Fréttir Hiti að sautján stigum suðvestanlands og 24 stigum norðaustantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, víða þremur til átta metrum á sekúndu en heldur hvassara á norðanverðu Snæfellsnesi og á Ströndum. Veður 15.6.2023 07:11 „Ég missi helming blóðs og drukkna næstum því“ „Ég er rétt yfir þrítugt, öryrki og einstæð móðir. Ég ætti að vera á fullu á vinnumarkaði en ég næ því ekki,“ segir Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir sem lenti í alvarlegu sæþotuslysi árið 2020. Tveir menn voru í upphafi mánaðar dæmdir til að bera óskipt ábyrgð á tjóni Kristbjargar. Hún segir erfitt að líta á dóminn sem sigur í ljósi þess sem á undan gekk. Innlent 15.6.2023 07:00 Þjóðarsorg lýst yfir í Grikklandi eftir að 79 látast í sjóslysi Að minnsta kosti 79 eru látnir og 100 var bjargað þegar yfirfullum fiskibáti hvolfdi undan ströndum Grikklands í gær. Óttast er um afdrif hundruða til viðbótar en báturinn var að flytja fólk ólöglega yfir hafið til Evrópu. Erlent 15.6.2023 06:50 Þingflokkurinn fundar um ráðherraskiptin á sunnudag Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun funda á sunnudaginn um ráðherraskipti. Þá verður ákvörðun tekin í málinu en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á mánudag. Innlent 15.6.2023 06:36 Myndasagnagoðsögn látin Bandaríski myndasagnateiknarinn John Romita Sr., er látinn, 93 ára að aldri. Hann er best þekktur fyrir að hafa blásið lífi í myndasagnapersónur á borð við Wolverine, Punisher og Luke Cage. Erlent 14.6.2023 23:58 Mikilvægt að læra af því sem hefur gengið illa Fjöldi fólks situr alþjóðlega ráðstefnu um hugmyndafræði velsældarsamfélagsins í Hörpu í dag og á morgun. Forsætisráðherra segir öruggt húsnæði fyrir alla vera meðal verkefna velsældarsamfélagsins. Innlent 14.6.2023 23:01 Björgunarsveitarmenn lánuðu konum jakkana sína Björgunarsveitarfólk frá Stefáni í Mývatnssveit kom hópi ferðamanna til aðstoðar á Hlíðarfjalli í gærkvöldi. Fólkið hafði villst út af hefðbundinni gönguleið og komið sér í sjálfheldu undir klettabelti. Nokkurn tíma tók að koma fólkinu niður fjallið og björgunarsveitarmenn voru svo almennilegir að lána tveimur konum úr hópnum jakkana sína, enda var þeim farið að kólna talsvert. Innlent 14.6.2023 22:31 „Húsnæðismálin eru langmikilvægust“ Forseti ASÍ segir að stóra málið í komandi kjarasamningslotu verði að heimilin í landinu haldi kaupmætti sínum. Verkalýðshreyfingin gangi að samningaborðinu með samningsvilja í brjósti en kunni ráð til þess að ná sínu fram, vilji aðrir aðilar vinnumarkaðar ekki semja. Innlent 14.6.2023 21:44 Stjórnunarvandi valdi slæmri framkomu vagnstjóra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir fjölgun kvartana í garð strætóbílstjóra stafa af stjórnunarvanda Strætó. Á árinu 2022 voru kvartanir vegna framkomu vagnstjóra strætó 560 talsins sem er talsverð hækkun frá árinu áður, þá 342. Innlent 14.6.2023 21:28 Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. Innlent 14.6.2023 20:08 Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. Erlent 14.6.2023 19:41 Notuðu hvorki sæði né egg við gerð fósturvísa Vísindamenn við Cambridge háskóla í Bretlandi hafa ræktað fósturvísa úr stofnfrumum, alfarið án þess að nota sáðfrumur eða egg. Þróunin er talin vekja upp erfið siðferðis- og lagaleg álitamál. Erlent 14.6.2023 19:28 Spilafíkill hafði fjármuni af þroskaskertum mönnum Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konu sem grunuð er um að hafa svikið 25 milljónir af að minnsta kosti ellefu karlmönnum, þar af sex með þroskaskerðingu. Konan segist haldin alvarlegri spilafíkn. Innlent 14.6.2023 18:37 Aldrei fleiri umsóknir um skólavist við HR Fjögur þúsund umsóknir hafa borist Háskólanum í Reykjavík til náms á haustönn sem er mesti fjöldi umsókna frá stofnun skólans. Innlent 14.6.2023 18:35 Jón Sigurpálsson er látinn Myndlistarmaðurinn og menningarfrumkvöðullinn Jón Sigurpálsson er látinn, 68 ára að aldri. Innlent 14.6.2023 18:06 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá mikilvægu skrefi sem stigið var til að Hvammsvirkjun geti orðið að veruleika. Kristján Már er fyrir austan fjall og segir okkur frá afgreiðslu Skeiða- og Gnúpverjahrepps á málinu. Innlent 14.6.2023 18:00 Ljóstrar upp um ástæður andremmu og lausnir við henni Tannlæknir segir nokkrar ástæður geta verið fyrir andremmu en aðalorsökin séu bakteríur. Fólk veigri sér oft við að benda öðrum á andremmu en það eigi ekki að vera feimnismál. Hægt sé að losna við hana með góðri munnhirðu og þar sé tannþráðurinn lykilatriði. Innlent 14.6.2023 17:05 Segja rannsóknina hafa undið upp á sig Saksóknarar í Rúmeníu segja rannsókn þeirra á meintu mansali Andrew Tate og bróður hans Tristan hafa undið upp á sig. Þeir séu þar að auki sakaðir um að hafa brotið á sjö konum en ekki sex. Erlent 14.6.2023 15:53 Lokun rækjuvinnslunnar högg af stærri gerðinni Sveitarstjóri Strandabyggðar segir lokun rækjuvinnslunnar Hólmadrangs á Hólmavík högg af stærri gerðinni. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. Innlent 14.6.2023 15:40 Segir svör Bjarna yfirgengilega ósvífin og ófullnægjandi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur nú sent frá sér svör við spurningum um hæfi til Umboðsmanns alþingis. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir ekki standa stein yfir steini í svörum Bjarna. Innlent 14.6.2023 15:21 Söngvari Rammstein gæti átt fimm ára fangelsi yfir höfði sér Saksóknari í Berlín hefur opnað rannsókn á hendur Till Lindemann, söngvara Rammstein, fyrir kynferðisbrot. Tugir kvenna hafa stigið fram á undanförnum vikum og sakað Lindemann og starfslið hans um kerfisbundna tælingu og byrlun. Erlent 14.6.2023 14:56 Hægri hönd téténska einræðisherrans sagður hafa særst Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að fregnir af því að rússneskur þingmaður og náinn bandamaður Ramzans Kadyrov, einræðisherra Téténíu, hefði særst í Úkraínu væru áhyggjuefni. Adam Delimkhanov, sem lýst hefur verið sem hægri hönd Kadyrov, var sagður hafa særst í árás Úkraínumanna. Erlent 14.6.2023 14:35 Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. Innlent 14.6.2023 14:18 Samfylkingin telur samgönguáætlun ekki full fjármagnaða Fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis segir ný framlagða samgönguáætlun ekki full fjármagnaða og hefur áhyggjur af efndum um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri um 80 milljarða uppsöfnuð viðhaldsskuld á þjóðvegum landsins sem skynsamlegt væri að ráðast í sem fyrst. Innlent 14.6.2023 13:59 Blóðgjöf forsenda lífsbjargar í heilbrigðiskerfinu „Án blóðgjafa þá getur heilbrigðiskerfið ekki veitt alla þá þjónustu sem það er að veita í dag,“ segir Ína Björg Hjálmarsdóttir, deildarstjóri hjá Blóðbankanum, þar sem haldið er upp á alþjóðlegan dag blóðgjafa í dag. Innlent 14.6.2023 12:48 Kynntu fyrstu þjóðaröryggistefnu Þýskalands Olaf Scholz, kanslari Þýskalandi, opinberaði í dag nýja þjóðaröryggisstefnu ríkisstjórnar sinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar setja sér stefnu sem þessa en er hann kynnti hana í morgun talaði Scholz um gerbreytt öryggisástand í Evrópu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og sagði Rússland helstu ógnina sem Þýskaland stæði frammi fyrir. Erlent 14.6.2023 12:23 Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. Erlent 14.6.2023 12:23 Skýrist af alþjóðavæðingu og fjölgun innflytjenda Háskóla Íslands bárust tæplega tvö þúsund erlendar umsóknir um nám fyrir næsta skólaár. Árið 2016 voru erlendu umsóknirnar rétt rúmlega eitt þúsund. Rektor fagnar fjölgun umsækjenda. Innlent 14.6.2023 12:22 Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára. Innlent 14.6.2023 12:01 Ríkisstjórnin bjóði upp á ófremdarástand fyrir fatlaða Öryrkjabandalag Íslands hefur sent ákall til ríkisstjórnarinnar að bregðast við því sem bandalagið kallar ófremdarástand í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Bandalagið segir ríkisstjórnina fá falleinkunn. Innlent 14.6.2023 11:33 « ‹ ›
