Fastir pennar Leysum lífsgátuna Guðmundur Andri Thorsson skrifar Einn lærdómurinn af hruninu er að við eigum alltaf að vera virk – við eigum alltaf að vera að "leysa lífsgátuna“ eins og Hannes H. Gissurarson orðaði það háðslega í lýsingu sinni á vinstri mönnum þegar hann kvað sjálfstæðismenn vera fólk sem vildi græða á daginn og grilla á kvöldin – og láta Davíð stjórna. Fastir pennar 20.4.2009 06:00 Helsta vonin? Þorsteinn Pálsson skrifar skrifar Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan eru sammála um eitt: Þjóðin á að lifa af sjávarútvegi og landbúnaði á komandi tíð. Með því að viðhalda krónunni sem framtíðargjaldmiðli verður fótunum kippt undan atvinnustarfsemi sem byggist á jafnri samkeppnisstöðu og getur staðið undir endurreisn lífskjaranna og gefið nokkra von um fjölgun starfa. Fastir pennar 18.4.2009 06:00 Krónan kvödd Jón Kaldal skrifar Í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins kemur fram að 62 prósent landsmanna vilja ekki að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi. Vissulega er mikil frétt fólgin í því að afgerandi meirihluti þjóðarinnar telur að krónan eigi sér ekki viðreisnar von. Hitt er þó ekki minna fréttnæmt hversu margir vilja áfram treysta á hana. Fastir pennar 17.4.2009 06:00 Uppbyggingin verður erfið með ónýta mynt Óli Kristján Ármannsson skrifar Útlit er fyrir að næstu skref í lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tefjist vegna óvissu um aðgerðir ríkisvaldsins til að snúa við halla á fjárlögum og fleiri þátta. Hlýtur þar að spila inn í óvissan sem enn er uppi um hver hér á að vera framtíðarskipan peningamála. Fastir pennar 16.4.2009 13:28 Vald eigandans Þorvaldur Gylfason skrifar Því er stundum haldið fram, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hegði sér eins og framlengdur armur Bandaríkjastjórnar og gangi erinda hennar í ýmsum málum. Þess eru dæmi, það er rétt. Sjóðurinn hjálpaði til dæmis Kongó, sem hét þá Saír, þótt vita mætti, að Móbútú keisari stæli öllu steini léttara í landi sínu, þar á meðal erlendu lánsfé, og legði þýfið inn á bankareikninga í Sviss og víðar. Fastir pennar 16.4.2009 06:00 Sigur raunveruleikans Dr. Gunni skrifar Það er eins og að fara um borg sem er að koma úr löngu stríði að fara um Reykjavík. Miðborgin er full af niðurgrotnandi og auðum húsum sem áttu að víkja fyrir nýjum frábærum húsum og verslunum. Svo er það allt þetta hálfbyggða og risastóra: Turninn í Höfðaborg sem gnæfir yfir nágrenni sitt eins og tannlaus fáviti og tónleikahöllin hans Björgólfs. Það kveikir eflaust vonarneista vegfarenda um Sæbraut að sjá kranana við ferlíkið hreyfast. Oftast er þó hrafnaþingið á krönunum eina lífsmarkið. Fastir pennar 16.4.2009 06:00 Tækifæri til að nýta tímann Steinunn Stefánsdóttir skrifar Atvinnumissir er þungbær, ekki síst ef hann leiðir til þess að heimili hins atvinnulausa verður ófært um að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Fastir pennar 16.4.2009 06:00 Nytsamir sakleysingjar Jónína Michaelsdóttir skrifar Ég man ekki hver sagði mér söguna af manni í Vesturbænum sem varð fórnarlamb rógbera, en mér fannst það fín dæmisaga, og finnst það enn. Rógur verður oft til í framhaldi af blaðri og tilgátum um fólk, sem breytist smám saman í staðreyndir í meðförum viðmælenda. Stundum er rógur beinlínis settur í umferð með þessum hætti til að koma höggi á einhvern. Engu skiptir þá hvort nokkur fótur er fyrir honum, nóg er að skapa tortryggni og efasemdir um viðkomandi. Almannarómur sér um framhaldið. Fastir pennar 14.4.2009 06:00 Alvarlegur skortur á framtíðarsýn Jón Kaldal skrifar Sjálfstæðisflokknum ætlar að verða flest að óhamingju þessa