Fréttir Lögmaður Yazans sakar yfirvöld um lögbrot Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um mál Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. Innlent 18.9.2024 11:34 Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. Erlent 18.9.2024 11:22 „Þetta er bara rétt að byrja“ Lögregluyfirvöld á Íslandi tóku þátt í fjölþjóðlegum aðgerðum á dögunum þar sem dulkóðaður samskiptamiðill var tekinn niður. Fulltrúi Íslands hjá Eurojust segir málið sýna mikilvægi þess að Ísland eigi fulltrúa hjá alþjóðlegum löggæslustofnunum. Innlent 18.9.2024 11:21 Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. Erlent 18.9.2024 11:11 Um sjö milljónir söfnuðust í minningarsjóð með kertasölu Afrakstur kertasölu og framlag verslanakeðja til minningar um Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem jarðsett var síðastliðinn föstudag nemur tæplega 6,9 milljónum króna. Skipuleggjandi sölunnar segir kærleikann áfram þurfa að vera eina vopnið í samfélaginu. Innlent 18.9.2024 11:10 Arnar með stöðu sakbornings og boðaður í skýrslutöku „Ég veit ekki alveg hvað hún vildi vita. Hún náttúrulega bara heldur áfram með það að reyna að fá okkur blaðamenn til að brjóta lög, því eins og þú veist þá gefum við ekki upp heimildarmenn.“ Innlent 18.9.2024 10:19 Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. Innlent 18.9.2024 10:06 Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. Erlent 18.9.2024 09:45 Ráðist í aðgerðir gegn samskiptaþjónustu sem glæpamenn notuðu Lögregluyfirvöld á Íslandi áttu aðkomu að aðgerðum á dögunum sem miðuðu að því að taka niður dulkóðaðan samskiptamiðil sem notaður var til skipulagðrar glæpastarfsemi. Innlent 18.9.2024 09:32 Telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir kafbátsslysið Starfsmaður fyrirtækisins sem átti kafbátinn sem fórst nærri flaki Títanik í fyrra segir að hægt hefði verið að komast hjá slysinu ef hlustað hefði verið á varnarorð hans. Ein síðustu skilaboðin sem bárust frá áhöfninn voru „allt í góðu hér“. Erlent 18.9.2024 09:29 Blöskrar markaðssetning á réttum: „Þetta eru eins og jólin fyrir okkur“ Bóndi lýsir yfir megnri óánægju sinni með markaðsetningu Icelandair á réttum gagnvart ferðamönnum. Réttir séu mikilvægur dagur fyrir alla bændur og því bagalegt ef ekki verður þverfótað fyrir ferðamönnum í almenningnum. Þá sé ekki síst mikilvægt að féð sé meðhöndlað af vönu fólki. Innlent 18.9.2024 08:46 Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Innlent 18.9.2024 08:02 „Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. Innlent 18.9.2024 07:57 Microsoft segir rússneskt tröllabú á bak við falsáróður um Harris Rannsóknir Microsoft hafa leitt í ljós að „tröllabúið“ Storm-1516, rússneskur hópur tölvuþrjóta hliðhollur stjórnvöldum í Moskvu, sé að baki myndskeiði þar sem Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er sökuð um að hafa ekið á stúlku og svo á brott. Erlent 18.9.2024 07:49 Allt að 17 stig á Austurlandi Nú er lægð á leið norðaustur yfir land með rigningu víða og mildu veðri, en þurru og hlýju á Austurlandi framan af degi. Hiti verður á bilinu sex til 17 stig og hlýjast austantil. Svo snýst í norðvestan golu eða kalda seinnipartinn, þá styttir upp sunnan- og vestanlands og kólnar í veðri. Veður 18.9.2024 07:18 Neitað um lausn gegn tryggingu og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Diddy eða Puff Daddy, neitaði sök þegar hann var dreginn fyrir dómara í New York í gær. Erlent 18.9.2024 06:57 169 börn sem fæddust eftir 7. október á lista yfir látnu Heilbrigðisráðuneyti Gasa hefur gefið út skjal þar sem borin eru kennsl á 34.344 einstaklinga sem hafa látist í árásum Ísraelsmanna. Um er að ræða 80 prósent þeirra sem sagðir eru hafa fallið frá því að átök brutust út í kjölfar árása Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. Erlent 18.9.2024 06:29 Settu sprengjur í símboðana Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. Erlent 17.9.2024 23:26 Látin eftir hákarlaárás suður af Kanaríeyjum Þýskur ferðamaður er látinn eftir hákarlaárás undan ströndum Kanaríeyja. Um var að ræða konu á fertugsaldri. Hún missti fótlegg í árásinni. Erlent 17.9.2024 22:05 „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. Innlent 17.9.2024 21:49 Talinn hafa nauðgað konu og tekið það upp Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir nauðga konu í bíl á óþekktum stað í Kópavogi þann 18. júlí 2018. Innlent 17.9.2024 21:46 Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. Innlent 17.9.2024 20:40 Stjórnarandstaðan notuð til uppfyllingar á Alþingi Þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktun með stuðningi þingmanna Pírata og Samfylkingar um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir alþjóðlegum viðskiptaþvingunum gagnvart Ísrael. Engin stjórnarmál voru á dagskrá Alþingis í dag. Innlent 17.9.2024 20:25 Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. Innlent 17.9.2024 20:07 „Það er hula yfir sólinni“ Sjö hafa farist í miklum gróðureldum sem geisa í Portúgal og á sjötta tug hafa slasast. Íslendingur í Portó segir gulleitan reykjarmökk hafa legið yfir borginni í dag og í gær. Hún hafi aldrei upplifað annað eins. Erlent 17.9.2024 19:46 Banaslys á byggingarsvæði í Árborg Banaslys varð á byggingarsvæði í Árborg fyrr í dag. Karlmaður um fimmtugt lést þegar hann féll niður af nýbyggingu. Innlent 17.9.2024 18:51 Tók rúmlega ár að fá „nei“ við einfaldri fyrirspurn Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar var ekki upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg hefði verið lokað á síðasta ári. Fyrirspurn um hvort ráðið hefði fengið upplýsingar um þetta var lögð fram í ágúst á síðasta ári. Formlegt svar, sem var eitt orð, barst fyrir nokkrum dögum. Innlent 17.9.2024 18:29 Norskur læknir grunaður um að nauðga 88 konum Fyrrverandi heimilislæknir í bænum Frosta í Noregi hefur verið ákærður fyrir að brjóta á 96 konum, og nauðga 88 þeirra. Erlent 17.9.2024 18:04 Spenna innan ríkisstjórnarinnar og mannskæðir gróðureldar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir lögreglu ekki ætla að eyða tíma í að eltast við sögusagnir í Krýsuvíkurmálinu þegar engar ábendingar eða sönnunargögn liggi fyrir um annað en það sem faðirinn hefur sjálfur sagt hafa gerst. Farið verður yfir stöðu málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 17.9.2024 18:01 Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. Innlent 17.9.2024 16:59 « ‹ 87 88 89 90 91 92 93 94 95 … 334 ›
Lögmaður Yazans sakar yfirvöld um lögbrot Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um mál Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. Innlent 18.9.2024 11:34
Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. Erlent 18.9.2024 11:22
„Þetta er bara rétt að byrja“ Lögregluyfirvöld á Íslandi tóku þátt í fjölþjóðlegum aðgerðum á dögunum þar sem dulkóðaður samskiptamiðill var tekinn niður. Fulltrúi Íslands hjá Eurojust segir málið sýna mikilvægi þess að Ísland eigi fulltrúa hjá alþjóðlegum löggæslustofnunum. Innlent 18.9.2024 11:21
Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. Erlent 18.9.2024 11:11
Um sjö milljónir söfnuðust í minningarsjóð með kertasölu Afrakstur kertasölu og framlag verslanakeðja til minningar um Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem jarðsett var síðastliðinn föstudag nemur tæplega 6,9 milljónum króna. Skipuleggjandi sölunnar segir kærleikann áfram þurfa að vera eina vopnið í samfélaginu. Innlent 18.9.2024 11:10
Arnar með stöðu sakbornings og boðaður í skýrslutöku „Ég veit ekki alveg hvað hún vildi vita. Hún náttúrulega bara heldur áfram með það að reyna að fá okkur blaðamenn til að brjóta lög, því eins og þú veist þá gefum við ekki upp heimildarmenn.“ Innlent 18.9.2024 10:19
Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. Innlent 18.9.2024 10:06
Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. Erlent 18.9.2024 09:45
Ráðist í aðgerðir gegn samskiptaþjónustu sem glæpamenn notuðu Lögregluyfirvöld á Íslandi áttu aðkomu að aðgerðum á dögunum sem miðuðu að því að taka niður dulkóðaðan samskiptamiðil sem notaður var til skipulagðrar glæpastarfsemi. Innlent 18.9.2024 09:32
Telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir kafbátsslysið Starfsmaður fyrirtækisins sem átti kafbátinn sem fórst nærri flaki Títanik í fyrra segir að hægt hefði verið að komast hjá slysinu ef hlustað hefði verið á varnarorð hans. Ein síðustu skilaboðin sem bárust frá áhöfninn voru „allt í góðu hér“. Erlent 18.9.2024 09:29
Blöskrar markaðssetning á réttum: „Þetta eru eins og jólin fyrir okkur“ Bóndi lýsir yfir megnri óánægju sinni með markaðsetningu Icelandair á réttum gagnvart ferðamönnum. Réttir séu mikilvægur dagur fyrir alla bændur og því bagalegt ef ekki verður þverfótað fyrir ferðamönnum í almenningnum. Þá sé ekki síst mikilvægt að féð sé meðhöndlað af vönu fólki. Innlent 18.9.2024 08:46
Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Innlent 18.9.2024 08:02
„Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. Innlent 18.9.2024 07:57
Microsoft segir rússneskt tröllabú á bak við falsáróður um Harris Rannsóknir Microsoft hafa leitt í ljós að „tröllabúið“ Storm-1516, rússneskur hópur tölvuþrjóta hliðhollur stjórnvöldum í Moskvu, sé að baki myndskeiði þar sem Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er sökuð um að hafa ekið á stúlku og svo á brott. Erlent 18.9.2024 07:49
Allt að 17 stig á Austurlandi Nú er lægð á leið norðaustur yfir land með rigningu víða og mildu veðri, en þurru og hlýju á Austurlandi framan af degi. Hiti verður á bilinu sex til 17 stig og hlýjast austantil. Svo snýst í norðvestan golu eða kalda seinnipartinn, þá styttir upp sunnan- og vestanlands og kólnar í veðri. Veður 18.9.2024 07:18
Neitað um lausn gegn tryggingu og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Diddy eða Puff Daddy, neitaði sök þegar hann var dreginn fyrir dómara í New York í gær. Erlent 18.9.2024 06:57
169 börn sem fæddust eftir 7. október á lista yfir látnu Heilbrigðisráðuneyti Gasa hefur gefið út skjal þar sem borin eru kennsl á 34.344 einstaklinga sem hafa látist í árásum Ísraelsmanna. Um er að ræða 80 prósent þeirra sem sagðir eru hafa fallið frá því að átök brutust út í kjölfar árása Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. Erlent 18.9.2024 06:29
Settu sprengjur í símboðana Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. Erlent 17.9.2024 23:26
Látin eftir hákarlaárás suður af Kanaríeyjum Þýskur ferðamaður er látinn eftir hákarlaárás undan ströndum Kanaríeyja. Um var að ræða konu á fertugsaldri. Hún missti fótlegg í árásinni. Erlent 17.9.2024 22:05
„Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. Innlent 17.9.2024 21:49
Talinn hafa nauðgað konu og tekið það upp Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir nauðga konu í bíl á óþekktum stað í Kópavogi þann 18. júlí 2018. Innlent 17.9.2024 21:46
Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. Innlent 17.9.2024 20:40
Stjórnarandstaðan notuð til uppfyllingar á Alþingi Þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktun með stuðningi þingmanna Pírata og Samfylkingar um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir alþjóðlegum viðskiptaþvingunum gagnvart Ísrael. Engin stjórnarmál voru á dagskrá Alþingis í dag. Innlent 17.9.2024 20:25
Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. Innlent 17.9.2024 20:07
„Það er hula yfir sólinni“ Sjö hafa farist í miklum gróðureldum sem geisa í Portúgal og á sjötta tug hafa slasast. Íslendingur í Portó segir gulleitan reykjarmökk hafa legið yfir borginni í dag og í gær. Hún hafi aldrei upplifað annað eins. Erlent 17.9.2024 19:46
Banaslys á byggingarsvæði í Árborg Banaslys varð á byggingarsvæði í Árborg fyrr í dag. Karlmaður um fimmtugt lést þegar hann féll niður af nýbyggingu. Innlent 17.9.2024 18:51
Tók rúmlega ár að fá „nei“ við einfaldri fyrirspurn Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar var ekki upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg hefði verið lokað á síðasta ári. Fyrirspurn um hvort ráðið hefði fengið upplýsingar um þetta var lögð fram í ágúst á síðasta ári. Formlegt svar, sem var eitt orð, barst fyrir nokkrum dögum. Innlent 17.9.2024 18:29
Norskur læknir grunaður um að nauðga 88 konum Fyrrverandi heimilislæknir í bænum Frosta í Noregi hefur verið ákærður fyrir að brjóta á 96 konum, og nauðga 88 þeirra. Erlent 17.9.2024 18:04
Spenna innan ríkisstjórnarinnar og mannskæðir gróðureldar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir lögreglu ekki ætla að eyða tíma í að eltast við sögusagnir í Krýsuvíkurmálinu þegar engar ábendingar eða sönnunargögn liggi fyrir um annað en það sem faðirinn hefur sjálfur sagt hafa gerst. Farið verður yfir stöðu málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 17.9.2024 18:01
Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. Innlent 17.9.2024 16:59