Hiti að sautján stigum suðvestanlands og 24 stigum norðaustantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, víða þremur til átta metrum á sekúndu en heldur hvassara á norðanverðu Snæfellsnesi og á Ströndum. Veður 15.6.2023 07:11
„Ég missi helming blóðs og drukkna næstum því“ „Ég er rétt yfir þrítugt, öryrki og einstæð móðir. Ég ætti að vera á fullu á vinnumarkaði en ég næ því ekki,“ segir Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir sem lenti í alvarlegu sæþotuslysi árið 2020. Tveir menn voru í upphafi mánaðar dæmdir til að bera óskipt ábyrgð á tjóni Kristbjargar. Hún segir erfitt að líta á dóminn sem sigur í ljósi þess sem á undan gekk. Innlent 15.6.2023 07:00
Þjóðarsorg lýst yfir í Grikklandi eftir að 79 látast í sjóslysi Að minnsta kosti 79 eru látnir og 100 var bjargað þegar yfirfullum fiskibáti hvolfdi undan ströndum Grikklands í gær. Óttast er um afdrif hundruða til viðbótar en báturinn var að flytja fólk ólöglega yfir hafið til Evrópu. Erlent 15.6.2023 06:50
Þingflokkurinn fundar um ráðherraskiptin á sunnudag Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun funda á sunnudaginn um ráðherraskipti. Þá verður ákvörðun tekin í málinu en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á mánudag. Innlent 15.6.2023 06:36
Myndasagnagoðsögn látin Bandaríski myndasagnateiknarinn John Romita Sr., er látinn, 93 ára að aldri. Hann er best þekktur fyrir að hafa blásið lífi í myndasagnapersónur á borð við Wolverine, Punisher og Luke Cage. Erlent 14.6.2023 23:58
Mikilvægt að læra af því sem hefur gengið illa Fjöldi fólks situr alþjóðlega ráðstefnu um hugmyndafræði velsældarsamfélagsins í Hörpu í dag og á morgun. Forsætisráðherra segir öruggt húsnæði fyrir alla vera meðal verkefna velsældarsamfélagsins. Innlent 14.6.2023 23:01
Björgunarsveitarmenn lánuðu konum jakkana sína Björgunarsveitarfólk frá Stefáni í Mývatnssveit kom hópi ferðamanna til aðstoðar á Hlíðarfjalli í gærkvöldi. Fólkið hafði villst út af hefðbundinni gönguleið og komið sér í sjálfheldu undir klettabelti. Nokkurn tíma tók að koma fólkinu niður fjallið og björgunarsveitarmenn voru svo almennilegir að lána tveimur konum úr hópnum jakkana sína, enda var þeim farið að kólna talsvert. Innlent 14.6.2023 22:31
„Húsnæðismálin eru langmikilvægust“ Forseti ASÍ segir að stóra málið í komandi kjarasamningslotu verði að heimilin í landinu haldi kaupmætti sínum. Verkalýðshreyfingin gangi að samningaborðinu með samningsvilja í brjósti en kunni ráð til þess að ná sínu fram, vilji aðrir aðilar vinnumarkaðar ekki semja. Innlent 14.6.2023 21:44
Stjórnunarvandi valdi slæmri framkomu vagnstjóra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir fjölgun kvartana í garð strætóbílstjóra stafa af stjórnunarvanda Strætó. Á árinu 2022 voru kvartanir vegna framkomu vagnstjóra strætó 560 talsins sem er talsverð hækkun frá árinu áður, þá 342. Innlent 14.6.2023 21:28
Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. Innlent 14.6.2023 20:08
Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. Erlent 14.6.2023 19:41
Notuðu hvorki sæði né egg við gerð fósturvísa Vísindamenn við Cambridge háskóla í Bretlandi hafa ræktað fósturvísa úr stofnfrumum, alfarið án þess að nota sáðfrumur eða egg. Þróunin er talin vekja upp erfið siðferðis- og lagaleg álitamál. Erlent 14.6.2023 19:28
Spilafíkill hafði fjármuni af þroskaskertum mönnum Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konu sem grunuð er um að hafa svikið 25 milljónir af að minnsta kosti ellefu karlmönnum, þar af sex með þroskaskerðingu. Konan segist haldin alvarlegri spilafíkn. Innlent 14.6.2023 18:37
Aldrei fleiri umsóknir um skólavist við HR Fjögur þúsund umsóknir hafa borist Háskólanum í Reykjavík til náms á haustönn sem er mesti fjöldi umsókna frá stofnun skólans. Innlent 14.6.2023 18:35
Jón Sigurpálsson er látinn Myndlistarmaðurinn og menningarfrumkvöðullinn Jón Sigurpálsson er látinn, 68 ára að aldri. Innlent 14.6.2023 18:06