dagana. Skoðanakannanir sýna hann næst minnstan fjórflokkanna og engin teikn eru á lofti um að fylgið sé að braggast. Þvert á móti reyndar. Samkvæmt glænýrri könnun, sem var gerð fyrir Fréttablaðið og Stöð 2, er stuðningur við flokkinn heldur að dala. Fastir pennar 9.4.2009 09:54 Heilagar kýr Þorvaldur Gylfason skrifar Íslendingar hafa á liðnum árum leyft sér ýmislegan munað. Tökum landbúnaðinn. Halldór Kiljan Laxness, Gylfi Þ. Gíslason, Jónas Kristjánsson, Guðmundur Ólafsson og margir menn aðrir hafa hver fram af öðrum gagnrýnt búverndarstefnu stjórnvalda og talið hana of dýra fyrir neytendur og skattgreiðendur. Alþingi hefur alla tíð daufheyrzt við þessari gagnrýni á tveim forsendum. Fastir pennar 9.4.2009 06:00 Þjóðin þarf að standa við sitt Óli Kristján Ármannsson skrifar Forvitnilegt væri að vita hvað ræður því í þjóðarsálinni að hér á landi virðist eiga nokkurn hljómgrunn að fólk eigi ekki að borga skuldir sínar. Á það bæði við um hugmyndir um fimmtungsniðurfellingu skulda og um að íslenska ríkið eigi ekki að greiða skuldir í útlöndum. Fastir pennar 8.4.2009 06:00 Öryggi sjómanna stofnað í tvísýnu Steinunn Stefánsdóttir skrifar Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um málefni þyrlubjörgunarsveitar Landhelgisgæslunnar og öryggi sjómanna við strendur Íslands. Myndin sem dregin er upp er dökk enda er það mat manna að öryggi sjómanna við strendur landsins sé í þann veginn að færast aftur um áratugi. Öryggi sjómanna verður þá minna en það var árið 1971 þegar þyrlubjörgunarsveit bandaríska flughersins kom hingað til lands. Ástæðan er uppsagnir þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunni. Fastir pennar 8.4.2009 06:00 Króna = höft Þorsteinn Pálsson skrifar Í sjónvarpsumræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna undir lok síðustu viku kom aðeins fram ein yfirlýsing sem hafði pólitískt gildi fyrir framtíðina. Það var staðfesting forsætisráðherra á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði ekki forgangsverkefni þegar að loknum kosningum. Fastir pennar 7.4.2009 06:00 Minnisleysingjarnir Sverrir Jakobsson skrifar Um daginn fór fram endurnýjun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fólst í því að nýjum mönnum var skipað í brúna. Ekki sáu menn ástæðu til að endurskoða stefnu flokksins enda voru menn almennt sáttir við stjórn hans á efnahagsmálum. Til að undirstrika það var fyrrverandi formaður flokksins til margra ára fenginn til að segja brandara og sáust myndir af fundarmönnum veltast um af hlátri yfir máli hans. Sjálfstæðismenn afneita þó ekki hruni frjálshyggjunnar en hún kemur þeim ekki við enda var flokkurinn aldrei frjálshyggjuflokkur. Segir hinn nýi formaður. Fastir pennar 7.4.2009 00:01 „Ví heftú kill somþíng!“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar Ví heftú kill somþíng!" sagði hann kátur við sænska sjónvarpsmanninn í þættinum um makrílveiðar og rányrkju Íslendinga á þeim fiski. Svo skaut hann svífandi fugl og hamfletti hann á staðnum með fumlausum handtökum - mikið að hann stýfði fuglinn ekki úr hnefa líka. Þetta kom víst ekki alveg nógu vel út. Fastir pennar 6.4.2009 06:00 Bætt NATO með Obama og Fogh Auðunn Arnórsson skrifar Óhætt er að segja að Barack Obama, hinn nýi forseti Bandaríkjanna, hafi staðizt mikilvæga prófraun á þeim fjölþjóðlegu leiðtogafundum sem hann hefur sótt í Evrópu undanfarna daga. Fastir pennar 6.4.2009 06:00 Fyrir fólkið? Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja að stjórnarskrárbreytingar þær sem nú er verið að gera séu svar við ákalli fólksins, fyrir fólkið og fólksins vegna. Að því leyti hafa þeir rétt fyrir sér að skoðanakannanir gefa til kynna að meirihluti kjósenda sé þeim fylgjandi. Fastir pennar 3.4.2009 07:00 Bíll og svanni Þorvaldur Gylfason skrifar Tæplega tvítug stúlka sást á ferli með karlmanni. Þá komu sjö karlar aðvífandi og nauðguðu þeim báðum. Stúlkan, sem er gift, kærði sjömenningana. Hún var dæmd til að þola 90 vandarhögg fyrir að vera ein á ferli með óskyldum karlmanni, og hann líka. Lögmaður beggja áfrýjaði dómnum. Þá var dómurinn þyngdur í 200 vandarhögg og sex mánaða fangelsi og lögmaðurinn sviptur málflutningsréttindum. Nauðgararnir fengu fimm til sjö ár. Málið fór fyrir hæstarétt. Þetta var 2006 í Sádi-Arabíu. Fastir pennar 2.4.2009 06:00 Eftir á að hyggja Óli Kristján Ármannsson skrifar Rasað var um ráð fram í bankakerfinu um leið og stjórnvöld stóðu sig illa í efnahagsstjórn, héldu dauðahaldi í gjaldmiðil sem sjálfur er uppspretta sveiflna og vandræða, um leið og ráðist var í þensluhvetjandi aðgerðir af ýmsum toga og Íbúðalánasjóður notaður til að bæta í fasteignabólu og niðurkeyrslu vaxta sem Seðlabankinn reyndi af vanmætti að sporna gegn. Fastir pennar 1.4.2009 06:00 Ný leiðarstjarna Landsfundir Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um síðustu helgi skýrðu línur um margt. Ríkisfjármálapólitíkin er óskrifað blað í báðum flokkum. Báðir völdu nýja leiðtoga. Leiðir þeirra skildu hins vegar með afgerandi hætti í Evrópumálum. Fastir pennar 31.3.2009 06:00 Baulað úr bómull Guðmundur Andri Thorsson skrifar Hjá Símanum starfar gott fólk sem veitir prýðilega þjónustu og leggur sig fram við að hjálpa okkur kúnnunum. Og sjónvarpsþjónusta Símans hefur að minnsta kosti séð til þess að maður getur horft á alvöru-Taggart í danska sjónvarpinu á miðvikudagskvöldum og alvöru tónlistarþætti í norska sjónvarpinu á sunnudagskvöldum - og þar fram eftir götunum. Prýðisfyrirtæki. En ætti kannski aðeins að hugsa sinn gang hvað auglýsingar varðar? Fastir pennar 30.3.2009 06:00 Sá er hlífa skyldi Steinunn Stefánsdóttir skrifar Ein helsta ástæða þess hversu vel einelti þreifst lengi í skólum og á vinnustöðum er sú tilhneiging, ekki bara fjöldans heldur einnig þeirra sem með valdið fara, að leggjast á sveif með hinum sterkari í stað þess að snúast til varnar fyrir þann sem á undir högg að sækja. Fastir pennar 30.3.2009 06:00 Framar á flestum sviðum? Þorvaldur Gylfason skrifar Gylfi Magnússon, nú viðskiptaráðherra, flutti eftirminnilega ræðu á Austurvelli laugardaginn 17. janúar sl. Þar sagði hann meðal annars: „Sú hugmyndafræði sem kom okkur í núverandi stöðu er andlega gjaldþrota. Þeir sem fóru fyrir henni þurfa að víkja strax af sviðinu og láta öðrum eftir uppbygginguna. Hvort sem þeir eru í stjórnmálum, stjórnkerfinu, fyrirtækjarekstri, fara fyrir hagsmunasamtökum eða voru bara í klappliðinu. Fyrsta skrefið til fyrirgefningar er að þetta fólk rétti fram sáttahönd og axli ábyrgð með því að víkja. Því miður hefur lítið sést til þeirrar sáttahandar enn þá. Það glittir bara í löngutöng. Allt þetta fólk má auðvitað starfa að uppbyggingunni en það má ekki og getur ekki stjórnað henni. Þeir sem strönduðu þjóðarskútunni eiga ekki að stýra henni af strandstað. Þeir geta ekki hvatt landa sína til dáða. Það hefur enginn trú á þeirra lausnum. Þeir mega hins vegar leggjast á árarnar með öllum hinum. Á almennu farrými." Viku síðar sagði Magnús Björn Ólafsson blaðamaður undir lok ræðu sinnar á sama stað og vitnaði óbeint í Nietzsche: „Stund hinnar miklu fyrirlitningar er upp runnin!" Að loknum ræðuhöldum söng Þjóðkórinn ættjarðarlög á tröppum Alþingishússins. Taflinu var lokið. Tveim dögum síðar sagði ríkisstjórnin af sér. Fastir pennar 26.3.2009 06:00 Brýnu máli ýtt á hliðarspor? Auðunn Arnórsson skrifar Sumum hættir kannski til að gleyma því í amstri kreppuhversdagsins, en Íslendingar búa nú við ónýtan þjóðargjaldmiðil. Gengi hans gagnvart stærri gjaldmiðlum er skráð allt annað í erlendum seðlabönkum en í Seðlabanka Íslands, jafnvel þó að nú sé nærri hálft ár liðið frá „bankahruninu mikla“. Eina greiðslumiðlunargáttin við útlönd sem nú er opin liggur í gegn um Seðlabankann, þótt almenn viðskiptagreiðslumiðlun hafi hingað til hvergi talizt til verkefna sem seðlabanka sé ætlað að sinna. Fastir pennar 26.3.2009 06:00 Taka þarf á þvísem máli skiptir Óli Kristján Ármannsson skrifar Ljóst má vera að ef koma á landinu upp úr kreppuhjólförunum þarf að koma til erlent fjármagn. Það fæst ekki í því magni sem þarf í umhverfi gjaldeyrishafta og/eða gjaldeyrisóróa. Þá verður að teljast ólíklegt að forsvarsmenn erlendra stórbanka sem hér hafa tapað ógrynni fjár verði áfjáðir í að fjármagna hér uppbyggingu ef ekki er fyllstu sanngirni gætt í samskiptum við þá. Fastir pennar 25.3.2009 09:45 Stórt og smátt Sverrir Jakobsson skrifar Fall SPRON á dögunum sýnir að hrun íslensks viðskiptalífs stendur enn þá yfir og ekki eru enn öll kurl komin til grafar. Ekki er hægt að segja að forstöðumenn sparisjóðanna hafi gengið langt í útrásarkapphlaupinu miðað við stóru bankana en krosstengsl í íslensku viðskiptalífi gerðu það að verkum að örlög þeirra voru ráðin. Fastir pennar 24.3.2009 13:23 Völd og málefni Þorsteinn Pálsson skrifar Á lýðveldistímanum hefur engin ríkisstjórn verið jafn örugg um áframhaldandi umboð í kosningum eins og sú sem nú situr. Flokkarnir þrír sem aðild eiga að stjórnarsamstarfinu hafa allir þrír útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þar af leiðir að í komandi kosningum er engin óvissa um völdin. Fastir pennar 24.3.2009 13:23 Neyðarlínan Guðmundur Andri Thorsson. skrifar Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar fimmtíu og sjö milljónir frá fyrirtækjum fyrir kosningarnar 2007 - langsamlega mest allra flokka. Næst kemur hjáleigan, Framsókn, með tæpar þrjátíu milljónir; þá Samfó með tæpar tuttugu og fjórar milljónir; VG fékk tæpar sautján milljónir, Íslandshreyfingin tæpar sex og Frjálslyndir um fimm milljónir. Loksins loksins koma svona upplýsingar fram og má segja að þetta sé einn vitnisburðurinn í viðbót um að við þokumst í átt að siðaðra samfélagi - þrátt fyrir allt. Sú tíð rennur líka upp að við fáum að vita hvernig einstakir stjórnmálamenn njóta styrkja og hvernig fjárhagslegum tengslum þeirra við volduga aðila er háttað - var Davíð Oddsson ekki að ýja að eignarhaldsfélögum stjórnmálamanna á einhverri gulleyjunni? Fastir pennar 23.3.2009 06:00 Lífeyrissjóði til eigenda sinna Páll Baldvin baldvinsson skrifar Við verðum að taka lífeyrissjóðakerfið til endurskoðunar. Afkoma lífeyrissjóðanna eftir hrunið sýnir að í fjárfestingum þeirra var leitað helst til langt í fjárfestingum, ekki aðeins í fjármálastofnunum þar sem þeir eru að tapa verulegum fjármunum eigenda sinna, heldur líka með þátttöku þeirra í fjármögnun fyrirtækja. Fastir pennar 20.3.2009 06:00 Hvað er til ráða? Þorvaldur Gylfason skrifar Fjármálakreppan úti í heimi hefur reynzt dýpri og erfiðari viðfangs en flesta óraði fyrir. Í febrúar 2007 sagði Ben Bernanke, þá nýorðinn seðlabankastjóri Bandaríkjanna, að efnahagslíf landsins væri í góðu jafnvægi: „hvorki of heitt, með verðbólgu, né of kalt, með vaxandi atvinnuleysi.“ Nokkru síðar byrjaði að hrikta í fjármálakerfinu þar vestra og einnig í Evrópu. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú meira en það hefur verið þar síðan 1983. Hvað kom fyrir? Hvað er til ráða? Fastir pennar 19.3.2009 04:00 « ‹ 139 140 141 142 143 144 145 146 147 … 245 ›
