24 Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. Erlent 3.5.2024 12:48 Svona gæti bensínstöðvarreiturinn við Ægisíðu litið út Þrjár tillögur hafa nú verið kynntar sem koma til greina um þróun lóðar við Ægisíðu 102 í Reykjavík, gamla bensínstöðvarreitnum. Þrjár arkitektastofur voru valdar til þátttöku. Það eru Gríma arkitektar, Sei studio og Trípólí arkitektar. Innlent 3.5.2024 12:33 Ákærð fyrir að kæfa son sinn með kodda Kona, sem hefur sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá því að sonur hennar fannst látinn á heimili þeirra á Nýbýlavegi í lok janúar, sætir ákæru fyrir að bana drengnum með kodda. Innlent 3.5.2024 12:12 Börn lögð inn með kíghósta Börn greind með kíghósta hafa verið lögð inn á spítala hér á landi síðustu vikur. Alls hafa sautján greinst með sýkinguna undanfarið, sem barnalæknir segir áhyggjuefni. Hann hvetur fólk til að huga vel að bólusetningum, einkum barnshafandi konur. Innlent 3.5.2024 12:03 „Við reyndum eins og við gátum“ Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. Innlent 3.5.2024 11:45 Framkvæmdanefnd fyrir Grindavík sett á laggirnar Í hádegisfréttum verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra um nýtt lagafrumvarp sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun. Innlent 3.5.2024 11:35 Sambærileg rúðubrot í Lækjargötu og á Skólavörðustíg Lögreglan var kölluð til vegna brothljóða í nótt en þá höfðu allar rúður verið brotnar á staðnum Just Kebab við Lækjargötu. Rúðurnar eru þrjár stórar og svo voru rúður í dyrum einnig brotnar. Innlent 3.5.2024 11:35 Skipar framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um að stofnuð verði sérstök framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð og samfélag. Svandís segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga vera umfangsmesta verkefni sem stjórnvöld hafi tekist á við vegna náttúruhamfara. Innlent 3.5.2024 10:51 Spellvirkinn lætur til skarar skríða á ný Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni. Innlent 3.5.2024 10:30 Svona var Pallborðið með Höllu Hrund, Katrínu og Baldri Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Innlent 3.5.2024 10:11 « ‹ 258 259 260 261 262 263 264 265 266 … 334 ›
Sigu niður í Gretti sterka og dældu úr honum sjó Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út vegna dráttarbátsins Grettis sterka, sem lenti í vanda vegna bilunar, suðaustur af Vík, á tíunda tímanum í gærkvöldi. Fimm voru um borð í bátnum. Innlent 4.5.2024 07:42
Ók á tvö hundruð með lögguna á hælunum Ökumaður gistir nú fangageymslur lögreglu eftir að hann var handtekinn í kjölfar eftirför lögreglu, meðal annars um íbúðahverfi. Hann ók á allt að tvö hundruð kílómetra hraða og lögregla þurfti að bregða á það ráð að aka utan í bifreið hans. Innlent 4.5.2024 07:25
Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Erlent 3.5.2024 23:54
Sólríkasta byrjun árs í Reykjavík í 77 ár Leita þarf aftur til fimmta áratugs síðustu aldar til þess að finna sólríkari byrjun árs í Reykjavík en í ár. Apríl var kaldur og óvenjuþurr víða um land. Innlent 3.5.2024 22:32
Hafa rukkað þá sem valda sinubruna um kostnað við útkall Slökkvilið Árnessýslu hefur nýtt sér heimild til þess að rukka þá sem kveikja í sinu um kostnað við útkall. Hreinn launakostnaður við sinubrunaútkall getur verið á bilinu hálf til ein milljón króna, að sögn slökkviliðsstjóra. Innlent 3.5.2024 20:32
Ótrúlegustu aðskotahlutir gera óskunda í dósatalningarvélum Farsímar, giftingarhringar og hjálpartæki ástarlífsins eru á meðal þess sem ratað hefur í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar og getur valdið stórskemmdum á tækjabúnaðinum. Gaffall merktur Alþingi fannst nýlega í einni vélinni. Fagnaðarfundir urðu í dag þegar fréttamaður skilaði gafflinum heim í kaffistofu þingsins. Innlent 3.5.2024 19:32
Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. Innlent 3.5.2024 19:02
Kosið um sameiningu Húna- og Skagabyggðar í júní Sveitarstjórnir Húnabyggðar og Skagabyggðar samþykktu að halda atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaganna í dag. Atkvæðagreiðslan stendur yfir í tvær vikur í júní. Innlent 3.5.2024 18:25
Nýjustu skoðanakannanir, verkfallsaðgerðir á flugvellinum og týndur gaffall Í kvöldfréttunum förum við yfir Pallborð dagsins, þar sem Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir mættust og ræddu meðal annars málskotsréttinn, móðurmálið og niðurstöður nýjustu skoðanakannana. Heimir Már Pétursson fréttamaður rýnir svo í fylgiskannanir og greinir stöðuna. Innlent 3.5.2024 18:00
Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. Erlent 3.5.2024 17:00
