Fastir pennar

Írakar ganga að kjörborðinu

Nýrri ríkisstjórn Íraks er mikill vandi á höndum. En lýðræðislegt umboð mun styrkja hana í sessi og auka tiltrú á henni. Það verður auðveldara fyrir alþjóðasamfélagið að eiga samskipti við lýðræðislega kjörna ríkisstjórn en stjórn sem búin er til af Bandaríkjamönnum og Bretum. </font /></b />

Fastir pennar

Uppgangur og bjartsýni eystra

Deilurnar við Kárahnjúka hafa varpað skugga á það sem er að gerast í byggðarlögunum á Héraði og í Fjarðabyggð. Þar er allt annað hljóð í fólki en fyrir nokkrum misserum. </font /></b />

Fastir pennar

Menning og mannauður

En það sem virðist gera gæfumuninn er þó af öðrum toga. Þar ber fyrst að nefna menntun og mannauð. Þá lýðræði, virkt lýðræði og félagsauð. Og loks fjölhæfni í atvinnulífinu. </font /></b />

Fastir pennar

Pólitísk fegurðarsamkeppni

Þetta er barátta upp á pólitískt líf og dauða, án þess þó að menn séu í raun að takast á um pólitísk málefni, heldur einungis stíl og ásýnd. Þetta er persónupólitík á efsta stigi, pólitísk fegurðarsamkeppni að ætti ABBA, sem söng svo eftirminnilega um sigurvegarann sem tæki allt, á meðan sá sem tapaði stæði eftir í sárum

Fastir pennar

Snillingurinn sem tapaði gáfunni

Í þessum pistli er fjallað um feril rokkarans Rods Stewart og nýja plötu hans með sætsúpumúsík, gildru sem var engd fyrir stjórnarandstæðinga eftir að Stöð 2 varð á í messunni í fréttaflutningi og loks er vikið að minningargreinum í Mogganum...

Fastir pennar

Tækifæri í höfuðborginni

Ferskleikinn er hins vegar fyrir löngu farinn af Reykjavíkurlistanum, sem hefur nú fremur á sér yfirbragð stjórnmálaafls sem heldur í völdin valdanna vegna. </font /></b />

Fastir pennar

Steingrímur og Róbert í Silfrinu

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Róbert Marshall, Reyni Traustason, Ögmund Jónasson og Ingibjörgu Stefánsdóttur...

Fastir pennar

Verð á rafmagni til húshitunar

Þessi lagasetning vekur upp spurningar um það hvort við þurfum að taka allt hrátt upp sem samþykkt er í Brüssel. Þótt við séum með viðskiptasamning við Evrópusambandið, er þá sjálfgefið að við tökum allt upp sjálfkrafa sem þar er ákveðið? Íslendingar eru með fjölmennt lið stjórnarerindreka í Brüssel sem eiga að fylgjast með því sem þar er að gerast. Var ekki hægt að fá undanþágu fyrir okkur vegna þessa máls?

Fastir pennar

Færeyjar þurfa sjálfstæði

Æ fleiri Færeyingar gera sér grein fyrir því, að þeir geta ekki verið þekktir fyrir að halda áfram að þiggja fjárhagsaðstoð af Dönum: þeir skilja, að Danir ættu heldur að styðja fátæk þriðjaheimslönd til sjálfshjálpar.

Fastir pennar

Útnefningaspilling

Hér er fjallað um veitingu fréttastjórastöðu á Ríkisútvarpinu sem Framsóknarflokkurinn er sagður eiga, fólk í raunveruleikaþætti sem þurfti að skrúfa saman Ikea-mublur og margboðað en óframkomið frumvarp um bann við reykingum á veitingahúsum

Fastir pennar

Fimm leyndarmál karlmanna

1. Karlmenn eru hræddir við höfnun: Sálfræðingurinn Brenda Shoshanna segir flesta karlmenn hrædda við gagnrýni frá konum. Hún segir einnig að þeir séu hræddir um að ef þeir opni sig þá muni þær hlæja, yfirgefa þá og gera lítið úr þeim.

Fastir pennar

Framverðir hræsninnar

Athyglisverð tilraun forseta Bandaríkjanna til bóklesturs vekur ekki vonir um nýtt samhengi á milli orðræðu og athafna. </font /></b />

Fastir pennar

Gölluð löggjöf

Hinar tvöföldu launagreiðslur til ráðherra eru þó síður en svo hið eina sem aðfinnsluvert er við umrædd eftirlaunalög. Það er óeðlilegt út af fyrir sig að þingmenn njóti sérréttinda í lífeyrismálum og einkar ósmekklegt að það skuli hafa gerst með því að þingheimur seldi sér sjálfdæmi um afgreiðslu málsins. </font /></b />

Fastir pennar

Endar alltaf með skelfingu

Þegar handboltakapparnir fara í stóru mótin er alltaf sagt "við". Allir sem koma í fjölmiðlana segja "við", líka þó þeir sitji bara í stól og séu með ístru. Við erum að keppa, ekki íslensku leikmennirnir eða íslenska liðið. Nei, öll íslenska þjóðin er á vellinum...