Leysum lífsgátuna Guðmundur Andri Thorsson skrifar Einn lærdómurinn af hruninu er að við eigum alltaf að vera virk – við eigum alltaf að vera að "leysa lífsgátuna“ eins og Hannes H. Gissurarson orðaði það háðslega í lýsingu sinni á vinstri mönnum þegar hann kvað sjálfstæðismenn vera fólk sem vildi græða á daginn og grilla á kvöldin – og láta Davíð stjórna. Fastir pennar 20.4.2009 06:00
Helsta vonin? Þorsteinn Pálsson skrifar skrifar Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan eru sammála um eitt: Þjóðin á að lifa af sjávarútvegi og landbúnaði á komandi tíð. Með því að viðhalda krónunni sem framtíðargjaldmiðli verður fótunum kippt undan atvinnustarfsemi sem byggist á jafnri samkeppnisstöðu og getur staðið undir endurreisn lífskjaranna og gefið nokkra von um fjölgun starfa. Fastir pennar 18.4.2009 06:00
Krónan kvödd Jón Kaldal skrifar Í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins kemur fram að 62 prósent landsmanna vilja ekki að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi. Vissulega er mikil frétt fólgin í því að afgerandi meirihluti þjóðarinnar telur að krónan eigi sér ekki viðreisnar von. Hitt er þó ekki minna fréttnæmt hversu margir vilja áfram treysta á hana. Fastir pennar 17.4.2009 06:00
Uppbyggingin verður erfið með ónýta mynt Óli Kristján Ármannsson skrifar Útlit er fyrir að næstu skref í lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tefjist vegna óvissu um aðgerðir ríkisvaldsins til að snúa við halla á fjárlögum og fleiri þátta. Hlýtur þar að spila inn í óvissan sem enn er uppi um hver hér á að vera framtíðarskipan peningamála. Fastir pennar 16.4.2009 13:28
Vald eigandans Þorvaldur Gylfason skrifar Því er stundum haldið fram, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hegði sér eins og framlengdur armur Bandaríkjastjórnar og gangi erinda hennar í ýmsum málum. Þess eru dæmi, það er rétt. Sjóðurinn hjálpaði til dæmis Kongó, sem hét þá Saír, þótt vita mætti, að Móbútú keisari stæli öllu steini léttara í landi sínu, þar á meðal erlendu lánsfé, og legði þýfið inn á bankareikninga í Sviss og víðar. Fastir pennar 16.4.2009 06:00
Sigur raunveruleikans Dr. Gunni skrifar Það er eins og að fara um borg sem er að koma úr löngu stríði að fara um Reykjavík. Miðborgin er full af niðurgrotnandi og auðum húsum sem áttu að víkja fyrir nýjum frábærum húsum og verslunum. Svo er það allt þetta hálfbyggða og risastóra: Turninn í Höfðaborg sem gnæfir yfir nágrenni sitt eins og tannlaus fáviti og tónleikahöllin hans Björgólfs. Það kveikir eflaust vonarneista vegfarenda um Sæbraut að sjá kranana við ferlíkið hreyfast. Oftast er þó hrafnaþingið á krönunum eina lífsmarkið. Fastir pennar 16.4.2009 06:00
Tækifæri til að nýta tímann Steinunn Stefánsdóttir skrifar Atvinnumissir er þungbær, ekki síst ef hann leiðir til þess að heimili hins atvinnulausa verður ófært um að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum. Fastir pennar 16.4.2009 06:00
Nytsamir sakleysingjar Jónína Michaelsdóttir skrifar Ég man ekki hver sagði mér söguna af manni í Vesturbænum sem varð fórnarlamb rógbera, en mér fannst það fín dæmisaga, og finnst það enn. Rógur verður oft til í framhaldi af blaðri og tilgátum um fólk, sem breytist smám saman í staðreyndir í meðförum viðmælenda. Stundum er rógur beinlínis settur í umferð með þessum hætti til að koma höggi á einhvern. Engu skiptir þá hvort nokkur fótur er fyrir honum, nóg er að skapa tortryggni og efasemdir um viðkomandi. Almannarómur sér um framhaldið. Fastir pennar 14.4.2009 06:00
Alvarlegur skortur á framtíðarsýn Jón Kaldal skrifar Sjálfstæðisflokknum ætlar að verða flest að óhamingju þessa dagana. Skoðanakannanir sýna hann næst minnstan fjórflokkanna og engin teikn eru á lofti um að fylgið sé að braggast. Þvert á móti reyndar. Samkvæmt glænýrri könnun, sem var gerð fyrir Fréttablaðið og Stöð 2, er stuðningur við flokkinn heldur að dala. Fastir pennar 9.4.2009 09:54
Heilagar kýr Þorvaldur Gylfason skrifar Íslendingar hafa á liðnum árum leyft sér ýmislegan munað. Tökum landbúnaðinn. Halldór Kiljan Laxness, Gylfi Þ. Gíslason, Jónas Kristjánsson, Guðmundur Ólafsson og margir menn aðrir hafa hver fram af öðrum gagnrýnt búverndarstefnu stjórnvalda og talið hana of dýra fyrir neytendur og skattgreiðendur. Alþingi hefur alla tíð daufheyrzt við þessari gagnrýni á tveim forsendum. Fastir pennar 9.4.2009 06:00
Þjóðin þarf að standa við sitt Óli Kristján Ármannsson skrifar Forvitnilegt væri að vita hvað ræður því í þjóðarsálinni að hér á landi virðist eiga nokkurn hljómgrunn að fólk eigi ekki að borga skuldir sínar. Á það bæði við um hugmyndir um fimmtungsniðurfellingu skulda og um að íslenska ríkið eigi ekki að greiða skuldir í útlöndum. Fastir pennar 8.4.2009 06:00
Öryggi sjómanna stofnað í tvísýnu Steinunn Stefánsdóttir skrifar Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um málefni þyrlubjörgunarsveitar Landhelgisgæslunnar og öryggi sjómanna við strendur Íslands. Myndin sem dregin er upp er dökk enda er það mat manna að öryggi sjómanna við strendur landsins sé í þann veginn að færast aftur um áratugi. Öryggi sjómanna verður þá minna en það var árið 1971 þegar þyrlubjörgunarsveit bandaríska flughersins kom hingað til lands. Ástæðan er uppsagnir þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunni. Fastir pennar 8.4.2009 06:00
Króna = höft Þorsteinn Pálsson skrifar Í sjónvarpsumræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna undir lok síðustu viku kom aðeins fram ein yfirlýsing sem hafði pólitískt gildi fyrir framtíðina. Það var staðfesting forsætisráðherra á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði ekki forgangsverkefni þegar að loknum kosningum. Fastir pennar 7.4.2009 06:00
Minnisleysingjarnir Sverrir Jakobsson skrifar Um daginn fór fram endurnýjun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fólst í því að nýjum mönnum var skipað í brúna. Ekki sáu menn ástæðu til að endurskoða stefnu flokksins enda voru menn almennt sáttir við stjórn hans á efnahagsmálum. Til að undirstrika það var fyrrverandi formaður flokksins til margra ára fenginn til að segja brandara og sáust myndir af fundarmönnum veltast um af hlátri yfir máli hans. Sjálfstæðismenn afneita þó ekki hruni frjálshyggjunnar en hún kemur þeim ekki við enda var flokkurinn aldrei frjálshyggjuflokkur. Segir hinn nýi formaður. Fastir pennar 7.4.2009 00:01
„Ví heftú kill somþíng!“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar Ví heftú kill somþíng!" sagði hann kátur við sænska sjónvarpsmanninn í þættinum um makrílveiðar og rányrkju Íslendinga á þeim fiski. Svo skaut hann svífandi fugl og hamfletti hann á staðnum með fumlausum handtökum - mikið að hann stýfði fuglinn ekki úr hnefa líka. Þetta kom víst ekki alveg nógu vel út. Fastir pennar 6.4.2009 06:00
Bætt NATO með Obama og Fogh Auðunn Arnórsson skrifar Óhætt er að segja að Barack Obama, hinn nýi forseti Bandaríkjanna, hafi staðizt mikilvæga prófraun á þeim fjölþjóðlegu leiðtogafundum sem hann hefur sótt í Evrópu undanfarna daga. Fastir pennar 6.4.2009 06:00
Fyrir fólkið? Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja að stjórnarskrárbreytingar þær sem nú er verið að gera séu svar við ákalli fólksins, fyrir fólkið og fólksins vegna. Að því leyti hafa þeir rétt fyrir sér að skoðanakannanir gefa til kynna að meirihluti kjósenda sé þeim fylgjandi. Fastir pennar 3.4.2009 07:00
Bíll og svanni Þorvaldur Gylfason skrifar Tæplega tvítug stúlka sást á ferli með karlmanni. Þá komu sjö karlar aðvífandi og nauðguðu þeim báðum. Stúlkan, sem er gift, kærði sjömenningana. Hún var dæmd til að þola 90 vandarhögg fyrir að vera ein á ferli með óskyldum karlmanni, og hann líka. Lögmaður beggja áfrýjaði dómnum. Þá var dómurinn þyngdur í 200 vandarhögg og sex mánaða fangelsi og lögmaðurinn sviptur málflutningsréttindum. Nauðgararnir fengu fimm til sjö ár. Málið fór fyrir hæstarétt. Þetta var 2006 í Sádi-Arabíu. Fastir pennar 2.4.2009 06:00
Eftir á að hyggja Óli Kristján Ármannsson skrifar Rasað var um ráð fram í bankakerfinu um leið og stjórnvöld stóðu sig illa í efnahagsstjórn, héldu dauðahaldi í gjaldmiðil sem sjálfur er uppspretta sveiflna og vandræða, um leið og ráðist var í þensluhvetjandi aðgerðir af ýmsum toga og Íbúðalánasjóður notaður til að bæta í fasteignabólu og niðurkeyrslu vaxta sem Seðlabankinn reyndi af vanmætti að sporna gegn. Fastir pennar 1.4.2009 06:00
Ný leiðarstjarna Landsfundir Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar um síðustu helgi skýrðu línur um margt. Ríkisfjármálapólitíkin er óskrifað blað í báðum flokkum. Báðir völdu nýja leiðtoga. Leiðir þeirra skildu hins vegar með afgerandi hætti í Evrópumálum. Fastir pennar 31.3.2009 06:00
Baulað úr bómull Guðmundur Andri Thorsson skrifar Hjá Símanum starfar gott fólk sem veitir prýðilega þjónustu og leggur sig fram við að hjálpa okkur kúnnunum. Og sjónvarpsþjónusta Símans hefur að minnsta kosti séð til þess að maður getur horft á alvöru-Taggart í danska sjónvarpinu á miðvikudagskvöldum og alvöru tónlistarþætti í norska sjónvarpinu á sunnudagskvöldum - og þar fram eftir götunum. Prýðisfyrirtæki. En ætti kannski aðeins að hugsa sinn gang hvað auglýsingar varðar? Fastir pennar 30.3.2009 06:00
Sá er hlífa skyldi Steinunn Stefánsdóttir skrifar Ein helsta ástæða þess hversu vel einelti þreifst lengi í skólum og á vinnustöðum er sú tilhneiging, ekki bara fjöldans heldur einnig þeirra sem með valdið fara, að leggjast á sveif með hinum sterkari í stað þess að snúast til varnar fyrir þann sem á undir högg að sækja. Fastir pennar 30.3.2009 06:00
Framar á flestum sviðum? Þorvaldur Gylfason skrifar Gylfi Magnússon, nú viðskiptaráðherra, flutti eftirminnilega ræðu á Austurvelli laugardaginn 17. janúar sl. Þar sagði hann meðal annars: „Sú hugmyndafræði sem kom okkur í núverandi stöðu er andlega gjaldþrota. Þeir sem fóru fyrir henni þurfa að víkja strax af sviðinu og láta öðrum eftir uppbygginguna. Hvort sem þeir eru í stjórnmálum, stjórnkerfinu, fyrirtækjarekstri, fara fyrir hagsmunasamtökum eða voru bara í klappliðinu. Fyrsta skrefið til fyrirgefningar er að þetta fólk rétti fram sáttahönd og axli ábyrgð með því að víkja. Því miður hefur lítið sést til þeirrar sáttahandar enn þá. Það glittir bara í löngutöng. Allt þetta fólk má auðvitað starfa að uppbyggingunni en það má ekki og getur ekki stjórnað henni. Þeir sem strönduðu þjóðarskútunni eiga ekki að stýra henni af strandstað. Þeir geta ekki hvatt landa sína til dáða. Það hefur enginn trú á þeirra lausnum. Þeir mega hins vegar leggjast á árarnar með öllum hinum. Á almennu farrými." Viku síðar sagði Magnús Björn Ólafsson blaðamaður undir lok ræðu sinnar á sama stað og vitnaði óbeint í Nietzsche: „Stund hinnar miklu fyrirlitningar er upp runnin!" Að loknum ræðuhöldum söng Þjóðkórinn ættjarðarlög á tröppum Alþingishússins. Taflinu var lokið. Tveim dögum síðar sagði ríkisstjórnin af sér. Fastir pennar 26.3.2009 06:00
Brýnu máli ýtt á hliðarspor? Auðunn Arnórsson skrifar Sumum hættir kannski til að gleyma því í amstri kreppuhversdagsins, en Íslendingar búa nú við ónýtan þjóðargjaldmiðil. Gengi hans gagnvart stærri gjaldmiðlum er skráð allt annað í erlendum seðlabönkum en í Seðlabanka Íslands, jafnvel þó að nú sé nærri hálft ár liðið frá „bankahruninu mikla“. Eina greiðslumiðlunargáttin við útlönd sem nú er opin liggur í gegn um Seðlabankann, þótt almenn viðskiptagreiðslumiðlun hafi hingað til hvergi talizt til verkefna sem seðlabanka sé ætlað að sinna. Fastir pennar 26.3.2009 06:00
Taka þarf á þvísem máli skiptir Óli Kristján Ármannsson skrifar Ljóst má vera að ef koma á landinu upp úr kreppuhjólförunum þarf að koma til erlent fjármagn. Það fæst ekki í því magni sem þarf í umhverfi gjaldeyrishafta og/eða gjaldeyrisóróa. Þá verður að teljast ólíklegt að forsvarsmenn erlendra stórbanka sem hér hafa tapað ógrynni fjár verði áfjáðir í að fjármagna hér uppbyggingu ef ekki er fyllstu sanngirni gætt í samskiptum við þá. Fastir pennar 25.3.2009 09:45
Stórt og smátt Sverrir Jakobsson skrifar Fall SPRON á dögunum sýnir að hrun íslensks viðskiptalífs stendur enn þá yfir og ekki eru enn öll kurl komin til grafar. Ekki er hægt að segja að forstöðumenn sparisjóðanna hafi gengið langt í útrásarkapphlaupinu miðað við stóru bankana en krosstengsl í íslensku viðskiptalífi gerðu það að verkum að örlög þeirra voru ráðin. Fastir pennar 24.3.2009 13:23
Völd og málefni Þorsteinn Pálsson skrifar Á lýðveldistímanum hefur engin ríkisstjórn verið jafn örugg um áframhaldandi umboð í kosningum eins og sú sem nú situr. Flokkarnir þrír sem aðild eiga að stjórnarsamstarfinu hafa allir þrír útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þar af leiðir að í komandi kosningum er engin óvissa um völdin. Fastir pennar 24.3.2009 13:23
Neyðarlínan Guðmundur Andri Thorsson. skrifar Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar fimmtíu og sjö milljónir frá fyrirtækjum fyrir kosningarnar 2007 - langsamlega mest allra flokka. Næst kemur hjáleigan, Framsókn, með tæpar þrjátíu milljónir; þá Samfó með tæpar tuttugu og fjórar milljónir; VG fékk tæpar sautján milljónir, Íslandshreyfingin tæpar sex og Frjálslyndir um fimm milljónir. Loksins loksins koma svona upplýsingar fram og má segja að þetta sé einn vitnisburðurinn í viðbót um að við þokumst í átt að siðaðra samfélagi - þrátt fyrir allt. Sú tíð rennur líka upp að við fáum að vita hvernig einstakir stjórnmálamenn njóta styrkja og hvernig fjárhagslegum tengslum þeirra við volduga aðila er háttað - var Davíð Oddsson ekki að ýja að eignarhaldsfélögum stjórnmálamanna á einhverri gulleyjunni? Fastir pennar 23.3.2009 06:00
Lífeyrissjóði til eigenda sinna Páll Baldvin baldvinsson skrifar Við verðum að taka lífeyrissjóðakerfið til endurskoðunar. Afkoma lífeyrissjóðanna eftir hrunið sýnir að í fjárfestingum þeirra var leitað helst til langt í fjárfestingum, ekki aðeins í fjármálastofnunum þar sem þeir eru að tapa verulegum fjármunum eigenda sinna, heldur líka með þátttöku þeirra í fjármögnun fyrirtækja. Fastir pennar 20.3.2009 06:00
Hvað er til ráða? Þorvaldur Gylfason skrifar Fjármálakreppan úti í heimi hefur reynzt dýpri og erfiðari viðfangs en flesta óraði fyrir. Í febrúar 2007 sagði Ben Bernanke, þá nýorðinn seðlabankastjóri Bandaríkjanna, að efnahagslíf landsins væri í góðu jafnvægi: „hvorki of heitt, með verðbólgu, né of kalt, með vaxandi atvinnuleysi.“ Nokkru síðar byrjaði að hrikta í fjármálakerfinu þar vestra og einnig í Evrópu. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú meira en það hefur verið þar síðan 1983. Hvað kom fyrir? Hvað er til ráða? Fastir pennar 19.3.2009 04:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun