Innherji

Bótaskylda fyrirtækja sem taka þátt í ólögmætu samráði
Nú þegar áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um ólögmætt verðsamráð Eimskipa og Samskipa velta eflaust margir viðskiptavina félaganna fyrir sér hvort unnt sé að sækja skaðabætur til þeirra vegna þessarar ólögmætu háttsemi.

Gildi einn stærsti hluthafinn í Oculis með um fimm milljarða stöðu
Lífeyrissjóðurinn Gildi var í byrjun ársins í hópi allra stærstu hluthafa Oculis, með eignarhlut sem er núna verðmetinn á um fimm milljarða, en eftir að framtakssjóðurinn Brunnur afhenti nýlega alla hlutafjáreign sína til sjóðsfélaga er enginn íslenskur fjárfestir með yfir fimm prósenta hlut í augnlyfjaþróunarfyrirtækinu. Hlutabréfaverð Oculis hefur lækkað um liðlega fjórðung á undanförnum vikum en erlendir greinendur telja félagið verulega undirverðlagt og hækkuðu sumir verðmat sitt eftir ársuppgjör.

Alvotech kaupir þróunarstarfsemi Xbrane og stefnir að skráningu í Svíþjóð
Alvotech hefur haslað sér völl innan sænska líftæknigeirans, sem er einn sá stærsti á heimsvísu, með kaupum á allri þróunarstarfsemi Xbrane Biopharma ásamt fyrirhugaðri hliðstæðu félagsins fyrir nærri fjóra milljarða. Þá segist Alvotech, sem er fyrir skráð á markað á Íslandi og í Bandaríkjunum, ætla að skoða þann möguleika að skrá félagið í kauphöllina í Stokkhólmi innan fárra ára.

Vaxtalækkun í takt við væntingar en nefndin telur enn þörf á „þéttu“ aðhaldi
Samstaða var á meðal nefndarmanna peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka vexti um 25 punkta, sem var í samræmi við væntingar greinenda og markaðsaðila, en samtímis háu raunvaxtastigi er verðbólgan að hjaðna á breiðum grunni og útlit fyrir að hún minnki áfram á næstu mánuðum. Nefndin undirstrikar hins vegar sem fyrr að áfram verði þörf á „þéttu taumhaldi peningastefnunnar.“

Tollastríð ætti að minnka efnahagsumsvif og styðja við vaxtalækkanir
Fjárfestum er ekki stætt á öðru en að taka hótanir Donalds Trump um tolla á helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna alvarlega, fremur en að telja að um sé að ræða samningatækni, og ljóst að verði af tollastríði mun það hafa „ótvíræð“ neikvæð áhrif á efnahagsumsvifin hér á landi, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann telur frekar líkur standa til þess að tollastríð eigi eftir að draga úr verðbólgu og ætti af þeim sökum að styðja við vaxtalækkunarferli Seðlabankans.

Öryggishagsmunir Íslands í viðsjárverðum heimi
Evrópu mun væntanlega stafa ógn af Rússum um ófyrirsjáanlega framtíð. Hver framvinda mála verður í Bandaríkjunum er erfiðara að spá um. Íslensk stjórnvöld og almenningur þurfa að vera við öllu búin og ræða um öryggishagsmuni landsins af yfirvegun en ekki fyrirframgefinni afstöðu manna til álitamála sem nú hafa gjörbreyst.

Freista þessa að selja Frumherja og um fimm milljarða fasteignasafn
Frumherji hefur verið sett í formlegt söluferli en eigendur félagsins, sem er umsvifamest á Íslandi á sviði skoðana og prófana á meðal annars bifreiðum, áforma einnig að selja frá sér fasteignasafnið sem telur yfir átta þúsund fermetra. Núverandi hluthafar Frumherja eignuðust fyrirtækið að fullu fyrir fáeinum árum þegar þeir keyptu út meðfjárfesta sína.

Fjármálaráðherra leggur til óbreytt bankaráð hjá Landsbankanum
Engar breytingar verða gerðar á sjö manna bankaráði Landsbankans á komandi aðalfundi en núverandi aðalmenn komu allir nýir inn í bankaráðið fyrir aðeins um einu ári eftir að þáverandi bankaráðsmönnum var öllum skipt út fyrir að hafa vanrækt upplýsingaskyldu sína, að mati Bankasýslunnar, við umdeild kaup á TM. Þrátt fyrir að vera ekki tilnefndur af fjármálaráðherra hefur Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi Alþingisþingmaður, engu að síður boðið sig fram í bankaráð Landsbankans.

Raunarðsemin umtalsvert lægri en hjá öðrum stórum norrænum bönkum
Að teknu tilliti til boðaðrar arðgreiðslu síðar í vikunni þá nema uppsafnaðar útgreiðslur til hluthafa Arion á undanförnum fjórum árum – bæði í formi arðs og kaupa á eigin bréfum – samtals um 124 milljörðum, eða sem nemur vel yfir helmingi af núverandi markaðsvirði bankans. Þrátt fyrir að skila betri afkomu en hinir stóru bankarnir á Íslandi þá var raunarðsemi Arion á árinu 2024 umtalsvert lægri borið saman við aðra kerfislega mikilvæga banka á Norðurlöndunum.

Taki varkárt skref með 25 punkta lækkun í skugga óvissa og yfirvofandi tollastríðs
Nánast óbreytt raunvaxtaaðhald frá síðasta fundi þýðir að peningastefnunefndin mun aðeins hafa svigrúm til að lækka vextina um 25 punkta í þetta sinn, að mati mikils meirihluta markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, þar sem myndarleg hjöðnun verðbólgu mun vega þyngra en óvænt hækkun verðbólguvæntinga heimila. Góðar líkur eru á að vaxtalækkunarferlið haldi áfram síðar á árinu, einkum ef peningastefnunefnd fer að hefja hægfara losun á aðhaldinu, og mjög verður horft til skilaboða Seðlabankans í vikunni hvaða áhrif stóraukin óvissa í alþjóðamálum og yfirvofandi tollastríð kunni að hafa á efnahagsumsvifin.

Þarf meira til en samnýtingu innviða eigi að minnka kostnað fjármálakerfisins
Þótt að það tækist að stuðla samnýtingu á innviðum íslenskra banka þá myndi það eitt og sér ekki leiða til mikillar lækkunar á kostnaði og myndi sömuleiðis ekki skila þeim „verulega ávinningi“ sem fjármálakerfið og hagkerfið þarf á að halda, að mati stjórnarformanns Arion, og var aðalástæða þess að bankinn vildi láta reyna á sameiningu við Íslandsbanka. Hann segir Ísland enn vera með „hlutfallslega stórt“ og um margt óskilvirkt fjármálakerfi, en það birtist meðal annars í þeim viðbótarkostnaði sem fylgir því að bönkunum er gert að fjármagna sig að stærri hluta með eigið fé en þekkist í öðrum löndum.

Spáir hægfara hækkun á framlegðarhlutfalli JBTM og telur félagið undirverðlagt
Þrátt fyrir „hófsama“ spá hlutabréfagreinanda um að framlegðarhlutfall sameinaðs félags JBT og Marel muni hækka smám saman á næstu árum í 38 prósent – það var 36,7 prósent í fyrra – þá er félagið samt nokkuð undirverðlagt um þessar mundir, samkvæmt nýrri greiningu. Metinnflæði var í nýjum pöntunum á síðasta fjórðungi en líklega vilja stjórnendur gera enn betur og ná pantanabókinni upp fyrir 38 prósent af tekjum.

Kaupin í Sýn gætu verið „öfug leið“ að skráningu verslunarfélaga í eigu SKEL
Markmiðið með kaupum SKEL á ríflega tíu prósenta hlut í Sýn gæti verið undanfari þess að vilja láta reyna á samrunaviðræður við Samkaup/Heimkaup og þannig fara öfuga leið að boðaðri skráningu verslunarsamsteypunnar á hlutabréfamarkað, að mati hlutabréfagreinanda. Kaupin hjá SKEL voru gerð aðeins örfáum dögum fyrir aðalfund Sýnar en sennilegt er talið að stjórnendur fjárfestingafélagsins muni fara fram á að boðað verði til nýs hluthafafundar í því skyni að tilnefna fulltrúa sinn í stjórn fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins.

Yfir fimmtíu milljarða evrugreiðsla ætti að létta á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða
Væntanleg reiðufjárgreiðsla í evrum til lífeyrissjóða, sem hluti af uppgjöri HFF-bréfa til að greiða fyrir slitum á gamla Íbúðalánasjóðnum, ætti að létta nokkuð á gjaldeyrismarkaðnum til skamms tíma en umfangið jafngildir samanlögðum hreinum gjaldeyriskaupum sjóðanna yfir um átta mánaða tímabil. Lífeyrissjóðirnir fengu sömuleiðis í sinn hlut jafnvirði um fimmtíu milljarða í erlendum gjaldeyris í byrjun ársins sem hefur valdið því að hægt hefur nokkuð á umsvifum þeirra á gjaldeyrismarkaði.

Hvað hefur gerst frá lækkun bankaskatts?
Reglulega kemur upp umræða um áhrif af lækkun hins svokallaða bankaskatts á skuldir fjármálafyrirtækja sem tók gildi árið 2020. Spurt hefur verið hvort að sú lækkun hafi skilað sér til viðskiptavina bankanna og þá að hve miklu leyti.

Sigurlaug selur alla hluti sína í ION Hotels og fasteignafélaginu Hengli
Sigurlaug Sverrisdóttir, sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ION Hotels undanfarin tólf ár, hefur selt alla hluti sína í félögunum Hengill Fasteignir og ION Hotels. Fyrir söluna átti Sigurlaug um 23 prósenta óbeinan hlut í fasteignafélaginu á meðan hún fór með fjórðungshlut i félaginu sem heldur utan um hótelreksturinn.

Skipulagður skortur
Hlutverk sveitarfélaga er að stuðla að jafnvægi á húsnæðismarkaði, hagkvæmri húsnæðisuppbyggingu og -öryggi. Ljóst er að skipulagsyfirvöld hafa frekar beint sjónum að öðrum markmiðum eins og samgöngum og þéttingu byggðar. Það eru að sönnu mikilvæg markmið en þau réttlæta ekki að sveitarfélögin vænræki helstu skyldur sínar og sinni ekki lögbundnu hlutverki sínu.

Ekki meira innstreymi í ríkisbréf í eitt ár með auknum kaupum erlendra sjóða
Eftir nokkuð lítil umsvif erlendra skuldabréfasjóða í kaupum á íslenskum ríkisverðbréfum að undanförnu þá jukust þau verulega í febrúar með fjármagnsinnflæði upp á meira en átta milljarða. Fjárfesting erlendra sjóða hefur ekki verið meiri í einum mánuði í eitt ár, sem átti sinn þátt í að ýta undir óvænta gengisstyrkingu krónunnar, og kemur á sama tíma og langtímavaxtamunur við útlönd hefur heldur farið lækkandi.

Alvogen býst við hækkun á lánshæfi eftir fjárhagslega endurskiplagningu
Alvogen Pharma í Bandaríkjunum gerir ráð fyrir því að Standard & Poors muni á næstu dögum uppfæra lánshæfiseinkunn samheitalyfjafyrirtækisins, meðal annars með hliðsjón af breyttri fjármagnsskipan eftir að félagið kláraði endurfjármögnun á langtímalánum þess. Matsfyrirtækið gaf út lánhæfiseinkunn til skamms tíma fyrir helgi sem var sagt endurspegla valkvætt greiðsluþrot á hluta af útistandandi skuldum Alvogen.

Að vera eða ekki vera skjölunarskylt félag
Að vera eða ekki vera skjölunarskylt félag, þarna er efinn. Það ætti hið minnsta að vera spurningin sem forsvarsmenn félaga, sem eiga í hvers konar viðskiptum yfir landamæri við tengda aðila, ættu að spyrja sig að í kjölfar nýlegs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Íslenska Kalkþörungafélagsins gegn íslenska ríkinu.

Íbúðaskorturinn veldur því að séreignastefnan er á „hröðu undanhaldi“
Nú er svo komið að um fimm prósent landsmanna, nánast einvörðungu þeir sem eru fimmtíu ára og eldri, eiga um þrjátíu prósent allra íbúða á landinu með markaðsvirði sem nemur um helmingi af stærð lífeyrissjóðakerfisins, segir framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélagsins. Vegna lóða- og íbúðaskorts fjölgar ört þeim einstaklingum sem ná ekki að eignast húsnæði, sem veldur því að þeim tekst ekki að byggja upp eigið fé, og afleiðingin er sú að séreignastefnan er á „hröðu undanhaldi.“

Þróun á fasteignamarkaði eykur verulega misskiptingu auðs á Íslandi
Þróunin á fasteignamarkaði undanfarin ár, sem hefur einkennist af lóða- og íbúðaskorti og vaxandi erfiðleikum yngra fólks við að eignast þak yfir höfuðið, hefur breytt samfélagi okkar til verri vegar. Eignastaðan á fasteignamarkaði ræður því hvort íslenskur almenningur hefur efnahagslega stöðu á síðari hluta ævinnar til að styðja sína afkomendur og bæta lífsgæði sín. Þróunin á fasteignamarkaði leiðir til þess að bilið breikkar hratt á milli þeirra sem eiga og eiga ekki.

Alvogen klárar rúmlega níutíu milljarða endurfjármögnun á lánum félagsins
Alvogen í Bandaríkjunum hefur klárað langþráða endurfjármögnun á lánum samheitalyfjafyrirtækisins að jafnvirði um 90 milljarða króna frá hópi sérhæfðra bandarískra stofnanafjárfesta. Matsfyrirtækið S&P lækkaði lánshæfismat sitt á Alvogen í byrjun ársins ásamt því að setja félagið á svonefndan athugunarlista og vísaði þá meðal annars til óvissu vegna endurfjármögnunar á skuldum þess.

Beint tap ríkisins af lægra virði banka vegna sértækra skatta yfir 60 milljarðar
Samkeppnishæfni íslenska fjármálakerfisins er léleg, meðal annars út af miklum opinberum álögum, og bankaskattar valda því að virði eignarhluta ríkisins í bönkum er um 64 milljörðum lægra en ella til viðbótar við óbein áhrif í formi minni hagvaxtar og fjárfestingar, að sögn bankagreinanda. Hann telur að vaxtamunur banka sé „stórlega ofmetinn og rangtúlkaður“ í almennri umræðu og kemst að þeirri niðurstöðu að Arion sé talsvert undirverðlagður á markaði.

Hjörleifur tekur við stjórnarformennskunni í Festi í stað Guðjóns
Þrátt fyrir að vera kjörinn áfram til stjórnarstarfa þá hefur Guðjón Reynisson, stjórnarformaður Festi í meira en þrjú ár, gefið eftir formennskuna til Hjörleifs Pálssonar eftir að ný stjórn skipti með sér verkum að loknum aðalfundi félagsins fyrr í dag. Talsverðar breytingar urðu sömuleiðis á tilnefningarnefnd smásölurisans en fyrrverandi formaður hennar, sem var gagnrýnd fyrir störf nefndarinnar af stórum hluthafa á átakafundi fyrir um ári, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa.

Meirihluti fólks á barneignaraldri verði brátt „leiguliðar þeirra sem eldri eru“
Á undanförnum tveimur áratugum hefur hlutfall íbúða í eigu fólks á barneignaraldri lækkað talsvert á sama tíma og það fjölgar verulega í hópi þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri sem fjárfesta í íbúðum til viðbótar þeirri sem þeir búa í, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka þróunarfélags. Samkvæmt gögnum sem hann hefur dregið fram má sjá að öll aukningin í viðbótaríbúðum sem hafa bæst á markaðinn á því tímabili hafa farið til þeirra sem eldri eru.

Stórfelld tilfærsla fasteigna milli kynslóða
Á sama tíma og þeim fækkar hratt sem eiga eigið húsnæði og eru undir fimmtugu fjölgar stórlega í hópi þeirra sem eru yfir fimmtugu og eiga tvær íbúðir eða fleiri.

Trump ekki boðað friðaráætlun fyrir Úkraínu heldur undanhald og flótta frá prinsippum
Það sem komið hefur frá Trump og hans mönnum er auðvitað ekki friðaráætlun fyrir Úkraínu, heldur undanhald og flótti frá prinsippum. Þá hefur Trump stjórnin ofan í kaupið hallað Bandaríkjunum að Rússum og sjónarmiði þeirra um að Úkraína beri í reynd ábyrgð á stríðinu, gagnrýnt Zelensky Úkraínuforseta og niðurlægt – og tekið ennfremur undir lýsingar Rússa á honum sem einræðisherra.

Tveir lífeyrissjóðir selja stóran hluta af stöðu sinni í Eik
Einn stærsti fjárfestirinn í Eik hefur á síðustu vikum selt verulegan hluta af stöðu sinni en hlutabréfaverð fasteignafélagsins er niður um meira en tíu prósent frá því um miðja febrúarmánuð. Á sama tíma og tveir lífeyrissjóðir hafa verið minnka talsvert við sig í Eik hefur meðal annars umsvifamikill verktaki verið að kaupa í félaginu og er nú meðal stærstu hluthafa.

Verðlagning hagnaðar íslenskra hlutabréfa lækkar
Ólíkt leitni CAPE fyrir Úrvalsvísitöluna til lækkunar, hefur hlutfall virðis á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði fyrir bandarísku hlutabréfavísitöluna S&P 500 haldið áfram að hækka og stendur nú nærri sögulega háum gildum.