Innherji
Fyrirsjáanleikinn ekki „sérlega mikill“ eftir ákvörðun Hagstofunnar
Ákvörðun Hagstofunnar um að skilgreina fyrirhugað kílómetragjald á öll ökutæki sem veggjald þannig að það sé tekið inn í mælingu á vísitölu neysluverðs kemur á óvart, að mati hagfræðings, og sú nálgun ólík þeim alþjóðlegu stöðlum og regluverki sem stofnunin hefur í meginatriðum fylgt í sambærilegum málum. Hann telur að með þessari niðurstöðu sé fyrirsjáanleikinn ekki „sérlega mikill“ en ávöxtunarkrafa stuttra verðtryggðra ríkisbréfa lækkaði mikið á markaði í dag.
Kílómetragjaldið fer inn í vísitöluna og krafa verðtryggðra ríkisbréfa lækkar
Fyrirhuguð upptaka kílómetragjalds á öll ökutæki í staðinn fyrir olíugjald verður tekið með í útreikninga á vísitöluneysluverðs, staðfestir Hagstofan, en óvissa hefur verið meðal markaðsaðila hvernig stofnunin myndi meðhöndla útfærslu á þeirri breytingu. Ávöxtunarkrafa stuttra verðtryggðra ríkisbréfa hefur lækkað skarpt í morgun þar sem nú er ljóst að mæld verðbólga verður hærri en ella í upphafi næsta árs vegna ákvörðunar Hagstofunnar.
Auknar kröfur til atvinnurekenda með nýrri tilskipun ESB
Eldri tilskipunin sem nú fellur úr gildi var á sínum tíma innleidd með kjarasamningum milli aðila vinnumarkaðarins. Enn á eftir að koma í ljós hvaða leið verður farin við innleiðingu á þessari nýju tilskipun ESB. Hins vegar hlýtur innleiðingin að kalla á breytingar á kjarasamningum, á bæði almennum og opinberum vinnumarkaði.
Evrópa er að segja að hún verði að fara íslensku leiðina í orkumálum
Ný skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu, sem leiddi meðal annars í ljós að sveiflukennt orkuverð er ein helsta ástæða efnahagsvanda álfunnar, undirstrikar að „íslenska leiðin“ með áherslu á langtímasamninga við stórnotendur er forsenda fjárfestinga og öflugs atvinnulífs, að mati forstjóra Landsvirkjunar. Hann telur að umræða um að grípa mögulega inn í tvíhliða samninga milli Landsvirkjunar og stórra viðskiptavina í tengslum við heimildir til endursölu, með því að kippa þeim úr sambandi eða breyta með lagasetningu, endurspegla „ótrúlega skammsýni og algjört þekkingarleysi.“
Loksins alvöru skaðabætur?
Það hefur lengi verið svo að þær bætur sem dómstólar hafa dæmt í málum sem höfðuð hafa verið vegna brota á hugverkaréttindum hafa verið lágar. Oft og tíðum það lágar að setja hefur mátt spurningamerki við það hvort þau varnaðaráhrif sem þessu réttarúrræði er ætlað að ná hafi í raun verið virk.
Verðbólguhjöðnun í kortunum sem gæti opnað á stóra vaxtalækkun í nóvember
Nokkuð skiptar skoðanir eru á meðal greinenda og hagfræðinga hversu hratt verðbólgan mun halda áfram að ganga niður þegar mælingin fyrir október verður kunngjörð síðar í vikunni, sú síðasta áður en peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í næsta mánuði. Gangi bjartsýnustu spár eftir um að árstaktur verðbólgunnar muni lækka niður í fimm prósent ætti það að auka líkur á að Seðlabankinn telji forsendur til að íhuga að minnsta kosti 50 punkta vaxtalækkun.
Hver á hvað og hvenær?
Fyrir dómstólum er nú tekist á um leiðir til að leiðrétta áunnin réttindi vegna hækkandi lífaldurs. Að mörgu er að hyggja í þeim efnum en mikið er rætt um jafnræði og eignarréttinn. Jafnræði hlýtur að felast í því að leiðréttingin sé sanngjörn og mín skoðun er að kerfisbundin tilfærsla á fjármunum á milli kynslóða geti seint talist sanngjörn.
Bitcoin, gull og hrávörur fá aukna athygli fjárfesta
Á undanförnum vikum hafa nokkrir af virtustu fjárfestum heims lýst áhyggjum sínum af óstöðugu efnahagsumhverfi í Bandaríkjunum. Sérstaklega hafa þeir áhyggjur af bandarískum ríkisskuldabréfum sem þeir telja ekki lengur bjóða upp á jafn örugga ávöxtun og þau hafa gert síðustu áratugina.
Telur æskilegt að lífeyrissjóðir beiti sér líkt og aðrir fjárfestar í skráðum félögum
Seðlabankinn er þeirrar skoðunar að það sé „æskilegt“ að lífeyrissjóðir, sem eru langsamlega stærstu fjárfestarnir á innlendum verðbréfamarkaði, beiti áhrifum sínum sem hluthafar í skráðum félögum í Kauphöllinni líkt og aðrir fjárfestar. Bankinn brýnir hins vegar fyrir lífeyrissjóðunum mikilvægi þess að stjórnarmenn séu sjálfstæðir í störfum sínum og eigi að gæta að hagsmunum sjóðsfélaga við að „hámarka ávöxtun eigna.“
Skattahvatar „mikilvægasta tólið“ hjá ríkinu til að styðja við hugverkaiðnað
Fjármálaráðherra hefur að stórum hluta dregið til baka upphafleg áform um verulega lækkun á endurgreiðsluhlutfalli og hámarki á frádráttárbærum kostnaði í tengslum við rannsóknir og þróun nýsköpunarfyrirtækja sem hefði, að mati hagsmunasamtaka í hugverkaiðnaði, valdið því að fyrirtæki myndu færa þróunarstarfsemi sína úr landi. Samtök iðnaðarins segja breytingarnar frá frumvarpsdrögum „jákvæðar“ en vilja sjá meira gert sem snýr að skattahvötum.
Rúin trausti!
Ríkisstjórnin sprakk! Að mörgu leyti er það áhugaverð saga þegar traust skapast þvert á allar spár og breytist svo í vantraust með nýju fólki og áherslum. Það er í sjálfu sér stutt á milli trausts og vantrausts. Fólk, fyrirtæki, stofnanir og heilu ríkisstjórnirnar geta tapað trausti á stuttum tíma en það er hins vegar erfiðara og lengra ferli að vinna sig upp úr vantrausti.
Unbroken sótti hálfan milljarð og stefnir að skráningu innan fárra ára
Íslenska sjávarlíftæknifélagið Unbroken, sem er meðal annars að stórum hluta í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur, hefur klárað hlutafjáraukningu upp á samtals hálfan milljarð króna í því skyni að efla alþjóðlega markaðssetningu á hinu „byltingarkennda“ fæðubótarefni. Virði félagsins í viðskiptunum er um 7,5 milljarðar en Unbroken fæðubótarefnið er núna selt til tuga landa.
Hvað er jafnræði?
Þegar rætt er um lífeyrissjóði og lífeyrisréttindi, eignarrétt sjóðfélaga og jafnræði, til dæmis milli kynslóða, vindur flækjustig umræðunnar fljótt upp á sig og auðvelt er að missa sjónar á grundvallaratriðum. Nú, þegar fyrir dómstólum er fjallað um umfangsmikil mál sem snúast um þessi hugtök, er vel við hæfi að leita eftir skýrum fókus í umræðunni og velta upp grundvallarspurningunni um hvað sé raunverulegt jafnræði í lífeyrissjóðakerfinu.
Seðlabankinn vill skoða að heimila lífeyrissjóðum að lána verðbréf
Hægt væri að auka skilvirkni og dýpt verðbréfamarkaða hér á landi með því að veita íslenskum lífeyrissjóðum, langsamlega stærstu fjárfestunum á markaði, frekari heimildir til afleiðuviðskipta og jafnframt leyfa þeim að lána hlutabréf eða skuldabréf sín, að sögn Seðlabankans. Vegna stærðar sinnar getur hegðun lífeyrissjóða heft „veruleg áhrif“ á verðmyndun á markaði og því sé jákvætt fyrir fjármálastöðuga að skoða leiðir sem gætu aukið þátttöku annarra fjárfesta.
Offramboð af ríkisstarfsmönnum
Alma Möller, Víðir Reynisson, Helgi Magnús Gunnarsson, Aðalsteinn Leifsson, Halla Hrund Logadóttir, Grímur Grímsson, Ragnar Þór Ingólfsson og svo mætti áfram telja. Allt á þetta fólk erindi að eigin mati. Beint úr þjónustu hins opinbera – eða því sem næst í tilviki Ragnars – og inn á þing.
Afkoma Icelandair var vel undir spám greinenda og gengið lækkaði skarpt
Minni eftirspurn á markaðnum til Íslands og lægri meðalfargjöld á flugi yfir Atlantshafið veldur því að rekstrarhagnaður Icelandair af farþegafluginu hefur skroppið saman um tæplega níutíu prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Uppgjör Icelandair fyrir þriðja fjórðung var nokkuð undir væntingum greinenda og fjárfesta en félagið sér fram á verulega bætta afkomu á næsta fjórðungi miðað við sama tíma í fyrra og horfurnar fyrir 2025 séu góðar samhliða því að sumir keppinautar eru að draga saman seglin.
