Innlent

Jón Sigur­páls­­son er látinn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Jón var meðal annars bæjarlistamaður Ísafjarðar. 
Jón var meðal annars bæjarlistamaður Ísafjarðar.  Aðsent

Myndlistarmaðurinn og menningarfrumkvöðullinn Jón Sigurpálsson er látinn, 68 ára að aldri. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu um andlátið. Jón lærði myndlist á Íslandi og síðar í Hollandi. Hann hélt fjölda myndlistarsýninga bæði hérlendis og erlendis.

Þá starfaði hann sem safnstjóri Byggðasafns Vestfjarða og Listasafns Ísafjarðar auk þess sem hann byggði upp Byggðasafnið í Neðstakaupstað á Ísafirði. Jón var í stofnendahópi gallerísins Slunkaríkis endurbyggði kúabú Vilmundar Jónssonar, landlæknis í Tungudal.

Jón beitti sér fyrir framkvæmd ýmissa uppbyggingaverkefna á Vestfjörðum, til að mynda Ósvör í Bolungarvík og Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hann barðist að auki fyrir því að varðskip Íslendinga, María Júlía, yrði varðveitt.

Jón var bæjarlistamaður Ísafjarðar og hlaut að auki viðurkenningar fyrir störf sín frá Sambandi íslenskra sjóminjasafna og var kjörinn heiðursfélagi Félags íslenskra safna og safnamanna.

Eftirlifandi eiginkona Jóns er Margrét Gunnarsdóttir, píanóleikari. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×