Fastir pennar

Allt annað mál

Pawel Bartoszek skrifar

Sú yfirlýsing RÚV að stöðin myndi ekki sýna barnaþætti þar sem erlendum orðum er skotið í samræður, gjarnan í kennsluskyni, er án efa með fýlupúkalegri fréttum á þeim hluta ársins 2011 sem er að líða.

Fastir pennar

Starfinu miðar áfram

Þorvaldur Gylfason skrifar

Hvar sem ég kem verð ég var við áhuga fólks á störfum Stjórnlagaráðs. Gagnlegar athugasemdir og ábendingar berast dag hvern frá almenningi inn á vef ráðsins og eftir öðrum leiðum. Á fyrri tíð kom fyrir, að stjórnlagaþing þurftu að koma saman á afskekktum stöðum til að fá frið fyrir ágangi kröfuharðra hagsmunahópa. Svo er ekki nú. Við komum saman á opnum fundum í alfaraleið og bjóðum öllum, sem þess óska, að leggja hönd á plóg. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er samstarfsverkefni, þar sem margir koma að málum. Þess vegna höfum við óskað eftir að hafa þjóðina með í ráðum skref fyrir skref frá upphafi til enda frekar en að vinna fyrir luktum dyrum og leggja fram fullmótaðar tillögur að loknu verki. Allir hafa aðgang að Stjórnlagaráði. Útlendingar hafa sýnt þessu opna vinnulagi áhuga og sagt frá því í erlendum blöðum og sjónvarpi.

Fastir pennar

Af hverju leynd?

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri skrifar

Fréttir Fréttablaðsins af stundvísi flugfélaga hafa vakið talsverða athygli og viðbrögð. Blaðið sagði frá því í fyrradag að yfir sumarmánuðina, þegar ferðalög landsmanna eru í hámarki, var í fyrra einungis rúmlega þriðjungur flugferða Iceland Express um Keflavíkurflugvöll á áætlun og tæplega 74 prósent ferða Icelandair. Hins vegar var norræna flugfélagið SAS á áætlun í rúmlega 93 prósentum tilvika.

Fastir pennar

Sáttaleiðin

Ólafur Stephensen skrifar

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur nú sagt sitt álit á hugmyndum ríkisstjórnarinnar um róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það er mjög samhljóða skýrslu innlendra hagfræðinga, sem sjávarútvegsráðherra fékk til að rýna frumvarp sitt til breytinga á fiskveiðistjórnunarlögunum.

Fastir pennar

Gerum við okkar bezta?

ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í tilefni af alþjóðadegi flóttamanna í gær birti Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) skýrslu um stöðu flóttamanna á heimsvísu. Þar eru ýmsar sláandi upplýsingar. Þegar Flóttamannahjálpin var stofnuð fyrir 60 árum fór hún með mál um 2,1 milljónar flóttamanna, sem hafði hrakizt frá heimilum sínum vegna ófriðarins í Evrópu. Nú er hins vegar talið að flóttamenn séu tæplega 44 milljónir.

Fastir pennar

Aðskiljum til jöfnuðar

Það er kannski eins og að sparka í liggjandi trúarsöfnuð að ætla að tjá sig um málefni þjóðkirkjunnar nú um stundir. Hins vegar er erfitt að láta undir hælinn leggjast að velta fyrir sér málefnum þeirrar stofnunar nú um stundir. Látum vera hennar innri málefni, sem mér sem utan hennar stendur ættu ekki að koma við. Um þau mega innanbúðarmenn véla að vild. Verra þykir mér þegar þeir gera það á launum frá mér og hvorki ég, né þeir fulltrúar sem ég kýs til að hafa áhrif fyrir mína hönd, fá um það ráðið. mönnum kann að þykja ýmislegt um þjóðkirkjuna.

Fastir pennar

Manndómur

Stundum finnst manni sumir stjórnmálamenn og smáhópar innan stjórnmálahreyfinga gera lítinn greinarmun á stjórnmálaflokki og sértrúarsöfnuði. Standa eins og hundar á roði á kennisetningum og trúa því að það sé af hugsjón og heiðarleika, eða yfirburða vitsmunum.

Fastir pennar

Að dreifa eymdinni sem jafnast

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Eftir að hópur hagfræðinga gaf frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnuninni falleinkunn er viðkvæðið í stjórnarliðinu, einkum hjá þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna, að málið snúist um „fleira en hagfræði“. Með því er í raun verið að segja að ekki eigi að reka sjávarútveg á Íslandi með hagkvæmasta mögulega hætti.

Fastir pennar

Hvernig ætli það sé?

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Hvernig ætli að sé að vera köttur? Smjúga um grasið og inn í myrkviðinn, bíða í sínu bæli, hlusta, sleikja sig, blunda… Eða hundur? Öll skilningarvitin þanin til að þjóna þessu eina markmiði: að finna slóðina, verja svæðið, sækja bráðina. Og hvernig ætli það sé eiginlega að vera kýr? Liggja og horfa á heiminn í allri þessari miklu jórtrandi rósemd …

Fastir pennar

„Súrra sifja þorri“

Þorsteinn Pálsson skrifar

Standmynd Jóns Sigurðssonar forseta á Austurvelli er dagleg áminning um að við eigum þjóðhetju. Það er góður vitnisburður um þjóðrækni Íslendinga að minnast þess með margvíslegu móti og myndarskap að tvö hundruð ár eru nú frá fæðingu hans. Nokkrum skrefum vestan við Austurvöll er standmynd Skúla Magnússonar landfógeta. Í desember verða þrjú hundruð ár frá fæðingu hans. Engar spurnir eru af því að þeirra merku tímamóta verði minnst með þeim hætti sem efni standa til.

Fastir pennar

Ekki steinn yfir steini

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Skýrsla hóps hagfræðinga, sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra valdi sjálfur til að greina áhrif frumvarps síns um breytingar á fiskveiðistjórnuninni á hag sjávarútvegsins, er samfelldur áfellisdómur yfir málinu. Hagfræðingahópurinn tekur undir nánast öll atriði í þeirri gagnrýni sem þegar hefur komið fram á frumvarpið – og gott betur. Hann rífur málatilbúnað sjávarútvegsráðherrans niður þannig að þar stendur ekki steinn yfir steini.

Fastir pennar

Góðar fréttir af unglingunum

Ólafur Stephensen skrifar

Áhyggjur af því að siðgæði næstu kynslóðar fari hrakandi eru líklega jafngamlar siðmenningunni. Þeim eldri finnst oft innprentun góðra siða, gilda og aga hafa tekizt illa hjá þeim yngri. Samt skrimtir mannkynið og má jafnvel halda því fram að margt hafi skánað í aldanna rás.

Fastir pennar

Guðinn sem brást

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Við veltum því stundum fyrir okkur hvaðan þeir komu útrásarvíkingarnir, hvernig þeir urðu svona miklir asnar. Hvaðan komu þeir? Því er jafn fljótsvarað og það er erfitt að horfast í augu við það: Útrásarvíkingarnir komu úr íslenska þjóðardjúpinu en ekki frá tunglinu. Þetta voru krakkar aldir upp í Vesturbænum og Breiðholtinu, frá Stykkishólmi, Ísafirði, Garðabæ. Úr íslenska skólakerfinu. Þeir koma úr alls konar fjölskyldum og upp til hópa voru þetta vel menntaðir, vel gefnir krakkar.

Fastir pennar

Auðmýkt er eina leiðin

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Skýrsla rannsóknarnefndar kirkjuþings er vandað plagg. Hún staðfestir það sem margir töldu í raun liggja fyrir; að ýmsir starfsmenn og stofnanir kirkjunnar gerðu mistök þegar ásakanir komu fram um kynferðisbrot á hendur Ólafi Skúlasyni, þáverandi biskupi Íslands, árið 1996. Alls eru tilgreindir í skýrslunni 23 núlifandi einstaklingar, sem taldir eru hafa gert mistök í málinu. Þeirra á meðal eru ýmsir sem enn starfa á vettvangi kirkjunnar, þar með talinn biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson.

Fastir pennar

Gleðisvik

Þorsteinn Pálsson skrifar

Stundum snúast vopnin í höndum þeirra sem beita þeim. Birtingarmynd tveggja slíkra atburða kom fram í vikunni sem er að líða. Þannig falla pólitísku málaferlin gegn Geir Haarde í grýttan jarðveg og forsætisráðherra hefur verið svikinn um gleðina yfir því að kollvarpa stjórnkerfi fiskveiða.

Fastir pennar

Gott eða slæmt?

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Ferðahelgin mikla, hvítasunnuhelgin, er gengin í garð með tilheyrandi ferðalögum landsmanna. Umferð um þjóðvegi landsins verður þó ef að líkum lætur ekki eins mikil og í fyrra, að minnsta kosti ekki ef hún verður í takti við þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu.

Fastir pennar

Hvern dæmir sagan?

Ólafur Stephensen skrifar

Málareksturinn gegn Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi ber mörg einkenni pólitískra réttarhalda.

Fastir pennar

Sumarbústaðagettó

Pawel Bartozsek skrifar

Það ríkir einstök og merkileg aðskilnaðarstefna í ferðamálum á Íslandi. Innfæddir keyra allt sjálfir, tjalda og gista í bústöðum. Útlendingarnir eru keyrðir og látnir gista á hótelum. Það þykir sérstakt markmið að bjóða hinum erlendu gestum sem dýrasta gistingu en hinum innlendu sem ódýrastan valkost við hana.

Fastir pennar

Vitundarvakning um umhverfismál

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Akstur utan vega hefur verið viðvarandi vandamál hér á landi. Því miður hafa allt of margir ökumenn jeppa og annarra vélknúinna ökutækja of mikið og of lengi sýnt viðkvæmu gróðurfari á hálendi Íslands vanvirðingu og yfirgang á ferðum sínum. Víða sjást merki þessa í náttúru Íslands enda getur það tekið náttúruna ár og upp í áratugi að jafna sig þegar djúp hjólför eru komin í viðkvæmt land.

Fastir pennar

Uppgjör við hrunið

Þorvaldur Gylfason skrifar

Enn vantar mikið á hreinskiptið uppgjör við hrunið, þótt ýmislegt hafi áunnizt. Brennuvargar gera hróp að slökkviliðinu, segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra, um ástandið í grein á vefnum, og má til sanns vegar færa. Sumt gengur þó vel. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur undir styrkri stjórn Gunnars Þ. Andersen sent 67 mál til sérstaks saksóknara. Starfsmönnum sérstaks saksóknara hefur fjölgað úr þrem hálfu ári eftir hrun í 70 nú, bráðum 80. Þetta heitir að láta hendur standa fram úr ermum. Tilraunir Seðlabankans til að sölsa FME undir sig ber að skoða í þessu ljósi. Það væri óhyggilegt að hrófla við FME eins og sakir standa.

Fastir pennar

Klámkynslóðin?

Sigga Dögg skrifar

Ég var nýverið á mjög áhugaverðum fyrirlestri um nethegðun unglinga. Fyrirlesarinn var frá SAFT-samtökunum og rakti ýmsar tölulegar staðreyndir um netnotkun okkar Íslendinga.

Fastir pennar

Sandkassinn við Austurvöll

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Alþingi er á leið í sumarfrí, á nokkuð skikkanlegum tíma í ár. Eins og svo oft áður einkennast síðustu dagar þingsins af þingmálaflaumi; til dæmis voru 32 mál á dagskrá þingfundar í gær.

Fastir pennar

Reynslan nýtt til að bæta kerfið

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur boðað breytingar á eftirfylgni stjórnvalda með meðferðarstofnunum. Þessar breytingar fela í sér að eftirlit verður hert og samningsákvæðum við þessar stofnanir verður breytt. Stefnt er að því að eftirlit með þessum stofnunum verði óháðara og sjálfstæðara en verið hefur.

Fastir pennar

Strákar og stelpur

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Þegar ég var að vaxa úr grasi bjó ég á Langholtsveginum og eignaðist góða vini bæði þar og í Efstasundi og Skipasundi. Þetta voru strákar og stelpur sem gjarnan voru í leikjum í Efstasundi, bæði sumar og vetur, fóru í hjólreiðartúra saman og sungu hástöfum, spjölluðu um allt milli himins og jarðar, eins og krakkar gera. Þegar við vorum komin á fermingaraldur var farið að líta með tortryggni á það þegar strákar og stelpur voru mikið saman, bæði inni á heimilum og úti við. Þegar strákarnir úr Efstasundi og Skipasundi komu á hjólunum sínum upp á Langholtsveg og við sátum í tröppum heima eða framan við húsið fór maður að taka eftir því að fólkið sem var að bíða eftir strætó fylgdist með okkur og fór að stinga saman nefjum. Og þar sem ég þekkti marga heyrði ég fljótlega að stelpan í þessu húsi væri greinilega strákaflenna. Mér fannst þetta svo fáránlegt að ég reiddist ekki einu sinni. Fannst að þetta fólk hlyti að eiga eitthvað andstreymt. Þegar strákarnir í vinahópnum fóru að verða skotnir í stelpum hringdu sumir þeirra til mín eða komu og sögðu mér frá þeim og hvernig þeim sjálfum liði. Líka þegar upp úr slitnaði. Það var stundum sárt. Maður heyrir oft að karlar séu lokaðri en konur þegar kemur að tilfinningamálum. Það er ekki mín reynsla. Ég fann ekki mikinn mun á trúnaðarsamtölum við vinkonur mínar og strákana vini mína í þessu efni.

Fastir pennar

Beitt gagnrýni kallar á svör

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Rétt tæpar þrjár vikur eru síðan Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, setti opinberlega fram harða gagnrýni á sjónarmið þau sem virðast ráða för í áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta. Í gagnrýni sinni átelur Páll stjórnvöld fyrir óþarfa svartsýni í væntingum sínum um gengi krónunnar utan hafta, hér séu allar forsendur fyrir því að krónan gæti styrkst fremur en veikst. Þá bendir hann á að í áætluninni um afnám haftanna sem kynnt var sé helst lagt til grundvallar væntingum um gengi krónunnar utan hafta gengi svonefndrar aflandskrónu. Hún gæti þó aldrei talist mælikvarði í þessum efnum, gjaldeyrishöftin viðhaldi lágu gengi.

Fastir pennar

Svo skal böl bæta…

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Stundum hvarflar að manni að Íslendingar kunni ekki alveg að vera frjálsir – vilji kannski ekki vera frjálsir. Kunni betur við sig ófrjálsir – og óhlýðnir. Þá er hægt að vera ábyrgðarlaus, allt er hinum frægu "þeim“ að kenna, sem í íslenskri umræðu eru oft "núna búnir að einhverju“: "Nú eru þeir búnir að hækka bensínverðið…“ Nú ætla þeir að banna okkur að leggja á grasinu…“

Fastir pennar

Nýir valkostir

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Aðeins liðlega hálft prósent bílaflota landsmanna gengur fyrir öðru eldsneyti en bensíni og dísilolíu eða rétt rúmlega eitt þúsund bílar.

Fastir pennar

Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu

Þorsteinn Pálsson skrifar

Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde.

Fastir pennar