Fastir pennar

Ingibjörg eða Össur

Framundir þetta hefur ekki verið áberandi málefnaágreiningur hjá þeim Össuri og Ingibjörgu Sólrúnu, en nú má búast við að þau fari að skerpa á þeim málum sem þau vilja leggja áherslu á.

Fastir pennar

Davíð hataði djass

Hér er fjallað um skáldið Davíð Stefánsson sem taldi að djassinn væri "villimannaöskur", samsæriskenningar vegna lekans úr utanríkismálanefnd, möguleikana á að gera Seltjarnarnes að öruggu samfélagi og herbúninga úr fyrri heimstyrjöld...

Fastir pennar

Minningabankinn

Til þess að eiga innistæðu í minningabankanum þegar við þurfum á henni að halda þurfum við að gæta þess að leggja inn og á meðan við berum ábyrgð á börnum þurfum við að gæta þess að leggja inn í bankann þeirra. Þetta hefur ekkert með peninga að gera.

Fastir pennar

Stjórnmál á mánudegi

Alþingi kemur saman í dag eftir gott frí og af því tilefni er hér skimað yfir hið pólitíska svið - fjallað um Íraksdeilurnar miklu, meinta aðför að Halldóri Ásgrímssyni, formannskjör í Samfylkingunni, framboð til Öryggisráðsins og leka úr utanríkismálanefnd

Fastir pennar

Brunabótamatið vafasamt viðmið

Enn má því búast við að íbúðaverð fari hækkandi um sinn. Við slíkar kringumstæður er ástæða til þess að hafa nokkrar áhyggjur af þeim hópi fólks sem minnstar hefur tekjurnar. </font /></b />

Fastir pennar

Af evrópskum kattamat

Ég hef heyrt um kött sem borðaði ristað brauð með sultu og ýmsa dynti varðandi mat þekkja allir sem búa með þessum forvitnu dýrum. En aldrei hef ég séð kött borða gulrót. </font /></b />

Fastir pennar

Kaflaskil í Íraksmálinu

Vel á fimmta þúsund manns hefur látið peninga af hendi rakna. Oftar en ekki hefur það verið eyrir ekkjunnar, goldinn af litlum efnum en heitri sannfæringu </font /></b />

Fastir pennar

Hallarfrúin

En þessi hallarfrú flokksins er þó ekki sátt við stöðu sína og dreymir um tilfinningaþrungna ástarfundi með hinum íslenska/reykvíska kjósanda og þau glæsilegu pólitísku ævintýri sem hún átti með honum í Reykjavíkurlistanum og raunar líka sem frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi norður. Fjallasvanir hvítir geta vængi sína misst!

Fastir pennar

Píslarvottar nútímans

Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Magnús er nýbúinn að senda frá sér bókina Píslarvottar nútímans - samspil trúar og stjórnmála í Írak og Íran...

Fastir pennar

Rangar fullyrðingar

Vitneskja um og samþykki fyrir því að Ísland yrði á lista sem birtur yrði heimsbyggðinni innrásinni til framdráttar var ... fyrir hendi hjá íslenskum stjórnvöldum áður en til innrásarinnar kom. Þau geta því ekki vikið sér undan ábyrgð og reynt að koma henni yfir á starfsmenn Hvíta hússins og forseta Bandaríkjanna.

Fastir pennar

Stríð gegn fátækt

Við getum boðizt til að senda kennara, lækna og hjúkrunarfólk að hjálpa til í þeim löndum, sem við kjósum helzt að styðja og styrkja, í stað þess að senda þeim fé. </font /></b />

Fastir pennar

Innflutt vinna og svört

Svört starfsemi er ólíðandi. Hún skekkir samkeppnisstöðu milli fyrirtækja sem fara að reglum og hinna sem skeyta engu um samninga og lög í landinu. Þá skiptir ekki miklu hvort svört starfsemi byggir á innlendu eða erlendu vinnuafli. </font /></b />

Fastir pennar

Kall tímans í Kína

Kröfur um lýðræði heyrast sjaldan. Flestir virðast óttast pólitískan óstöðugleika öllu meira en pólitískt ofríki flokksins en þetta mun breytast. </font /></b />

Fastir pennar

Allawi gengur í öll störf

Í þessum pistli er fjallað um Allawi forsætisráðherra Íraks sem skýtur uppreisnarmenn með eigin hendi, málshætti sem ekki eru kvenfjandsamlegir eða stuðandi, ömurlegt kvikmyndaúrval í Reykjavík og vinnuhvetjandi skattalækkanir

Fastir pennar

Ófullnægjandi skýringar

Hafi ríkisstjórnin engu að leyna eins og forsætisráðherra gefur í skyn og sé málið einn stór misskilningur stjórnarandstæðinga og þjóðarinnar hlýtur það að vera málstað ríkisstjórnarinnar til framdráttar að leggja öll spilin á borðið. Það á ríkisstjórnin að gera.</font />

Fastir pennar