Mikilvægt að læra af því sem hefur gengið illa Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2023 23:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í hlutverki gestgjafa fundarins. Vísir/Dúi Fjöldi fólks situr alþjóðlega ráðstefnu um hugmyndafræði velsældarsamfélagsins í Hörpu í dag og á morgun. Forsætisráðherra segir öruggt húsnæði fyrir alla vera meðal verkefna velsældarsamfélagsins. Fjöldi sérfræðinga, aðila innan stjórnsýslunnar og ráðherrar nokkurra ríkja voru saman komnir í Hörpu í Reykjavík í dag er fyrri dagur Velsældarþings fór fram. Þingið er haldið af íslenskum stjórnvöldum í samvinnu við önnur ríki sem Ísland hefur unnið að velsældarmarkmiðum sínum með, til að mynda Skotland, Nýja-Sjáland og Finnland. Ótrúlega skemmtilegt málþing Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fulltrúa Íslands læra mikið á þinginu. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Það eru ekki öll svona málþing sérstaklega skemmtileg. Þetta er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt, því hér er fólk búið að koma og segja hvað hefur gengið vel og hvað hefur gengið illa. Það er líka mjög mikilvægt að læra af því sem ekki hefur gengið nægilega vel. Það sem við erum að vonast til að sjá er að hvernig við getum innleitt þessa hugmyndafræði, ekki bara hér á Íslandi, heldur líka talað fyrir þessu á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín. Húsnæðismál velsældarmál Hún segir að með velsældarmarkmiðum Íslands sé meðal annars unnið að því að koma húsnæðismarkaðinum aftur í lag enda snýr einn af velsældarmælikvörðunum að aðgengi að öruggu húsnæði. „Hluti af þessari stefnumótun þegar við lögðum af stað í þetta verkefni var markviss ákvörðun um að ríkið ætti að koma með virkari hætti inn á húsnæðismarkað. Það höfum við gert í gegnum okkar stofnframlög og aðrar aðgerðir á húsnæðismarkaði sem hefur gert það að verkum að ríkið er miklu virkari aðili í að tryggja hér íbúðarhúsnæði og við hyggjumst gera enn meira í því eins og hefur komið fram. Það er hluti af þessari velsældarhugsun, að við hugsum þetta út frá þessum breiða grunni,“ segir Katrín. Meðal ræðumanna á þinginu í dag voru Katrín sjálf, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, landlæknir og fleiri. Fundarhöld halda síðan áfram á morgun áður en erlendir fundargestir halda aftur heim. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Fjöldi sérfræðinga, aðila innan stjórnsýslunnar og ráðherrar nokkurra ríkja voru saman komnir í Hörpu í Reykjavík í dag er fyrri dagur Velsældarþings fór fram. Þingið er haldið af íslenskum stjórnvöldum í samvinnu við önnur ríki sem Ísland hefur unnið að velsældarmarkmiðum sínum með, til að mynda Skotland, Nýja-Sjáland og Finnland. Ótrúlega skemmtilegt málþing Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fulltrúa Íslands læra mikið á þinginu. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Það eru ekki öll svona málþing sérstaklega skemmtileg. Þetta er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt, því hér er fólk búið að koma og segja hvað hefur gengið vel og hvað hefur gengið illa. Það er líka mjög mikilvægt að læra af því sem ekki hefur gengið nægilega vel. Það sem við erum að vonast til að sjá er að hvernig við getum innleitt þessa hugmyndafræði, ekki bara hér á Íslandi, heldur líka talað fyrir þessu á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín. Húsnæðismál velsældarmál Hún segir að með velsældarmarkmiðum Íslands sé meðal annars unnið að því að koma húsnæðismarkaðinum aftur í lag enda snýr einn af velsældarmælikvörðunum að aðgengi að öruggu húsnæði. „Hluti af þessari stefnumótun þegar við lögðum af stað í þetta verkefni var markviss ákvörðun um að ríkið ætti að koma með virkari hætti inn á húsnæðismarkað. Það höfum við gert í gegnum okkar stofnframlög og aðrar aðgerðir á húsnæðismarkaði sem hefur gert það að verkum að ríkið er miklu virkari aðili í að tryggja hér íbúðarhúsnæði og við hyggjumst gera enn meira í því eins og hefur komið fram. Það er hluti af þessari velsældarhugsun, að við hugsum þetta út frá þessum breiða grunni,“ segir Katrín. Meðal ræðumanna á þinginu í dag voru Katrín sjálf, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, landlæknir og fleiri. Fundarhöld halda síðan áfram á morgun áður en erlendir fundargestir halda aftur heim.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira