Fréttir Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir um 25 staðfest smit vegna matarsýkingar sem kom upp á þorrablóti í Brúarási í Múlaþingi. Heilbrigðiseftirlitið, HAUST, og Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vinna að smitrakningu. Búið er að taka sýni úr afgöngum. Innlent 17.2.2025 13:38 Ragna Árnadóttir hættir á þingi Ragna Árnadóttir mun taka við starfi forstjóra Landsnets og mun því hætta sem skrifstofustjóri Alþingis í ágúst. Innlent 17.2.2025 13:32 „Verður að skýrast í þessari viku“ Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur fram hátt í tuttugu tillögur á borgarstjórnarfundi á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem eru í meirihlutaviðræðum hafa farið fram á að fundurinn verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að niðurstaða náist í viðræðunum í þessari viku. Innlent 17.2.2025 13:01 Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Hafrannsóknastofnun telur fyrirhugaða tilraun með basa í Hvalfirði til þess að hafa áhrif á kolefnisupptöku sjávar geta skapað verðmæta þekkingu og áhrif hennar á umhverfi og vistkerfi verði takmörkuð. Hvalveiðifyrirtæki í firðinum leggst alfarið gegn tilrauninni. Innlent 17.2.2025 12:42 „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður munu eiga fund með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi Arabíu, í dag eða síðar í vikunni. Erlent 17.2.2025 12:14 Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Evrópu ekki eiga neitt erindi við borðið hvað lítur að friðarviðræðum vegna stríðsins í Úkraínu sem framundan eru á milli Rússlands og Bandaríkjanna. Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda munu funda í Sádi-Arabíu á morgun þar sem mögulegar friðarviðræður verða ræddar, án aðkomu Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Erlent 17.2.2025 11:57 Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur og eldra fólk frekar en það yngra. Þetta eru niðurstöður nýrrar Maskínukönnunar sem bendir til nokkurs viðsnúnings hjá landsmönnum þegar kemur að veggjöldum. Innlent 17.2.2025 11:55 Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Í hádegisfréttunum tökum við stöðuna á kennaradeilunni í karphúsinu og meirihlutaviðræðum í borginni. Innlent 17.2.2025 11:40 Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað aðgerðahóp um bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og úrbætur til lengri tíma. Í hópnum sitja þrír þingmenn, einn úr hverjum stjórnarflokki, auk fulltrúa frá ráðuneytinu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Innlent 17.2.2025 11:14 Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Hvíta húsið greindi frá því á föstudag að blaðamenn og ljósmyndarar AP fréttaveitunnar hefðu verið bannfærðir, bæði í Hvíta húsinu og forsetaflugvélinni Air Force One. Erlent 17.2.2025 10:23 Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands, segir verkfræðingum oft líða eins og þeir séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi ekki samkvæmt plani. Framkvæmdir séu illa skipulagðar og illa fjármagnaðar. Innlent 17.2.2025 09:00 Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, verður fulltrúi Norðurlandanna á neyðarfundi Evrópuleiðtoga í París í dag um stöðuna í Úkraínu. Það var Emmanuel Macron Frakklandsforseti sem boðaði fundinn í framhaldi af málflutningi Trump-stjórnarinnar undanfarna daga í tengslum við friðarviðræður við Rússa vegna Úkraínu, sem Evrópu er haldið utan, og eftir samtöl Trump Bandaríkjaforseta við Pútín Rússlandsforseta. Erlent 17.2.2025 07:49 Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Muhsin Hendricks, sem var þekktur fyrir að vera fyrsti imaminn til að koma út úr skápnum opinberlega, var skotinn til bana í Suður-Afríku á laugardag. Erlent 17.2.2025 07:43 Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 17.2.2025 06:51 „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar í gærkvöldi eða nótt um líkamsárásir í miðborginni en engar frekari upplýsingar er að finna um málin í yfirliti lögreglu yfir verkefni á vaktinni. Innlent 17.2.2025 06:16 Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fangaverðir eru uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu innan fangelsisveggjanna. Formaður félagsins segir úrræðaleysi margoft hafa komið fangavörðum sem og föngum sjálfum í stórhættulegar aðstæður. Innlent 16.2.2025 23:47 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. Erlent 16.2.2025 23:31 Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Fundarstjóri umdeilds fundar Heimdallar, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sagði ekkert til í „grófum ásökunum“ um fundarstjórn hans. Honum þyki leitt ef öguð fundarstjórn hans hafi skilist sem dónaskapur. Innlent 16.2.2025 22:42 Hver einasta mínúta skipti máli Móðir langveiks barns hefur miklar áhyggjur af lokun flugbrauta Reykjavíkurflugvalla. Fjölskyldan hafi oft þurft að nýta sér sjúkraflug þar sem hver mínúta skipti máli. Innlent 16.2.2025 21:54 Átján létust í troðningi Átján manns hafa verið úrskurðaðir látnir eftir mikinn troðning á lestarstöð í höfuðborg Indlands. Þar á meðal eru fimm börn. Erlent 16.2.2025 19:43 „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg ganga vel að sögn oddvita Vinstri grænna. Hún er ekki sammála ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins að um seinagang sé að ræða. Húsnæðismálin hafa verið áberandi í viðræðunum. Innlent 16.2.2025 19:21 Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. Rætt verður við Ragnar Þór Ingólfsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.2.2025 18:03 Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Tilkynning barst lögreglu fyrr í dag vegna þriggja manna í bifreið í Hafnarfirði og handléku skammbyssu. Mennirnir voru handteknir en byssan reyndist vera loftbyssa. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Innlent 16.2.2025 17:41 Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Evrópu uggandi en að samband Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki að versna heldur breytast. Hún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 16.2.2025 16:38 Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli segir að það þurfi að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi en aðeins hefur verið hægt að hafa opið í Bláfjöll einn dag af sextán í mánuðinum. Innlent 16.2.2025 15:28 Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Eftir að bandarískur landamæravörður var skotinn til bana í Vermont í síðasta mánuði hefur tiltölulega fámennur hópur fólks, sem kallaður hefur verið sértrúarsöfnuður, verið bendlaður við að minnsta kosti sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna. Erlent 16.2.2025 15:04 Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Oddvitar flokkanna fimm sem eiga í meirihlutaviðræðum hittust á fundi í morgun og stendur hann fram eftir degi. Á meðan tók Einar Þorsteinsson borgarstjóri fyrstu skóflustungu að nýju fjölnota íþróttahúsi KR. Innlent 16.2.2025 13:52 Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Fimmtán ára drengur var rændur af hópi sex drengja og úlpu stolið af honum skammt frá Smáralind í Kópavogi í gær. Innlent 16.2.2025 12:25 Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, segir engan kalla eftir vinstri meirihluta í borginni. Það hafi verið mikil vonbrigði að slitnað hafi upp úr viðræðum hennar og hægri flokkanna sem hún segir gamaldagskreddutal bera ábyrgð á. Innlent 16.2.2025 12:13 Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Kjaradeila kennara og sveitarfélaga mjakast lítið sem ekkert og deiluaðilar hafa ekkert rætt saman um helgina. Bæjarstjóri Akraness segir verkföll hafa fyrst og fremst áhrif á börnin í bænum og að nú sé verið að undirbúa viðbrögð við verkfalli. Innlent 16.2.2025 11:52 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 334 ›
Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir um 25 staðfest smit vegna matarsýkingar sem kom upp á þorrablóti í Brúarási í Múlaþingi. Heilbrigðiseftirlitið, HAUST, og Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vinna að smitrakningu. Búið er að taka sýni úr afgöngum. Innlent 17.2.2025 13:38
Ragna Árnadóttir hættir á þingi Ragna Árnadóttir mun taka við starfi forstjóra Landsnets og mun því hætta sem skrifstofustjóri Alþingis í ágúst. Innlent 17.2.2025 13:32
„Verður að skýrast í þessari viku“ Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur fram hátt í tuttugu tillögur á borgarstjórnarfundi á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem eru í meirihlutaviðræðum hafa farið fram á að fundurinn verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að niðurstaða náist í viðræðunum í þessari viku. Innlent 17.2.2025 13:01
Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Hafrannsóknastofnun telur fyrirhugaða tilraun með basa í Hvalfirði til þess að hafa áhrif á kolefnisupptöku sjávar geta skapað verðmæta þekkingu og áhrif hennar á umhverfi og vistkerfi verði takmörkuð. Hvalveiðifyrirtæki í firðinum leggst alfarið gegn tilrauninni. Innlent 17.2.2025 12:42
„Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður munu eiga fund með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi Arabíu, í dag eða síðar í vikunni. Erlent 17.2.2025 12:14
Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Evrópu ekki eiga neitt erindi við borðið hvað lítur að friðarviðræðum vegna stríðsins í Úkraínu sem framundan eru á milli Rússlands og Bandaríkjanna. Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda munu funda í Sádi-Arabíu á morgun þar sem mögulegar friðarviðræður verða ræddar, án aðkomu Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Erlent 17.2.2025 11:57
Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum en konur og eldra fólk frekar en það yngra. Þetta eru niðurstöður nýrrar Maskínukönnunar sem bendir til nokkurs viðsnúnings hjá landsmönnum þegar kemur að veggjöldum. Innlent 17.2.2025 11:55
Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Í hádegisfréttunum tökum við stöðuna á kennaradeilunni í karphúsinu og meirihlutaviðræðum í borginni. Innlent 17.2.2025 11:40
Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað aðgerðahóp um bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og úrbætur til lengri tíma. Í hópnum sitja þrír þingmenn, einn úr hverjum stjórnarflokki, auk fulltrúa frá ráðuneytinu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Innlent 17.2.2025 11:14
Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Hvíta húsið greindi frá því á föstudag að blaðamenn og ljósmyndarar AP fréttaveitunnar hefðu verið bannfærðir, bæði í Hvíta húsinu og forsetaflugvélinni Air Force One. Erlent 17.2.2025 10:23
Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands, segir verkfræðingum oft líða eins og þeir séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi ekki samkvæmt plani. Framkvæmdir séu illa skipulagðar og illa fjármagnaðar. Innlent 17.2.2025 09:00
Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, verður fulltrúi Norðurlandanna á neyðarfundi Evrópuleiðtoga í París í dag um stöðuna í Úkraínu. Það var Emmanuel Macron Frakklandsforseti sem boðaði fundinn í framhaldi af málflutningi Trump-stjórnarinnar undanfarna daga í tengslum við friðarviðræður við Rússa vegna Úkraínu, sem Evrópu er haldið utan, og eftir samtöl Trump Bandaríkjaforseta við Pútín Rússlandsforseta. Erlent 17.2.2025 07:49
Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Muhsin Hendricks, sem var þekktur fyrir að vera fyrsti imaminn til að koma út úr skápnum opinberlega, var skotinn til bana í Suður-Afríku á laugardag. Erlent 17.2.2025 07:43
Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 17.2.2025 06:51
„Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar í gærkvöldi eða nótt um líkamsárásir í miðborginni en engar frekari upplýsingar er að finna um málin í yfirliti lögreglu yfir verkefni á vaktinni. Innlent 17.2.2025 06:16
Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fangaverðir eru uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu innan fangelsisveggjanna. Formaður félagsins segir úrræðaleysi margoft hafa komið fangavörðum sem og föngum sjálfum í stórhættulegar aðstæður. Innlent 16.2.2025 23:47
Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. Erlent 16.2.2025 23:31
Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Fundarstjóri umdeilds fundar Heimdallar, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sagði ekkert til í „grófum ásökunum“ um fundarstjórn hans. Honum þyki leitt ef öguð fundarstjórn hans hafi skilist sem dónaskapur. Innlent 16.2.2025 22:42
Hver einasta mínúta skipti máli Móðir langveiks barns hefur miklar áhyggjur af lokun flugbrauta Reykjavíkurflugvalla. Fjölskyldan hafi oft þurft að nýta sér sjúkraflug þar sem hver mínúta skipti máli. Innlent 16.2.2025 21:54
Átján létust í troðningi Átján manns hafa verið úrskurðaðir látnir eftir mikinn troðning á lestarstöð í höfuðborg Indlands. Þar á meðal eru fimm börn. Erlent 16.2.2025 19:43
„Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg ganga vel að sögn oddvita Vinstri grænna. Hún er ekki sammála ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins að um seinagang sé að ræða. Húsnæðismálin hafa verið áberandi í viðræðunum. Innlent 16.2.2025 19:21
Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. Rætt verður við Ragnar Þór Ingólfsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.2.2025 18:03
Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Tilkynning barst lögreglu fyrr í dag vegna þriggja manna í bifreið í Hafnarfirði og handléku skammbyssu. Mennirnir voru handteknir en byssan reyndist vera loftbyssa. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Innlent 16.2.2025 17:41
Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Evrópu uggandi en að samband Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki að versna heldur breytast. Hún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 16.2.2025 16:38
Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli segir að það þurfi að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi en aðeins hefur verið hægt að hafa opið í Bláfjöll einn dag af sextán í mánuðinum. Innlent 16.2.2025 15:28
Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Eftir að bandarískur landamæravörður var skotinn til bana í Vermont í síðasta mánuði hefur tiltölulega fámennur hópur fólks, sem kallaður hefur verið sértrúarsöfnuður, verið bendlaður við að minnsta kosti sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna. Erlent 16.2.2025 15:04
Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Oddvitar flokkanna fimm sem eiga í meirihlutaviðræðum hittust á fundi í morgun og stendur hann fram eftir degi. Á meðan tók Einar Þorsteinsson borgarstjóri fyrstu skóflustungu að nýju fjölnota íþróttahúsi KR. Innlent 16.2.2025 13:52
Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Fimmtán ára drengur var rændur af hópi sex drengja og úlpu stolið af honum skammt frá Smáralind í Kópavogi í gær. Innlent 16.2.2025 12:25
Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, segir engan kalla eftir vinstri meirihluta í borginni. Það hafi verið mikil vonbrigði að slitnað hafi upp úr viðræðum hennar og hægri flokkanna sem hún segir gamaldagskreddutal bera ábyrgð á. Innlent 16.2.2025 12:13
Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Kjaradeila kennara og sveitarfélaga mjakast lítið sem ekkert og deiluaðilar hafa ekkert rætt saman um helgina. Bæjarstjóri Akraness segir verkföll hafa fyrst og fremst áhrif á börnin í bænum og að nú sé verið að undirbúa viðbrögð við verkfalli. Innlent 16.2.2025 11:52