Enski boltinn

Mourinho ekki par sáttur með Inter Milan

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, hefur gagnrýnt ítalska félagið Inter Milan vegna þess hve seint þeir virðast ætla að næla í hinn danska Christian Eriksen. Aðeins eru fimm dagar eftir af félagaskiptaglugganum og finnst Mourinho kaupin vera ganga í gegn of seint.

Enski boltinn

Jón Daði kom inn af bekknum er Millwall datt út úr FA bikarnum | Öll úrslit dagsins

Jón Daði Böðvarsson og félagar í B-deilarliði Millwall töpuðu á heimavelli gegn Sheffield United í FA bikarnum í dag. Jóhann Berg Guðmundsson var hvergi sjáanlegur er Burnley tapaði á heimavelli gegn Norwich City. Þá stýrði Slaven Bilic lærisveinum sínum í West Bromwich Albion til sigurs gegn sínum gömlu lærisveinum í West Ham United. Öll úrslit dagsins má finna í fréttinni.

Enski boltinn

Bobby skorar bara á útivelli

Roberto Firmino sá til þess að sigurganga Liverpool hélt áfram í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Wolverhampton Wanderers þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum.

Enski boltinn

Fer Aubameyang til Barcelona eftir allt saman?

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leiðinni til spænska stórveldisins Barcelona eftir allt saman. Spænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í dag en framherjinn fljóti blés sjálfur á sögusagnir þess efnis fyrr í mánuðnum. Nú ku vera komið annað hljóð í Aubameyang.

Enski boltinn

Liverpool fjórða liðið til að leika 40 leiki án þess að tapa

Sigur Liverpool á Wolves var þeirra 22 sigurleikur á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni, í aðeins 23 leikjum. Liðið er með 16 stiga forystu á Manchester City ásamt því að eiga leik til góða. Sigurinn þýðir einnig það að Liverpool hefur nú leikið 40 leiki í röð án þess að bíða ósigur. Eru þeir aðeins fjórða liðið til að ná þeim árangri í efstu deild á Englandi.

Enski boltinn

Fyrrum leikmaður Liverpool hraunar yfir Paul Pogba | Myndband

Jason McAteer, fyrrum leikmaður Liverpool og írska landsliðsins, virðist hafa fundið ástæðu fyrir slæmu gengi Manchester United á leiktíðinni. Þetta er allt Paul Pogba kenna. McAteer starfar í dag hjá beIn Sports, sem er staðsett í Katar. Þá telur hann að Ole Gunnar Solskjær sé ekki rétti maðurinn í starfið.

Enski boltinn

Tranmere Rovers vann Watford | Mæta Man Utd á sunnudaginn

Tranmere Rovers, sem leikur í League 1 eða C-deild ensku knattspyrnunnar gerði sér lítið fyrir og lagði úrvalsdeildarlið Watford í FA bikarnum í kvöld eftir framlengdan leik en liðin voru að mætast í endurteknum leik eftir að hafa gert jafntefli síðast. Lokatölur kvöldsins 2-1 og Tranmere Rovers því að fara mæta Manchester United á sunnudaginn kemur. Leikurinn fer fram á Prenton Park, heimavelli Tranmere.

Enski boltinn