Hrærður yfir viðtökunum 18. desember 2004 00:01 "Ég er bara mjög hrærður yfir því hve platan hefur selst vel," sagði söngvarinn ástsæli Raggi Bjarna þegar honum var óskað til hamingju með fyrstu gullplötuna á ferlinum, sem hann fékk þegar afmælisplatan Vertu ekki að horfa hafði selst í meira en 5.500 eintökum. "Þetta er fyrsta gullplatan sem ég fæ persónulega, en í gamla daga var ekki talið eins og í dag, þótt salan væri góð. Plata Sumargleðinnar fór í gull 1981 og ég var á henni ásamt fleiri góðum listamönnum," segir Raggi, sem sjálfur gaf út afmælisplötuna sem inniheldur lög frá hálfrar aldar söngferli hans. "Ég gerði það bara að gamni mínu og vildi prófa það strax þegar ekki samdist við þá tvo útgefendur sem ég talaði við. Auðvitað kostar skildinginn að gera svona og allt eftir því hvað menn leggja mikið í plötuna, en viðmiðið er þrjú til fjögur þúsund plötur. Ég er að minnsta kosti kominn réttu megin við strikið að borga kostnaðinn," segir hann hlæjandi og ánægður. Þegar Raggi er spurður hvers vegna platan fór í gull segir hann ástæðuna vera þær gullnu melódíur sem alltaf hafi vinninginn fram yfir tískusveiflur. "Ég hafði alltaf svo mikla trú á þessari plötu. Var með toppfólk í hverju rúmi og það hjálpar auðvitað mikið til við útkomuna. Ég býst við að margir samferðamenn mínir hafi keypt plötuna svo og yngra fólkið sem ólst upp við lögin mín og á við þau ljúfar minningar." Raggi á sér draum um að syngja inn á fallega jólaplötu um næstu jól. "Ég hef ekki sungið nema fjögur útgefin jólalög um dagana; en það eru Hvít jól með Ellý, Litli trommuleikarinn, Þegar líða fer að jólum og nú lagið í jólaþætti Hemma; Oss barn er fætt. Mig langar að fá almennilegan mannskap í lið með mér og skella mér í jólaplötu. Er einmitt með þessa gamaldags Bing Crosby-jólarödd," segir hann og hlær dátt úti í snjónum. Innlent Jól Menning Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóla-aspassúpa Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Sósan má ekki klikka Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Súkkulaðikransatoppar Jólin
"Ég er bara mjög hrærður yfir því hve platan hefur selst vel," sagði söngvarinn ástsæli Raggi Bjarna þegar honum var óskað til hamingju með fyrstu gullplötuna á ferlinum, sem hann fékk þegar afmælisplatan Vertu ekki að horfa hafði selst í meira en 5.500 eintökum. "Þetta er fyrsta gullplatan sem ég fæ persónulega, en í gamla daga var ekki talið eins og í dag, þótt salan væri góð. Plata Sumargleðinnar fór í gull 1981 og ég var á henni ásamt fleiri góðum listamönnum," segir Raggi, sem sjálfur gaf út afmælisplötuna sem inniheldur lög frá hálfrar aldar söngferli hans. "Ég gerði það bara að gamni mínu og vildi prófa það strax þegar ekki samdist við þá tvo útgefendur sem ég talaði við. Auðvitað kostar skildinginn að gera svona og allt eftir því hvað menn leggja mikið í plötuna, en viðmiðið er þrjú til fjögur þúsund plötur. Ég er að minnsta kosti kominn réttu megin við strikið að borga kostnaðinn," segir hann hlæjandi og ánægður. Þegar Raggi er spurður hvers vegna platan fór í gull segir hann ástæðuna vera þær gullnu melódíur sem alltaf hafi vinninginn fram yfir tískusveiflur. "Ég hafði alltaf svo mikla trú á þessari plötu. Var með toppfólk í hverju rúmi og það hjálpar auðvitað mikið til við útkomuna. Ég býst við að margir samferðamenn mínir hafi keypt plötuna svo og yngra fólkið sem ólst upp við lögin mín og á við þau ljúfar minningar." Raggi á sér draum um að syngja inn á fallega jólaplötu um næstu jól. "Ég hef ekki sungið nema fjögur útgefin jólalög um dagana; en það eru Hvít jól með Ellý, Litli trommuleikarinn, Þegar líða fer að jólum og nú lagið í jólaþætti Hemma; Oss barn er fætt. Mig langar að fá almennilegan mannskap í lið með mér og skella mér í jólaplötu. Er einmitt með þessa gamaldags Bing Crosby-jólarödd," segir hann og hlær dátt úti í snjónum.
Innlent Jól Menning Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóla-aspassúpa Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Sósan má ekki klikka Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Súkkulaðikransatoppar Jólin