Veiði

Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað

Sjóbirtingsveiðin er aðeins að drattast af stað og sunnanáttin með rigningunni undir lok síðustu viku og inn á helgina hleyptu vissulega smá lífi í gang mála. Leyfarnar af Írenu í fyrstu vikunni gerðu það líka að einhverju leyti.

Veiði

Óvænt truflun á veiðistað

Veiðimaður sem átti Þrastalundarsvæðið í Soginu byrjaði laugardaginn vel og fékk tvo laxa. Um hádegisbil gerðist hins vegar nokkuð sem gerði út af við alla veiði.

Veiði

Fréttir af svæðum SVFR

Veiði er að mestu lokið í Setbergsá og var lokaniðurstaða um 70 laxar. Í Krossá á Skarðsströnd er lokahollið við veiðar og er talan þar um 200 laxar.

Veiði

Veiðislóð er komin út

Fjórða tölublað veftímaritsins Veiðislóð er komið út. Meðal annars er gengið með bökkum Laxár í Laxárdal með Ásgeiri Steingrímssyni.

Veiði

Gleymir stund og stað við árbakkann

Þegar vorar fer mig strax að klæja í puttana að komast út í náttúruna. Og þegar ég horfi á læki eða vötn langar mig að fara að kasta,“ segir veiðikonan Þórdís Klara Bridde. Hún segir það ómótstæðilega tilfinningu að standa við árbakka með stöng í hönd.

Veiði

108 sm landað í Vatnsdalsá

Laxinn sem veiðimaður setti í við Hólakvörn var aldeilis ekki gamall lurkur úr vorgöngum heldur spikfeitur, nýrunnin og sjálfsagt með saltbragð í munni. Það eina sem var ekki sjáanlegt, og gefur til kynna nýrunnin lax úr sjó, var lúsin.

Veiði

Víðidalsá að ná 700 löxum

September hefur verið þokkalegur í Víðidalsá þó hann hafi ekki verið skugginn af sjálfum sér miðað við síðustu þrjú sumur. Kuldin síðustu helgi hjálpaði ekki til en áin hefur tekið við sér aftur. Heildartalan er nú kominn í 662 laxa og má búast við að hún fari yfir 700 laxa fyrir lok tímabilsins sem lýkur 24.september. Er veiðin þá svipuð og hún var 2007 en þá var hún 714 laxar. Yrði það nokkuð eftir því sem fiskifræðingar hafa verið að segja en aflatölur í ár hafa verið bornar saman við árið 2007 í umræðunni síðastliðnar vikur.

Veiði

Dauft í Vatnsá og Skógá

Óvenju litlum fréttum hefur farið af Vatnsá sem hefur verið með frískari laxveiðiám landsins síðustu sumur. Þá er einnig dauft yfir Skógá, en okkur langaði að heyra fréttir af svæðinu og heyrðum í Ásgeiri Ásmundssyni.

Veiði

Síðustu dagar umsóknarfrests SVFR

Í fyrstu atrennu sölunnar fyrir næsta veiðitímabil eru í boði dagar á frábærum ársvæðum, s.s. aðalsvæði Hítarár á Mýrum, Norðurá í Borgarfirði, Langá á Mýrum, Laxá í Dölum, Nesveiðar í Aðaldal, veiðisvæði Strauma og Leirvogsá. Söluskrána má nálgast hér að neðan í vefútgáfu og einnig sem PDF-skjal til að hlaða niður.

Veiði

Frábær veiði í Stóru Laxá

Veiðimenn eru enn að gera frábæra hluti á svæði I&II í Stóru Laxá. Sogsmenn voru þar enn og aftur á ferðinni síðustu 2 daga, enda ekki hægt að fá nóg af veislunni sem hefur verið í gangi þarna í haust.

Veiði

Rólegt í Leirvogsá

Sex laxar veiddust í Leirvogsá í gær. Veitt er til 20. september og vonandi verða síðustu dagarnir góðir þar sem rigning er nú á höfuðborgarsvæðinu.

Veiði

Enn einn stórlaxinn úr Nessvæðinu

Þetta gæti sem hægast verið stærsti lax sumarsins og kunnugir eru á einu máli um að hann þessi hefði verið um eða yfir 30 pund þegar hann gekk spengilegur í Laxá í Aðaldal snemma sumars. En í morgun var hann 106 cm og veginn 27 pund.

Veiði

Hörkuskot í Þrasatarlundi

Stöng sem veiddi Þrastalundarsvæðið í Soginu í gær setti í fjórtán laxa og landaði tíu. Sem kunnugt er þá er aðeins veitt á eina stöng á svæðinu. Allir laxarnir sem fengust tóku í Kúagili, sem er efsti veiðistaðurinn á svæðinu. Sjö þeirra voru fengnir á flugu, en þrír á spón. Um var að ræða fallega laxa á bilinu 58-75cm.

Veiði

Útsala hjá Vesturröst

Veiðimenn gera góð kaup þessa dagana hjá Vesturröst en haustútsalan þeirra byrjaði í gær. Afslátturinn á stangveiðivörum er 20-80% og því tilvalið að bæta einhverju í veiðidótið sem þarfnast endurnýjunar eða þá til að skella sé á eitthvað nýtt.

Veiði

Ævintýri við erfiðar aðstæður

Þrátt fyrir grátlegar aðstæður undanfarið hafa veiðimenn verið að reka í stórlaxa í Nesi sem venja er. Hafa fimm laxar á bilinu 20-25 pund veiðst á sl. fjórum dögum.

Veiði

Veiði lokið í Norðurá

Veiði er formlega lokið í Norðurá í Borgarfirði. Veiðisumarið var gott í Norðurá og lokatalan 2.134 laxar sem verður að teljast afbragðsgóð niðurstaða.

Veiði

Farið að bera á sjóbirting

Sjóbirtingsveiðimenn bíða nú eftir sunnanáttinni, líkt og aðrir stangaveiðimenn. Ljóst er að sjóbirtingur er mættur í vatnamót Tungufljóts í Skaftafellssýslu.

Veiði

Fín veiði í Ytri Rangá

Ytri Rangá heldur áfram að skila góðum veiðitölum en um 40-50 laxar hafa verið að veiðast síðastliðna daga í áni. Telst það vera fín veiði miðað við árstíma en í morgun komu 24 laxar á land. Maðkaveiði var leyfð eftir 29. ágúst og fór veiðin í kringum 200 laxar á dag fyrstu daganna en hefur svo dottið niður. Í áni er nú allt leyfilegt, maðkur, spónn og fluga.

Veiði

Hugmynd að lausn varðandi rjúpnaveiðar

Í frétt hér á Vísi í dag er fjallað um rannsóknir Náttúrufræðistofnunar á rjúpunni og segir í greinni: "Rannsóknir Náttúrufræðistofnunar benda til þess að rjúpnastofnin sé mun minni nú en fyrir áratugum. Auk þess komu talningar á stofninum í vor verr út en búist var við. Haustið 2010 var veiðistofninn áætlaður 850.000 fuglar, en er í ár metinn aðeins 350.000 fuglar. Þessar sveiflur í stofninum hafa ekki verið skýrðar með nákvæmum hætti, en umræðan hefur helst snúist um afrán fálka og skotveiði manna".

Veiði

Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk

Efsta svæðið í Ytri Rangá hefur verið lítið veitt í sumar enda hefur orðrómur veiðimanna verið á þann veg að svæðið sé erfitt yfirferðar og óaðgengilegt. Ég kíkti upp eftir á sunnudaginn í nokkra tíma til að skoða svæðið og sannreyndist þá að sjaldan á maður að trúa orðróm fyrr en maður getur sannreynt það sjálfur.

Veiði

Hausttilboð hjá Veiðiflugum

Veiðiflugur verða með haust tilboð á völdum vörum frá versluninni. Act4 tvíhendurnar og einhendurnar verða á frábæru tilboði út september ásamt Exp3 einhendunum. Nú er hægt að fá 12,6 feta Act4 tvíhenduna á 45.430 og 13.7 feta tvíhenduna á 48.930 það eru allir sammála um að þessar stangir séu bestu kaupin í dag, og hvað þá eftir 30% afslátt.

Veiði

Straumfjarðará að ljúka góðu sumri

Þær laxveiðiár á vestanverðu landinu sem skilað hafa betri veiði heldur en í fyrra eru líklega teljandi á fingrum annarrar handar og jafnvel þó svo að viðkomandi hönd hefði lent í slysi og tapað einhverjum fingrum. Ein þeirra er Straumfjarðará.

Veiði

Góður endasprettur í Hítará

Endaspretturinn ætlar að vera ágætur í Hítará á Mýrum. Munar þar mestu um að gamalgróið veiðisvæði kom inn með látum í neðanverðri ánni.

Veiði

Þrjár skyttur með 78 gæsir eftir morgunflug

Gæsaveiðin er farin á fullt og veiðifréttir sem við höfum verið að fá benda til að næstu 2-3 vikurnar verði toppurinn á þessari vertíð. Það sem aftraði oft veiðum í fyrra var sú eindæmis góðveðratíð sem einkenndi haustið. Logn út í eitt, sem er ekki óskaveiður gæsaveiðimanna.

Veiði

Sjóbirtingurinn byrjaður að ganga af krafti

Það eru ágætis fréttir af sjóbirtingsslóðum fyrir austan. Veiðin er ágæt og fiskur kemur vel haldin úr sjó, það hefur helst skyggt á gleðina að sjá nokkuð af fiski með bit eftir Sæsteinssuguna. Eins eru sumar árnar orðnar vatnslitlar svo það þarf bara smá úrhelli til að koma veiðinni í góðann gang aftur.

Veiði

Mikið um Sæsteinsugubit fyir austann

Svo virðist sem að það sé orðin regla frekar en undantekning að sjóbirtingur fyrir austan sé með Steinsuguförum. Fréttir berast frá Geirlandsá, úr Eldvatnsbotnum og úr Tungufljóti um illa útleikna sjóbirtinga í afla veiðimanna. Virðist sem að tíðnin fari vaxandi á milli ára, að minnsta kosti ef eitthvað er að marka upphaf sjóbirtingsvertíðarinnar nú í haust.

Veiði

Ætlar þú á rjúpu í haust?

Það eru alltaf einhverjir sem fá áhuga á skotveiði þegar vinirnir eru búnir að fara á námskeið og fara í nokkra veiðitúra. Til þess að fá tilskilinn réttindi og fræðslu um meðferð skotvopna, bráð og annað sem tengist veiðinni er skilyrði að sækja námskeið.

Veiði

Mikil veiði í Breiðdal og annar stórlax úr Hrútafjarðará

Samkvæmt frétt frá Þresti Elliðasyni hjá Strengjum þá eykst bara veiðin í Breiðdalsá þrátt fyrir erfiðar aðstæður, flóð, rok og núna kulda og síðustu tveir dagar hafa gefið tæplega 50 laxa á dag! Og mikið er það nýr smálax sem er að hellast inn í bland við stórlax og er ekkert lát á göngum. Um 1.130 laxar eru komnir á land og stutt í nýtt met frá því í fyrra sem var 1.178 svo reikna má með því að á bilinu 1.500-1.800 laxar verði lokatalan ef ekkert óvænt kemur upp á næstu þrjár vikur til mánaðamóta er veiði lýkur.

Veiði