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá mikilvægu skrefi sem stigið var til að Hvammsvirkjun geti orðið að veruleika. Kristján Már er fyrir austan fjall og segir okkur frá afgreiðslu Skeiða- og Gnúpverjahrepps á málinu. Innlent 14.6.2023 18:00
Ljóstrar upp um ástæður andremmu og lausnir við henni Tannlæknir segir nokkrar ástæður geta verið fyrir andremmu en aðalorsökin séu bakteríur. Fólk veigri sér oft við að benda öðrum á andremmu en það eigi ekki að vera feimnismál. Hægt sé að losna við hana með góðri munnhirðu og þar sé tannþráðurinn lykilatriði. Innlent 14.6.2023 17:05
Segja rannsóknina hafa undið upp á sig Saksóknarar í Rúmeníu segja rannsókn þeirra á meintu mansali Andrew Tate og bróður hans Tristan hafa undið upp á sig. Þeir séu þar að auki sakaðir um að hafa brotið á sjö konum en ekki sex. Erlent 14.6.2023 15:53
Lokun rækjuvinnslunnar högg af stærri gerðinni Sveitarstjóri Strandabyggðar segir lokun rækjuvinnslunnar Hólmadrangs á Hólmavík högg af stærri gerðinni. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. Innlent 14.6.2023 15:40
Segir svör Bjarna yfirgengilega ósvífin og ófullnægjandi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur nú sent frá sér svör við spurningum um hæfi til Umboðsmanns alþingis. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir ekki standa stein yfir steini í svörum Bjarna. Innlent 14.6.2023 15:21
Söngvari Rammstein gæti átt fimm ára fangelsi yfir höfði sér Saksóknari í Berlín hefur opnað rannsókn á hendur Till Lindemann, söngvara Rammstein, fyrir kynferðisbrot. Tugir kvenna hafa stigið fram á undanförnum vikum og sakað Lindemann og starfslið hans um kerfisbundna tælingu og byrlun. Erlent 14.6.2023 14:56
Hægri hönd téténska einræðisherrans sagður hafa særst Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að fregnir af því að rússneskur þingmaður og náinn bandamaður Ramzans Kadyrov, einræðisherra Téténíu, hefði særst í Úkraínu væru áhyggjuefni. Adam Delimkhanov, sem lýst hefur verið sem hægri hönd Kadyrov, var sagður hafa særst í árás Úkraínumanna. Erlent 14.6.2023 14:35
Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. Innlent 14.6.2023 14:18
Samfylkingin telur samgönguáætlun ekki full fjármagnaða Fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis segir ný framlagða samgönguáætlun ekki full fjármagnaða og hefur áhyggjur af efndum um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri um 80 milljarða uppsöfnuð viðhaldsskuld á þjóðvegum landsins sem skynsamlegt væri að ráðast í sem fyrst. Innlent 14.6.2023 13:59
Blóðgjöf forsenda lífsbjargar í heilbrigðiskerfinu „Án blóðgjafa þá getur heilbrigðiskerfið ekki veitt alla þá þjónustu sem það er að veita í dag,“ segir Ína Björg Hjálmarsdóttir, deildarstjóri hjá Blóðbankanum, þar sem haldið er upp á alþjóðlegan dag blóðgjafa í dag. Innlent 14.6.2023 12:48
Kynntu fyrstu þjóðaröryggistefnu Þýskalands Olaf Scholz, kanslari Þýskalandi, opinberaði í dag nýja þjóðaröryggisstefnu ríkisstjórnar sinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar setja sér stefnu sem þessa en er hann kynnti hana í morgun talaði Scholz um gerbreytt öryggisástand í Evrópu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og sagði Rússland helstu ógnina sem Þýskaland stæði frammi fyrir. Erlent 14.6.2023 12:23
Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. Erlent 14.6.2023 12:23
Skýrist af alþjóðavæðingu og fjölgun innflytjenda Háskóla Íslands bárust tæplega tvö þúsund erlendar umsóknir um nám fyrir næsta skólaár. Árið 2016 voru erlendu umsóknirnar rétt rúmlega eitt þúsund. Rektor fagnar fjölgun umsækjenda. Innlent 14.6.2023 12:22
Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára. Innlent 14.6.2023 12:01
Ríkisstjórnin bjóði upp á ófremdarástand fyrir fatlaða Öryrkjabandalag Íslands hefur sent ákall til ríkisstjórnarinnar að bregðast við því sem bandalagið kallar ófremdarástand í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Bandalagið segir ríkisstjórnina fá falleinkunn. Innlent 14.6.2023 11:33
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent