Fréttir Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. Innlent 7.6.2023 10:41 Hastarleg þinglok koma þingmönnum í opna skjöldu Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf þingfundar á mánudag að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með næsta miðvikudegi eins og samþykkt hefði verið á fundum með forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Í gærkvöldi er hins vegar tilkynnt að samið hafi verið um þinglok Alþingis í gær. Innlent 7.6.2023 10:19 Misstu meðvitund skömmu eftir flugtak Flugmaður og farþegar einkaflugvélar sem brotlenti í Virginíu í Bandaríkjunum á dögunum misstu líklega meðvitund skömmu eftir flugtak. Einungis fimmtán mínútum eftir að flugvélinni var flogið af stað, svaraði flugmaður hennar ekki fyrirspurnum flugumferðarstjóra. Erlent 7.6.2023 09:56 Þessir þingmenn munu tala á eldhúsdegi í kvöld Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:40 og skiptast í tvær umferðir. Innlent 7.6.2023 09:48 Sigurður Þórðarson mætir á nefndarfund Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi, mun mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag. Hann mun þar fara yfir afar umdeilda greinargerð sína um Lindarhvol sem enn hefur ekki fengist birt. Innlent 7.6.2023 09:32 Páfi á leið í skurðaðgerð Frans páfi gengst undir skurðaðgerð vegna þarmateppu í dag. Páfagarður segir að páfi, sem er 86 ára gamall, verði svæfður fyrir aðgerðina og verði haldið á sjúkrahúsi í Róm í nokkra daga. Erlent 7.6.2023 09:16 Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. Innlent 7.6.2023 08:42 Óþarfi að einstaklingur sé einhleypur ef skilgreining „foreldra“ er skýr Óþarfi er að krefjast þess að einstaklingar séu einhleypir þegar þeir hyggjast nýta kynfrumur í kjölfar skilnaðar, sambúðarslita eða andláts maka, svo lengi sem kveðið sé skýrt og áréttað í lögum hverjir eru foreldrar þess barns eða barna sem verða til. Innlent 7.6.2023 08:31 Segja prímata hafa stundað sjálfsfróun í 40 milljón ár Þróunarfræðingar segja sjálfsfróun hafa verið iðkaða meðal prímata fyrir allt að 40 milljón árum síðan. Þeir hafa kortlagt hegðunina meðal núlifandi prímata en segja enn óljóst hvaða þróunarfræðilega tilgangi hún hefur þjónað. Erlent 7.6.2023 08:26 Eyðilegging stíflunnar hefur alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar Alls hafa um fjörutíu þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín eftir að Kakhovka stíflan í Úkraínu brast í fyrrinótt. Erlent 7.6.2023 07:48 Ráðin skólastjóri Listdansskólans Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands og tekur hún við stöðunni af Guðmundi Helgasyni. Innlent 7.6.2023 07:42 125 ára sunnlensk samstaða verði rofin með flutningi heilsugæslunnar Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að hugmyndir sem uppi séu um flutning heilsugæslunnar í Laugarási í nágrannasveitarfélag geti skaðað samstarf sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu á öllum sviðum. Það sé miður ef til standi að rjúfa rúmlega aldarlanga samstöðu í Uppsveitum um heilsugæslu í Laugarási. Sveitarstjóri Hrunamannahrepps segir augljóst að hentugra sé að heilsugæslan flytjist á Flúðir. Innlent 7.6.2023 07:23 Vaxandi sunnanátt á vestanverðu landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri suðlægri átt í dag þar sem skýjað verður að mestu en úrkomulítið. Veður 7.6.2023 07:15 Saka sveitarstjórn um að taka afstöðu með tveimur heimilum Foreldrar nokkurra barna í Eyja og Miklaholtshreppi hafa gefið út yfirlýsingu varðandi lokun Laugagerðisskóla. Foreldrarnir hafa boðist til að reka skólann og gera