Fréttir

Hætt að versla við Kjörís vegna tengsla við dóms­mála­ráð­herra

Signý Jóhannesdóttir, fyrrverandi varaforseti ASÍ og formaður Stéttarfélags Vesturlands, kveðst vera hætt að versla við Kjörís vegna tengsla „ísdrottningarinnar“ Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirtækið en hún er einn eigenda þess. Hún segir framkoma ráðherra gagnvart hælisleitendum vera eitthvað sem siðað fólk láti ekki bjóða sér. 

Innlent

Sund­laugin mjög illa farin

Sundlaugin á Stokkseyri er mjög illa farin og er ljóst að ráðast þarf í umfangsmiklar viðferðir á kari laugarinnar. Skipta þarf um allar hliðar á lauginni ásamt botni og dúk.

Innlent

Víða létt­skýjað og frost að fimm­tán stigum

Lægðasvæði suður af landinu veldur nú austlægri átt hjá okkur með strekkingi syðst en annars fremur hægum vindi. Gera má ráð fyrir að frost verði yfirelitt á bilinu núll til fimmtán stig og verður kaldast í innsveitum norðan heiða.

Veður

Afríka bíður meðan Eyja­menn fá búnað sem tryggir drykkjar­vatn

Vinnslustöðin hefur fest kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn og má reikna með að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs og hinir tveir í upphafi næsta árs. Þar sem félagið þarf bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum hefur Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ verið boðið að kaupa hina tvo.

Innlent

Ást­föngnu dúfurnar hans Magnúsar Hlyns

Ástfangnar dúfur, einstök vinátta og krummi sem elskar pönnukökur. Hver annar en Magnús Hlynur færir okkur fréttir af hundrað ára konu sem ætlar að fagna deginum með því að detta í það og heyrnarlausri kind? Hér er farið yfir nokkur gullkorn úr jákvæðustu fréttum ársins.

Innlent

Ó­reiða í Washington og til­hlökkun í Moskvu

Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Erlent

Kartöfluummælin hjálpi lítið: „Þú getur rétt í­myndað þér hvernig fólk tekur þessu“

Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, gefur lítið fyrir ummæli Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði að ef hún væri jólasveinninn þá myndi hún gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Hann segist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra séu og að hann láti hækkunina sem farið sé fram á liggja á samningsborðinu.

Innlent

„Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var“

Hermann Þór Ragnarsson, nemandi við Háskóla Nevada í Las Vegas í Bandaríkjunum, segir nemendur við skólann í sjokki eftir skotárás á skólalóðinni í gær. Margir hafi ekki snúið aftur í skólann.

Erlent

Maður grunaður um mann­dráp ekki lengur í far­banni

Maður á þrítugsaldri, sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á Selfossi í apríl á þessu ári, sætir ekki lengur farbanni. Farbannið rann út fyrir helgi og Héraðsdómur Suðurlands framlengdi það ekki. Lögreglan á Suðurlandi hefur kært ákvörðunina til Landsréttar.

Innlent

Ekki viss um hvort hægt væri að út­rýma fá­tækt

Félagsmálaráðherra segist ekki viss um hvort hægt væri að útrýma fátækt en það ætti hins vegar að vera markmiðið. Þingmenn vitnuðu í nýlegar skýrslur á Alþingi í dag sem sýndu að tugir þúsunda ættu erfitt með að ná endum saman og fjöldi byggi við sárafátækt.

Innlent

Börn og full­orðnir halda á­fram að falla á Gaza

Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað og þeim allar bjargir bannaðar eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir og landhernað á suðurhluta Gazastrandarinnar. Fjölmörg börn og fullorðnir hafa fallið og særst í árásum í suðurhlutanum síðasta sólarhringinn.

Erlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir á suðurhluta Gazastrandarinnar. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Innlent

Stór sprenging á Seychelleseyjum

Neyðarástandi var lýst yfir á Seychelleseyjum í dag vegna stórrar sprengingar sem varð á iðnaðarsvæði á eyjunni Mahé. Ekki er vitað hvort einhver sé látinn eftir sprenginguna. 

Erlent

Rauk í burtu en skildi eftir veskið og typpateikningu í snjónum

Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Edda Björk Arnardóttir, sem þá stóð til að afhenda norskum yfirvöldum, sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Í úrskurði Landsréttar er vakin athygli á því að Edda Björk hafi vanrækt tilkynningarskyldu þegar hún sætti farbanni. Þá beið typpamynd í snjó lögreglu við eina húsleit.

Innlent

Danir banna kóranbrennur

Danska þingið samþykkti í dag lög sem banna „óviðeigandi meðferð“ á trúarritum. Fjöldi hægri öfgamanna hefur brennt trúarrit múslima, Kóraninn, á götum úti síðustu misseri. 

Erlent