Fréttir Áfram hlýtt austantil en svalara vestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag með léttskýjuðu og hlýju veðri á austanverðu landinu, en skýjuðu og svalara veðri vestanlands. Veður 12.6.2023 07:11 Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. Innlent 12.6.2023 07:03 Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. Erlent 12.6.2023 06:42 Skoðunar- og nagladekkjatrassar í sigti lögreglu Vaktin í gærkvöldi og nótt virðista hafa verið með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem fór þó eftirför á eftir ökumanni stolinnar bifreiðar. Innlent 12.6.2023 06:17 Minnst tíu brúðkaupsgestir létust í rútuslysi Minnst tíu létust þegar rúta, sem flutti hóp brúðkaupsgesta frá vínbúgarði, valt í Nýja Suður-Wales í Ástralíu í kvöld. Erlent 11.6.2023 23:42 Meirihlutann skorti viljann en ekki lóðir Byggingarfyrirtæki fær ekki úthlutaða lóð þrátt fyrir að áform þeirra gætu betrumbætt húsnæðismarkaðinn í Reykjavík. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir svör borgarinnar og segir fordæmalaus verkefni þurfa fordæmalausar lausnir. Innlent 11.6.2023 23:00 Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu. Innlent 11.6.2023 21:59 Segjast hafa endurheimt fyrstu þorpin Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin. Erlent 11.6.2023 21:17 Segir borgina brjóta lög með verklagi sínu sem snerti á annað hundrað manns Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að honum. Innlent 11.6.2023 21:00 Börnin tala lítið en eru á batavegi Börnin fjögur, sem fundust í Amazon regnskóginum eftir fjörutíu daga leit, hittu ættingja sína á sjúkrahúsi í Bogotá í gærkvöldi. Þau eru veikburða og tala lítið sem ekkert en hafa greint frá því að týndur hundur hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Erlent 11.6.2023 20:32 Sturgeon sleppt úr haldi Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins. Erlent 11.6.2023 19:51 Þrír handteknir af sérsveit í morgunsárið Í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið í Reykjavík var tilkynnt um hnífstungu í morgunsárið. Sá sem fyrir árásinni varð náði að koma sér sjálfur út úr íbúðinni, þar sem hún var framin, og óskaði eftir aðstoð. Innlent 11.6.2023 19:09 Nauðgaði stjúpdóttur æskuvinar sem varaði hann við að reyna við gifta konu Ingi Valur Davíðsson, Ólafsfirðingur á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Fyrir dómi bar maðurinn það fyrir sig að stúlkan hefði „gefið honum merki“ um að hún vildi stunda með honum kynlíf. Innlent 11.6.2023 18:52 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að þeim. Innlent 11.6.2023 17:50 Smáhýsin í Laugardal standa enn auð Smáhýsi fyrir heimilislaust fólk í Laugardal, sem reist voru í lok febrúar standa enn auð. Ragnar Erling Hannesson, sem hefur beitt sér í málefnum heimilislausra segir ástandið í málaflokknum grafalvarlegt. Innlent 11.6.2023 17:30 Hjólaslys í Laugardal Lögregla og sjúkrabílar voru kölluð til í Laugardal nú fyrir stundu vegna einstaklings sem fallið hafði af rafmagnshlaupahjóli. Innlent 11.6.2023 16:46 Þurfa að fara í „veiðiferð“ til að nálgast metan „Við erum að kljást við það lúxusvandamál að það hefur aldrei verið selt meira af metan heldur en um þessar mundir. Eftirspurnin hefur vaxið umfram það sem við höfum getað framleitt,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu. Innlent 11.6.2023 16:18 Á annað þúsund kynferðisglæpamanna hefur fengið dóma sína mildaða 1.120 kynferðisglæpamenn á Spáni hafa fengið refsingu sína mildaða og 114 kynferðisglæpamönnum hefur sleppt áður en þeir luku afplánun vegna mistaka í nýrri lagasetningu sem var ætlað að auka öryggi og réttarstöðu fórnarlamba kynferðisofbeldis. Erlent 11.6.2023 15:45 Fundu erfðabreytu sem hefur áhrif á tónhæð raddar Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á upptökum af tali um þrettán þúsund Íslendinga varpar ljósi á erfðabreytu sem hefur áhrif á hversu djúp eða há röddin er. Erfðabreytan er sú fyrsta sem vitað er að hafi áhrif á tónhæð að sögn vísindamanns. Innlent 11.6.2023 15:00 „Við erum öll öðruvísi en allir hinir“ Kristján Hreinsson, skáld, segir taka þurfi umræðuna um minnihlutahópa á „æðra stig“. Við séum öll öðruvísi og „enginn geti í krafti einhverrar hneigðar eða einhverjar upplifunar, ákveðið að hann sé sérstakri en einhver annar“. Innlent 