við húsnæðið. Innlent 7.6.2023 07:00 Tveir látnir eftir skotárás í útskriftarathöfn í Virginíu Tveir eru látnir og fimm aðrir særðir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum. Í þetta sinn var skotið á hóp útskriftarnema í menntaskóla í Richmond í Virginíu á meðan á útskriftarathöfninni stóð. Erlent 7.6.2023 06:41 Mikið um tilkynningar vegna hávaða og drykkju ungmenna Margar tilkynningar bárust lögreglu í gærkvöldi og nótt um hávaða og drykkju ungmenna og þá bárust nokkrar tilkynningar vegna veikinda. Þess ber að geta í því samhengi að útskriftir fóru víða fram í gær. Innlent 7.6.2023 06:36 Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. Innlent 7.6.2023 06:24 Árni Johnsen er látinn Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 79 ára. Innlent 7.6.2023 06:04 Björguðu ferðamanni í sjálfheldu í Þakgili Björgunarsveitir frá Vík í Mýrdal og Álftaveri voru kallaðar út á níunda tímanum í kvöld vegna ferðamanns, sem hafði villst út af gönguleið í Þakgili undir Mýrdalsjökli og var kominn í sjálfheldu. Innlent 6.6.2023 23:46 Árás á stífluna „umhverfislegt gjöreyðingarvopn“ Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um að hafa sprengt stíflu í Kherson-héraði af ásettu ráði og segir þá hafa beitt „umhverfislegu gjöreyðingarvopni“ og framið stríðsglæp. Erlent 6.6.2023 23:05 Mæður í Hveragerði búnar að fá sig fullsaddar af stöðunni Þrjár mæður sem búa í Hveragerði, og hafa fengið nóg af samningsleysi og verkföllum, boða til samstöðufundar klukkan tíu í fyrramálið fyrir starfsfólk BSRB en samstöðufundurinn er haldinn við Borgartún 30 í Reykjavík þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga er til húsa. Innlent 6.6.2023 22:51 Göngugötunni lokað fyrir umferð næsta sumar Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í dag að Göngugötunni verði lokað fyrir umferð næsta sumar. Einnig á daginn á sunnudögum núna í sumar. Innlent 6.6.2023 21:53 Varð döpur þegar hún sá kynningu ríkisstjórnarinnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði á þingfundi í dag að hún hefði orðið döpur þegar hún kynnti sér boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgudrauginn. Innlent 6.6.2023 21:26 Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur. Innlent 6.6.2023 21:04 Alfarið á móti styttingu ræðutíma: „Þetta er ólýðræðislegt“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var harðorður í kvöld þegar hann ræddi fyrirhugaða styttingu ræðutíma á fundum Borgarráðs. Hann velti því meðal annars fyrir sér hvort meirihlutinn væri að reyna að þagga niður í minnihlutanum. Innlent 6.6.2023 20:37 Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. Innlent 6.6.2023 19:33 Lyfjaávísunum fjölgað mun meira en fólki Frá árinu 2018 hefur lyfjaávísunum fjölgað nærri þrefalt meira en Íslendingum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 sem birt var í dag. Innlent 6.6.2023 19:04 Tilnefna óháðan aðila til að staðfesta fullnægjandi endurvinnslu Úrvinnslusjóður og Sorpa ætla í sameiningu að fá fullvissu fyrir því að sá endurvinnsluaðili, sem mun héðan í frá taka við fernum frá Sorpu, skili þeim árangri sem til er ætlast. Stefnt er að því að fernurnar verði sendar til fyrirtækisins Fiskeby Board í Svíþjóð. Innlent 6.6.2023 18:42 Kvenfélagskonur vilja ekki deila bollastelli með Grundarfjarðarbæ Kvenfélagið á Grundarfirði hefur hafnað beiðni bæjarstjóra um að sameina bollastellið og matarstellið í samkomuhúsinu. Bæjarstjóri segir að allir séu þó vinir. Innlent 6.6.2023 18:23 Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum. Innlent 6.6.2023 18:07 « ‹ ›
Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. Innlent 7.6.2023 10:41
Hastarleg þinglok koma þingmönnum í opna skjöldu Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf þingfundar á mánudag að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með næsta miðvikudegi eins og samþykkt hefði verið á fundum með forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Í gærkvöldi er hins vegar tilkynnt að samið hafi verið um þinglok Alþingis í gær. Innlent 7.6.2023 10:19
Misstu meðvitund skömmu eftir flugtak Flugmaður og farþegar einkaflugvélar sem brotlenti í Virginíu í Bandaríkjunum á dögunum misstu líklega meðvitund skömmu eftir flugtak. Einungis fimmtán mínútum eftir að flugvélinni var flogið af stað, svaraði flugmaður hennar ekki fyrirspurnum flugumferðarstjóra. Erlent 7.6.2023 09:56
Þessir þingmenn munu tala á eldhúsdegi í kvöld Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:40 og skiptast í tvær umferðir. Innlent 7.6.2023 09:48
Sigurður Þórðarson mætir á nefndarfund Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi, mun mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag. Hann mun þar fara yfir afar umdeilda greinargerð sína um Lindarhvol sem enn hefur ekki fengist birt. Innlent 7.6.2023 09:32
Páfi á leið í skurðaðgerð Frans páfi gengst undir skurðaðgerð vegna þarmateppu í dag. Páfagarður segir að páfi, sem er 86 ára gamall, verði svæfður fyrir aðgerðina og verði haldið á sjúkrahúsi í Róm í nokkra daga. Erlent 7.6.2023 09:16
Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. Innlent 7.6.2023 08:42
Óþarfi að einstaklingur sé einhleypur ef skilgreining „foreldra“ er skýr Óþarfi er að krefjast þess að einstaklingar séu einhleypir þegar þeir hyggjast nýta kynfrumur í kjölfar skilnaðar, sambúðarslita eða andláts maka, svo lengi sem kveðið sé skýrt og áréttað í lögum hverjir eru foreldrar þess barns eða barna sem verða til. Innlent 7.6.2023 08:31
Segja prímata hafa stundað sjálfsfróun í 40 milljón ár Þróunarfræðingar segja sjálfsfróun hafa verið iðkaða meðal prímata fyrir allt að 40 milljón árum síðan. Þeir hafa kortlagt hegðunina meðal núlifandi prímata en segja enn óljóst hvaða þróunarfræðilega tilgangi hún hefur þjónað. Erlent 7.6.2023 08:26
Eyðilegging stíflunnar hefur alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar Alls hafa um fjörutíu þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín eftir að Kakhovka stíflan í Úkraínu brast í fyrrinótt. Erlent 7.6.2023 07:48
Ráðin skólastjóri Listdansskólans Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands og tekur hún við stöðunni af Guðmundi Helgasyni. Innlent 7.6.2023 07:42
125 ára sunnlensk samstaða verði rofin með flutningi heilsugæslunnar Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að hugmyndir sem uppi séu um flutning heilsugæslunnar í Laugarási í nágrannasveitarfélag geti skaðað samstarf sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu á öllum sviðum. Það sé miður ef til standi að rjúfa rúmlega aldarlanga samstöðu í Uppsveitum um heilsugæslu í Laugarási. Sveitarstjóri Hrunamannahrepps segir augljóst að hentugra sé að heilsugæslan flytjist á Flúðir. Innlent 7.6.2023 07:23
Vaxandi sunnanátt á vestanverðu landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri suðlægri átt í dag þar sem skýjað verður að mestu en úrkomulítið. Veður 7.6.2023 07:15
Saka sveitarstjórn um að taka afstöðu með tveimur heimilum Foreldrar nokkurra barna í Eyja og Miklaholtshreppi hafa gefið út yfirlýsingu varðandi lokun Laugagerðisskóla. Foreldrarnir hafa boðist til að reka skólann og gera við húsnæðið. Innlent 7.6.2023 07:00