Halla Hrund líka vinsæll annar kostur Í nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru þátttakendur einnig spurðir að því hvaða forsetaframbjóðanda þeir gætu hugsað sér að kjósa, annan en þeir ætla að kjósa. Halla Hrund Logadóttir virðist vinsæll annar kostur. Innlent 3.5.2024 16:53
Kolbeinn hafi strokið kynfæri stúlkunnar ítrekað Ákæran sem Kolbeinn Sigþórsson sætir er fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Hann er sagður hafa nýtt sér yfirburði sína yfir stúlkunni og dregið niður nærbuxur hennar og strokið kynfæri hennar fram og til baka mörgum sinnum. Innlent 3.5.2024 15:39
Segja lýðræðis- og mannréttindabakslag staðreynd Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að mikið bakslag hafi átt sér stað hvað varðar lýðræðis- og mannréttindamál í hinum vestræna heimi. Innlent 3.5.2024 15:01
Ný sendiskrifstofa opnuð í Síerra Leóne Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina. Innlent 3.5.2024 14:39
Baldur segir niðurstöður nýjustu kannana vonbrigði Halla Hrund skynjar mikinn meðbyr með sínum gildum, Katrín segir fylgið á mikilli hreyfingu og Baldur segir nýjustu tölur vonbrigði. Öll segja þau það frábært að fá tækifæri til að ferðast um landið til að hitta landann. Innlent 3.5.2024 14:23
Halla Hrund mælist með mest fylgi í nýrri könnun Maskínu Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með mest fylgi í nýrri könnun á vegum Maskínu. Hún hefur aukið fylgi sitt um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 29,4 prósenta fylgi. Fylgi Jóns Gnarr heldur áfram að dragast saman og það sama gildir um fylgi Baldurs Þórhallssonar. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Innlent 3.5.2024 14:07
Tilvísunum vegna skekkju á höfuðkúpu ungbarna fjölgað mikið Frá árinu 2018 til 2023 hefur tilvísunum til sjúkraþjálfara á Æfingastöðinni vegna ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju á höfuðkúpu hjá ungbörnum fjölgað úr 123 í 270. Flestum er vísað frá heilsugæslu í ungbarnaeftirliti við tveggja til fjögurra mánaða aldur. Innlent 3.5.2024 14:05
Reyna að sækja fyrsta sýnið frá fjærhlið tunglsins Kínverskir geimvísindamenn skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Geimfar þetta ber lendingarfar sem til stendur að lenda á fjærhlið tunglsins. Þar á farið að taka sýni frá tunglinu og flytja það aftur til jarðar. Erlent 3.5.2024 13:50
Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. Innlent 3.5.2024 13:37
Einar segir forsetaembættið um ekki neitt Einar Kárason rithöfundur fer yfir stöðuna í baráttunni um Bessastaði, að hætti hússins. Hann furðar sig á tilstandinu. Innlent 3.5.2024 13:24
Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. Erlent 3.5.2024 12:48
Svona gæti bensínstöðvarreiturinn við Ægisíðu litið út Þrjár tillögur hafa nú verið kynntar sem koma til greina um þróun lóðar við Ægisíðu 102 í Reykjavík, gamla bensínstöðvarreitnum. Þrjár arkitektastofur voru valdar til þátttöku. Það eru Gríma arkitektar, Sei studio og Trípólí arkitektar. Innlent 3.5.2024 12:33
Ákærð fyrir að kæfa son sinn með kodda Kona, sem hefur sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá því að sonur hennar fannst látinn á heimili þeirra á Nýbýlavegi í lok janúar, sætir ákæru fyrir að bana drengnum með kodda. Innlent 3.5.2024 12:12
Börn lögð inn með kíghósta Börn greind með kíghósta hafa verið lögð inn á spítala hér á landi síðustu vikur. Alls hafa sautján greinst með sýkinguna undanfarið, sem barnalæknir segir áhyggjuefni. Hann hvetur fólk til að huga vel að bólusetningum, einkum barnshafandi konur. Innlent 3.5.2024 12:03
„Við reyndum eins og við gátum“ Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. Innlent 3.5.2024 11:45
Framkvæmdanefnd fyrir Grindavík sett á laggirnar Í hádegisfréttum verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra um nýtt lagafrumvarp sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun. Innlent 3.5.2024 11:35
Sambærileg rúðubrot í Lækjargötu og á Skólavörðustíg Lögreglan var kölluð til vegna brothljóða í nótt en þá höfðu allar rúður verið brotnar á staðnum Just Kebab við Lækjargötu. Rúðurnar eru þrjár stórar og svo voru rúður í dyrum einnig brotnar. Innlent 3.5.2024 11:35
Skipar framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um að stofnuð verði sérstök framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð og samfélag. Svandís segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga vera umfangsmesta verkefni sem stjórnvöld hafi tekist á við vegna náttúruhamfara. Innlent 3.5.2024 10:51
Spellvirkinn lætur til skarar skríða á ný Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni. Innlent 3.5.2024 10:30
Svona var Pallborðið með Höllu Hrund, Katrínu og Baldri Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Innlent 3.5.2024 10:11