Tottenham að næla í leikmenn sem voru orðaðir við Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 07:00 Þessir tveir gætu verið á leið frá Real Madrid til Tottenham Hotspur. David S. Bustamante/Manuel Queimadelo José Mourinho virðist vera í þann mund að næla í tvo leikmenn sem voru báðir orðaðir við hans fyrrum félag Manchester United. Gareth Bale og Sergio Reguilón eru báðir leikmenn Real Madrid í dag en gætu skipt út hvítri treyju Real fyrir hvíta treyju Tottenham Hotspur. Orðrómar þess efnis að Manchester United væri að skoða Gareth Bale sem mögulega lausn ef Borussia Dortmund myndi ekki samþykkja tilboð þeirra í Jadon Sancho fóru á flug um helgina. Nú hafa bæði Sky Sports og BBC greint frá því að Bale hafi meiri áhuga á að snúa aftur á White Hart Lane og Tottenham sé að gera allt sem í valdi sínu stendur til að fá Walesverjann aftur „heim.“ Bale lék með Tottenham frá árunum 2007 til 2013 og var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. Þó spænsku meistararnir hafi tekið fyrir það að lána leikmanninn virðist sem það gæti verið möguleiki. Það er allavega deginum ljósara að Bale á enga framtíð fyrir sér hjá félaginu. Could Gareth Bale be heading back to Spurs?#THFC are also in talks with Real Madrid over a deal to sign left-back Sergio Reguilon...— Sky Sports (@SkySports) September 15, 2020 Vinstri bakvörðurinn Sergio Reguilón er einnig talinn vera á leið til Tottenham frá Real. Hinn 23 ára gamli Reguilón var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð. Vann félagið Evrópudeildina og góð frammistaða hans gegn Manchester United í undanúrslitum vakti athygli Ole Gunnar Solskjær, þjálfara United. Real er tilbúið að selja þennan unga bakvörð með því skilyrði að klásúla verði sett í samninginn Real geti keypt hann til baka fyrir ákveðna upphæð. Virðist sem forráðamenn Man Utd hafi ekki áhuga á að kaupa leikmanninn ef Real setur þetta sem skilyrði. Áhugi Tottenham er enn jafn mikill sama hvort Real fái forkaupsrétt á leikmanninum að ári eður ei. Því virðist sem Reguilón muni fylgja Bale til Lundúna. Að lokum er Tottenham einnig orðað við framherjann Bas Dost sem lék með Eintracht Frankfurt á síðustu leiktíð. Þessi 31 árs gamli hollenski frmaherji væri hugsaður sem varaskeifa fyrir Harry Kane sem er í raun eini hreinræktaði framherji liðsins að svo stöddu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd íhugar að fá Bale þar sem nær engar líkur eru á að Sancho komi Manchester United gæti reynt að fá Gareth Bale í stað Jadon Sancho ef Dortmund lækkar ekki verðmiðann á þeim síðarnefnda. 15. september 2020 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
José Mourinho virðist vera í þann mund að næla í tvo leikmenn sem voru báðir orðaðir við hans fyrrum félag Manchester United. Gareth Bale og Sergio Reguilón eru báðir leikmenn Real Madrid í dag en gætu skipt út hvítri treyju Real fyrir hvíta treyju Tottenham Hotspur. Orðrómar þess efnis að Manchester United væri að skoða Gareth Bale sem mögulega lausn ef Borussia Dortmund myndi ekki samþykkja tilboð þeirra í Jadon Sancho fóru á flug um helgina. Nú hafa bæði Sky Sports og BBC greint frá því að Bale hafi meiri áhuga á að snúa aftur á White Hart Lane og Tottenham sé að gera allt sem í valdi sínu stendur til að fá Walesverjann aftur „heim.“ Bale lék með Tottenham frá árunum 2007 til 2013 og var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. Þó spænsku meistararnir hafi tekið fyrir það að lána leikmanninn virðist sem það gæti verið möguleiki. Það er allavega deginum ljósara að Bale á enga framtíð fyrir sér hjá félaginu. Could Gareth Bale be heading back to Spurs?#THFC are also in talks with Real Madrid over a deal to sign left-back Sergio Reguilon...— Sky Sports (@SkySports) September 15, 2020 Vinstri bakvörðurinn Sergio Reguilón er einnig talinn vera á leið til Tottenham frá Real. Hinn 23 ára gamli Reguilón var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð. Vann félagið Evrópudeildina og góð frammistaða hans gegn Manchester United í undanúrslitum vakti athygli Ole Gunnar Solskjær, þjálfara United. Real er tilbúið að selja þennan unga bakvörð með því skilyrði að klásúla verði sett í samninginn Real geti keypt hann til baka fyrir ákveðna upphæð. Virðist sem forráðamenn Man Utd hafi ekki áhuga á að kaupa leikmanninn ef Real setur þetta sem skilyrði. Áhugi Tottenham er enn jafn mikill sama hvort Real fái forkaupsrétt á leikmanninum að ári eður ei. Því virðist sem Reguilón muni fylgja Bale til Lundúna. Að lokum er Tottenham einnig orðað við framherjann Bas Dost sem lék með Eintracht Frankfurt á síðustu leiktíð. Þessi 31 árs gamli hollenski frmaherji væri hugsaður sem varaskeifa fyrir Harry Kane sem er í raun eini hreinræktaði framherji liðsins að svo stöddu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd íhugar að fá Bale þar sem nær engar líkur eru á að Sancho komi Manchester United gæti reynt að fá Gareth Bale í stað Jadon Sancho ef Dortmund lækkar ekki verðmiðann á þeim síðarnefnda. 15. september 2020 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Man Utd íhugar að fá Bale þar sem nær engar líkur eru á að Sancho komi Manchester United gæti reynt að fá Gareth Bale í stað Jadon Sancho ef Dortmund lækkar ekki verðmiðann á þeim síðarnefnda. 15. september 2020 07:00
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti