Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2025 10:35 Það er á forgangslista stjórnvalda vestanhafs að koma jarðefnaeldsneytisframleiðslu aftur í fullan gang, þvert á það sem unnið hefur verið að síðustu ár. Getty/Universal Images/Jim West Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) hefur nú það hlutverk að greiða fyrir markmiðum stjórnvalda um að lækka kostnaðinn við að kaupa bíl, hita heimilið og reka fyrirtæki. Til stendur að vinda ofan af mörgum mikilvægustu lögum landsins er varða umhverfis- og heilsuvernd. „Frá kosningabaráttunni til fyrsta dags og þar á eftir hefur Trump forseti staðið við loforð sín um að sleppa beislinu í orkuframleiðslu og lækka kostnað neytenda. Við hjá EPA munum leggja okkar af mörkum til hinnar miklu endurkomu Bandaríkjanna,“ segir Lee Zeldin, yfirmaður EPA í nýju myndskeiði. Hann segir standa til að vinda ofan af regluverki sem hafi haft „kæfandi“ áhrif á efnahagslífið og kostað Bandaríkjamenn milljarða dala. Zeldin segir komið að því að binda enda á „græna svindlið“ og að stofnunin hyggist gera sitt til að stuðla að „hinni gullnu öld bandarískrar velgengni“. Hann nefnir aldrei umhverfisvernd eða lýðheilsusjónarmið í myndskeiðinu. Stærsta aðgerðin sem Zeldin boðar er að afnema lagalegan rétt EPA til að setja reglur um losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta felur í sér endurskoðun vísindalegra staðreynda sem stjórnvöld vestanhafs hafa margstaðfest með yfirlýsingum, lögum og reglum. EPA var veitt umrædd heimild á þeim forsendum að mannkyninu stæði ógn af hlýnun jarðar, sem væri tilkomin vegna losunar gróðurhúsaloftegunda. Þessu til viðbótar stendur til að afnema ýmsar takmarkanir á mengun, svo sem frá bílum og kolabrennslu, afnema vernd votlendis og svokallaða „góði nágranninn“ reglu, sem kveður á um að ríki þurfi að grípa til að gerða til að mengun frá þeim hafi ekki skaðvænleg áhrif í öðrum ríkjum. Þá mun stofnunin ekki lengur þurf að taka tillit til samfélagslegs kostnaðar af völdum náttúruhamfara eða hlýnunar við stefnumörkun sína, svo fátt eitt sé nefnt. Sjálfur hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti grafið undan aðgerðum Bandaríkjanna í loftslagsmálum með því að frysta fjárframlög til loftslagsverkefna og standa fyrir uppsögnum vísindamanna í loftslagsmálum. Þá virðist eiga að kúvenda frá þeirri stefnu að stuðla að orkuskiptum. Bandaríkin Loftslagsmál Náttúruhamfarir Donald Trump Veður Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Til stendur að vinda ofan af mörgum mikilvægustu lögum landsins er varða umhverfis- og heilsuvernd. „Frá kosningabaráttunni til fyrsta dags og þar á eftir hefur Trump forseti staðið við loforð sín um að sleppa beislinu í orkuframleiðslu og lækka kostnað neytenda. Við hjá EPA munum leggja okkar af mörkum til hinnar miklu endurkomu Bandaríkjanna,“ segir Lee Zeldin, yfirmaður EPA í nýju myndskeiði. Hann segir standa til að vinda ofan af regluverki sem hafi haft „kæfandi“ áhrif á efnahagslífið og kostað Bandaríkjamenn milljarða dala. Zeldin segir komið að því að binda enda á „græna svindlið“ og að stofnunin hyggist gera sitt til að stuðla að „hinni gullnu öld bandarískrar velgengni“. Hann nefnir aldrei umhverfisvernd eða lýðheilsusjónarmið í myndskeiðinu. Stærsta aðgerðin sem Zeldin boðar er að afnema lagalegan rétt EPA til að setja reglur um losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta felur í sér endurskoðun vísindalegra staðreynda sem stjórnvöld vestanhafs hafa margstaðfest með yfirlýsingum, lögum og reglum. EPA var veitt umrædd heimild á þeim forsendum að mannkyninu stæði ógn af hlýnun jarðar, sem væri tilkomin vegna losunar gróðurhúsaloftegunda. Þessu til viðbótar stendur til að afnema ýmsar takmarkanir á mengun, svo sem frá bílum og kolabrennslu, afnema vernd votlendis og svokallaða „góði nágranninn“ reglu, sem kveður á um að ríki þurfi að grípa til að gerða til að mengun frá þeim hafi ekki skaðvænleg áhrif í öðrum ríkjum. Þá mun stofnunin ekki lengur þurf að taka tillit til samfélagslegs kostnaðar af völdum náttúruhamfara eða hlýnunar við stefnumörkun sína, svo fátt eitt sé nefnt. Sjálfur hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti grafið undan aðgerðum Bandaríkjanna í loftslagsmálum með því að frysta fjárframlög til loftslagsverkefna og standa fyrir uppsögnum vísindamanna í loftslagsmálum. Þá virðist eiga að kúvenda frá þeirri stefnu að stuðla að orkuskiptum.
Bandaríkin Loftslagsmál Náttúruhamfarir Donald Trump Veður Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira