Þorgerður Katrín bregst við gagnrýni: „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. júní 2023 14:01 Samtökin sögðu Þorgerður Katrín hafa haldið því ranglega fram að formaður samtakanna væri heiðursræðismaður Rússa á Íslandi. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar viðurkennir að hafa ranglega sagt formann Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og aðstoðarforstjóra Kaupfélags Skagfirðinga vera heiðursræðismann Rússa á Íslandi. Um er að ræða forstöðumann kjötafurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga sem samhliða störfum sínum fyrir Kaupfélagið er heiðursræðismaður Rússlands hér á landi. Þetta kemur fram í færslu sem Þorgerður Katrín birti á facebooksíðu sinni fyrr í dag. Líkt og fram í frétt Vísis gær sendu Samtök fyrirtækja í landbúnaði frá sér yfirlýsingu vegna umræðu á Alþingi þann 9. júní síðastliðinn. um framlengingu niðurfellingar tolla á vörur upprunnar í Úkraínu. Samtökin segja Þorgerði Katrínu hafa gefið í skyn í umræðum á Alþingi að samtökin styddu ekki við Úkraínumenn í baráttu sinni gegn innrás Rússlands. Þá kemur fram að Þorgerður Katrín hafi haldið því ranglega fram að formaður samtakanna væri heiðursræðismaður Rússa á Íslandi og sagt það setja ábendingar samtakanna, um að vænlegra væri að velja önnur stuðningsform en niðurfellingu tolla til að styðja við Úkraínu, í enn verra ljós. Í yfirlýsingunni segjast samtökin „harma þennan rógburð alþingismannsins úr pontu Alþingis Íslendinga.“ Almannahagsmunir framar sérhagsmunum Í fyrrnefndri facebookfærslu segir Þorgerður Katrín að henni sé ljúft og skylt að leiðrétta þetta, eftir yfirlýsingu samtakanna þar um. „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni og málinu sjálfu. Þeirri staðreynd að Framsóknarflokkurinn og stöku þingmenn Sjálfstæðisflokks vildu ekki framlengja ákvæði um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara til að styðja við efnahags- og atvinnulíf þar í landi sem af augljósum ástæðum er í lamasessi. Og mér þykir það aumt af okkar hálfu. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda er komið í ljós að stuðningur okkar við Úkraínu er ekki skilyrðislaus. Stuðningur og samhugur þessarar ríkisstjórnar stöðvast við tollfrjálsar kjúklingabringur vegna skammtímahagsmuna þröngs hóps í atvinnulífinu. Sumir þingmenn hafa beinlínis viðurkennt að ákvörðunin hafi orðið vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði.“ Þorgerður Katrín tekur fram að á meðan hafi bæði Bretland og Evrópusambandið endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tollanna í breiðri sátt. „Í fyrrnefndri yfirlýsingu finna Samtök fyrirtækja í landbúnaði einnig að því að engar mótvægisaðgerðir fyrir íslenska framleiðendur hafi verið að finna hjá stjórnvöldum samhliða því að hugmyndir um að framlengja niðurfellingu tollanna voru viðraðar. Sem formaður Viðreisnar get ég ekki annað en boðið þau velkomin í hóp okkar sem berjumst fyrir stuðningskerfunum sem ESB tryggir bændum og ræktendum í okkar heimshluta og aðgengi að stærri markaði fyrir okkar frábæru íslensku vörur. Þá vona ég einnig að samtökin hætti að berjast fyrir sérreglum og undanþágum fyrir sig frá samkeppnislögum. Það er ekki margt sem við Íslendingar getum gert til að styðja Úkraínu. En við eigum að sjá sóma okkar í því að stilla okkur upp með þeim þjóðum sem eru samstíga okkur í baráttunni við afturhaldsöfl Pútíns,“ ritar Þorgerður Katrín og endar færsluna á þessum orðum: „Sjaldan hafa einkennisorð Viðreisnar átt betur við en í þessu máli - almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“ Landbúnaður Alþingi Viðreisn Skattar og tollar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem Þorgerður Katrín birti á facebooksíðu sinni fyrr í dag. Líkt og fram í frétt Vísis gær sendu Samtök fyrirtækja í landbúnaði frá sér yfirlýsingu vegna umræðu á Alþingi þann 9. júní síðastliðinn. um framlengingu niðurfellingar tolla á vörur upprunnar í Úkraínu. Samtökin segja Þorgerði Katrínu hafa gefið í skyn í umræðum á Alþingi að samtökin styddu ekki við Úkraínumenn í baráttu sinni gegn innrás Rússlands. Þá kemur fram að Þorgerður Katrín hafi haldið því ranglega fram að formaður samtakanna væri heiðursræðismaður Rússa á Íslandi og sagt það setja ábendingar samtakanna, um að vænlegra væri að velja önnur stuðningsform en niðurfellingu tolla til að styðja við Úkraínu, í enn verra ljós. Í yfirlýsingunni segjast samtökin „harma þennan rógburð alþingismannsins úr pontu Alþingis Íslendinga.“ Almannahagsmunir framar sérhagsmunum Í fyrrnefndri facebookfærslu segir Þorgerður Katrín að henni sé ljúft og skylt að leiðrétta þetta, eftir yfirlýsingu samtakanna þar um. „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni og málinu sjálfu. Þeirri staðreynd að Framsóknarflokkurinn og stöku þingmenn Sjálfstæðisflokks vildu ekki framlengja ákvæði um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara til að styðja við efnahags- og atvinnulíf þar í landi sem af augljósum ástæðum er í lamasessi. Og mér þykir það aumt af okkar hálfu. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda er komið í ljós að stuðningur okkar við Úkraínu er ekki skilyrðislaus. Stuðningur og samhugur þessarar ríkisstjórnar stöðvast við tollfrjálsar kjúklingabringur vegna skammtímahagsmuna þröngs hóps í atvinnulífinu. Sumir þingmenn hafa beinlínis viðurkennt að ákvörðunin hafi orðið vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði.“ Þorgerður Katrín tekur fram að á meðan hafi bæði Bretland og Evrópusambandið endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tollanna í breiðri sátt. „Í fyrrnefndri yfirlýsingu finna Samtök fyrirtækja í landbúnaði einnig að því að engar mótvægisaðgerðir fyrir íslenska framleiðendur hafi verið að finna hjá stjórnvöldum samhliða því að hugmyndir um að framlengja niðurfellingu tollanna voru viðraðar. Sem formaður Viðreisnar get ég ekki annað en boðið þau velkomin í hóp okkar sem berjumst fyrir stuðningskerfunum sem ESB tryggir bændum og ræktendum í okkar heimshluta og aðgengi að stærri markaði fyrir okkar frábæru íslensku vörur. Þá vona ég einnig að samtökin hætti að berjast fyrir sérreglum og undanþágum fyrir sig frá samkeppnislögum. Það er ekki margt sem við Íslendingar getum gert til að styðja Úkraínu. En við eigum að sjá sóma okkar í því að stilla okkur upp með þeim þjóðum sem eru samstíga okkur í baráttunni við afturhaldsöfl Pútíns,“ ritar Þorgerður Katrín og endar færsluna á þessum orðum: „Sjaldan hafa einkennisorð Viðreisnar átt betur við en í þessu máli - almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“
Landbúnaður Alþingi Viðreisn Skattar og tollar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent