Fréttir

Spáir stillu og miklu svifryki um ára­mótin

Sigurður Þ. Ragnarsson sem betur er þekktur sem Siggi stormur segir veðrið um jólin að mestu hafa gengið eftir. „Þetta var bara skítaveður,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir spár benda til þess að veðrið verði fínt um áramót. Það verði stilla á nær öllu landinu en að henni muni fylgja slæm loftgæði þegar fólk byrjar að sprengja flugelda.

Veður

Hættu­lega heitir dagar fleiri og mann­skæðari en áður

Loftslagsbreytingar á jörðinni gerðu það að verkum að á árinu sem er að líða fjölgaði dögum þar sem hitinn er hættulegur mannfólki mikið, eða um sex vikur að meðaltali. Þetta þýðir að hitabylgjum hefur fjölgað og þær vara lengur í hvert skipti. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Guardian fjallar um í dag.

Erlent

Stíf suð­vestan­átt á­fram ríkjandi

Milli Íslands og Grænlands er nú dálítil lægð sem nálgast smám saman landið. Stíf suðvestanátt verður því áfram ríkjandi um sinn og gengur á með skúrum eða slydduéljum framan af morgni, en síðar snjóéljum og kólnar í veðri. Hiti verður í hringum frostmark.

Veður

Rússar vara við því að hrapað sé að á­lyktunum áður en rann­sókn lýkur

Rússnesk yfirvöld vara við því að dregnar séu ályktanir um asersku farþegaflugvélina sem hrapaði í Kasakstan á jóladag. Í frétt BBC segir að einhverjir flugsérfræðingar hafi lagt til að flugvélin hafi verið skotin niður af rússneskum loftvörnum og í aserskum miðlum hefur verið sagt að rússneskt flugskeyti hafi skotið hana niður.

Erlent

Reyndu að ræna hrað­banka

Í Garðabæ eða Hafnarfirði var gerð tilraun í nótt til að ræna hraðbanka. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að tilkynnt hefði verið um eignaspjöll á hraðbankanum. Þegar upptökur voru skoðaðar kom svo í ljós að einhver hefði reynt að ræna hraðbankann en án árangurs.

Innlent

Sex voru fluttir með þyrlunni

Sex voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir að tveir bílar rákust á í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. 

Innlent

Gamla ríkið falt og milljónir fylgja

Sveitarfélagið Múlaþing hyggst selja Gamla ríkið að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði. Húsinu, sem er yfir hundrað ára gamalt, fylgja friðaðar innréttingar eldri en húsið sjálft.

Innlent

Súða­víkur­hlíð opin til 16

Búið er að opna fyrir umferð um Súðavíkurhlíð, en vegna snjóflóðahættu verður veginum lokað aftur klukkan 16 í dag. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu.

Innlent

Al­var­legt bíl­slys í Ör­æfum

Harður árekstur varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi þegar klukkan var að ganga eitt. Tveir bílar rákust saman og sex manns voru um borð í báðum bílum.

Innlent

Snjó­flóð féllu á Súða­víkur­hlíð

Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag.

Innlent

Skóga­skóli verður hótel

Fyrirtæki sem rekur þrjú hótel undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu hefur keypt hús Héraðsskólans á Skógum af íslenska ríkinu. Til stendur að reka þar gistingu með morgunmat.

Innlent