Enski boltinn

Kanarífuglarnir étnir á Brúnni

Það er ekki hægt að segja að hinir gulgrænu Kanarífuglar frá austur-Anglíu hafi verið mikil fyrirstaða fyrir topplið Chelsea í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea tók öll völd á vellinum á fyrstu sekúndu, náðu fljótt forystu og völtuðu svo yfir Norwich, 7-0.

Enski boltinn

Lacazette bjargaði stigi fyrir Arsenal

Crystal Palace var hársbreidd frá því að næla í öll þrjú stigin á Emirates-vellinum er liðið mætti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Alexandre Lacazette jafnaði hins vegar metin í blálokin og leiknum því með 2-2 jafntefli.

Enski boltinn

Stuðningsmaðurinn sem hneig niður sagður stöðugur

Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar að stuðningsmaður Newcastle hneig niður. Stöðva þurfti leikinn um stund á meðan maðurinn fékk aðhlynningu, en nýjustu fréttir herma að líðan hans sé stöðug.

Enski boltinn