Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Stjarnan getur tryggt sér sæti í úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta með sigri í kvöld. Grindvíkingar verða að vinna leik kvöldsins ætli þeir sér að halda einvíginu á lífi. Flautað verður til leiks 20.00 og leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Körfubolti 28.4.2025 19:17
Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu LA Lakers er komið með bakið upp við vegginn í einvígi sínu gegn Minnesota Timberwolves í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Körfubolti 28.4.2025 16:31
Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Það vantaði ekki dramatíkina í leik NY Knicks og Detroit Pistons í NBA-deildinni í gær. Körfubolti 28.4.2025 13:31
„Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Lore Devos var frábær í liði Hauka í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaviðureign Bónus-deildar kvenna með 79-64 sigri á Val. Devos skoraði 32 stig og stal sex boltum og var hreinlega óstöðvandi á löngum köflum. Körfubolti 26.4.2025 20:34
Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Ármann tryggði sér í dag sæti í úrslitaeinvíginu um laust sæti í Bónus-deild karla er liðið vann öruggan 19 stiga sigur gegn Breiðabliki í fjórða leik liðanna í kvöld. Körfubolti 26.4.2025 18:45
Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaviðureign Bónus-deildar kvenna með 79-46 sigri á Val en Haukar unnu einvígið 3-0 og leikinn í kvöld nokkuð sannfærandi að lokum. Körfubolti 26.4.2025 17:17
Elvar stigahæstur í öruggum sigri Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson var stigahæsti leikmaður vallarins er Maroussi vann öruggan 23 stiga sigur gegn Aris í grísku deildinni í körfubolta í dag. Körfubolti 26.4.2025 16:54
„Ég saknaði þín“ Justin James átti frábæran leik í gær þegar Álftanes jafnaði metin á móti deildarmeisturum Tindastóls í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. James var valinn Just Wingin' It leikmaður leiksins og mætti á háborðið til Stefáns Árna og sérfræðinganna eftir leikinn. Körfubolti 26.4.2025 10:33
Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Þetta var ekki gott föstudagskvöld fyrir stuðningsmenn Los Angeles Lakers og Boston Celtics í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en staðan er þó verri hjá liðsmönnum Lakers. Minnesota Timberwolves, Orlando Magic og Milwaukee Bucks fögnuðu öll sigri í nótt. Körfubolti 26.4.2025 09:00
„Hann er tekinn út úr leiknum“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var augljóslega svekktur eftir tapið gegn Álftnesingum í kvöld, í leik þar sem Stólarnir fengu tækifæri undir lokin til að ná sigrinum og komast í 2-0 í einvíginu. Körfubolti 25.4.2025 22:10
„Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ David Okeke var mættur aftur til leiks með Álftnesingum í kvöld og var afar ánægður eftir magnaðan sigur á Tindastóli í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Staðan í einvíginu er jöfn eftir leik kvöldsins. Körfubolti 25.4.2025 21:59
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Álftanes jafnaði metin í undanúrslitum Bónus deildar karla körfubolta í kvöld eftir rosalegan leik gegn Tindastóli þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndu leiksins. Staðan í einvíginu 1-1 en næsti leikur liðanna fer fram á Sauðárkróki. Körfubolti 25.4.2025 18:32
Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Það verður mikið um dýrðir í Kaldalóns-höllinni á Álftanesi í kvöld er Tindastóll mætir á svæðið í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla. Körfubolti 25.4.2025 13:31
Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Fyrsta LA Lakers-treyjan sem Kobe Bryant klæddist í NBA-deildinni í körfubolta var seld á uppboði í gær og varð þar með fjórða dýrasta íþróttatreyja sögunnar. Körfubolti 25.4.2025 13:01
Klósettpappír út um allt á vellinum Tryggvi Snær Hlinason og félagar í spænska liðinu Bilbao Basket tryggðu sér á miðvikudagskvöldið fyrsta Evróputitil félagsins við mjög krefjandi aðstæður í Grikklandi. Körfubolti 25.4.2025 10:02
„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tap hans liðs gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Tapið þýðir að Grindavík er 2-0 undir í einvígi liðanna. Körfubolti 24.4.2025 22:43
„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var gríðarlega ánægður með sigur Stjörnunnar á Grindavík í dag, í leik þar sem Stjörnumenn hálfpartinn stálu sigrinum á lokasekúndunum. Körfubolti 24.4.2025 21:58
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Stjarnan er komin í 2-0 gegn Grindavík í undanúrslitaeinvígi liðanna í Bónus-deild karla. Stjarnan vann 100-99 sigur eftir ótrúlega dramatík og getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í þriðja leik liðanna á mánudag. Körfubolti 24.4.2025 18:30
„Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Hin sænska Paulina Hersler hefur smollið eins og flís við rass inn í lið Njarðvíkur sem nú er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu við Keflavík í Bónus-deildinni í körfubolta. Hún fann það strax að hún passaði inn í liðið, við komuna í lok janúar. Körfubolti 24.4.2025 12:01
Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Foreldrar hans og ungur, ítalskur aðdáandi voru á meðal þeirra sem gátu glaðst með Jóni Axel Guðmundssyni í gærkvöld þegar lið hans vann sig upp í efstu deild spænska körfuboltans. Körfubolti 24.4.2025 11:31
„Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Lettanum Kristaps Porzingis var ákaft fagnað í 109-100 sigri Boston Celtics á Orlando Magic í gærkvöld. Hann varð alblóðugur eftir fast olnbogaskot í þriðja leikhluta en kláraði leikinn með sárabindi og var hrósað í hástert af þjálfaranum, Joe Mazzulla. Körfubolti 24.4.2025 10:00
„Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var hundsvekktur í leikslok þegar hans konur í Keflavík töpuðu með þremur stigum gegn Njarðvík, 73-76, og eru lentar 2-0 undir í einvígi liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna. Körfubolti 23.4.2025 23:02
Hvergerðingar í úrslit umspilsins Hamar tryggði sér sæti í úrslitum umspils um sæti í Bónus deild karla á næsta tímabili með sigri á Fjölni eftir framlengingu, 109-107, í kvöld. Körfubolti 23.4.2025 22:16
„Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Emilie Sofie Hesseldal, leikmaður Njarðvíkur, átti fantagóðan og skilvirkan leik í kvöld en hún endaði framlagshæst í liði Njarðvíkur þegar liðið lagði Keflavík 73-76 í rafmögnuðum spennuleik í Blue-höllinni í Keflavík. Körfubolti 23.4.2025 21:08