11.6.2023 14:38 Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. Erlent 11.6.2023 14:28 Þorgerður Katrín bregst við gagnrýni: „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar viðurkennir að hafa ranglega sagt formann Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og aðstoðarforstjóra Kaupfélags Skagfirðinga vera heiðursræðismann Rússa á Íslandi. Um er að ræða forstöðumann kjötafurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga sem samhliða störfum sínum fyrir Kaupfélagið er heiðursræðismaður Rússlands hér á landi. Innlent 11.6.2023 14:01 Komi til allsherjarverkfalls muni það hafa gríðarleg áhrif Innlent 11.6.2023 12:27 Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. Innlent 11.6.2023 12:24 Hádegisfréttir Bylgjunnar Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu. Innlent 11.6.2023 11:37 Nýbyggingar, endurvinnsla og seðlabankastjóri á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 11.6.2023 09:30 „Eins og að lenda á stálvegg“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að gagnsókn Úkraínumanna væri hafin. Hann gaf lítið fyrir orð Valdimír Pútín, forseta Rússlands, um að gagnsóknin hefði engum árangri skilað og bað blaðamenn þess í stað um að koma því til Pútíns að úkraínskir herforingjar væru í góðu skapi þessa dagana. Erlent 11.6.2023 08:53 Komst undan lögreglu á hlaupum Lögregluþjónar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætluðu í gærkvöldi að hafa afskipti af ökumanni bíls í miðbænum. Sá komst undan lögreglu en bíllinn fannst mannlaus í lausagangi. Vegfarandi benti lögreglu á að ökumaðurinn hefði hlaupið inn í garð þar skammt frá og komist undan. Innlent 11.6.2023 07:36 Setja 120 milljónir í að gera Hljómskálagarð að viðburðaflöt Stór hluti Hljómskálagarðsins er nú sundurgrafinn og stórar vinnuvélar hafa hertekið svæðið. Viðburðaflöt sem á að þola mikið álag er í pípunum, og gerðar verða ráðstafanir til að koma í veg fyrir að svæðið verði að drullusvaði í rigningu. Innlent 10.6.2023 23:27 Eldur kviknaði í bílaverkstæði á Esjumelum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli vegna elds sem kviknaði í bílaverkstæði á Esjumelum í Reykjavík. Innlent 10.6.2023 22:50 « ‹ ›
Áfram hlýtt austantil en svalara vestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag með léttskýjuðu og hlýju veðri á austanverðu landinu, en skýjuðu og svalara veðri vestanlands. Veður 12.6.2023 07:11
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. Innlent 12.6.2023 07:03
Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. Erlent 12.6.2023 06:42
Skoðunar- og nagladekkjatrassar í sigti lögreglu Vaktin í gærkvöldi og nótt virðista hafa verið með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem fór þó eftirför á eftir ökumanni stolinnar bifreiðar. Innlent 12.6.2023 06:17
Minnst tíu brúðkaupsgestir létust í rútuslysi Minnst tíu létust þegar rúta, sem flutti hóp brúðkaupsgesta frá vínbúgarði, valt í Nýja Suður-Wales í Ástralíu í kvöld. Erlent 11.6.2023 23:42
Meirihlutann skorti viljann en ekki lóðir Byggingarfyrirtæki fær ekki úthlutaða lóð þrátt fyrir að áform þeirra gætu betrumbætt húsnæðismarkaðinn í Reykjavík. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir svör borgarinnar og segir fordæmalaus verkefni þurfa fordæmalausar lausnir. Innlent 11.6.2023 23:00
Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu. Innlent 11.6.2023 21:59
Segjast hafa endurheimt fyrstu þorpin Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin. Erlent 11.6.2023 21:17
Segir borgina brjóta lög með verklagi sínu sem snerti á annað hundrað manns Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að honum. Innlent 11.6.2023 21:00
Börnin tala lítið en eru á batavegi Börnin fjögur, sem fundust í Amazon regnskóginum eftir fjörutíu daga leit, hittu ættingja sína á sjúkrahúsi í Bogotá í gærkvöldi. Þau eru veikburða og tala lítið sem ekkert en hafa greint frá því að týndur hundur hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Erlent 11.6.2023 20:32
Sturgeon sleppt úr haldi Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins. Erlent 11.6.2023 19:51
Þrír handteknir af sérsveit í morgunsárið Í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið í Reykjavík var tilkynnt um hnífstungu í morgunsárið. Sá sem fyrir árásinni varð náði að koma sér sjálfur út úr íbúðinni, þar sem hún var framin, og óskaði eftir aðstoð. Innlent 11.6.2023 19:09
Nauðgaði stjúpdóttur æskuvinar sem varaði hann við að reyna við gifta konu Ingi Valur Davíðsson, Ólafsfirðingur á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Fyrir dómi bar maðurinn það fyrir sig að stúlkan hefði „gefið honum merki“ um að hún vildi stunda með honum kynlíf. Innlent 11.6.2023 18:52
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að þeim. Innlent 11.6.2023 17:50
Smáhýsin í Laugardal standa enn auð Smáhýsi fyrir heimilislaust fólk í Laugardal, sem reist voru í lok febrúar standa enn auð. Ragnar Erling Hannesson, sem hefur beitt sér í málefnum heimilislausra segir ástandið í málaflokknum grafalvarlegt. Innlent 11.6.2023 17:30
Hjólaslys í Laugardal Lögregla og sjúkrabílar voru kölluð til í Laugardal nú fyrir stundu vegna einstaklings sem fallið hafði af rafmagnshlaupahjóli. Innlent 11.6.2023 16:46
Þurfa að fara í „veiðiferð“ til að nálgast metan „Við erum að kljást við það lúxusvandamál að það hefur aldrei verið selt meira af metan heldur en um þessar mundir. Eftirspurnin hefur vaxið umfram það sem við höfum getað framleitt,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu. Innlent 11.6.2023 16:18
Á annað þúsund kynferðisglæpamanna hefur fengið dóma sína mildaða 1.120 kynferðisglæpamenn á Spáni hafa fengið refsingu sína mildaða og 114 kynferðisglæpamönnum hefur sleppt áður en þeir luku afplánun vegna mistaka í nýrri lagasetningu sem var ætlað að auka öryggi og réttarstöðu fórnarlamba kynferðisofbeldis. Erlent 11.6.2023 15:45
Fundu erfðabreytu sem hefur áhrif á tónhæð raddar Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á upptökum af tali um þrettán þúsund Íslendinga varpar ljósi á erfðabreytu sem hefur áhrif á hversu djúp eða há röddin er. Erfðabreytan er sú fyrsta sem vitað er að hafi áhrif á tónhæð að sögn vísindamanns. Innlent 11.6.2023 15:00
„Við erum öll öðruvísi en allir hinir“ Kristján Hreinsson, skáld, segir taka þurfi umræðuna um minnihlutahópa á „æðra stig“. Við séum öll öðruvísi og „enginn geti í krafti einhverrar hneigðar eða einhverjar upplifunar, ákveðið að hann sé sérstakri en einhver annar“. Innlent 11.6.2023 14:38
Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. Erlent 11.6.2023 14:28
Þorgerður Katrín bregst við gagnrýni: „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar viðurkennir að hafa ranglega sagt formann Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og aðstoðarforstjóra Kaupfélags Skagfirðinga vera heiðursræðismann Rússa á Íslandi. Um er að ræða forstöðumann kjötafurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga sem samhliða störfum sínum fyrir Kaupfélagið er heiðursræðismaður Rússlands hér á landi. Innlent 11.6.2023 14:01
Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. Innlent 11.6.2023 12:24
Hádegisfréttir Bylgjunnar Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu. Innlent 11.6.2023 11:37
Nýbyggingar, endurvinnsla og seðlabankastjóri á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 11.6.2023 09:30
„Eins og að lenda á stálvegg“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að gagnsókn Úkraínumanna væri hafin. Hann gaf lítið fyrir orð Valdimír Pútín, forseta Rússlands, um að gagnsóknin hefði engum árangri skilað og bað blaðamenn þess í stað um að koma því til Pútíns að úkraínskir herforingjar væru í góðu skapi þessa dagana. Erlent 11.6.2023 08:53
Komst undan lögreglu á hlaupum Lögregluþjónar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætluðu í gærkvöldi að hafa afskipti af ökumanni bíls í miðbænum. Sá komst undan lögreglu en bíllinn fannst mannlaus í lausagangi. Vegfarandi benti lögreglu á að ökumaðurinn hefði hlaupið inn í garð þar skammt frá og komist undan. Innlent 11.6.2023 07:36
Setja 120 milljónir í að gera Hljómskálagarð að viðburðaflöt Stór hluti Hljómskálagarðsins er nú sundurgrafinn og stórar vinnuvélar hafa hertekið svæðið. Viðburðaflöt sem á að þola mikið álag er í pípunum, og gerðar verða ráðstafanir til að koma í veg fyrir að svæðið verði að drullusvaði í rigningu. Innlent 10.6.2023 23:27
Eldur kviknaði í bílaverkstæði á Esjumelum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli vegna elds sem kviknaði í bílaverkstæði á Esjumelum í Reykjavík. Innlent 10.6.2023 22:50