Jól

Allir vilja nýtt bros fyrir jólin

Það er greinilega nóg að gera hjá stúlkunum sex sem sitja þétt saman og vinna á tannsmíðastofunni í Vegmúla 2. Þær líta varla upp þó blaðasnápur gægist inn um gættina og biðji um smá viðtal. "Æ, má það ekki bíða fram á næsta ár? 

Jól

Jólin í Kattholti

Í Kattholti koma jól eins og annarsstaðar á landinu og kisurnar þar eru farnar að hlakka til. Þær eru að minnsta kosti mjög spenntar yfir öllu skrautinu, að sögn Sigríðar Heiðberg, forstöðukonu Kattholts. Hversu margir kettir má búast við að haldi jól í Kattholti? 

Jól

Fæ kannski jólabarn í fangið

"Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég á vakt um jólin, ég hef unnið á jólunum svona sjö-átta sinnum. Ég hef verið á ýmsum deildum úti á landi og þegar ég var yngri vann ég á æfinga og endurhæfingadeild Landspítalans í Kópavogi. Núna verð ég svo á vökudeildinni að passa glæný jólabörn.

Jól

Jólin í fangelsinu

Vigfús segir misjafnt hvernig stemmingin er í fangelsinu á jólunum og að hún fari eftir samsetningunni á mannskapnum. "Í augnablikinu lítur út fyrir að hér gætu verið eitthvað yfir tíu manns. Svo veit maður aldrei. 

Jól

Hrærður yfir viðtökunum

"Ég gerði það bara að gamni mínu og vildi prófa það strax þegar ekki samdist við þá tvo útgefendur sem ég talaði við. Auðvitað kostar skildinginn að gera svona og allt eftir því hvað menn leggja mikið í plötuna, en viðmiðið er þrjú til fjögur þúsund plötur. Ég er að minnsta kosti kominn réttu megin við strikið að borga kostnaðinn," segir hann hlæjandi og ánægður.

Jól

Handmálaðar kúlur

"Venjulega eru það útlendingar sem kaupa mest af íslenska skrautinu en Íslendingar hafa fallið fyrir því líka og þá sérstaklega handmáluðu glerkúlunum með íslensku jólasveinunum," segir Elín Anna Þórisdóttir í Jólahúsinu.

Jól

Jólin í beinni

Þessi jól verða skrítin þar sem þetta eru fyrstu jólin sem við og kærasta mín ætlum að halda saman og við ætlum að halda þau í beinni útsendingu," segir Birgir. Birgir stendur fyrir gjörningnum ÍBÚÐIN á Listasafni Íslands þar sem hann sendir beinar útsendingar úr íbúðinni sinni út á netið.

Jól

Baggalútur útskýrir jólasiðina

<strong>Baggalútur</strong> gaf nýverið út sína fyrstu bók, <strong>Sannleikurinn um Ísland</strong>. Þar er dregin upp óvenjuleg mynd af Íslandi og Íslandssögunni. <strong>Fókus</strong> fékk Baggalút til að leiða lesendur í sannleikann um jólin og hina fjölmörgu siði sem þeim fylgja.

Jól

Karlar í nærbuxum

Á jólasýningu Handverks og hönnunar í Aðalstræti tekur á móti manni jólatré fagurlega skreytt með litlum glettilegum tréfígúrum. Kerlingar í blómakjólum og hreindýr með horn úr palíettum gægjast á milli trjágreina og er ekki annað hægt en að brosa þegar komið er að trénu og þessi litlu augu blikka mann eitt augnablik.

Jól

Jólasveinar í Þjóðminjasafninu

Í ár, eins og endranær, munu íslensku jólasveinarnir koma við í Þjóðminjasafninu. Þeir eru hrekkjóttir pörupiltar sem eiga dálítið erfitt með að átta sig í tæknivæddri nútímaveröld en eiga lítið skylt við hinn alþjóðlega Sankti Kláus.

Jól

Fimm börn unnu í litasamkeppni

Fimm krakkar hlutu verðlaun í litasamkeppni Dótabúðarinnar í gær. Þau voru Elvar, Thelma Mjöll, Rakel Sif, Alexander og Árni Már og voru meðal 94 barna sem sendu inn teikningar í keppninni.

Jól

Dós sem spilar íslenskt lag

Spiladós með hinu geðþekka jólalagi Það á að gefa börnum brauð eftir Jórunni Viðar fæst í versluninni Kirsuberinu á Vesturgötu 4 í Reykjavík. Það er Margrét Guðnadóttir, einn eigenda Kirsubersins, sem á heiðurinn að framtakinu en hún lét fyrir tveimur árum gera spiladósir með íslenskum þjóðlögum.

Jól

Jólatré höggvin í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til jólatrjáahátíðar í Heiðmörk á morgun þar sem félagsmönnum gefst færi á að velja sér og höggva jólatré.

Jól

Gleði á Barnaspítala Hringsins

Mikil gleði ríkti á Barnaspítala Hringsins í dag þegar jólasveinar komu þangað í heimsókn. Stekkjarstaur og félagar sungu og spjölluðu við börnin og var þeim að vonum vel tekið. Jólasveinarnir ætla ekki að láta þessa heimsókn nægja eina og sér, heldur ætla þeir að mæta á jólaball Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna

Jól

Lúxusdvöl og innkaup í Keflavík

Þetta hefur mælst mjög vel fyrir," segir Steinþór Jónsson hótelstjóri. "Á þessum fjórum árum hefur bærinn tekið miklum breytingum og okkur finnst einstaklega gaman að vera þátttakendur í svona verkefni, ekki síst þegar við sjáum að mikið er að gerast og bærinn að blómstra.

Jól

Hátt í fjögur þúsund fá aðstoð

Um 2.000 manns hafa sótt til Mæðrastyrksnefndar fyrir þessi jól. Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að verði ásóknin jafn mikil síðustu tvo daga úthlutunarinnar og hún hafi verið verði allt í járnum hjá nefndinni.

Jól

15 metra hermaður

Það eru fleiri en Íslendingar sem fara stundum yfir um í jólaskreytingunum. 15 metra hár hermaður búinn til úr jólaseríum er risinn í Kaliforníu. Sjálfboðaliðar komu skreytingunni upp til heiðurs bandarískum hermönnum í Írak. Mörg hundruð metrar af jólaseríum fóru í verkið, og hver einasta pera var límd sérstaklega með límbandi.

Jól

Fastar hefðir fylgja piparkökubaks

Þær eru hressar vinkonurnar sem hafa bakað piparkökur saman á aðventunni í 14 ár, ásamt börnum sínum. Kjarnann mynda sjö konur sem voru bekkjarsystur í barnaskólanum á Húsavík frá sjö ára aldri en eru nú 43 ára og búa á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar segjast þær gera margt fleira saman en að baka piparkökur.

Jól

Fyrstu pakkarnir afhentir

Fulltrúar frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Fjölskylduhjálp Íslands fengu fyrstu pakkana sem safnast hafa undir jólatré Kringlunnar afhenta í dag. Kringlan og Bylgjan í samstarfi við Íslandspóst standa fyrir söfnuninni, undir jólatré Kringlunnar. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin sjá svo um að koma pökkunum til þeirra sem á þurfa að halda, svo allir geti haldið gleðileg jól.

Jól

Pósturinn til Lapplands

Á pósthúsi jólasveinsins í Lapplandi eru starfsmenn sem álfar og um hendur þeirra fara um hálf milljón bréfa sem send eru til jólasveinsins um þessi jól.

Jól

Uppruni jólablands óþekktur

Hefð er fyrir því á íslenskum heimilum að skola hangikjöti, laufabrauði og öðru jólameti niður með blöndu af malti og appelsíni. Siðurinn er allgamall en þó virðist nokkuð á huldu hvernig hann er tilkominn.

Jól

Jólablóm með góðum ilmi

Hýasinta hefur tekið sér sess sem ein af jólaplöntunum hjá okkur en víða erlendis er hún vorblóm. Hýasintan er laukplanta, þannig að allur næringarforði er í lauknum og þarf hún því í raun og veru ekki að vera í mold. Laukurinn sjálfur á ekki að vera í vatni en ræturnar þurfa að fá vatn og passa þarf að halda að þeim raka.

Jól

Rambaði á góðan fisk

"Ég er ekki með fastar hefðir kringum jólahaldið heldur haga því dálítið eins og andinn blæs mér í brjóst hverju sinni," segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur innt eftir sínum jólasiðum. Samtalið fer fram gegnum síma þar sem Steinunn býr í grennd við Montpellier í Frakklandi og er ekkert á leiðinni heim til Íslands fyrir hátíðirnar. 

Jól

Pakkar afhentir á morgun

Pakkar sem safnast hafa undir jólatré Kringlunnar, til Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands verða afhentir á morgun klukkan 11 við jólatré Kringlunnar. Fulltrúar Kringlunnar, Bylgjunnar og Íslandspósts munu afhenda fulltrúum frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Fjölskylduhjálpar Íslands fyrstu pakkana sem safnast hafa undir jólatré Kringlunnar.

Jól

Vill rjúpu á jólaborðið

Í svartasta skammdeginu, þegar dagsbirtan varir aðeins í nokkrar mínútur í senn, er ekkert betra en að horfa á myndir af Íslandi í sól. Þetta er því einmitt tíminn til að horfa á mynd um veiði," segir Eggert Skúlason sem á dögunum gaf út DVD-diskinn Veiðiperlur.

Jól

Jólastyrkjum úthlutað

Jólastyrkjum verður úthlutað í samkomusal Hjálpræðishersins núna á laugardaginn. Fulltrúar fjölskyldna sem sótt hafa um styrk mega koma milli klukkan 10 og 12 og einstaklingar milli klukkan eitt og þrjú.

Jól

Jólatré bernsku minnar

Jólatré bernsku minnar er sýning í handverksmiðstöðinni Punktinum við Kaupvangsstræti á Akureyri. Sum jólatrén eru nýskreytt en önnur líta út eins og þau komu af háaloftinu.  </font />

Jól

Niður með jólaljósin

Kúbversk stjórnvöld hafa krafist þess að bandaríska sendinefndin á Kúbu taki niður jólaskreytingar sem skreyta húsnæði þess í Havana. Ástæðan er sú að hluti af jólaskreytingunni er talan 75, sem er stuðningsyfirlýsing við 75 kúbverska andófsmenn sem voru dæmdir í allt að 28 ára fangelsi fyrr á árinu.

Jól