Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Forstjóri Haga segir stöðvun framkvæmda við Álfabakka 2 að hluta hafa áhrif á áform félagsins um flutning hluta starfsemi þess í húsnæðið. Hagar geri ráð fyrir því að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins og lausn finnist sem allir geti fellt sig við. Viðskipti innlent 31.1.2025 16:09
Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Milla Ósk Magnúsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu ACT4 . ACT4 var stofnað í lok árs 2022 og sér um að þróa og fjármagna framleiðslu á íslensku sjónvarps- og kvikmyndaefni fyrir alþjóðamarkað. Viðskipti innlent 31.1.2025 14:11
Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Áætlað er að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum skuldabréfum og lánaumsýslu gæti numið nokkrum milljörðum króna. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hvetja stjórnvöld til að breyta lögum svo ávinningur rafrænna þinglýsinga nái betur fram að ganga. Viðskipti innlent 31.1.2025 14:06
Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýruvexti um 50 punkta þannig að þeir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent. Viðskipti innlent 30.1.2025 13:57
Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Átján vinnustaðir og verkefni eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský, sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun afhenda á UTmessunni í Hörpu föstudaginn 7. febrúar. UT-verðlaunin eru veitt fyrir mikilvægt framlag til upplýsingatækni á Íslandi, en þau eru nú veitt í sextánda sinn. Viðskipti innlent 30.1.2025 12:41
Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Ráðstefnan Fjármálaþjónusta framtíðarinnar fer fram í Hörpu milli klukkan 13 og 16 í dag. Viðskipti innlent 30.1.2025 12:32
Rannveig kjörin heiðursfélagi Félag viðskipta- og hagfræðinga hefur kosið Rannveigu Sigurðardóttir, fyrrverandi varaseðlabankastjóra peningastefnu, heiðursfélaga FVH. Viðskipti innlent 30.1.2025 11:19
Icelandair hefur flug til Miami Icelandair tilkynnti í dag um nýjan áfangastað flugfélagsins. Það er Miami í Flórída ríki Bandaríkjanna. Fram kemur í tilkynningu að flogið verði til borgarinnar þrisvar í viku. Viðskipti innlent 30.1.2025 11:15
Verðbólga mjakast niður á við Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27 stig á milli mánaða í janúar. Ársverðbólga mældist 4,6 prósent sem var 0,2 stigum minna en í desember. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um sextán prósent frá því í desember en áfengi og tóbak hækkuðu um tæp fjögur prósent. Viðskipti innlent 30.1.2025 09:25
Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Samkaup hefur ráðið Drífu Lind Harðardóttur í stöðu fræðslustjóra í mannauðsteymi fyrirtækisins á verslana- og mannauðssviði. Viðskipti innlent 30.1.2025 08:05
Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Íslensk stjórnvöld hafa fallist á að tryggja að hagnaðardrifin starfsemi Sorpu verði færð í hlutafélag sem er tekjuskattsskylt. Þannig hefur ríkið skuldbundið sig til þess að hætta ríkisaðstoð við Sorpu, sem er óheimil samkvæmt EES-samningnum. Viðskipti innlent 29.1.2025 12:01
Markaðurinn væntir vaxtalækkana Niðurstöður könnunar Seðlabankans meðal markaðsaðila gefa til kynna að verðbólguvæntingar þeirra til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember. Þeir vænti þess að stýrivextir verði orðnir 5,75 prósent eftir tvö ár. Viðskipti innlent 29.1.2025 11:33
Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Íslandsbanki spáir því að verðbólga verði þrjú prósent að jafnaði á næsta ári. Þá verði stýrivextir komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Viðskipti innlent 29.1.2025 10:32
Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Nokkrar breytingar hafa orðið í stjórnendahópi Arctic Adventures þar sem nýtt skipurit var kynnt í upphafi árs. Viðskipti innlent 29.1.2025 10:17
Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Bæjarstjóri Ölfuss segir að hugmynd um kolefnisförgunarstöð Carbfix í sveitarfélaginu verði metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Enginr vankantar hafi komið upp varðandi starfsemi Carbfix á Hellisheiði síðasta áratuginn. Viðskipti innlent 28.1.2025 13:24
Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vinnslustöðvarinnar á hendur ríkinu vegna makrílkvóta fyrir. Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Vinnslustöðinni alls 269 milljónir króna, helmingi minna en héraðsdómur hafði dæmt. Ríkið óskaði sömuleiðis eftir því að Hæstiréttur tæki mál Hugins, sem Vinnslustöðin á, fyrir en Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Hugin 329 milljónir króna. Viðskipti innlent 28.1.2025 11:45
Nýir forstöðumenn hjá Motus Motus hefur ráðið Tryggva Jónsson sem forstöðumann gagnalausna og Rúnar Skúla Magnússon sem forstöðumann vöruþróunar, en báðir hafa þegar þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 28.1.2025 11:11
Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Umsóknir um íbúðarlán vegna húsnæðis í dreifbýli kalla á ýtarlegri skoðun en þegar kemur að ákvörðun um lánveitingu vegna húsnæðis í þéttbýli. Þetta segir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, sem segir bankann vissulega veita lán um land allt, þrátt fyrir að strangari skilyrði kunni að gilda í ákveðnum tilfellum. „Óheppilegt orðalag“ í svörum til viðskiptavina endurspegli ekki afstöðu bankans með réttum hætti. Viðskipti innlent 27.1.2025 19:51
Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Hallur Flosason hefur verið ráðinn rekstrarstjóri prentlausna hjá OK. Hlutverk rekstrarstjóra felst í að halda utan um sölu á HP prentbúnaði, rekstrarvöru, prentsamningum og þjónustu til viðskiptavina. Viðskipti innlent 27.1.2025 13:51
Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að Landsbankinn hafi dregið í land með fyrirhugaða lánveitingu vegna „ágalla“ sem heimili ekki veitingu íbúðarláns. Ágallinn sem þar er vísað til er sá að húsnæðið er staðsett í dreifbýli. Fréttastofa kallaði í framhaldinu eftir svörum frá Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka um lánareglur bankanna hvað lýtur að íbúðalánum í dreifbýli. Viðskipti innlent 27.1.2025 12:47
Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Berglind Una Svavarsdóttur hefur tekið við sem forstöðukonu Digital Labs hjá Origo. Í tilkynningu segir að Digital Labs deildin veiti þjónustu og ráðgjöf á sviði stafrænnar umbreytingar, veflausna, hagnýtingu gagna og gervigreindar. Viðskipti innlent 27.1.2025 09:57
Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. Viðskipti innlent 25.1.2025 18:28
Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025. Viðskipti innlent 24.1.2025 16:48
Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Nýlega bættust þau Eva M. Kristjánsdóttir, Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson og Kristinn Jónasson við eigendahóp KPMG og KPMG Law en þau hafa öll starfað hjá KPMG um árabil. Viðskipti innlent 24.1.2025 12:19