Búast við að klára samrunann við Marel í árslok nú þegar styttist í samþykki ESB
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú gefið til kynna að hún sé reiðubúin að taka á móti formlegi tilkynningu vegna samruna John Bean Technologies (JBT) og Marel en stjórnendur bandaríska félagsins telja að yfirlýst áform um að klára viðskiptin undir árslok eigi að ganga eftir. Hlutabréfaverð JBT hefur rokið upp eftir að afkoman á þriðja ársfjórðungi var yfir væntingum greinenda en félagið skilaði mettekjum og framlegðin batnaði sömuleiðis verulega.
Aðaleigandi Geo Salmo fer fyrir ellefu milljarða fjárfestingafélagi
Fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem hagnaðist verulega fyrir fáeinum árum þegar erlendir fjárfestar keyptu Advania og síðar gagnavershluta fyrirtækisins, ræður yfir samtals um ellefu milljarða króna eignasafni hér á landi og er nánast skuldlaust. Miðað við bókfært virði á litlum eftirstandandi hlut þess í Advania var upplýsingatæknifyrirtækið, sem hefur stækkað hratt undanfarin ár, verðmetið á nærri 300 milljarða um síðustu áramót.
Hluturinn í Controlant er „stærsta óvissan“ í eignasafni Sjóvá
Ef Sjóvá hefði vitað um þau viðbótarréttindi sem fjárfestar fengu við útboð Controlant í árslok 2023, sem ver þá fyrir umtalsverðri gengislækkun í yfirstandandi hlutafjáraukningu, þá hefði tryggingafélagið ekki bókfært virði hlutarins hjá sér miðað við gengið 105 krónur á hlut, segir forstöðumaður fjárfestinga. Stjórnendur Sjóvá merkja aukna samkeppni í tryggingarstarfseminni eftir að einn af keppinautum félagsins, VÍS, sameinaðist Fossum fjárfestingabanka.
Hagar færa út kvíarnar og kaupa færeyskt verslunarfélag fyrir um níu milljarða
Smásölurisinn Hagar hefur náð samkomulagi við eigendur verslunarfélagsins P/F SMS í Færeyjum, sem rekur meðal annara átta Bónusverslanir, fyrir jafnvirði meira en níu milljarða króna í því skyni að auka umsvif félagsins í dagvöruverslun. Hinir færeysku eigendur SMS fá að hluta greitt með bréfum í Högum en fjárfestar taka vel í tíðindin og hlutabréfaverðið hækkað skarpt í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni.
Endurtekin tilboðsskylda – brýn minnihlutavernd eða óþarfa hömlur?
Reglur um yfirtökur á hlutabréfamörkuðum hafa það hlutverk að meginstefnu til að vernda hagsmuni minnihlutahluthafa við þær aðstæður þegar fjárfestir, einn eða í samstarfi við aðra, öðlast ráðandi hlut í félagi. Reglurnar gefa slíkum hluthöfum kost á því að losa sig út úr félagi á fyrir fram ákveðnu og sanngjörnu verði kjósi þeir svo. Allur gangur er hins vegar á því með hvaða hætti ríki útfæra þessar reglur og hve strangar þær eru.
Telur ókosti kauprétta hvað þeir geta verið „ófyrirsjáanlegir“ í niðurstöðum
Lífeyrissjóðurinn Gildi lagðist gegn kaupréttaráætlun sem var samþykkt á hluthafafundi Reita, rétt eins og sjóðurinn hefur gert í tilfelli annarra félaga að undanförnu, og vill að skoðaðar séu aðrar leiðir en kaupréttir þegar komið er á langtímahvatakerfi fyrir lykilstjórnendur. Gildi er langsamlega stærsti hluthafinn í Reitum, með um nítján prósenta hlut, en sá næst stærsti – Lífeyrissjóður verslunarmanna – studdi hins vegar tillögu stjórnar fasteignafélagsins um kaupréttarkerfið.
„Hraustleg lækkun“ á vanmati félaga eftir að markaðurinn tók loksins við sér
Eftir dræman árangur í samanburði við flesta erlenda hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið hefur íslenski markaðurinn, einkum núna þegar vaxtalækkunarferlið er farið af stað, loksins tekið við sér og það er margt sem vinnur með honum um þessar mundir, að mati hlutabréfagreinenda. Hækkandi hlutabréfaverð kemur hins vegar á sama tíma og það er að draga úr samkeppnishæfni Íslands eftir miklar launahækkanir og gengisstyrkingu á undanförnum árum.
Samþykktu hlutafjárhækkun til að verja tiltekna fjárfesta fyrir gengislækkun
Mikill meirihluti hluthafa samþykkti tillögu stjórnar Controlant um að fara meðal annars í hlutafjárhækkun í því skyni að gefa út uppbótarhluti til að verja þá fjárfesta, einkum lífeyrissjóði, sem höfðu komið inn í síðasta útboði fyrir þeirri miklu gengislækkun sem er fyrirséð í yfirstandandi útboðsferli. Útlit er fyrir að sömu lífeyrissjóðir muni leggja til um þriðjunginn af þeirri fjárhæð sem Controlant hyggst sækja sér í nýtt hlutafé á næstu vikum.
Einokun á umræðunni
Hiti er kominn í kjaraviðræður en kennarastéttin ákvað að sármóðgast á dögunum þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri benti á þá einföldu staðreynd að kennarar krefjast sífellt hærri launa fyrir sífellt minni kennslu. Sögðu kennarar fullyrðinguna lýsa algjöru skilningsleysi á kennarastarfinu og að um væri að ræða svívirðilega móðgun við stéttina.
Tiltrú fjárfesta mun aukast þegar það fæst betri innsýn í sölutekjur Alvotech
Fjárfestar bíða eftir að fá betri innsýn í tekjurnar vegna sölu á hliðstæðulyfi Alvotech við Humira í Bandaríkjunum, að mati fjárfestingabankans Barclays, en það hefur ráðið hvað mestu um að hlutabréfaverð félagsins er enn talsvert undir hæstu gildum fyrr á árinu. Greinendur bankans, sem segjast „sannfærðir“ um að Alvotech verði einn af þremur risunum á heimsvísu á sviði líftæknilyfja, álíta að uppgjör næstu mánaða muni auka tiltrú og traust markaðarins á tekjuáætlunum þess og nefna eins að með sérhæfðri lyfjaverksmiðju sé félagið með samkeppnisforskot á suma af helstu keppinautum sínum.
Nánast samstaða um vaxtalækkun og nefndin segir „áhrif hárra raunvaxta skýr“
Þótt einn nefndarmaður hefði fremur kosið að halda stýrivöxtum óbreyttum þá samþykktu allir í peningastefnunefnd að ráðast í fyrstu vaxtalækkun Seðlabankans í tæplega fjögur ár fyrr í þessum mánuði, en líklegt er talið að raunvaxtastigið eigi eftir að hækka frekar á næstunni. Samstaða nefndarinnar um 25 punkta lækkun, meðal annars með vísun til þess að útlit er fyrir að hægja sé hratt á umsvifum á húsnæðismarkaði og í efnahagslífinu, eykur enn líkur á að haldið verði áfram með vaxtalækkunarferlið í næsta mánuði – og sú lækkun verði þá stærri í sniðum.
Greinendur stóru bankanna með ólíka sýn á gengisþróun krónunnar
Skiptar skoðanir birtast í nýlegum hagspám viðskiptabankanna um horfurnar í gengisþróun krónunnar en á meðan hagfræðingar Landsbankans og Íslandsbanka telja útlit fyrir lítilsháttar styrkingu á allra næstu árum eru greinendur Arion heldur svartsýnni, sé litið til mats þeirra á undirliggjandi efnahagsþáttum og utanríkisverslun, og vænta þess að hún eigi eftir að veikjast. Gengið hefur styrkst nokkuð síðustu vikur, einkum með auknu innflæði vegna kaupa á ríkisbréfum, en heilt hefur krónan haldist afar stöðug á árinu.
Hvað verður um verðbólguna í janúar?
Nokkuð miklar líkur eru á því að verðbólga muni lækka mjög hratt í upphafi næsta árs og það hraðar en bjartsýnustu verðbólguspár gera ráð fyrir. Sú þróun mun skapa umhverfi til skarpara og hraðara vaxtalækkunarferlis en flestir telja líklegt.
Fordæmalaus húsleit þegar ESA beitti sjálfstæðum valdheimildum sínum
Fyrirvaralaus athugun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) hjá fjárfestingafélaginu Skel í tengslum við meinta markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf, fyrsta slíka aðgerðin sem ráðist hefur verið í hér á landi, kemur um einu ári eftir að málinu lauk með úrskurði áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Húsleit ESA, framkvæmd í gær og fjöldi manns kom að, er gerð í samræmi við ákvæði samkeppnislaga um sjálfstæða heimild stofnunarinnar til að framfylgja samkeppnisreglum EES-samningsins á Íslandi – og þarf hún ekki til þess úrskurð dómstóla.