Segja prímata hafa stundað sjálfsfróun í 40 milljón ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2023 08:26 Vísindamenn vita ekki með vissu hvaða þróunarfræðilega tilgangi sjálfsfróun hefur þjónað en hafa nokkrar tilgátur. Getty/Felix Kastle Þróunarfræðingar segja sjálfsfróun hafa verið iðkaða meðal prímata fyrir allt að 40 milljón árum síðan. Þeir hafa kortlagt hegðunina meðal núlifandi prímata en segja enn óljóst hvaða þróunarfræðilega tilgangi hún hefur þjónað. „Það sem við getum sagt er að þessi hegðun var til staðar fyrir um 40 milljón árum, hjá sameiginlegum forföður allra apakatta og apa,“ segir Matilda Brindle, sem fór fyrir rannsókn á uppruna sjálfsfróunar við University College London. „Það er ekki eins og ein tegundin hafi vaknað einn daginn og farið að gera þetta. Þetta er fornt, þróaður eiginleiki.“ Vísindamennirnir segja að við fyrstu sýn virðist sjálfsfróun truflandi og jafnvel skaðlegt athæfi. Lítið hefur verið fjallað um sjálfsfróun meðal kvendýra en ýmislegt bendir til þess að hegðunin kunni að auka líkur karldýrsins á að eignast afkvæmi. Sérfræðingarnir segja til að mynda mögulegt að lágtsett karldýr kunni að stunda sjálfsfróun fyrir mökun til að auka líkurnar á því að koma inn í kvendýrinu, áður en sterkara karldýr skarast í leikinn. Þá kann sjálfsfróun að hjálpa karldýrinu við að hreinsa gamalt sæði úr sáðrásinni og hleypa nýrra sæði að fyrir næstu mökun. Vísindamennirnir komust líka að því að tíðni sjálfsfróunar jókst í takt við aukna tíðni kynsjúkdóma í samfélögum, sem gæti þýtt að sjálfsfróunin hjálpi til við „hreinsun“ og dragi úr líkunum á sýkingu. Hvað kvendýrin varðar er mögulegt að sjálfsfróun fyrir mökun veiti kvendýrinu möguleika á að velja með hvaða karldýri þær eignast afkvæmi með því að lækka sýrustigið í leggöngunum og undirbúa þau þannig fyrir sáðfrumur hins útvalda. „Þetta er svo algeng hegðun í dýraríkinu að mér finnst það alveg stórfurðulegt að enginn hafi rannsakað þetta áður,“ segir Brindle í samtali við Guardian. Sjálfsfróun sé langt í frá óeðlileg, heldur partur af heilbrigðri flóru kynhegðunar. Kynlíf Vísindi Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Sjá meira
„Það sem við getum sagt er að þessi hegðun var til staðar fyrir um 40 milljón árum, hjá sameiginlegum forföður allra apakatta og apa,“ segir Matilda Brindle, sem fór fyrir rannsókn á uppruna sjálfsfróunar við University College London. „Það er ekki eins og ein tegundin hafi vaknað einn daginn og farið að gera þetta. Þetta er fornt, þróaður eiginleiki.“ Vísindamennirnir segja að við fyrstu sýn virðist sjálfsfróun truflandi og jafnvel skaðlegt athæfi. Lítið hefur verið fjallað um sjálfsfróun meðal kvendýra en ýmislegt bendir til þess að hegðunin kunni að auka líkur karldýrsins á að eignast afkvæmi. Sérfræðingarnir segja til að mynda mögulegt að lágtsett karldýr kunni að stunda sjálfsfróun fyrir mökun til að auka líkurnar á því að koma inn í kvendýrinu, áður en sterkara karldýr skarast í leikinn. Þá kann sjálfsfróun að hjálpa karldýrinu við að hreinsa gamalt sæði úr sáðrásinni og hleypa nýrra sæði að fyrir næstu mökun. Vísindamennirnir komust líka að því að tíðni sjálfsfróunar jókst í takt við aukna tíðni kynsjúkdóma í samfélögum, sem gæti þýtt að sjálfsfróunin hjálpi til við „hreinsun“ og dragi úr líkunum á sýkingu. Hvað kvendýrin varðar er mögulegt að sjálfsfróun fyrir mökun veiti kvendýrinu möguleika á að velja með hvaða karldýri þær eignast afkvæmi með því að lækka sýrustigið í leggöngunum og undirbúa þau þannig fyrir sáðfrumur hins útvalda. „Þetta er svo algeng hegðun í dýraríkinu að mér finnst það alveg stórfurðulegt að enginn hafi rannsakað þetta áður,“ segir Brindle í samtali við Guardian. Sjálfsfróun sé langt í frá óeðlileg, heldur partur af heilbrigðri flóru kynhegðunar.
Kynlíf Vísindi Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Sjá meira