Tveir látnir eftir skotárás í útskriftarathöfn í Virginíu Tveir eru látnir og fimm aðrir særðir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum. Í þetta sinn var skotið á hóp útskriftarnema í menntaskóla í Richmond í Virginíu á meðan á útskriftarathöfninni stóð. Erlent 7.6.2023 06:41
Mikið um tilkynningar vegna hávaða og drykkju ungmenna Margar tilkynningar bárust lögreglu í gærkvöldi og nótt um hávaða og drykkju ungmenna og þá bárust nokkrar tilkynningar vegna veikinda. Þess ber að geta í því samhengi að útskriftir fóru víða fram í gær. Innlent 7.6.2023 06:36
Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. Innlent 7.6.2023 06:24
Árni Johnsen er látinn Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 79 ára. Innlent 7.6.2023 06:04
Björguðu ferðamanni í sjálfheldu í Þakgili Björgunarsveitir frá Vík í Mýrdal og Álftaveri voru kallaðar út á níunda tímanum í kvöld vegna ferðamanns, sem hafði villst út af gönguleið í Þakgili undir Mýrdalsjökli og var kominn í sjálfheldu. Innlent 6.6.2023 23:46
Árás á stífluna „umhverfislegt gjöreyðingarvopn“ Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um að hafa sprengt stíflu í Kherson-héraði af ásettu ráði og segir þá hafa beitt „umhverfislegu gjöreyðingarvopni“ og framið stríðsglæp. Erlent 6.6.2023 23:05
Mæður í Hveragerði búnar að fá sig fullsaddar af stöðunni Þrjár mæður sem búa í Hveragerði, og hafa fengið nóg af samningsleysi og verkföllum, boða til samstöðufundar klukkan tíu í fyrramálið fyrir starfsfólk BSRB en samstöðufundurinn er haldinn við Borgartún 30 í Reykjavík þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga er til húsa. Innlent 6.6.2023 22:51
Göngugötunni lokað fyrir umferð næsta sumar Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í dag að Göngugötunni verði lokað fyrir umferð næsta sumar. Einnig á daginn á sunnudögum núna í sumar. Innlent 6.6.2023 21:53
Varð döpur þegar hún sá kynningu ríkisstjórnarinnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði á þingfundi í dag að hún hefði orðið döpur þegar hún kynnti sér boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgudrauginn. Innlent 6.6.2023 21:26
Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur. Innlent 6.6.2023 21:04
Alfarið á móti styttingu ræðutíma: „Þetta er ólýðræðislegt“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var harðorður í kvöld þegar hann ræddi fyrirhugaða styttingu ræðutíma á fundum Borgarráðs. Hann velti því meðal annars fyrir sér hvort meirihlutinn væri að reyna að þagga niður í minnihlutanum. Innlent 6.6.2023 20:37
Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. Innlent 6.6.2023 19:33
Lyfjaávísunum fjölgað mun meira en fólki Frá árinu 2018 hefur lyfjaávísunum fjölgað nærri þrefalt meira en Íslendingum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 sem birt var í dag. Innlent 6.6.2023 19:04
Tilnefna óháðan aðila til að staðfesta fullnægjandi endurvinnslu Úrvinnslusjóður og Sorpa ætla í sameiningu að fá fullvissu fyrir því að sá endurvinnsluaðili, sem mun héðan í frá taka við fernum frá Sorpu, skili þeim árangri sem til er ætlast. Stefnt er að því að fernurnar verði sendar til fyrirtækisins Fiskeby Board í Svíþjóð. Innlent 6.6.2023 18:42
Kvenfélagskonur vilja ekki deila bollastelli með Grundarfjarðarbæ Kvenfélagið á Grundarfirði hefur hafnað beiðni bæjarstjóra um að sameina bollastellið og matarstellið í samkomuhúsinu. Bæjarstjóri segir að allir séu þó vinir. Innlent 6.6.2023 18:23
Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum. Innlent 6.6.2023 18:07